24.08.2021 Views

Smábátaútgerð og grásleppukarlar

Hafnarfjörður hefur frá aldaöðli byggst upp í kringum höfnina og hefur hún verið ein helsta lífæð bæjarins í gegnum árin. Smábátar og trillur hafa leikið þar stórt hlutverk og verið áberandi þáttur útgerðarinnar og bæjarlífsins megnið af 20. öldinni.

Hafnarfjörður hefur frá aldaöðli byggst upp í kringum höfnina og hefur hún verið ein helsta lífæð bæjarins í gegnum árin. Smábátar og trillur hafa leikið þar stórt hlutverk og verið áberandi þáttur útgerðarinnar og bæjarlífsins megnið af 20. öldinni.

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

SMÁBÁTAÚTGERÐ OG GRÁSLEPPUKARLAR | BÁTASMÍÐIN Í BÆNUM

49

Fyrirtækinu var breytt í hlutafélag árið 1956 og í kjölfarið var nafni þess breytt í Bátalón en þá hafði það

reist verkstæðishús við Hvaleyrartjörn. Þar var smíðaður fjöldi báta af mörgum gerðum og stærðum,

meðal annarra hinir frægu Bátalónsbátar sem voru 11–12 tonn að stærð og þóttu happafleytur. Hjá

Bátalóni hófst einnig smíði frambyggðra báta upp úr 1953 sem var nýjung á þeim tíma. Bátasmiðjan

Básar var stofnuð árið 1973 og fékk aðstöðu tímabundið í bænum vegna eldgossins í Heimaey.

Í Hafnarfirði voru þeir upphaflega með aðstöðu í gamalli vöruskemmu sem Loftur Bjarnason lánaði þeim

en þar voru smíðaðir 5 bátar, misstórir. Eyjólfur Einarsson rak bátasmiðju Eyjólfs í Hafnarfirði og var þar

smíðaður mikill fjöldi smábáta í gegnum tíðina. Í Bátasmiðju Guðmundar voru smíðaðir bátar úr trefjaplasti.

Það voru þeir Guðmundur Lárusson og Regin Grímsson sem stofnuðu fyrirtækið Mótun hf. árið

1976 en það fyrirtæki var forveri Bátasmiðju Guðmundar. Það lagði stund á smíðar plastbáta með

færeysku lagi, þeir nutu mikilla vinsælda og voru framleiddir þar margir tugir slíkra báta. xviii

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!