07.12.2020 Views

Þannig byggðist bærinn

Skipulag og uppbygging Hafnarfjarðar á fyrstu árum kaupstaðarins

Skipulag og uppbygging Hafnarfjarðar á fyrstu árum kaupstaðarins

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

16

ÞANNIG BYGGÐIST BÆRINN | HAFNARFJÖRÐUR MÆLDUR UPP ÁRIÐ 1902

Mestalla 19. öldina var ákveðinn vöxtur í íbúafjölda Hafnarfjarðar og stafaði hann ekki síst af aukinni

sjósókn og fiskveiðum á þessu tímabili. Það kom þó ákveðið bakslag í íbúafjöldann á síðustu árum

aldarinnar og stafaði það af umfangsmikilli veiði enskra togara á fiskimiðum Hafnfirðinga sem varð til

þess að fiskigengd þar minnkaði til mikilla muna. Bæjarbúum fjölgaði svo á ný frá og með aldamótunum

1900.

Sem dæmi um fjölgunina voru íbúar bæjarins

374 árið 1900 en þegar Hafnarfjörður fékk

kaupstaðarréttindi átta árum síðar voru íbúarnir

orðnir 1.469 talsins. i

Á þessum tíma og upp úr aldamótunum 1900 var lagður grunnur að þeim mælingum hér á landi sem stór

hluti korta af Íslandi hefur byggst á til þessa. Danska hermálaráðuneytið gaf þá út tilskipun til

landmæl-ingadeildar herforingjaráðsins um að leggja grundvöll að nýjum landmælingum og kortagerð á

Íslandi. Kortagerðin sjálf og mæling landsins hófust sumarið 1902 með því að mælt var þríhyrninganet

frá Reykjavík að Höfn í Hornafirði. Til landsins komu tveir flokkar. Annar mældi að vestan frá Reykjavík en

hinn að austan frá Höfn. Allt frá upphafi var þetta starf unnið mjög skipulega og metnaður lagður í að

vanda eins vel til þess og unnt var miðað við þá tækni sem tiltæk var á þessum tíma. ii

Hluti af þessu verkefni var að Hafnarfjörður var mældur upp árið 1902 og teiknaður ári síðar. Það kort

gefur áhugaverða mynd af bænum eins og hann var um aldamótin og sýnir alls 132 hús, bæi og kot við

Fjörðinn. Kortið sýnir skipulagið á skemmtilegan hátt þar sem Strandgatan er grunngata í gegnum bæinn

en frá henni liggja stígar og slóðar sem hlykkjast um hraunið og sést þar vel að húsum hefur einkum

verið valinn staður þar sem landslagið leyfir frekar en eftir fyrirfram ákveðnu skipulagi.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!