24.08.2021 Views

Smábátaútgerð og grásleppukarlar

Hafnarfjörður hefur frá aldaöðli byggst upp í kringum höfnina og hefur hún verið ein helsta lífæð bæjarins í gegnum árin. Smábátar og trillur hafa leikið þar stórt hlutverk og verið áberandi þáttur útgerðarinnar og bæjarlífsins megnið af 20. öldinni.

Hafnarfjörður hefur frá aldaöðli byggst upp í kringum höfnina og hefur hún verið ein helsta lífæð bæjarins í gegnum árin. Smábátar og trillur hafa leikið þar stórt hlutverk og verið áberandi þáttur útgerðarinnar og bæjarlífsins megnið af 20. öldinni.

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

BYGGÐASAFN HAFNARFJARÐAR

Smábátaútgerð

og grásleppukarlar

Small boat fisheries and

lumpfish fishermenSmábátaútgerð

og grásleppukarlar

Small boat fisheries and

lumpfish fishermen


Hafnarfjörður hefur frá aldaöðli

byggst upp í kringum höfnina og

hefur hún verið ein helsta lífæð

bæjarins í gegnum árin. Smábátar

og trillur hafa leikið þar stórt

hlutverk og verið áberandi þáttur

útgerðarinnar og bæjarlífsins

megnið af 20. öldinni.


SMÁBÁTAÚTGERÐ OG GRÁSLEPPUKARLAR | FORMÁLI

7

Þann 1. júní 2020 var opnuð ný sýning í forsal Pakkhúss Byggðasafns Hafnarfjarðar. Opnunarathöfnin var

á margan hátt frábrugðin því sem hefð var fyrir á safninu þar sem hún átti sér stað í miðjum samkomutakmörkunum

vegna Covid-19 faraldursins og voru því einungis starfsmenn safnsins viðstaddir. Sýningin

sem opnuð var að þessu sinni hlaut nafnið „Smábátaútgerð og grásleppukarlar“ og fjallaði um sögu og

þróun smábátaútgerðar í Hafnarfirði á 20. öld.

Hafnarfjörður hefur frá aldaöðli byggst upp í kringum höfnina og hefur hún verið ein helsta lífæð bæjarins

í gegnum árin. Smábátar og trillur hafa leikið þar stórt hlutverk og verið áberandi þáttur útgerðarinnar og

bæjarlífsins megnið af 20. öldinni. Sýningunni var ætlað að varpa ljósi á sögu og þróun smábátaútgerðar

í Hafnarfirði á 20. öldinni, allt frá árabátum til lítilla vélbáta og trilla. Þessi mikla útgerð varð m.a. til þess

að fyrstu flotbryggju landsins var komið fyrir á suðurhöfninni til að auka enn þjónustu við þessa tegund

útgerðar í bænum og á tímabili var hluti hagnaðar af rekstri Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar varið í að styrkja

einstaklinga og fyrirtæki til þess að koma sér upp smábátum. Þá voru í bænum nokkrar skipasmíðastöðvar

og skipasmiðir sem framleiddu trillur og smábáta auk þess sem trillu- og grásleppukarlar voru

áberandi í bæjarlífinu um áratugaskeið. Þessu öllu voru gerð skil á sýningunni en grunngripur hennar var

nýuppgerð trilla, Helgi Nikk, sem safninu barst fyrr á árinu. Á sýningunni var, auk trillunnar sjálfrar, fjöldi

muna, ljósmynda og sagnfræðilegra texta sem vörpuðu áhugaverðu ljósi á þessa sögu og miðluðu henni

til gesta safnsins.

Í smáriti þessu er leitast við að varðveita þá rannsóknarvinnu sem unnin var við gerð sýningarinnar

„Smábátaútgerð og grásleppukarlar“ í þeim tilgangi að miðla henni áfram nú eftir að sýningin hefur verið

tekin niður. Að sýningunni vann starfsfólk Byggðasafns Hafnarfjarðar en einnig ber að þakka þeim Birni

G. Björnssyni fyrir aðstoð við hönnun hennar, Trausta Sigurðssyni húsasmíðameistara og hans fólki fyrir

þeirra framlag og H2 hönnun, sem sá um hönnun texta- og myndaspjalda. Sýningin hlaut styrk úr

Safnasjóði.

Björn Pétursson

Bæjarminjavörður Hafnarfjarðar


Hafnarfjörður has always

revolved around its harbour, which

has served as one of the town’s

lifebloods throughout the years. Small

fishing boats have played a big part

in this and were a prominent part of

the town’s fisheries and and activities

for most of the 20th century.


SMALL BOAT FISHERIES AND LUMPFISH FISHERMEN | INTRODUCTION

9

On 1 June 2020, a new exhibition was opened in the lobby of the “Pakkhús” building in Hafnarfjörður

Museum. The opening was in many ways different from what is usual at the museum, as it took place

while gathering restrictions due to Covid-19 were in effect so only the museum staff was present. The

exhibition was called “Small Boat Fisheries and Lumpfish Fishermen” and revolved around the history

and development of small boat fisheries in Hafnarfjörður in the 20th century.

Hafnarfjörður has always revolved around its harbour, which has served as one of the town’s lifebloods

throughout the years. Small fishing boats have played a big part in this and were a prominent part of the

town’s fisheries and and activities for most of the 20th century. The exhibition was intended to shed light

on the history and development of small boat fisheries in the 20th century, from rowboats to small, open

motorboats. All this fishing activity led to the introduction of Iceland’s first floating dock in the south

harbour to service this type of fishery in the town and for a while, part of the profits from Hafnarfjörður’s

municipal fishery was used to support individuals and companies in acquiring small boats. The town also

had several shipyards and boat builders who built small motorboats, and small boat fishermen and

lumpfish fishermen were a big part of the town life for decades. All of this was addressed in the

exhibition, but the central exhibit was a newly renovated motorboat, Helgi Nikk, which the museum

received earlier this year. The exhibition included, in addition to the boat itself, a number of items,

photographs and historical texts that shed an interesting light on this story and communicated it to

museum guests.

The aim of this short publication to preserve the research work that was done for the exhibition

“Small Boat Fisheries and Lumpfish Fishermen" now that the exhibition has ended. The exhibition was

made possible through the efforts of the staff of Hafnarfjörður Museum, as well as Björn G. Björnsson,

who assisted with its design, the contribution of master builder Trausti Sigurðsson and his staff, and

H2 hönnun, which provided the layout of text and image cards. The exhibition received funding from the

Museum Council of Iceland.

Björn Pétursson

Municipal Museum Curator of Hafnarfjörður

Trillukarlar

og smábátaútgerð

Crews of the small motor boats

and small boat fishery


18

SMÁBÁTAÚTGERÐ OG GRÁSLEPPUKARLAR | TRILLUKARLAR OG SMÁBÁTAÚTGERÐ

Allt frá upphafi byggðar í Hafnarfirði hafa veiðar á

litlum bátum verið stundaðar þaðan. Sem dæmi um

þetta má nefna að árið 1703 þurfti ábúandinn á

konungsjörðinni Hvaleyri að greiða landsskuld til

kaupstaðarins árlega sem skyldi greiðast með sex

vættum fiska. Um jörðina er einnig sagt þetta sama ár

að þar hafi verið hrognkelsafjara sæmileg og skelfiskfjara

næg til beitu en lá undir ágangi frá öðrum

jörðum. Útræði var heima fyrir allt árið um kring og

góð lending. i

Ljóst má vera á þessari lýsingu Hvaleyrarjarðarinnar að höfuðkostur hennar hafi verið fiskveiðar en heldur

var þó útvegurinn lítilfjörlegur því úr bátaskrá úr Gullbringusýslu frá þessu sama ári kemur fram að á

Hvaleyri hafi verið eitt tveggja manna far er gengi árið um kring, eitt tveggja manna far sem varla væri

sjófært og eitt eins manns far sem ekki væri sjófært. Útgerðin þróaðist þó í rétta átt og til marks um það

má nefna að árið 1771 gengu frá Hvaleyri sjö tveggja manna för á vetrarvertíðinni. ii Frá Ófriðarstöðum

(Jófríðarstöðum) gekk tveggja manna far 1771 og fjögurra manna far 1780. iii Þriðja jörðin í Hafnarfirði var

Hamarskot. Ljóst má vera, samkvæmt lýsingu frá 1703, að landbúnaður þar hafi verið sáralítill en útgerð

þeim mun meiri þegar horft er til þeirra kvaða sem á jörðinni voru. Þó var á þeim tíma einungis einn bátur

á jörðinni. Á vetrarvertíð 1771 voru þó gerð út fimm tveggja manna för frá Hamarskoti. iv Á fjórðu jörðinni,

Akurgerði, voru fiskveiðar einnig mikilvægar. Eflaust hefur útræði þaðan verið meginbjargræði þeirra sem

þar bjuggu í gegnum tíðina en árið 1771 gengu þaðan þrjú tveggja manna för. v


SMÁBÁTAÚTGERÐ OG GRÁSLEPPUKARLAR | TRILLUKARLAR OG SMÁBÁTAÚTGERÐ

19

Þegar nær dregur okkur í tíma og byggð fór að aukast í Hafnarfirði á 19. öld fóru að rísa þurrabúðir

sunnan við fjarðarbotninn, s.s. Óseyri, Ásbúð, Flensborg, Árnabær, Melshús, Brandsbær, Skuld og Nýibær.

Öll þessi smábýli voru upphaflega þurrabúðir en samkvæmt konungsúrskurði frá 1808 var bannað að

menn settust í tómthús við sjó, nema þeir hefðu grasnyt fyrir eina kú eða sex ær og kálgarð að auki. Til

er lýsing á útgerðarháttum Hafnfirðinga eftir séra Árna Helgason frá árinu 1845, þar sem kemur fram að

árabátaútgerð hafi verið mikil á þeim tíma. Telur hann að um 300 bátar hafi verið gerðir út frá Hafnarfirði

og Álftanesi en gera má ráð fyrir að allmargir þeirra hafi verið aðkomubátar. „Fiskveiðar eru hér mest

verðar, þær eru helzti og fyrir marga sá eini atvinnuvegur.“ vi Í sömu lýsingu kemur fram að varla séu

brúkaðir stærri bátar til fiskveiða en tveggja manna för í Hafnarfirði.


20

SMALL BOAT FISHERIES AND LUMPFISH FISHERMEN | CREWS OF THE SMALL MOTOR BOATS AND SMALL BOAT FISHERY

Ever since the settlement of

Hafnarfjörður there has been fishing

on small boats in the area. In 1703,

for example, the resident on the

farming estate on the King's land at

Hvaleyri was obliged to pay land

rent to the township in the form of

six braces of 34 to 40 fishes each.

It is also recorded about this estate in the same year that the nearby coastal waters yielded a decent

catch of lumpfish and at low tide it was possible to collect ample shellfish to use as bait, but also that

these resources were being tapped by the owners of other estates in the area. The locals rowed out to

fish all the year round and there were good facilities for landing the catch. It seems clear from this

description of the Hvaleyri land that its principal advantage lay in the opportunity for fishing, and yet the

activities in that sector were rather insignificant as it is stated in a boat registry from the county of

Gullbringusýsla that same year that there was one two-man boat in operation at Hvaleyri all the year

round, another two-man boat that was barely seaworthy and a one-man boat that was not seaworthy.

However, there were positive developments in the fishing industry and this can be seen from the fact that

in the year 1771 there were seven two-man boats in operation during the winter fishing season.


SMALL BOAT FISHERIES AND LUMPFISH FISHERMEN | CREWS OF THE SMALL MOTOR BOATS AND SMALL BOAT FISHERY

21

Ófriðarstaðir (Jófríðarstaðir) was the

base for a two-man craft in 1771 and

a four-man craft was based there in

1780. The third farming estate in

Hafnarfjörður was named Hamarskot.

A description from 1703 indicates

that very little agricultural work was

done on that land but fishery was

given much greater emphasis in light

of the obligations that applied to this

piece of land. In spite of this, there

was only one boat in operation in this

area. However, during the winter

fishing season of 1771 there were five two-man fishing crafts based at Hamarskot. Fishing was also

important for the fourth estate, Akurgerði. There seems to be little doubt that the local fishing activities

provided the largest part of the sustenance for those who lived there through the ages, and in the year

1771, three two-man craft were based there.

As we draw closer to our present time and the settlement in Hafnarfjörður began to expand in the 19th

century, construction began on dwellings for the landless laborers and fishermen to the south of the

bottom of the bay, such as Óseyri, Ásbúð, Flensborg, Árnabær, Melshús, Brandsbær, Skuld and Nýibær.

All these small dwellings were originally inhabited by laboring people who owned no fixed assets but by in

1808, a royal decree was issued that forbade people to live in residential housing by the sea unless they

were able to procure a yield of hey sufficient for one cow or six ewes, and owned a kailyard as well. A

description of the fishing industry in Hafnarfjörður by Rev. Árni Helgason from 1845 states that there was

considerable fishing on rowboats at the time. He believes that about 300 active fishing boats were

based in Hafnarfjörður and Álftanes, although it may be presumed that quite a few of them came from

other areas. "Fishing is the most important industry here and constitutes the principal and, for many

people, the only means to earn a living." The same description contains a passage where it is stated

that it was very rare that craft larger than two-man boats were used for fishing in Hafnarfjörður.


Mótorbáturinn Gunnar

Motorboat Gunnar


SMÁBÁTAÚTGERÐ OG GRÁSLEPPUKARLAR | MÓTORBÁTURINN GUNNAR

23

Vélbátaútgerð hófst frá Hafnarfirði sama ár og bærinn

fékk kaupstaðarréttindi árið 1908. Það sumar keypti

P. J. Thorsteinsson & Co lítinn vélbát, Gunnar GK 349,

en hann var einungis 9,76 rúmlestir að stærð. Hann var

smíðaður í Danmörku, súðbyrðingur úr eik, rúmlega 10

metra langur og tæpir þrír metrar á breidd. vii Í bátnum

var „Thor“ steinolíuvél með glóðarhaus, líklega rúmlega

10 hestöfl. Á upphafsárum vélbátanna skorti mjög á

þekkingu hér á landi varðandi þessa nýjung. Hafnfirðingar

stóðu þó vel að vígi því í bænum starfaði á þessum árum

Siggeir Jónsson, útlærður járnsmíðameistari og vélsmiður.

Hafði hann lært smíði og meðferð alla á mótornum „Thor“

hjá framleiðendum vélarinnar í Holbæk. Í dagblaðinu

Ísafold í mars 1906 var auglýsing frá Verslun S.

Bergmann & Co. í Hafnarfirði, sem hafði umboð fyrir

„Thor“ á Íslandi, þar sem sagði meðal annars: „Maður,

sem sérstaklega hefir lært að setja upp þessa mótora og

fara með þá, verður jafnan við hendina.“ viii Siggeir fór í

einn róður á Gunnari og kenndi þá Marteini Óla Bjarnasyni

á vélina en hann var í kjölfarið ráðinn „mótoristi“ bátsins. Marteinn var „þaulvanur sjómaður, verklaginn,

og lék honum margt í höndum“. Þann tíma sem báturinn var í Hafnarfirði gekk mótorinn undir stjórn

Marteins eins og klukka. ix

Hugmyndin var að þessi bátur myndi stunda línuveiðar á Faxaflóa og var ráðinn formaður á hann

Guðmundur J. Guðmundsson frá Hellu í Hafnarfirði. x Í endurminningum Ólafs Þorvaldssonar segir um

útgerð Gunnars GK 349: „Um afla þessa fyrstu mótorbáts, sem gerður var út til fiskveiða frá Hafnarfirði,

er það að segja, að þrátt fyrir nákvæman kunnugleika hins ágæta formanns, allt frá æsku, hvort heldur

var innan Faxaflóa eiða utan, var fiskiríið svo sáralítið, að hvergi nærri stóð undir kostnaði. Það virtist

sama hvar niður var stungið, alls staðar virtustu vera jafn þurr ausin mið.“ xi Báturinn var því einungis

gerður út þetta eina sumar frá Hafnarfirði og var hann seldur úr bænum í kjölfarið.SMALL BOAT FISHERIES AND LUMPFISH FISHERMEN | MOTOR BOAT GUNNAR

25

Fishing with motor boats began in Hafnarfjörður in

the same year that the town was accorded formal

township status in 1908. That summer, the company

P. J. Thorsteinsson & co purchased a small motor

boat, the Gunnar GK 349, which was only 9.76 tons.

It was built in Denmark from oak with a clinker

design and was just over 10 meters long and nearly

three meters wide.

The boat had a "Thor" kerosene engine with an ignition ball, probably a little more than 10 HP. The first

years after the advent of the motor boats were characterised by a lack of knowledge in Iceland with

regard to this innovation. Nevertheless, the people of Hafnarfjörður had an advantage in that there was a

fully qualified master blacksmith and mechanic named Siggeir Jónsson working in the town at the time.

He had studied the construction and mechanics of the "Thor" motor design with the engine's manufacturers

in Holbæk. In March of 1906, the newspaper Ísafold contained an advertisement from the store S.

Bergmann & Co. in Hafnarfjörður, which was the agent for "Thor" in Iceland, wherein was stated among

other things: "A man, who has specifically studied the installation and maintenance of these motors, will

be available at most times." Siggeir went on one fishing trip on Gunnar, and on that trip he taught

Marteinn Óli Bjarnason to work the engine, and subsequently he was hired to be the "engineer" on the

boat. Marteinn was "a thoroughly experienced seaman, a handy worker and skilled at many tasks". During

the time when the boat was based in Hafnarfjörður, the motor ran like clockwork under the care of Marteinn.

The intention was that this boat would be used for long line fishing in the Faxi Bay, and Guðmundur J.

Guðmundsson from Hella in Hafnarfjörður was hired as foreman of the boat. In his memoirs, Ólafur

Þorvaldsson wrote about the fishing done on Gunnar GK 349: "Regarding the catch of this motor boat, which

was based in Hafnarfjörður, it may be said that despite the expert life-long knowledge of that fine man who

was its foreman, the catch was so very meager as to be nowhere nearly enough to meet the expenses. No

matter where they went to fish, it seemed that everywhere the sea was equally empty." The boat therefore

only operated out of Hafnarfjörður that one summer, after which it was sold away from the town.


Löndunarbáturinn,

landvélin og Tilraunin

The landing boat, landing

machine and The Experiment


SMÁBÁTAÚTGERÐ OG GRÁSLEPPUKARLAR | LÖNDUNARBÁTURINN, LANDVÉLIN OG TILRAUNIN

27

Þrátt fyrir að vélbátaútgerð hafi

hafist með Gunnari GK 349 var

hann ekki fyrsti vélbátur Hafnfirðinga

og má því segja að vélvæðing

útgerðarinnar hafi að vissu marki

hafist þremur árum áður. Árið 1905

flutti P. J. Thorsteinsson & Co. inn

lítinn opinn vélbát sem hvorki fékk

nafn né númer. Hann var ekki notaður

til fiskveiða heldur var hann notaður

til að draga uppskipunarbáta milli

skipa og lands við fermingu og

affermingu varnings, áður en

hafskipabryggjan var reist.


28

SMÁBÁTAÚTGERÐ OG GRÁSLEPPUKARLAR | LÖNDUNARBÁTURINN, LANDVÉLIN OG TILRAUNIN

Við þetta sama tækifæri var keyptur til

bæjarins af sömu verslun landmótor sem

notaður var til að dæla sjó, bæði í þvottakistur

við saltfiskþvott og til þvotta á nýjum fiski sem

barst í miklum mæli af norsku línuveiðurunum

sem gerðir voru út frá bænum á þessum

árum. xii

Annar vélbátur kom til bæjarins sama ár og

Gunnar, í nóvember 1908 en það var hópur

manna með Jóhannes Reykdal í broddi

fylkingar sem þá keyptu bát sem bar nafnið

„Tilraun“ frá Eyrarbakka. Sá bátur var mun

stærri en Gunnar, um 25 brúttólestir og var hann gerður út frá Hafnarfirði til ársins 1912 þegar hann var

seldur til Akureyrar. xiii Nafn þessa báts er áhugavert, meðal annars vegna þess að fyrsta þilskipið sem

smíðað var í Hafnarfirði, réttri öld áður, af Bjarna Sívertsen, bar nafnið „Hafnarfjarðar tilraunin“.

Á eftir Gunnari og Tilrauninni fjölgaði vélbátum í

Hafnarfirði hratt á næstu árum. Strax árið 1909

keypti August Flygenring tvo vélbáta til bæjarins,

Víking og Barðann, sem báðir voru um 10 rúmlestir

að stærð. Á árunum 1915–1916 bættust svo við tíu

vélbátar í Hafnarfirði. Þeir voru misstórir og í eigu

ýmissa útgerðarmanna í bænum.30

SMALL BOAT FISHERIES AND LUMPFISH FISHERMEN | THE LANDING BOAT, LANDING MACHINE AND THE EXPERIMENT

Although fishing with motor

boats began with the Gunnar

GK 349, this was not the first

motor boat in Hafnarfjörður

and therefore it may be said

that mechanization of the

fishing industry, to a certain

extent, began three years earlier.

In 1905 P. J. Thorsteinsson &

Co. imported a small open

motor boat that was neither

given a name nor assigned

a number.


SMALL BOAT FISHERIES AND LUMPFISH FISHERMEN | THE LANDING BOAT, LANDING MACHINE AND THE EXPERIMENT 31

It was not used as a fishing boat but to tow the boats that transported cargo between ships and shore

for loading and unloading of goods before the harbor for ocean-going vessels was constructed. On this

same occasion, the same store bought for the benefit of the town a land motor that was used to pump

seawater, both to laundry vats for washing salted fish and for the washing of fresh fish that came in large

quantities from the Norwegian long line fishing boats that operated out of the town in these years.

Another motor boat arrived in town in the same year as Gunnar, in November of 1908, bought by a group

of men spearheaded by Jóhannes Reykdal and given the name the Experiment (Tilraun) from Eyrarbakki.

This boat was considerably larger than Gunnar, about 25 gross tons, and it was operated out of

Hafnarfjörður until it was sold to Akureyri in the year 1912. The name of this boat is interesting because

the first decked vessel, built in Hafnarfjörður almost a century earlier by Bjarni Sívertsen, was named the

Hafnarfjörður Experiment (Hafnarfjarðar tilraunin).

After the Gunnar and the Experiment the number of motor boats in Hafnarfjörður increased rapidly in the

years that followed. Already in 1909, August Flygenring purchased two motor boats, the Viking and the

Fin (Víkingur and Barðinn), which were both about 10 gross tons. In the years 1915 – 1916, ten more

motor boats were added in Hafnarfjörður. They were of different sizes and owned by various fleet

operators in the town.
Grásleppukarlarnir

The lumpfish catchers


SMÁBÁTAÚTGERÐ OG GRÁSLEPPUKARLAR | GRÁSLEPPUKARLARNIR 35

Oft og tíðum var talað um það í Hafnarfirði að auk

komu lóunnar til landsins væru grásleppukarlarnir

hinir einu sönnu vorboðar. Hrognkelsi er nafn á

fisktegund sem á íslensku gengur undir kynbundnum

nöfnum, grásleppan er kvenkyns og rauðmaginn

karlkyns. Síðla vetrar nálgast hrognkelsin strendur

landsins og ganga upp á grunnmiðin og grynningarnar

til að hrygna. Þau halda sig þar fram á haust er þau

halda aftur út frá landi þar sem þau dvelja fram að

næsta vori.

Rauðmagaveiðarnar hófust fyrr þar sem hann gekk á undan grásleppunni og ekki var leyfilegt að veiða

hana fyrr en í lok apríl en hún var töluvert verðmætari þar sem gott verð fékkst löngum fyrir hrognin.

Þegar veiði grásleppunnar hófst í lok apríl hættu menn að veiða rauðmagann en það var að hluta til

sjálfhætt þar sem grásleppunetin voru mun grófmöskvaðri en rauðmaganetin og því smaug hann í

gegnum þau enda grásleppan hátt í þrisvar sinnum stærri en rauðmaginn.

Frá Hafnarfirði var stutt á hrognkelsamiðin, oft ekki nema rétt um hálftíma stím. Hver og einn trillukarl

lagði oftast net sín á svipuðum slóðum ár eftir ár og helgaði sér þannig svæði á miðunum enda leita

hrognkelsin til hrygningar á sömu svæði og þau ólust upp á.SMÁBÁTAÚTGERÐ OG GRÁSLEPPUKARLAR | GRÁSLEPPUKARLARNIR

37

Þegar grásleppuveiðin hófst lögðu

þeir net sín á sömu slóðum og þeir

höfðu áður lagt fyrir rauðmagann.

Netin lögðu karlarnir á um 10 faðma

dýpi að hámarki og voru þau látin

liggja í þrjá til fimm daga að jafnaði.

Veiðin gat verið æði misjöfn, allt frá

örfáum fiskum upp í hundruð.

Í hverri trossu voru þrjú net og var

mjög misjafnt hve margar trossur

hver trillukarl var með en algengt var

að þeir hefðu um 4-10 trossur úti

hverju sinni.


38

SMALL BOAT FISHERIES AND LUMPFISH FISHERMEN | THE LUMPFISH CATCHERS

It was frequently said in

Hafnarfjörður that in addition to

the golden plovers, the lumpfish

catchers were the only true

harbingers of spring. Lumpfish is

a species of fish that in Icelandic has gender-specific names,

Grásleppa for the female and Rauðmagi for the male.

In late winter, the lumpfish draws near to the country's

shores and enter the offshore fishing grounds and tidal

flats in order to spawn.

They stay there until autumn, at which point they retreat from the shore and live in deeper waters until

the next spring. Fishing for male lumpfish began earlier where they arrived early and it was not permitted

to catch the female of the species until the end of April, the female being considerably more valuable

because the eggs fetched a good price. When fishing for female lumpfish began at the end of April, the

seamen stopped catching the males, which in part occurred naturally as the nets used to catch the

females had much larger meshes than the nets used for the males, which meant that the males were

able to swim through them due to the fact that the females were nearly triple the size of the males.

It was a short trip from Hafnarfjörður to the lumpfish waters, often it only took about half an hour to

reach them under full steam. Each and every member of the crews on the small boats usually laid their

nets in similar places year after year, and thereby staked out a claim to a particular area of the fishing

grounds, which made sense as the lumpfish tends to seek out the area where they grew up in order to

spawn there.


SMALL BOAT FISHERIES AND LUMPFISH FISHERMEN | THE LUMPFISH CATCHERS 39

When the female lumpfish season began,

the seamen laid their nets in the same

areas where they had laid their nets to

catch the male of the species. They laid

their nets at a maximum depth of about

10 fathoms and left them there for an

average of three to five days. The catch

could vary greatly and consisted of

everything from just a few fishes up to

hundreds of them. Each cable held three

nets and the number of cables used by each

crew member varied greatly, although it

was common for them to have about

4-10 cables in the water at each time.


Smábátahöfnin

The marina42

SMÁBÁTAÚTGERÐ OG GRÁSLEPPUKARLAR | SMÁBÁTAHÖFNIN

Frá Hafnarfirði hefur í

gegnum tíðina verið gerður

út fjöldi smábáta. Þrátt fyrir

að höfnin í Hafnarfirði hafi

ávallt verið, frá náttúrunnar

hendi, mjög góð var engin

sérstök bryggja fyrir smábátana. Aðstaða þeirra í

höfninni var því ekki góð lengi vel en undir 1970 var

komið að nauðsynlegum úrbótum þegar hönnuð var

smábátahöfn við Óseyri.

Framkvæmdir þær hófust með gerð flotbryggju sem talin er vera fyrsta flotbryggja landsins. xiv Flotbryggja

þessi var upphaflega smíðuð í þeim tilgangi að vera fljótandi hótel á Hlíðavatni í Hnappadal, „Hótel

Víkingur“ en hafði legið þar ónotuð árum saman þegar hafnarstjóranum í Hafnarfirði datt í hug að gera

úr henni flotbryggju fyrir smábáta. xv Var skipið flutt landleiðina til Borgarness þaðan sem því var siglt í

Fossvoginn þar sem starfsmenn Vitamálastofnunar unnu að breytingunni áður en það komst á sinn

stað í Hafnarfirði. Bryggja þessi, sem var um 25 metra löng, bætti mjög aðstöðu fyrir smábáta í

Hafnarfirði sem varð til þess að þeim fjölgaði nokkuð og voru þeir orðnir um 60 talsins undir lok árs

1970. xvi Í frétt Dagblaðsins frá 1976, undir fyrirsögninni „Bezta smábátaaðstaðan“, sagði meðal

annars um aðstöðuna í Hafnarfirði: „í Hafnarfjarðarhöfn er mjög traust flotbryggja og stór. Þar er

rennandi ferskvatn fáanlegt til að þvo eftir veiðiferðir, margir bátar geta Iegið við hana í einu, og búið er

að koma upp öflugri flóðlýsingu yfir bryggjuna til hagræðis í rökkri. /.../ Nær allir trillueigendurnir og

nokkrir skemmtibátaeigendur leggja bátum sínum við flotbryggjuna eða við nýbyggðan hafnargarð, sem

auk annarra verkefna þjónar flotbryggjunni sem skjól. /.../ Trillueigendur eiga margir netaskúra

steinsnar frá flotbryggjunni, en skúrarnir eiga þó að hverfa í framtíðinni skv. skipulagi.“ xvii
SMALL BOAT FISHERIES AND LUMPFISH FISHERMEN | THE MARINA

45

Hafnarfjörður has been the base for

a multitude of small fishing boats

through the ages. Even though

Hafnarfjörður has always had an

excellent natural harbor, there was

no dock that was specifically

intended for the small boats. For a

long time, the facilities for small

boats were therefore not very good,

but in 1970 the necessary reforms

were effected by designing a marina

that was to be located at Óseyri.

Construction began with the building

of a floating pier that is believed to

be the first of its kind in Iceland.

This floating pier was originally built

for the purpose of supporting a

floating hotel at Hlíðavatn in

Hnappadalur, "Hótel Víkingur", but it

had lain there unused for years when the harbur master in Hafnarfjörður had the idea to use it for a

floating pier for small fishing boats in Hafnarfjörður. It was transported overland to Borgarnes, and from

there it was sailed to Fossvogur where personnel from the Icelandic Lighthouse Authority made

alterations to it before it reached its destination in Hafnarfjörður. This pier, which was about 25 meters

long, greatly improved the facilities for small boats in Hafnarfjörður, and consequently there was an

increase in their number so that there were about 60 of them at the end of the year 1970. It was

reported in the newspaper Dagblaðið in 1976, under the headline "The best facilities for small boats"

that: "Hafnarfjörður harbour has a large and very sturdy floating pier. There is access to running

freshwater for washing after fishing trips, it can accommodate many boats at the same time, and

strong floodlighting has been installed over the pier to make work easier as dusk falls. /.../ Nearly all

the owners of small fishing boats put their boats in at the floating pier or by the newly constructed jetty,

which among other things serves the purpose of sheltering the floating pier from the wind. /.../ Many

small boat owners own shacks for storing nets that are located a short distance from the floating pier,

although it should be noted that these shacks are destined for removal in the future according to the

town planning."


Bátasmíðin í bænum

Boat building in the town


SMÁBÁTAÚTGERÐ OG GRÁSLEPPUKARLAR | BÁTASMÍÐIN Í BÆNUM

47

Fyrsta skipasmíðastöðin sem sögur fara af í

Hafnarfirði var reist árið 1805 af Bjarna Sívertsen

og má því segja að löng hefð sé fyrir bátasmíði í

bænum. Ógerningur er að minnast á alla bátasmiði

sem starfað hafa í Hafnarfirði í gegnum árin en

hér eru nokkrir taldir. Fyrsti vélbáturinn sem

smíðaður var í Hafnarfirði var Sigurður, 12 tonna

bátur, sem Júlíus í Nýborg smíðaði fyrir tvo

útgerðarmenn í Vestmannaeyjum árið 1920. Júlíus

hafði árið 1918 stofnað skipasmíðastöð Hafnarfjarðar

ásamt þeim Lofti Loftssyni og Ólafi V.

Daníelssyni. Skipasmíðastöðin Dröfn var stofnuð

árið 1941 og voru þar smíðaðir bátar og skip af

öllum stærðum og gerðum í gegnum árin. Bátalón

var skipasmíðastöð sem gat rakið sögu sína aftur

til ársins 1947 þegar Bátasmíðastöð Breiðfirðinga

var stofnuð í gömlum herbragga í Hafnarfirði.SMÁBÁTAÚTGERÐ OG GRÁSLEPPUKARLAR | BÁTASMÍÐIN Í BÆNUM

49

Fyrirtækinu var breytt í hlutafélag árið 1956 og í kjölfarið var nafni þess breytt í Bátalón en þá hafði það

reist verkstæðishús við Hvaleyrartjörn. Þar var smíðaður fjöldi báta af mörgum gerðum og stærðum,

meðal annarra hinir frægu Bátalónsbátar sem voru 11–12 tonn að stærð og þóttu happafleytur. Hjá

Bátalóni hófst einnig smíði frambyggðra báta upp úr 1953 sem var nýjung á þeim tíma. Bátasmiðjan

Básar var stofnuð árið 1973 og fékk aðstöðu tímabundið í bænum vegna eldgossins í Heimaey.

Í Hafnarfirði voru þeir upphaflega með aðstöðu í gamalli vöruskemmu sem Loftur Bjarnason lánaði þeim

en þar voru smíðaðir 5 bátar, misstórir. Eyjólfur Einarsson rak bátasmiðju Eyjólfs í Hafnarfirði og var þar

smíðaður mikill fjöldi smábáta í gegnum tíðina. Í Bátasmiðju Guðmundar voru smíðaðir bátar úr trefjaplasti.

Það voru þeir Guðmundur Lárusson og Regin Grímsson sem stofnuðu fyrirtækið Mótun hf. árið

1976 en það fyrirtæki var forveri Bátasmiðju Guðmundar. Það lagði stund á smíðar plastbáta með

færeysku lagi, þeir nutu mikilla vinsælda og voru framleiddir þar margir tugir slíkra báta. xviii


50

SMALL BOAT FISHERIES AND LUMPFISH FISHERMEN | BOAT BUILDING IN THE TOWN

The first shipyard in Hafnarfjörður of which records

exist was established in the year 1805 by Bjarni

Sívertsen and it can therefore be said that the town

boasts a long history of boat building. It is impossible

to mention all the boat building activities in

Hafnarfjörður through the years, but following is a

description of some of them. The first motor boat that

was built in Hafnarfjörður was the Sigurður, a 12

ton boat built by Júlíus in Nýborg for two fleet

operators in the Westman Islands in 1920. In 1918,

Júlíus had established the Hafnarfjörður Shipyard

with Loftur Loftsson and Ólafur V. Daníelsson. The

shipyard Dröfn was established in 1941 and saw the

construction of boats and ships of all sizes and types

over the years. Bátalón was the name of a shipyard

that could trace its history back to the year 1947,

when the shipyard Bátasmíðastöð Breiðfirðing was

established in an old military quonset hut in

Hafnarfjörður.


SMALL BOAT FISHERIES AND LUMPFISH FISHERMEN | BOAT BUILDING IN THE TOWN 51

The company was incorporated in 1956 and its name was subsequently changed to Bátalón, by which

time it had constructed a workshop by Hvaleyrartjörn. In this location, a multitude of boats were built of

varying shapes and sizes, among them the famous Bátalón boats that were 11-12 tons in size and

gained a reputation for bringing luck to those who sailed on them. Bátalón also began building forwardcontrol

boats, possibly as early as 1953, which were seen as an innovation at the time. The Básar boat

building yard was established in 1973 and moved temporarily to the town after the volcanic eruption on

Heimaey. At first it was accommodated in an old warehouse in Hafnarfjörður, which was on loan from

Loftur Bjarnason, and a total of 5 boats of different sizes were built there. Eyjólfur Einarsson ran

Bátasmiðja Eyjólfs in Hafnarfjörður, which built a great number of small boats over the years. Bátasmiðja

Guðmundar built boats from fiberglass. Guðmundur Lárusson and Regin Grímsson founded the company

Mótun Hf. in 1976, which was the precursor of Bátasmiðja Guðmundar. The company built plastic boats

according to a Faeroese design, which proved to be very popular so the company produced many dozens

of them.
Rætt við Magnús Magnússon

grásleppukarl sem hefur stundað

sjóinn samfleytt í 55 ár og

rúmlega það

A talk with lumpfish fisherman

Magnús Magnússon, who has been

a fisherman for over 55 years56

SMÁBÁTAÚTGERÐ OG GRÁSLEPPUKARLAR | RÆTT VIÐ MAGNÚS MAGNÚSSON GRÁSLEPPUKARL

Í bátnum liggja grásleppur úr fjórum

trossum og skiptast á um að ropa

dauðateygjunum, glenna upp skoltana

og gefa upp öndina. Nokkrir rauðmagar

liggja úti í horni og eru óttalegir

rindlar að sjá miðað við miklu stærra kvendýrið sem

hefur yfir að ráða hrognunum dýrmætu sem grásleppukarlarnir

selja fyrir drjúgan skilding. Fáir vilja hins

vegar éta grásleppuna lengur, hrognin eru hirt en

stærstum hluta grásleppunnar síðan „ekið“ út á sjó

aftur og hent fyrir borð. Ekki eru þó nema nokkur ár

síðan grásleppukarlarnir hentu hrognunum en hirtu

skrokkinn, létu hann síga eða söltuðu oní tunnu. Nú

mega þeir fæstir vera að slíku dútli nema rétt fyrir

ættingja og bestu vini.

Það þarf að kenna Japananum á grásleppuna — Það er óhemjumikið magn af góðri grásleppu sem er

hent daglega í sjóinn, segir Magnús. — Það væri ráð að koma Japananum eða öðrum útlendingum upp

á bragðið og selja þeim þennan fisk. Það er mikil synd að fleygja þessum dýrindis góða mat. Það er

einstaka sinnum að einhver rekst niður á bryggju að sníkja grásleppu þegar við komum að landi og mikil

lifandis ósköp verður maður þá feginn. Við megum hins vegar ekki vera að þessu, hrognin eru mun

dýrmætari og tryggari söluvara og þegar netin eru orðin mörg er feyki nóg vinna við veiðiskapinn einan.


SMÁBÁTAÚTGERÐ OG GRÁSLEPPUKARLAR | RÆTT VIÐ MAGNÚS MAGNÚSSON GRÁSLEPPUKARL 57

Annars hef ég nú verið sæmilega duglegur við að hengja upp en ef allt hefði farið upp hjá mér væri ég

búinn að skreyta allan Hafnarfjörð með grásleppunni. Það yrði hræðilegt. [...] Mér finnst þetta ágætt, það

er gaman að þessu þegar aðstaðan er svona góð eins og hérna í Hafnarfirðinum. Hér er ágætis flotbryggja

fyrir alla trillukarlana og það eina sem hægt er að finna að aðstöðunni er hve oft er bratt að bera

afraksturinn af bryggjunni og upp á götu. Það er eiginlega mesta puðið við alla grásleppuútgerðina.

— Þið eruð margir sem gerið út frá Hafnarfirði á grásleppuna? — Já blessaður vertu, þetta er óhemjufjöldi.

Sumir hafa grásleppuveiðarnar sem einu atvinnu sína og gera nú orðið ekkert annað og það má vissulega

segja að ég sé í þeim hópi. Aðrir koma hingað og vitja um netin sín þegar vinnutíma lýkur, margir þeirra

eru vaktavinnumenn úr Straumsvík. [...] Er ekki slegist um grásleppusvæðin? — Jú heldur betur. Þetta er

mikill bardagi á vorin þegar allir vilja vera fyrstir á ákveðin svæði og helga sér þau síðan fyrir allt sumarið.

Þeir eru því alltaf að byrja fyrr og fyrr á vorin til þess að ná bestu svæðunum og svo er maður að reyna að

pota sér á milli þeirra eftir bestu getu. Maður verður einhvern veginn að drýgja ellilaunin, það lifir ekki

nokkur maður á þessum aurum sem er slett í mann mánaðarlega. Þeir myndu ekki einu sinni nægja fyrir

bensíni á bílinn minn. Það væri eins gott að láta jarða sig í grænum hvelli eins og að reyna að tóra á

ellistyrknum, þetta eru hlægilegar upphæðir sem þar er boðið upp á.

Annars ætla ég nú að reyna að ná mér fyrir

Mæjorkaferð í haust svo það er mikið í húfi að

eitthvað veiðist. Maður þarf að skreppa þarna út og

líta á kerlingarnar. þær eru víst mislitar þarna- ...

svona sanseraðar skilst manni á lýsingu fróðra

manna. Ég fór í sólina á Kanaríeyjum í fyrra og

hafði lifandi ósköp gott af því. Ég notaði líka

sólina til hins ýtrasta. Stóð ekki í neinu brennivínsþambi

þarna úti. Jæja, maður tók kannski einn og

einn sjúss á kvöldin en það var ekkert að ráði. xix


58

SMALL BOAT FISHERIES AND LUMPFISH FISHERMEN | A TALK WITH LUMPFISH FISHERMAN MAGNÚS MAGNÚSSON

In the boat, female lumpfish from four

fleets twitch in their death throes and

open their mouth wide before finally

expiring. A few male lumpfish lie in the

corner and look puny compared to the

much larger female fish, who hold the

precious roe which the fishermen will sell

for a good price. Not many people want

to eat the female lumpfish any more, so

the roe is collected and most of the fish

thrown overboard. Not many years ago,

however, the fishermen would throw

away the roe and preserve the fish by

half-drying or salting it.


SMALL BOAT FISHERIES AND LUMPFISH FISHERMEN | A TALK WITH LUMPFISH FISHERMAN MAGNÚS MAGNÚSSON 59

Nowadays, most of them can’t be bothered with such things

except as a favour for friends and family.

The Japanese must be taught to eat the female lumpfish — An

enormous amount of good female lumpfish is thrown overboard

every day, Magnús says. — It would be a good idea to have the

Japanese or some other foreigners acquire a taste for this fish

and then sell it to them. It’s such a shame to throw away this delicious food. Once in a while, someone

will come down to the pier to get female lumpfish from us when we come ashore, and then we’re very

happy. But we don’t have time for this, the roe are much more valuable and a more consistent product

to sell, and when you have many nets, the fishing alone is enough work. Actually, I’ve been reasonably

active in hanging fish up to dry but if I’d done that with all the fish, it would have covered the entire

town by now. That would be awful. [...] I like this, it's fun when the facilities are as good as here in

Hafnarfjörður. There is a good floating dock for all the small boat fishermen and the only thing that’s

wrong with the facilities is how steep it is when you carry the catch from the dock to the street. That’s

really the hardest part of the whole process. — Aren’t there many of you lumpfish fishermen here in

Hafnarfjörður? — Yes, I would say so, it’s an enormous number. For some, lumpfish fishing is the only

work they do nowadays, and you could certainly say that I’m a part of that group. Others come to tend

to their nets after work, many of them work shifts at the Straumsvík aluminium plant. [...] Isn’t there

competition for the lumpfish areas? — Certainly. There’s a great battle in the spring, when everyone

wants to be the first to claim certain areas for the entire summer. That’s why they’re always starting

earlier and earlier in the spring, to secure the best areas, and then you do your best to try to squeeze

in between them. You have to do something to supplement your pension. No one can live off the small

amount that you’re given each month. It isn’t even enough to buy petrol for my car. You could just as

well have yourself buried right away as try to live off the pension. The amounts are just ridiculous.

I’m trying to save for a trip to Mallorca this autumn so it’s important for me to catch something. I’ll go

there to take a look at the women. I hear they’re all kinds of colours down there... kind of metallic,

according to those who know best. I went on a holiday to the sunny Canary Islands last year and it did

me a lot of good. I used the sun to the fullest extent and avoided all drinking. Well, maybe I had the

occasional drink in the evenings, but it was nothing to talk about.


„Mætti ekki bjóða þér ýsu?“

Spjallað við trillukarla í Hafnarfirði

“Would you like some haddock?” A talk with

small boat fishermen in Hafnarfjörður


SMÁBÁTAÚTGERÐ OG GRÁSLEPPUKARLAR | „MÆTTI BJÓÐA ÞÉR ÝSU?“ 61

— Það var létt yfir

trillukörlunum við

smábátabryggjuna í

Hafnarfirði, þegar

Tímamenn voru þar á

ferð á dögunum. Og

þeir hafa líka ástæðu

til að láta liggja vel á

sér þessa dagana, því

að ýsuveiði hefur verið stórgóð hjá þeim nú í

haust. Þeir hafa skroppið út í bugtina snemma

morguns, þetta eins til tveggja tíma stím, og

komið heim seinni partinn með ágætisafla. —

Síðan bjóða þeir ýsu hverjum sem hafa vill,

spriklandi nýja upp úr bátunum, langt undir lögboðnu

verði og láta eins og ekkert sé. Enda eru

þeir ófáir sem skjótast suður í Fjörð og fá sér

glænýja ýsu í soðið, það er ekki á hverjum degi

sem færi er á því.


62

SMÁBÁTAÚTGERÐ OG GRÁSLEPPUKARLAR | „MÆTTI BJÓÐA ÞÉR ÝSU?“

— Það var létt yfir trillukörlunum við smábátabryggjuna í Hafnarfirði, þegar Tímamenn voru þar á ferð á

dögunum. Og þeir hafa líka ástæðu til að láta liggja vel á sér þessa dagana, því að ýsuveiði hefur verið

stórgóð hjá þeim nú í haust. Þeir hafa skroppið út í bugtina snemma morguns, þetta eins til tveggja

tíma stím, og komið heim seinni partinn með ágætisafla. — Síðan bjóða þeir ýsu hverjum sem hafa vill,

spriklandi nýja upp úr bátunum, langt undir lögboðnu verði og láta eins og ekkert sé. Enda eru þeir ófáir

sem skjótast suður í Fjörð og fá sér glænýja ýsu í soðið, það er ekki á hverjum degi sem færi er á því.

Þeir voru svo sem ekkert að hamast trillukallarnir, nei, nei, gerðu að í rólegheitum, fengu sér í nefið,

skutu svo meinlegri athugasemd að kumpána í næsta báti, litu svo útundan sér til að athuga hvort

skratti ætlaði ekki að svara skeytinu. Héldu svo áfram að dudda og nutu þess greinilega að vera sjálfs

síns herrar og allt að því sjálfstæðir menn í landinu. Þarna bar margt fólk að, fólk af öllum stærðum og

gerðum, því það er ekkert manngreinarálit þegar ýsan er annars vegar. Og kallarnir afgreiddu það af

stakri rósemi með ýsu beint upp úr bátunum eins og langskólaðar afgreiðsludömur, þurrkuðu síðan

slógið af höndunum í buxurnar og náðu í veskið í rassvasanum og gáfu til baka, vinalegur viðskiptamáti

og óralangt frá sértilboðum, stórmörkuðum og klingjandi peningakössum.

Við tókum einn trillukarlinn, Sæmund Sigurðsson, tali þar sem hann var að bardúsa í bátnum sínum,

milli þess sem hann afgreiddi fólk. Sæmundur er enginn nýgræðingur í sjómennskunni, hefur stundað

sjó frá því hann var strákhvolpur, verið skipstjóri og í útgerð, en hefur nú snúið sér að trillumennskunni

og líkar vel. Þið hafið verið að fá ýsu hérna upp í landsteinum í haust, Sæmundur? — Já, blessaður

vertu, þetta er hérna rétt fyrir utan hérna útaf Valhúsabaujunni. Annars er hún komin grynnra núna eftir

að fór að líða á og eiginlega alveg upp á grunn. Fyrr í haust fórum við nú lengra eftir henni og vorum

stundum út af Vatnsleysu. — Og þetta er allt fallegasta ýsa? — Já, þetta er þokkalegasta ýsa eins og

þú sérð og lítið um smáýsu, og bendir oní kassann við hliðina á sér, sem var fullur af fallegri ýsu. Hvað

hafið þið fengið mest í róðri, er ekki metingur i mönnum? — O, nei, segir Sæmundur drjúgur, og vill lítið

gefa upp um það. En ég hef fengið mest 1600 kíló og það reyndar tvisvar og það er afbragð. Það hefur

dálítið minnkað upp á síðkastið og það er ágætt ef maður fær svona 3-400 kíló núna. [...] Annars erum

við, sem gutlum í ýsunni núna, aðallega í grásleppunni á útmánuðum, það er okkar aðaldjobb. — Hvað

verðið þið lengi á ýsunni? — Ætli við verðum ekki eitthvað fram í nóvember? — Og þá farið þið að gera

grásleppunetin klár? — Já, já, upp úr því förum við að huga að öllu í sambandi við hana, sagði

Sæmundur að lokum og mátti ekki vera að þessu lengur. Það var sífelldur ys og þys á smábátabryggjunni

þegar við fórum. Fólk kom og fór burt með ýsu, þessa sígildu soðningu en kallarnir voru

farnir að spjalla saman um fiskinn og tíðina. xx


SMALL BOAT FISHERIES AND LUMPFISH FISHERMEN | “WOULD YOU LIKE SOME HADDOCK?”

63

— The fishermen at the small boat

harbour in Hafnarfjörður were jolly

when a reporter from Tíminn visited

them the other day. And they have

reason to be happy these days, due to

all the haddock they’ve caught this

autumn. They took off early this

morning, sailed for one or two hours

to the fishing grounds and came pack

in the afternoon with a fine catch.

— Then they offer haddock, fresh

from the boat and far below the

legally prescribed price, to anyone

who’s interested.


64

SMALL BOAT FISHERIES AND LUMPFISH FISHERMEN | “WOULD YOU LIKE SOME HADDOCK?”

Naturally, many people take a trip to Hafnarfjörður

for the opportunity to get brand new haddock.

The fishermen weren’t in any rush, no, not at all.

They gutted their fish, took a whiff of snuff and

made sarcastic remarks to the fellow in the next

boat, sneaking glances to see if he wasn’t going

to answer for himself. Then they continued with

their work and obviously enjoyed not having to

answer to anyone; almost totally independent

men. Many people gathered there, of all types

and sizes, as everyone is on equal terms when

haddock is involved. Like seasoned shopgirls, the fellows sold their haddock straight out of their boats,

wiping the entrails off their hands on their trousers before fetching their wallet from the back pocket to

give the customer change. A friendly way to do business, a world away from special offers, supermarkets

and ringing cash registers.

We talked with fisherman Sæmundur Sigurðsson as he went about his business in his boat, occasionally

stopping to sell fish to customers. Sæmundur is not any newcomer, having been a sailor since he was a

boy. He has been a captain and a fishing operator but says he enjoys his new vocation as a small boat

fisherman. Haven’t you been catching haddock close to shore this autumn, Sæmundur? — Yes, just

beyond the Valhús buoy. It’s been moving to shallower waters recently, practically to the shore. We

travelled further to catch it earlier this autumn, sometimes beyond Vatnsleysa. — And this is nice

haddock? — Yes, it’s fine haddock, as you can see, and not many small fish, he says as he points to the

box beside him, which is full of beautiful haddock. What has been the biggest catch, isn’t there competition

among you? — No no, says Sæmundur with a smirk and doesn’t want to say much about it. But the

most I’ve caught is 1,600 kilos, in fact I’ve done so twice, which is excellent. It’s been a little less lately

so we’re happy to get 3-400 kilos now. [...] Most of us who catch haddock now mainly catch lumpfish in

the latter part of the winter. — How long will you continue with the haddock? — Probably until November

— And then you’ll start preparing the lumpfish nets? — Yes, then we’ll start thinking about everything

related to the lumpfish, said Sæmundur in parting, as he had to get back to work. There was constant

bustle at the small boat harbour when we left. People came and went away with haddock, that old

Icelandic favourite, while the men were beginning to chat about fish and the season.Eyjólfur bátasmiður

Eyjólfur the Boat Builder


SMÁBÁTAÚTGERÐ OG GRÁSLEPPUKARLAR | EYJÓLFUR BÁTASMIÐUR 67

Þeir eru orðnir fáir, bátasmiðirnir, hér í Hafnarfirði, sem smíða úr tré. Eyjólfur Einarsson er í þeirra hópi.

Við hittum Eyjólf að máli einn laugardaginn á smíðastöð sinni við Suðurhöfnina. Eyjólfur hefur fengist við

iðn sína í fjölda ára og þeir eru orðnir á fjórða tuginn þeir bátar sem hann hefur smíðað. Lengi vann hann

með Jóhanni Sveinssyni, bátasmið, sem margir þekkja og margan góðan bátinn smíðaði. Þá var Eyjólfur

um 10 ára skeið með aðstöðu í Reykdalshúsunum svonefndu og þar leit margt fleyið dagsins ljós. „Ég

hef verið við bátasmíðina allar götur frá 1945 og haldið mig við trébátana. Þeim fækkar óðum sem fást

við slíkt því plastið hefur tekið við. Ég held að ég hafi smíðað 33 báta í nýsmíði auk þess fjölda sem

maður hefur lagfært og endurbyggt. [...] Það er stundum erfitt að gera skil á nýsmíði og viðgerðum, því

bátar koma stundum mjög illa farnir. Skemmst er að minnast bátsins hans Manga, sem rak hér yfir

fjörðinn og brotnaði allur meira og minna. Magnús vildi láta gera bátinn upp og stóð myndarlega að því

eins og hans var von og vísa. Ég held að hann hafi verið ánægður með árangurinn. Mér finnst oft erfitt að

skilja við þá báta sem ég hef smíðað. Ég reyni að fylgjast með þeim og oft hafa eigendur við mig

samband og lofa mér að fylgjast með því hvernig gengur. Þetta getur verið seinleg og erfið vinna, en ég er

ánægður ef eigendur bátanna eru það líka" sagði Eyjólfur bátasmiður. xxi


68

SMALL BOAT FISHERIES AND LUMPFISH FISHERMEN | EYJÓLFUR THE BOAT BUILDER

Not many boat

builders in Hafnarfjörður

build boats

from wood anymore.

Eyjólfur Einarsson

is one of them. We

met Eyjólfur one

Saturday at his boat

building site by the South Harbour. Eyjólfur has

worked at his craft for many years and has built

more than thirty boats. For a long time, he worked

alongside Jóhann Sveinsson, the well-known boat

builder who built many a fine boat.

Eyjólfur also had facilities in the so-called Reykdal buildings, where numerous vessels were created.

“I have built boats since 1945 and stuck to the wooden boats. The number of people who do that is

shrinking fast because plastic has taken over. I think I’ve built 33 boats from scratch, plus all the ones

I have repaired and rebuilt. [...] It is sometimes difficult to distinguish between a new construction and

repairs because I sometimes get boats that are in a really bad condition. One example is Mangi’s boat,

which drifted across the fjord and was more or less broken to pieces. He wanted to have the boat

repaired and, as was typical of him, spared no expense in doing so. I think he was happy with the

result. I often find it difficult to part with the boats I have built. I try to keep an eye on them and the

owners often contact me to allow me to watch how things are going. This can be a slow and difficult

job, but if the boat owners are happy, I’m happy too” said Eyjólfur the boat builder.70

Smábátaútgerð

og grásleppukarlar

Small boat fisheries and

lumpfish fishermen

© Texti | Text: Björn Pétursson

© Ljósmyndir | Photos: Byggðasafn Hafnarfjarðar

Byggðasafn Hafnarfjarðar, Hafnarfirði 2021

Myndaval | Photo editorial: Rósa Karen Borgþórsdóttir

Uppsetning sýningar | Exhibition planning and setup:

Björn Pétursson, Rósa Karen Borgþórsdóttir og Heiðrún Konráðsdóttir

Hönnun og umbrot | Design and layout: Meda miðlun

Prentun og bókband | Printing: Ísafold

ISBN 978-9935-9458-3-9

Öll réttindi áskilin | All rights reserved

Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun,

prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða

í heild, án skriflegs leyfis höfundar og útgefanda.

The contents of this book may not be reproduced in any form

without the written permission of the publisher.


SMÁBÁTAÚTGERÐ OG GRÁSLEPPUKARLAR | HEIMILDASKRÁ 71

i Sigurður Skúlason, Saga Hafnarfjarðar, bls. 31

ii Sigurður Skúlason, Saga Hafnarfjarðar, bls. 33

iii Sigurður Skúlason, Saga Hafnarfjarðar, bls. 60

iv Sigurður Skúlason, Saga Hafnarfjarðar, bls. 73

v Sigurður Skúlason, Saga Hafnarfjarðar, bls. 80

vi Sigurður Skúlason, Saga Hafnarfjarðar, bls. 332

vii Hamar, 21. 12. 1960, bls. 13

viii Ísafold, 17. 03. 1906, bls. 64

ix Hamar, 21. 12. 1960, bls. 13

x Ásgeir Guðmundsson, Saga Hafnarfjarðar, 1. bindi, bls. 304

xi Hamar, 21. 12. 1960, bls. 13

xii Hamar, 21. 12. 1960, bls. 13

xiii Íslensk skip, 1. bindi, bls. 235

xiv Höfnin, Saga Hafnarfjarðarhafnar, bls. 118

xv Tíminn, 10. 04. 1970, bls. 16

xvi Þjóðviljinn, 20. 09. 1970, bls. 2

xvii Dagblaðið, 01. 07. 1976, bls. 14

xviii Ægir, 01. 10. 1986, bls. 604 - 615

xix Þjóðviljinn, 13. 06. 1976, bls. 16-17

xx Tíminn, 09. 10. 1977, bls. 12-13

xxi Fjarðarpósturinn, 25. 09. 1986, bls. 5


Smábátaútgerð

og grásleppukarlar

Small boat fisheries and

lumpfish fishermenBYGGÐASAFN HAFNARFJARÐAR

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!