15.06.2020 Views

Bóndavarðan, sumarblað 2020

Bóndavarðan er staðarblað Djúpavogshrepps

Bóndavarðan er staðarblað Djúpavogshrepps

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

MICHAEL RIZON<br />

BÓNDAVARÐAN<br />

<strong>Bóndavarðan</strong> hafði samband við Michael Rizon, frá Filippseyjum, sem er einn af nýju íbúum okkar hér á Djúpavogi. Við báðum hann<br />

um að seg ja okkur eitthvað af sjálfum sér. Hvaðan hann væri, um fjölskylduhagi og hvernig það hefði verið að vera barn og unglingur<br />

á Filippseyjum. Einnig langaði okkur að vita hvað varð til þess að hann ákvað að flytja á Djúpavog.<br />

Ég heiti Michael Rizon, er 29 ára gamall frá Filippseyjum. Ég á tvo yndislega drengi með kærustunni minni og kem frá litlu þorpi á<br />

Filippseyjum, sem er nálægt ströndinni. Þar er ótrúlega fallegt landslag en við bjuggum við frekar frumstæðar aðstæður. Við áttum<br />

saman fjölskyldufyrirtæki, framleiddum handverk sem var síðan selt út um allan heim. Þetta var okkar lífsviðurværi. Ég á fjóra<br />

bræður og hjálpuðumst við fjölskyldan að við allt, hvort sem það voru heimilisstörf eða að vinna í fjölskyldufyrirtækinu.<br />

Ég er svo heppinn að vera yngstur af okkur bræðrunum. Það gerði það að verkum að ég hafði meira frelsi en þeir og gat gert það<br />

sem mig langaði til að gera þegar ég var lítill. Ég spilaði körfubolta, fór að synda með vinum og frændfólki og veiddi fisk með spjóti.<br />

Við áttum líka litla hlöðu, þegar ég var að alast upp og þar voru kjúklingar, bardagahanar, kýr, geitur og svín.<br />

Ég fór í háskóla og útskrifaðist sem sjávarleiðsögumaður. Í háskólanum tók ég alls konar aukanámsgreinar, eins og t.d.<br />

klappstýrudans, dans, íþróttir og sund. Auk þess keppti ég, sem fulltrúi skólans, í Cebu City ólympíuleikunum (Cebu City er borg í<br />

Cebu héraði á Filippseyjum) í sundi og klappstýrudansi. Ég útskrifaðist með láði úr mínu námi.<br />

Hvað varð til þess að þú ákvaðst að flytja til Íslands?<br />

Ástæðan fyrir því að ég flutti til Íslands, á Djúpavog er sú að mig langaði til að veita börnum mínum og fjölskyldu betri framtíð, þó<br />

það sé mjög erfitt að búa fjarri þeim. Mér líkar mjög vel hér á Djúpavogi af mörgum ástæðum. Náttúran hér er ótrúlega falleg og<br />

ólík því sem ég á að venjast og fólkið hér er mjög ving jarnlegt. Sérstaklega fólkið í Búlandstindi, þar sem ég vinn. Þau eru dásamleg<br />

við okkur og svarið við bænum okkar.<br />

Það er svolítið erfitt að taka þátt í félagslífinu hér á Djúpavogi og er tungumálið aðal hindrunin í því. Ég hef enn ekki tekið þátt í neinu<br />

en hlakka til þegar það gerist.<br />

Hefurðu verið í íslenskunámi, hvernig gengur það og færðu tækifæri til að tala íslenskuna fyrir utan skólastofuna?<br />

Ég hef verið að læra íslensku en það er erfitt – íslenskan er erfitt tungumál. Ég reyni þó að tala, tjá mig, sérstaklega við eldra fólk,<br />

því tungumálið er lykilatriði í því að verða gildur þátttakandi í samfélaginu. Ég þarf að nota meira það sem ég læri í íslenskukennslunni<br />

hjá Berglind, hún er frábær kennari. Takk kærlega fyrir mig Berglind!<br />

6

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!