24.08.2021 Views

Smábátaútgerð og grásleppukarlar

Hafnarfjörður hefur frá aldaöðli byggst upp í kringum höfnina og hefur hún verið ein helsta lífæð bæjarins í gegnum árin. Smábátar og trillur hafa leikið þar stórt hlutverk og verið áberandi þáttur útgerðarinnar og bæjarlífsins megnið af 20. öldinni.

Hafnarfjörður hefur frá aldaöðli byggst upp í kringum höfnina og hefur hún verið ein helsta lífæð bæjarins í gegnum árin. Smábátar og trillur hafa leikið þar stórt hlutverk og verið áberandi þáttur útgerðarinnar og bæjarlífsins megnið af 20. öldinni.

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

18

SMÁBÁTAÚTGERÐ OG GRÁSLEPPUKARLAR | TRILLUKARLAR OG SMÁBÁTAÚTGERÐ

Allt frá upphafi byggðar í Hafnarfirði hafa veiðar á

litlum bátum verið stundaðar þaðan. Sem dæmi um

þetta má nefna að árið 1703 þurfti ábúandinn á

konungsjörðinni Hvaleyri að greiða landsskuld til

kaupstaðarins árlega sem skyldi greiðast með sex

vættum fiska. Um jörðina er einnig sagt þetta sama ár

að þar hafi verið hrognkelsafjara sæmileg og skelfiskfjara

næg til beitu en lá undir ágangi frá öðrum

jörðum. Útræði var heima fyrir allt árið um kring og

góð lending. i

Ljóst má vera á þessari lýsingu Hvaleyrarjarðarinnar að höfuðkostur hennar hafi verið fiskveiðar en heldur

var þó útvegurinn lítilfjörlegur því úr bátaskrá úr Gullbringusýslu frá þessu sama ári kemur fram að á

Hvaleyri hafi verið eitt tveggja manna far er gengi árið um kring, eitt tveggja manna far sem varla væri

sjófært og eitt eins manns far sem ekki væri sjófært. Útgerðin þróaðist þó í rétta átt og til marks um það

má nefna að árið 1771 gengu frá Hvaleyri sjö tveggja manna för á vetrarvertíðinni. ii Frá Ófriðarstöðum

(Jófríðarstöðum) gekk tveggja manna far 1771 og fjögurra manna far 1780. iii Þriðja jörðin í Hafnarfirði var

Hamarskot. Ljóst má vera, samkvæmt lýsingu frá 1703, að landbúnaður þar hafi verið sáralítill en útgerð

þeim mun meiri þegar horft er til þeirra kvaða sem á jörðinni voru. Þó var á þeim tíma einungis einn bátur

á jörðinni. Á vetrarvertíð 1771 voru þó gerð út fimm tveggja manna för frá Hamarskoti. iv Á fjórðu jörðinni,

Akurgerði, voru fiskveiðar einnig mikilvægar. Eflaust hefur útræði þaðan verið meginbjargræði þeirra sem

þar bjuggu í gegnum tíðina en árið 1771 gengu þaðan þrjú tveggja manna för. v

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!