24.08.2021 Views

Smábátaútgerð og grásleppukarlar

Hafnarfjörður hefur frá aldaöðli byggst upp í kringum höfnina og hefur hún verið ein helsta lífæð bæjarins í gegnum árin. Smábátar og trillur hafa leikið þar stórt hlutverk og verið áberandi þáttur útgerðarinnar og bæjarlífsins megnið af 20. öldinni.

Hafnarfjörður hefur frá aldaöðli byggst upp í kringum höfnina og hefur hún verið ein helsta lífæð bæjarins í gegnum árin. Smábátar og trillur hafa leikið þar stórt hlutverk og verið áberandi þáttur útgerðarinnar og bæjarlífsins megnið af 20. öldinni.

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

SMÁBÁTAÚTGERÐ OG GRÁSLEPPUKARLAR | FORMÁLI

7

Þann 1. júní 2020 var opnuð ný sýning í forsal Pakkhúss Byggðasafns Hafnarfjarðar. Opnunarathöfnin var

á margan hátt frábrugðin því sem hefð var fyrir á safninu þar sem hún átti sér stað í miðjum samkomutakmörkunum

vegna Covid-19 faraldursins og voru því einungis starfsmenn safnsins viðstaddir. Sýningin

sem opnuð var að þessu sinni hlaut nafnið „Smábátaútgerð og grásleppukarlar“ og fjallaði um sögu og

þróun smábátaútgerðar í Hafnarfirði á 20. öld.

Hafnarfjörður hefur frá aldaöðli byggst upp í kringum höfnina og hefur hún verið ein helsta lífæð bæjarins

í gegnum árin. Smábátar og trillur hafa leikið þar stórt hlutverk og verið áberandi þáttur útgerðarinnar og

bæjarlífsins megnið af 20. öldinni. Sýningunni var ætlað að varpa ljósi á sögu og þróun smábátaútgerðar

í Hafnarfirði á 20. öldinni, allt frá árabátum til lítilla vélbáta og trilla. Þessi mikla útgerð varð m.a. til þess

að fyrstu flotbryggju landsins var komið fyrir á suðurhöfninni til að auka enn þjónustu við þessa tegund

útgerðar í bænum og á tímabili var hluti hagnaðar af rekstri Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar varið í að styrkja

einstaklinga og fyrirtæki til þess að koma sér upp smábátum. Þá voru í bænum nokkrar skipasmíðastöðvar

og skipasmiðir sem framleiddu trillur og smábáta auk þess sem trillu- og grásleppukarlar voru

áberandi í bæjarlífinu um áratugaskeið. Þessu öllu voru gerð skil á sýningunni en grunngripur hennar var

nýuppgerð trilla, Helgi Nikk, sem safninu barst fyrr á árinu. Á sýningunni var, auk trillunnar sjálfrar, fjöldi

muna, ljósmynda og sagnfræðilegra texta sem vörpuðu áhugaverðu ljósi á þessa sögu og miðluðu henni

til gesta safnsins.

Í smáriti þessu er leitast við að varðveita þá rannsóknarvinnu sem unnin var við gerð sýningarinnar

„Smábátaútgerð og grásleppukarlar“ í þeim tilgangi að miðla henni áfram nú eftir að sýningin hefur verið

tekin niður. Að sýningunni vann starfsfólk Byggðasafns Hafnarfjarðar en einnig ber að þakka þeim Birni

G. Björnssyni fyrir aðstoð við hönnun hennar, Trausta Sigurðssyni húsasmíðameistara og hans fólki fyrir

þeirra framlag og H2 hönnun, sem sá um hönnun texta- og myndaspjalda. Sýningin hlaut styrk úr

Safnasjóði.

Björn Pétursson

Bæjarminjavörður Hafnarfjarðar

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!