07.12.2020 Views

Að glæða sálargáfurnar og auka þekkinguna

Um upphaf almenningsfræðslu í Hafnarrði.

Um upphaf almenningsfræðslu
í Hafnarrði.

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

BYGGÐASAFN HAFNARFJARÐAR

Að glæða

sálargáfurnar og

auka þekkinguna

Um upphaf almenningsfræðslu

í Hafnarfirði.



Að glæða

sálargáfurnar og

auka þekkinguna

Rejuvenating the soul

and enhancing knowledge


Að glæða

sálargáfurnar og

auka þekkinguna

Um upphaf almenningsfræðslu

í Hafnarfirði


AÐ GLÆÐA SÁLARGÁFURNAR OG AUKA ÞEKKINGUNA | INNGANGUR

5

Fimmtudaginn 31. maí 2017 var opnuð við hátíðlega athöfn sýningin „Að glæða sálargáfurnar og auka

þekkinguna“ í forsal Pakkhúss Byggðasafns Hafnarfjarðar en sýningin fjallaði um upphaf almenningsfræðslu

í Hafnarfirði.

Rætur almenningsfræðslu í bænum má rekja allt aftur til ársins 1877 og voru því liðin 140 ár frá þeim

viðburði þegar sýningin var sett upp. Árið 1877 skrifuðu prófastshjónin á Görðum á Álftanesi undir

gjafabréf til stofnunar alþýðuskóla í Hafnarfirði til minningar um son þeirra, Böðvar Þórarinsson, sem

látist hafði langt um aldur fram. Böðvar var þá nemandi í Lærða skólanum í Reykjavík og þótti foreldrum

hans, Þórarni Böðvarssyni og Þórunni Jónsdóttur, við hæfi að minnast hans með stofnun skóla í

Flensborg. Segja má að saga alþýðufræðslu og skólamála í Hafnarfirði hafi haldist óslitin allt frá þeim

tíma til samtímans og var gjöfin merki um bæði framsýni og stórhug þeirra hjóna. Saga skólans og þróun

hans er merkileg fyrir margra hluta sakir og hafði hún einnig mikil áhrif á þróun og sögu bæjarins. Þessari

sögu voru gerð skil á umræddri sýningu með sagnfræðilegum textum, fjölda ljósmynda og áhugaverðra

muna sem vörpuðu ljósi á hana á bæði fræðandi og áhugaverðan hátt.

Í þessu smáriti er leitast við að varðveita þá rannsóknarvinnu sem unnin var við gerð sýningarinnar í þeim

tilgangi að miðla henni áfram nú eftir að sýningin hefur verið tekin niður. Að sýningunni vann starfsfólk

Byggðasafns Hafnarfjarðar en sérstaklega ber að þakka fyrir þá aðstoð og velvilja sem bæði Þjóðminja-safn

Íslands og Flensborgarskólinn í Hafnarfirði sýndu safninu við gerð sýningarinnar.

Björn Pétursson

Bæjarminjavörður Hafnarfjarðar






Rejuvenating the

soul and enhancing

knowledge

140 years since the beginning

of public education in Hafnarfjörður


REJUVENATING THE SOUL AND ENHANCING KNOWLEDGE | INTRODUCTION

11

On Thursday, 31 May, a formal ceremony opened the exhibition “Rejuvenating the Soul and Enhancing

Knowledge” in the lobby of the Pakkhús Museum of Hafnarfjörður. The exhibition was about the introduction

of public education in Hafnarfjörður.

The beginning of public education in the town can be traced back to 1877, and thus, 140 years had

passed from this event to when the exhibition was set up. In 1877, a couple from Garðar in Álftanes

wrote a gift certificate for the establishment of a public school in Hafnarfjörður, in memory of their son,

Böðvar Þórarinsson. Böðvar had been a student at the Lærði Skólinn (the Learned School) in Reykjavík,

and his parents, Þórarinn Böðvarsson and Þórunn Jónsdóttir, considered it appropriate to remember him

with the establishment of this school. It can be said that the history of public education and educational

matters in Hafnarfjörður have remained unchanged from then to the present day, and the gift was

evidence of both the foresight and optimism of the couple. The history of the school and its development

is remarkable for many reasons, and it also had a great influence on the development and history of the

town. This story was featured in the exhibition in question, with historical texts, a number of photographs

and interesting artefacts that shed light on it in both informative and interesting ways.

This pamphlet aims to preserve the research work done in preparation for the exhibition for the purpose

of passing the information on, after the exhibition has been taken down. The exhibition was prepared by

the staff of Byggðasafn Hafnarfjarðar (Hafnarfjörður Museum). Special thanks, moreover, is extended for

the assistance and goodwill that both the National Museum of Iceland and the Flensborg Upper

Secondary School in Hafnarfjörður gave the museum during the preparation of the exhibition.

Björn Pétursson

Municipal Museum Curator of Hafnarfjörður



Upphaf almenningsfræðslu

í Hafnarfirði

The beginning of public education

in Hafnarfjörður


14

AÐ GLÆÐA SÁLARGÁFURNAR OG AUKA ÞEKKINGUNA | UPPHAF ALMENNINGSFRÆÐSLU Í HAFNARFIRÐI

Segja má að rætur almenningsfræðslu í Hafnarfirði megi rekja til gjafabréfs sem prófastshjónin á Görðum

á Álftanesi, séra Þórarinn Böðvarsson og Þórunn Jónsdóttir, skrifuðu undir árið 1877 til minningar um son

sinn, Böðvar, sem látist hafði 1869. Með gjafabréfinu var stofnaður alþýðuskóli í Hafnarfirði og hann átti

fyrst og fremst að vera barnaskóli fyrir Garðaprestakall en einnig, eftir því sem kringumstæður leyfðu,

„almennur menntunarskóli, þar sem kostur væri á

að afla sér þeirrar þekkingar, sem telja mætti

nauðsynlega hverjum alþýðumanni, sem ætti að

geta kallast vel að sér.“ i

Þörfin var sannarlega fyrir hendi þar sem enginn skóli var á þessum tíma í prestakallinu auk þess sem

uppeldis- og menntamál voru Þórarni sérstaklega hugleikin. Þá var á þessum tíma eitt af hlutverkum

presta að hafa eftirlit með menntamálum í sóknum sínum. Ástandið í Garðaprestakalli var bágborið þegar

Þórarinn tók við embætti og sagði hann meðal annars í bréfi til stiftsyfirvalda árið 1860 „að rúmur

þriðjungur barna á aldrinum 10–14 ára í prestakallinu sé ólæs og sé ástandið einna verst í Hafnarfirði“. ii

Annars staðar á Norðurlöndunum var staðan í menntamálum töluvert frábrugðin því sem var hér á landi.

Þegar komið var fram undir 1870 má í raun segja að hér hafi einungis verið örfáir barnaskólar starfandi.

Þetta var staðan þrátt fyrir að Ísland væri hluti af Danaveldi og þar höfðu verið sett lög árið 1814 þar sem

kveðið var á um að börn sem ekki nutu heimakennslu ættu að sækja skóla sem kostaður væri af

opinberu fé. iii


REJUVENATING THE SOUL AND ENHANCING KNOWLEDGE | THE BEGINNING OF PUBLIC EDUCATION IN HAFNARFJÖRÐUR

15

It may be said that the foundations of public education in Hafnarfjörður can be traced to a pledge which

the Reverend Þórarinn Böðvarsson of Garðar on Álftanes and his wife Þórunn Jónsdóttir signed in the

year 1877 to commemorate their son Böðvar, who had died in 1869. This pledge was used to found a

public school in Hafnarfjörður, which was primarily intended as an elementary school for the parish of

Garðar and, circumstances permitting, was also a school for general education, where it was possible for

any self-respecting member of the public to gain learning as was considered appropriate.

There was certainly a need for this since there was no school in the parish at the time, and Rev. Þórarinn

was particularly interested in matters concerning child-rearing and education. At this time it was also one

of the tasks of priests to supervise educational matters in their parishes. The situation in the parish of

Garðar was poor when Rev. Þórarinn took office and in a letter to the authorities for the diocese in 1860

he said among other things:

“more than a third of children aged 10-14 years in the

parish are illiterate and the situation is particularly

bad in Hafnarfjörður.”

The state of education was considerably different in the other Nordic countries compared to Iceland. It

may be said that before the year 1870 there were actually very few elementary schools in operation in

the country. This was the situation despite the fact that Iceland was part of the Kingdom of Denmark,

where a law had been enacted in 1814 whereby children who were not taught at home were required to

go to a school that was publicly funded.


12

AÐ GLÆÐA SÁLARGÁFURNAR OG AUKA ÞEKKINGUNA | FLENSBORGARSKÓLINN FYRRI

Flensborgarskólinn fyrri

The first Flensborg school


AÐ GLÆÐA SÁLARGÁFURNAR OG AUKA ÞEKKINGUNA | FLENSBORGARSKÓLINN FYRRI

17

Í því skyni að stofna skóla til minningar um son

sinn keyptu Þórarinn og Þórunn heimajörðina á

Hvaleyri 1870 og lýstu því yfir að þau væru tilbúin

að gefa hana til fyrirhugaðs skólaseturs.

Í kjölfarið urðu nokkrar umræður um

fyrirhug-aðan Hvaleyrarskóla og var málið meðal

annars tekið upp á Þingvallafundi 1874 og á

Alþingi 1875 og 1877.

Þær umræður urðu til þess að fyrsti gagnfræðaskóli landsins, Möðruvallaskóli í Hörgárdal, var

stofnaður en tillagan um að koma einnig upp gagnfræðaskóla á Hvaleyri við Hafnarfjörð var felld. Þrátt

fyrir að almennt væri borin mikil virðing fyrir gjöf þeirri sem Þórarinn og Þórunn höfðu lofað til skólastofnunarinnar

voru menn ekki tilbúnir til að reisa þar skólahús sem var forsenda þess að hægt væri

að nýta gjöfina. Varð það úr og sumarið 1876 keyptu þau húseignina Flensborg í Hafnarfirði af danska

stórkaupmanninum P. C. Knudtzon og syni hans N. H. Knudtzon. Flensborg var sunnan fjarðarins og

hafði verið verslunarstaður frá síðari hluta 19. aldar.

Hinn 10. ágúst 1877 gáfu þau Þórarinn og Þórunn Flensborgareignina ásamt heimajörðinni Hvaleyri til

stofnunar alþýðuskólans í Flensborg. Þetta gerðu þau til að „... heiðra minningu þessa okkar ógleymanlega

sonar með því að gefa nokkurn hluta af eignum okkar til einhvers þess fyrirtækis, sem eflt gæti

menntun og góða siði meðal almennings í föðurlandi okkar“. iv Kennsla hófst í þessum skóla strax

haustið 1877 og sá Þorsteinn Egilsson um kennsluna en hann hafði allt frá árinu 1869 lagt stund á

kennslu á eigin vegum í bænum, með stuðningi og aðstoð frá séra Þórarni. Þennan fyrsta vetur voru

um 20 börn í skólanum.


18

REJUVENATING THE SOUL AND ENHANCING KNOWLEDGE | THE FIRST FLENSBORG SCHOOL

Intending to establish a school to commemorate their

son, Rev. Þórarinn and his wife Þórunn bought the

homestead lot at Hvaleyri in 1870 and declared that

they were prepared to donate it for a planned school

building. This led to some discussion about the intended

Hvaleyri School and the matter was brought up at

the national festival at Þingvellir in 1874 and in the

Althing in 1875 and 1877, and elsewhere. The result

of these discussions was the founding of the first

middle school in Iceland, Möðruvallaskóli in

Hörgárdalur, but the proposal to also establish a

middle school at Hvaleyri in Hafnarfjörður was

rejected. Although there was much respect for the donation

which Þórarinn and Þórunn had promised for

the school in Hafnarfjörður, there was not sufficient

willingness to build a school building there, which

was a requirement for using the donation.


REJUVENATING THE SOUL AND ENHANCING KNOWLEDGE | THE FIRST FLENSBORG SCHOOL

19

This fell through so in the summer of 1876 the couple bought the building named Flensborg in

Hafnarfjörður from the Danish wholesaler P. C. Knudtzon and his son, N. H. Knudtzon. Flensborg was to

the south of the bay and had been used as a trading post since the latter half of the 19th century.

On the 10th of August 1877 Rev. Þórarinn and Þórunn donated the Flensborg property and the homestead lot

for the foundation of Flensborg public school. They did this in order to “...honor the memory of our

unforgett-able son by giving some of our assets to some enterprise that might support education and good

conduct among the public in our country.” Pupils began attending this school as early as the autumn of

1877 and

Mr. Þorsteinn Egilsson who had been teaching classes in Hafnarfjörður in an independent capacity since

1869, was put in charge of teaching with the support and assistance of Reverend Þórarinn. During this


16

ÞÁ HLJÓMUÐU KIRKJUKLUKKURNAR ÚT FYRIR BÆINN | HVALEYRARKIRKJA

Alþýðuskólinn verður

alþýðu- og gagnfræðaskólinn

The public school becomes a public

and middle school


AÐ GLÆÐA SÁLARGÁFURNAR OG AUKA ÞEKKINGUNA | ALÞÝÐUSKÓLINN VERÐUR ALÞÝÐU- OG GAGNFRÆÐASKÓLINN

21

Það kom bæði fram í gjafabréfi prófastshjónanna og í stofnunarskránni að skólinn átti fyrst og fremst

að vera barnaskóli fyrir Garðaprestakall. Gekk það eftir í fimm ár en varð þá sú breyting á að sérstakur

barnaskóli var stofnaður fyrir Bessastaðahrepp að Bessastöðum og var helsti hvatamaðurinn að þeirri

stofnun Grímur Thomsen. Hann bjó á Bessastöðum og lét skólanum eftir húsnæði en þessa ráðstöfun

túlkaði séra Þórarinn sem aðför að Flensborgarskólanum og sjálfum sér enda voru þeir Grímur litlir vinir.

Brugðust þau hjónin Þórarinn og Þórunn við

þessum gjörningi með því að breyta gjafabréfi sínu á

þann hátt að í stað „alþýðuskóla“ var talað um

„alþýðu- og gagnfræðaskóla“ í Flensborg. Bréf það er

dagsett í Görðum 1. júní 1882 og hefur það síðan

verið viðurkenndur stofndagur Flensborgarskólans.

Fyrsti skólastjóri Flensborgarskólans var Jón Þórarinsson, sonur

prófasts-hjónanna, en kennarar með honum voru þeir Magnús Helgason og

Valdimar Ásmundsson. Jón hafði gengið í Lærða skólann og numið heimspeki

í Kaupmannahöfn að því loknu. Þá hafði hann lagt stund á nám í uppeldisfræði

og skólamálum, meðal annars í Þýskalandi og Englandi. Mun hann hafa

verið einn fyrsti Íslendingurinn til að leggja alvarlega stund á þau fræði. v

Í fyrstu grein reglugerðar skólans var hlutverk hans skilgreint á eftirfarandi

hátt: „Ætlunarverk skólans er að veita lærisveinum þeim, sem í hann ganga,

almenna menntun, glæða sálargáfurnar, auka þekkinguna og styrkja

siðferðislega hæfileika þeirra, að þeir verði hæfir til að standa vel í stöðu sinni sem alþýðumenn og

jafnframt gjöra þá færa um að taka að sér barnakennslu.“ vi


22

REJUVENATING THE SOUL AND ENHANCING KNOWLEDGE | THE PUBLIC SCHOOL BECOMES A PUBLIC AND MIDDLE SCHOOL

It was stated both in the pledge from the Reverend and his wife and in the founding charter of the

school that it was primarily intended to be an elementary school for the parish of Garðar. This was the

case for five years but then there was a change as a special elementary school was founded for the

parish of Bessastaðir at the Bessastaðir estate, mostly due to encouragement and support from

Mr. Grímur Thomsen. Grímur Thomsen lived at Bessastaðir and provided housing for the school, which

Rev. Þórarinn regarded as undermining the Flensborg School and a personal insult to himself, as

Grímur and he were by no means on friendly terms.

Þórarinn and his wife Þórunn responded to this act by

altering their pledge to the effect that instead of a “public

school”, Flensborg was described as a “public and middle

school”. This letter is dated 1st June 1882 at Garðar, and

to this day this date has been considered the official date

of the foundation of Flensborg School.

The first headmaster of the Flensborg School was Mr. Jón Þórarinsson, the son of Rev. Þórarinn and his

wife, and Mr. Magnús Helgason and Mr. Valdimar Ásmundsson made up the rest of the teaching staff.

Jón had attended the grammar school known as Lærði skólinn (The Learned School) in Reykjavík and

studied philosophy in Copenhagen after graduation. He had also studied pedagogy and school

administration, in Germany and England and elsewhere. He was certainly one of the first Icelanders to

study these subjects rigorously.

In Article 1 of the School’s regulations his role was defined in the following way: “The objective of the

School is to provide the pupils that attend it with general education, to nurture the natural senses,

increase knowledge and strengthen their moral abilities, so they will be well-equipped to acquit

themselves well as members of society and also to qualify them to provide education for children.”


ÞÁ HLJÓMUÐU KIRKJUKLUKKURNAR ÚT FYRIR BÆINN | HVALEYRARKIRKJA

19


Barnaskólinn stofnaður

Founding of the Elementary school


AÐ GLÆÐA SÁLARGÁFURNAR OG AUKA ÞEKKINGUNA | BARNASKÓLINN STOFNAÐUR 25

Í síðara gjafabréfi Flensborgarskólans kom fram

að þar gætu börn í Garðahreppi fengið kennslu ef

hreppurinn legði árlega til styrk. Þetta varð raunin

og var starfræktur barnaskóli í Flensborg ásamt

gagnfræðaskólanum fram til ársins 1901 að einu

ári undanskildu. vii

Barnaskólinn var starfræktur sem sérstök stofnun sem naut árlegs styrks úr

hreppssjóði og landssjóði. viii Kennslugreinarnar í barnaskólanum voru

kristindómur, lestur, skrift og reikningur en síðar bættust við hjá elstu

börnunum biblíusögur, réttritun, náttúrufræði, landafræði og saga. Sú

breyting varð á rekstri barnaskólans 1895 að skipuð var sérstök þriggja

manna skólanefnd sem kosin var af hreppsnefndinni. Fram að þeim tíma

hafði Jón Þórarinsson verið skólastjóri beggja skólanna en frá árinu 1896 lét

hann af skólastjórn barnaskólans og við henni tók Ögmundur Sigurðsson.

Á fundi hreppsnefndarinnar 6. mars 1901 var skýrt frá því að ekki væri

lengur pláss fyrir barnaskólann í Flensborg og að leigunni á þeim tveimur

skólastofum sem hann hafði haft þar til umráða hefði verið sagt upp. ix Í kjölfarið var hafist handa við

byggingu barnaskóla sem lauk sumarið 1902.

Í frétt Fjallkonunnar af vígslu skólans sagði meðal annars: „Barnaskólahús nýtt og veglegt hafa

Hafnfirðingar byggt í sumar, er það að öllu hið vandaðasta. Þrjár skólastofur eru í því; taka tvær af þeim

30 börn hvor og ein 10 börn. Í kjallaranum, sem enn er ekki fullgerður, eiga og að verða kennsluherbergi;

stendur til, er stundir líða, að láta þar fara fram smíðakennslu fyrir drengi og matreiðslukennslu fyrir

stúlkur.“ x




28

REJUVENATING THE SOUL AND ENHANCING KNOWLEDGE | FOUNDING OF THE ELEMENTARY SCHOOL

In the latter pledge for the Flensborg School it was

stated that children from the Garðar parish could

attend classes there if the parish would contribute an

annual subsidy. This was agreed and an elementary

school was operated in Flensborg along with the

middle school until the year 1901, except for an interim

of one year.

The elementary school was operated as a separate institution that received annual subsidies from the

parish and the government. The subjects taught in the elementary school were Christianity, reading,

writing and arithmetic, and later the oldest children also attended classes in biblical studies, orthography,

natural studies, geography and history. The operation of the elementary school was changed in 1895

when a special three member school board was established whose members were elected by the parish

council. Up to that time Mr. Jón Þórarinsson had been the headmaster of both schools but in 1896 he left his

position as headmaster of the elementary school and Mr. Ögmundur Sigurðsson took over that office.

In a meeting of the parish council on 6th March 1901 it was stated that there was no longer room for the

elementary school in Flensborg and that the lease of the two classrooms allocated to its use had been

terminated. Subsequently the building of an elementary school began and was completed in the summer

of 1902. The inauguration of the school was reported in the periodical Fjallkonan, where it was stated

among other things: “This summer, the people of Hafnarfjörður have built a new and stately elementary

school building, which is of the highest standard in every respect. It has three classrooms, two of which

have room for 30 children each and the remaining one can accommodate 10 children. The basement,

which has still not been completed, is also intended for classrooms, and in the fullness of time boys will

be taught carpentry there and girls will have cookery classes.”



30 AÐ GLÆÐA SÁLARGÁFURNAR OG AUKA ÞEKKINGUNA

Upphaf skipulagðrar

íþróttaiðkunar í Hafnarfirði

Beginning of organized sporting

activities in Hafnarfjörður


ÞÁ HLJÓMUÐU KIRKJUKLUKKURNAR ÚT FYRIR BÆINN | KIRKJULAUS KAUPSTAÐUR

27


32

AÐ GLÆÐA SÁLARGÁFURNAR OG AUKA ÞEKKINGUNA | UPPHAF SKIPULAGÐRAR ÍÞRÓTTAIÐKUNAR Í HAFNARFIRÐI

Upphaf skipulagðrar íþróttaiðkunar í Hafnarfirði má rekja til haustsins 1894 er leikfimiskennsla hófst í

Flensborgarskólanum. Það ár fór skólastjórinn Jón Þórarinsson til Danmerkur og gekk þar í „kadettskóla“

og nam leikfimiskennslu. Strax um haustið hóf hann kennslu í leikfimi við Flensborgarskólann og

varð þar með fyrsti leikfimiskennari bæjarins. Leikfimiskennsla þessi fór fram í litlum skúr, sem byggður

hafði verið við enda skólahússins, en árið 1911 var kennslan flutt í Góðtemplarahúsið við Suðurgötu.

Í skólaskýrslu fyrir veturinn 1894–5 segir svo frá:

„Í leikfimi var æft í limaburði, gangi og hlaupum;

hreyfiæfingar með höfði, handleggjum og fótum.

Stökkæfingar (lengdarstökk og hæðarstökk),

klif-æfingar á köðlum og stöng. Glímur og sund á

þurru. Glímur og sund kenndu þeir lærisveinar, er

best kunnu til þessa. Jón Þórarinsson kenndi leikfimi.“

xi

Fyrsta íþróttafélagið í Hafnarfirði, Glímufélagið Hjaðningar, var stofnað á fyrsta áratug 20. aldar.

Heimildir eru um að allt að 60 manns hafi mætt á æfingar þess, allflestir ungir menn í bænum og

nokkrir rosknir en æfingarnar fóru fram í Góðtemplarahúsinu. Haustið 1906 fóru nokkrir piltar úr

Flensborgarskólanum að mæta á æfingar félagsins. Koma Flensborgarpilta var lyftistöng fyrir félagið en

Runólfur Björnsson var oddviti þeirra hjá Hjaðningum um veturinn. Skólastjóri Flensborgarskólans setti

þrjár reglur sem drengirnir urðu að gangast undir til að fá leyfi til að sækja æfingarnar. Í fyrsta lagi að


REJUVENATING THE SOUL AND ENHANCING KNOWLEDGE | BEGINNING OF ORGANIZED SPORTING ACTIVITIES IN HAFNARFJÖRÐUR

33

The beginning of organized sporting activities in Hafnarfjörður can be traced to the autumn of 1894

when physical education classes were taught for the first time in the Flensborg School. That year,

Headmaster Jón Þórarinsson went to Denmark and there enrolled in a “Cadet School” to study the

teaching of physical education. The following autumn he began to teach physical education at the

Flensborg School and thereby became the town’s first PE instructor. This physical education took place

in a small shed that had been built at one end of the school building, but in 1911 PE classes were

moved to the IOGT building in Suðurgata. A school report for the winter 1894-5 has the following

description:

“In physical education there was training in

gym-nastics, walking and running, calisthenics with

the head, arms and legs. Training in both long and

high jump and climbing on ropes and beams. Wrestling

and swimming practice out of water. Wrestling

and swimming was taught by the pupils who acquitted

themselves the best in these subjects. Mr. Jón

Þórarinsson was the PE instructor.”

The first sports association in Hafnarfjörður, the wrestling club Hjaðningar, was founded in the first

decade of the 20th century. Records show that up to 60 people trained there, mostly young men from

the town along with a few older men, and the training took place in the IOGT building. In the autumn of

1906 a number of young men from the Flensborg School began training at the wrestling club. The

addition of Flensborg schoolboys was of great benefit to the wrestling club, and Mr. Runólfur Björnsson

was president of Hjaðningar that winter. The headmaster of the Flensborg School set three rules which

the boys had to follow if they were to have permission to train at the club. Firstly, they had to be home

by 10pm every evening; secondly, they must not sustain any bone breakages or dislocations; and

thirdly, they must not allow the people from Hafnarfjörður to dominate them at the sport.


30

ÞÁ HLJÓMUÐU KIRKJUKLUKKURNAR ÚT FYRIR BÆINN | KIRKJULAUS KAUPSTAÐUR

Handiðn

Design and technology


AÐ GLÆÐA SÁLARGÁFURNAR OG AUKA ÞEKKINGUNA | HANDIÐN

35

Snemma var tekin upp í Flensborgarskólanum kennsla í skólaiðn og voru þá kenndar sex stundir á viku

í því fagi. Jón Þórarinsson skólastjóri sá um kennsluna. Hann hafði siglt til Danmerkur sumarið 1890 til

að kynna sér þar kennslumál og lagði þá sérstaka áherslu á að kynna sér skólaiðn og tók námskeið í

því fagi. Hinn 6. desember 1890 hélt hann fyrirlestur um kennslu í skólaiðn á fundi hjá Hinu íslenska

kennarafélagi. Þar sagði hann meðal annars:

„Tilgangurinn er ekki að æfa líkamann til neins

ákveðins verks, heldur sá, að gjöra hann hlýðið og

gott verkfæri fyrir andann, til að framkvæma hvert

verk, sem að höndum ber. Tilgangurinn er því

ekki, að búa til iðna trjesmiði, heldur sá, að kenna

unglingnum að vera iðinn og ötull að hverju verki,

sem hann að gengur, hvort sem er andlegt eða

líkamlegt.“ xiii

Í kjölfar þessa fyrirlesturs kom Jón því til leiðar að Hið íslenska kennarafélag sendi Magnúsi

Stephensen landshöfðingja bænaskjal er síðan gengi til stjórnarinnar með hans meðmælum um að

setja á stofn í Reykjavík kennslu í þessu fagi. Var tillagan tvískipt; í fyrsta lagi var lagt til að kennslan

færi fram í Lærða skólanum en til vara var lagt til að stofnaður yrði sérstakur skóli utan um þetta fag.

Landshöfðingja leist betur á síðari tillöguna og lagði hann hana fyrir stjórnina sem setti hana inn í

fjárlagafrumvarpið til að alþingi gæti skorið úr um málið. Skemmst er frá því að segja að alþingi felldi

tillöguna en veitti þó dálítinn styrk að upphæð 1.600 kr. í tvö ár til að hefja kennslu í þessu fagi við

Flensborgarskólann.



REJUVENATING THE SOUL AND ENHANCING KNOWLEDGE | DESIGN AND TECHNOLOGY

37

Design and technology were taught from an early date in the history of the Flensborg School, for 6

hours a week under the supervision of Headmaster Jón Þórarinsson. He had sailed to Denmark in the

summer of 1890 in order to learn about pedagogy and made a particular point of informing himself

about design and technology as part of school curricula and attended courses in this subject. On 6

December 1890 he gave a lecture on teaching design and technology in a meeting of the Icelandic

Association of Teachers. There he stated among other things:

“The intent is not to train the body for any particular

task, but to make it an obedient and beneficial tool for

the human spirit, to be able to resolve any task that

may arise. The intent is therefore not to produce diligent

carpenters, but to teach youths to attend to every

task in a diligent and enthusiastic manner, irrespective

of whether that task be of a mental or physical

nature.”

Following this lecture Headmaster Jón prevailed upon the Icelandic Association of Teachers to send a

petition to Governor Magnús Stephensen that would then be presented to the government with his

endorsement, recommending teaching this subject in Reykjavík. This proposal was in two parts, firstly

it was suggested that teaching would take place in Lærði skólinn, but alternatively it was recommended

that a school would be founded expressly for this subject. The Governor was more impressed with the

latter suggestion and submitted it to the government, which led to it being included in the proposed

budget to be decided by the Althing. To cut a long story short the Althing rejected the proposal but did

allocate a modest grant of 1600 krónur for two years which was to be used to start teaching this

subject at Flensborg School.



AÐ GLÆÐA SÁLARGÁFURNAR OG AUKA ÞEKKINGUNA 39

Fyrsti kennaraskóli

landsins

The first Teacher training institution

in Iceland


40

AÐ GLÆÐA SÁLARGÁFURNAR OG AUKA ÞEKKINGUNA | FYRSTI KENNARASKÓLI LANDSINS

Snemma komu upp hugmyndir um að stofna kennaraskóla í Flensborg. Sökum fjárskorts var farið hægt

af stað og veturinn 1890–1891 hófst verkefnið með því að Jóhannes Sigfússon hélt einn fyrirlestur í

viku, utan reglulegra kennslustunda, um uppeldismál og kennslufræði. Veturinn eftir var málið tekið

skrefinu lengra þegar komið var á fót námskeiðum fyrir kennara. Fyrsta vorið tóku fimm kennaraefni

próf að námskeiðinu loknu og urðu þar með þeir fyrstu er tóku kennarapróf hér á landi.

Í grein sem ritstjóri Fjallkonunnar ritaði komu fram efasemdir um gagnsemi kennaramenntunar en þar

stóð m.a.: „Auk þess verðr slíkt ekki kent að sumu leyti; menn verða að hafa sérstaka náttúruhæfileika

til að vera góðir kennarar, og verðr her sem oftar nátturan náminu ríkari.“ xiv

Haustið 1896 var málið tekið á næsta stig þegar stiftsyfirvöld samþykktu tillögu frá forsvarsmönnum

Flensborgarskólans um að „kennaraskólinn“ yrði heilt skólaár sem bættist aftan við

gagnfræðaskólann. Næstu árin var mikil umræða um kennaraskólann og voru þá borin fram frumvörp

á alþingi um stofnun sérstaks kennaraskóla. Í þeirri umræðu var rökrætt um hvar hann ætti að vera,

í Hafnarfirði eða í Reykjavík. Í nefndaráliti um það mál sagði meðal annars:

„… að því ógleymdu, að Flensborgarskólinn er svo

settur, að þar er miklu minni hætta á, að ungir og

óráðsettir menn leiðist út í hvers konar óreglu en í

solli og glaumi höfuðstaðarins ...“ xv

Niðurstaðan var engu að síður sú Kennaraskóli Íslands var stofnaður í Reykjavík 1907 og í kjölfarið var

kennaraskólinn í Flensborg lagður niður en þá hafði alls 121 kennari brautskráðst frá skólanum.


REJUVENATING THE SOUL AND ENHANCING KNOWLEDGE | THE FIRST TEACHER TRAINING INSTITUTION IN ICELAND 41

From early on there was a desire to establish a teacher training institution in Flensborg. Due to a lack of

funds process was slow and in the winter of 1890-1891 the project was begun with a weekly lecture on

pedagogy and theories of instruction from Mr. Jóhannes Sigfússon, which took place outside regular school

hours. The following winter further steps were taken by offering courses for teachers. During the first spring

five aspiring teachers took an exam at the end of the course and thereby became the first people to take an

examination to qualify as teachers in Iceland. The editor of Fjallkonan wrote an article expressing doubts

about the usefulness of educating people to become teachers, stating among other things that: “Also, in

some respects this cannot be taught but people rather need to possess a particular natural ability to be

good teachers, so in this regard nature once more prevails over study.”

In the autumn of 1896 the matter was taken to the next level when the authorities for the diocese

approved a proposal from representatives of Flensborg School whereby “the teachers’ school” was to

teach classes for an entire school year, added at the end of middle school studies. Subsequent years

saw much debate regarding the teachers’ school, and bills were proposed in the Althing regarding the

establishment of a special teachers’ school. Included in this debate was the location of this new

school, whether it should be in Hafnarfjörður or Reykjavík. A committee opinion on that matter

contained the following:

“… not omitting the fact that the location of Flensborg

School is such that there is much less risk of young

and irresolute men succumbing to temptations of any

kind than if they were in the capital with all its

debauchery and noisy distractions...”

In spite of this the end result was that the teacher training institution Kennaraskóli Íslands was

founded in Reykjavík in 1907 and consequently the teachers’ school in Flensborg was disbanded, at

which time a total of 121 teachers had graduated from there.


42

AÐ GLÆÐA SÁLARGÁFURNAR OG AUKA ÞEKKINGUNA

Rúmgóð og lagleg

herbergi á heimavist

Spacious and fine-looking rooms

in the students’ dormitory



44

AÐ GLÆÐA SÁLARGÁFURNAR OG AUKA ÞEKKINGUNA | RÚMGÓÐ OG LAGLEG HERBERGI Á HEIMAVIST

Engin heimavist var við skólann fyrstu árin en árið 1887 fékk skólinn allt skólahúsið til notkunar og var

þá sett á fót þar heimavist. Í Ísafold birtist auglýsing 1888 um heimavistina:

„Heimasveinar fá: svefnherbergi, borðstofu,

lestrarstofu, allt rúmgóð og lagleg herbergi. Ennfremur

fá þeir geymsluherbergi fyrir matvæli, sem

þeir geta búið sig út með að heiman, og annað

það, er þeir þurfa með sjer að hafa. Rúmföt verða

þeir að leggja sjer til sjálfir. Ljós og eldivið kaupa

þeir í sameiningu, og verður eðlilega því ódýrara

fyrir hvern, sem fleiri verða; sömuleiðis þjónustu

og ræsting herbergja.“ xvi

Meðan barnaskólinn var enn í húsinu var þó þröngt á þingi en þegar hann hvarf á braut rýmkaðist til og

var þá rúm fyrir 12–14 pilta. Fyrst um sinn var því þannig háttað að skólapiltarnir á heimavistinni höfðu

einungis miðdegisverðinn sameiginlegan en sáu sjálfir um morgun- og kvöldverð hver fyrir sig. Þeir sem

höfðu verið sjómenn á vertíð höfðu vanist þar við svokallaðan skrínukost en skrínukostur var nesti

sjómanna kallað, oftast þurrmeti, kæfa og smjör. Snemma var þó sú ákvörðun tekin að hafa allt

mötuneyti heimasveinanna sameiginlegt. Var því þá þannig háttað að drengirnir völdu tvo úr sínum

röðum í embætti ráðsmanna en þeirra verkefni var að annast matarinnkaup og halda búreikningana.

Ráðskona var á heimavistinni og sá hún um eldamennskuna og þrif auk þess sem hún bjó um rúm

sveinanna. Fékk hún bæði fæði og laun á kostnað heimavistarinnar. Þrátt fyrir það var heimavistin allaf

ódýr og stuðlaði að því að efnalitlir drengir gátu sótt skólann og búið á vistinni. xvii


REJUVENATING THE SOUL AND ENHANCING KNOWLEDGE | SPACIOUS AND FINE-LOOKING ROOMS IN THE STUDENTS’ DORMITORY 45

There was no dormitory for boarders at the school for the first few years but in 1887 the entire school

building was put at the school’s disposal and then a dormitory was added. In 1888 the periodical

Ísafold contained an advertisement for the dormitory:

“Boarders are provided with: a bedroom, dining

room, and reading room, which are all spacious and

fine-looking rooms. They are furthermore provided

with storage spaces for foodstuffs, which they can

bring from home, and also for storing any such articles

as they may need to bring with them. They must provide

their own bedclothes. They purchase lighting and

fuel on a collective basis, and naturally it will therefore

be cheaper for each of them as their numbers grow, and

the same goes for servicing and cleaning of rooms.”

While the elementary school was still housed in the building, accommodation was somewhat cramped

but when it was relocated there was more space to go round and then there was room for 12-14 boys.

At first the arrangement was that the schoolboys living in the dorm clubbed together only for the

mid-day meal but had to provide their own breakfast and supper on an individual basis. Those among

them who had worked as seamen during the fishing season had grown accustomed to the plain fare

that was the staple aboard ship, mostly dried food, meat paste and butter. However, early on the

decision was made to have a communal canteen for all the schoolboys’ meals. The boys would elect

two representatives from among their ranks and these two were tasked with purchasing foodstuffs and

keeping the household accounts. A housekeeper worked in the dorm and took care of cooking and

cleaning and also made the students’ beds. For this she got both room and board at the dormitory’s

expense. Despite all this, staying in the dorm was always cheap and this made it possible for boys of

little means to attend the school as boarders.



AÐ GLÆÐA SÁLARGÁFURNAR OG AUKA ÞEKKINGUNA

47

Alþýðuskólarnir voru

umdeildir til að byrja með

The Public schools initially

sparked controversy


48

AÐ GLÆÐA SÁLARGÁFURNAR OG AUKA ÞEKKINGUNA | ALÞÝÐUSKÓLARNIR VORU UMDEILDIR TIL AÐ BYRJA MEÐ

Jón Þórarinsson, skólastjóri Flensborgarskólans, skrifaði grein í Ísafold árið 1889 til að verja tilvist

alþýðuskólanna þar sem hann sagði meðal annars:

„sumir telja skólanámið eins konar fordildarprjál,

sem hvergi komi heim við lífið, eða þess þarfir, og

telja skólana því óþarfan hjegóma, sem ekki sje til

annars en eyða peningum, venja menn á iðjuleysi

o.s.frv.“ xviii

Vandamál alþýðuskólanna kristallaðist ef til vill einna helst í tíðarandanum sem réð ríkjum á þessum

tíma. Í lok greinar sinnar kom Jón inn á meginorsök vandans þegar hann sagði: „Til þess að aðsókn að

slíkum skólum, sem þessum, sje mikil, þarf fyrst og fremst efnahagur manna að leyfa það, menntunar-löngun

að vera almennt vöknuð hjá þjóðinni, og undirstöðumenntunin að vera almenn og í góðu

lagi. /…/ En áhuginn á verulegri menntun er heldur ekki sem skyldi; það er víst, að fátæktinni er ekki

ávallt um að kenna. En þessi sljófi áhugi á, að afla sjer nokkurrar verulegrar menntunar fram yfir það

almenna, kemur einkum til af því að undirstöðumenntunin er ekki svo löguð, að hún geti af sjer löngun

til að nema meira. Hið algengasta er, að menn láti sjer nægja það sem lögskipað er. Hitt er enn mjög

fágætt vor á meðal, að menn mennti sig vegna menntunarinnar sjálfrar; en sú skoðun á alþýðumenntuninni

er einmitt aðalskilyrðið fyrir því, að alþýðuskólarnir verði fjölskipaðir. Alþýðuskólarnir geta ekki heitið

sínum nemendum neinni embættismanna paradís; þeir hafa ekkert að bjóða í aðra hönd annað en þá

sælu og það beinlínis og óbeinlínis gagn, sem hver menntaður maður nýtur af því á lífsleiðinni, að vera

menntaður.“ xix


REJUVENATING THE SOUL AND ENHANCING KNOWLEDGE | THE PUBLIC SCHOOLS INITIALLY SPARKED CONTROVERSY 49

Jón Þórarinsson, headmaster of the Flensborg School, wrote an article in Ísafold in 1889 in defense of

the public schools’ continued existence where he stated among other things:

“some believe that schooling is a form of ostentatious

frivolity that has no connection with real life and its

challenges, and therefore consider the schools an unnecessary

distraction that can only serve to waste

money and encourage idleness and other vices.”

The problems which the public schools faced can perhaps be most clearly understood in light of the

social mores that dominated public opinion in those days. At the end of his article Jón addressed the

main cause of the problem when he stated: “In order to achieve a high level of attendance at schools

of this kind, first and foremost it must be within the economic means of each individual, the desire for

education must be awakened among the general public, and elementary education must be for

everyone and of good quality. /…/ However, interest in genuine education is not what it should be, and

certainly this is not always caused by poverty. It should be noted that this lack of interest in obtaining

any significant education in addition to that which is generally provided is mostly due to the fact that

elementary education is such that it does not create any desire among pupils to learn more. It is most

common for people to be content with only the mandatory education provided. It is still very rare

among our people to seek education for the sake of education as such, and a positive attitude towards

public education is precisely what is required for achieving high attendance at public schools. The

public schools cannot promise their pupils that at the end of their studies they will have an idyllic life

and hold high rank as government officials, on the contrary they have nothing to offer in the way of

riches apart from the joy and the direct and indirect benefit which every educated person will experience

throughout life from an education.”



Miklar breytingar

á 140 árum

Great changes

in 140 years


52

AÐ GLÆÐA SÁLARGÁFURNAR OG AUKA ÞEKKINGUNA | MIKLAR BREYTINGAR Á 140 ÁRUM

Á þeim 140 árum sem liðin eru frá því að

Þórarinn Böðvarsson og Þórunn Jónsdóttir

skrifuðu undir gjafabréfið sem tengja má við

upphaf almenningsfræðslu í Hafnarfirði hefur

bærinn stækkað, íbúum fjölgað og skólamál tekið

miklum stakkaskiptum. Í dag eru átta grunnskólar

starfandi í Hafnarfirði auk tveggja einkaskóla og

eru grunnskólanemendur í bænum alls um 4.200.

Flensborgarskólinn stendur enn styrkum fótum, hefur þróast frá því að vera upphaflega grunnskóli í

gagnfræðaskóla og svo yfir í fjölbrautaskóla með um 800 nemendum. Auk þessa starfa í bænum 17

leikskólar með um 1.800 börnum og þá má geta þess að merkir skólar hafa starfað hér um tíma eins

og Iðnskóli Hafnarfjarðar sem lagður var niður og starfsemi hans færð undir Tækniskólann árið 2015

og Fiskvinnsluskólinn sem lagður var niður árið 2001.


REJUVENATING THE SOUL AND ENHANCING KNOWLEDGE | GREAT CHANGES IN 140 YEARS 53

In the 140 years that have passed since Þórarinn

Böðvarsson and Þórunn Jónsdóttir signed the pledge

that can be seen as laying the foundations for public

education in Hafnarfjörður, the town has expanded, the

number of residents has increased and matters concerning

schooling have changed a great deal. Today there are

eight elementary schools in operation in Hafnarfjörður

in addition to two private schools and the total of elementary

school pupils is around 4,200.

The Flensborg School is still going strong, having developed from its origins as an elementary school to

become a middle school and finally a comprehensive school with about 800 students. There are also 17

nursery schools in the town with about 1,800 children and we should also mention that high-profile schools

have temporarily operated here, such as the Trade School of Hafnarfjörður which was disbanded and its

operations became part of the Technical School of Iceland (later the Technical College Reykjavík) in 2015

and the School of Fish Processing, which was disbanded in 2001.


54

AÐ GLÆÐA SÁLARGÁFURNAR OG AUKA ÞEKKINGUNA

Að glæða sálargáfurnar

og auka þekkinguna

Rejuvenating the soul

and enhancing knowledge

© Texti | Text: Björn Pétursson

© Ljósmyndir | Photos: Byggðasafn Hafnarfjarðar

Byggðasafn Hafnarfjarðar, Hafnarfirði 2018

Myndaval | Photo editorial: Rósa Karen Borgþórsdóttir

Hönnun og umbrot | Design and layout: Meda miðlun

Prentun og bókband | Printing: Ísafold

ISBN 978-9935-9458-0-8

Öll réttindi áskilin | All rights reserved

Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun,

prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða

í heild, án skriflegs leyfis höfundar og útgefanda.

The contents of this book may not be reproduced in any form

without the written permission of the publisher.


AÐ GLÆÐA SÁLARGÁFURNAR OG AUKA ÞEKKINGUNA | HEIMILDASKRÁ 55

i Ásgeir Guðmundsson, Saga Hafnarfjarðar 1908-1983, 2. bindi, bls. 105

ii Kristján Bersi Ólafsson, Flensborgarskólinn í 100 ár, bls. 6

iii Loftur Guttormsson, Almenningsfræðsla á Íslandi 1880-2007, fyrra bindi, bls. 21

iv Guðni Jónsson, Minningarrit Flensborgarskólans 1882-1932, bls. 22

v Guðni Jónsson, Minningarrit Flensborgarskólans 1882-1932, bls. 42

vi Guðni Jónsson, Minningarrit Flensborgarskólans 1882-1932, bls. 38-40

vii Ásgeir Guðmundsson, Saga Hafnarfjarðar, 2. bindi, bls. 109

viii Ásgeir Guðmundsson, Saga Hafnarfjarðar, 2. bindi, bls. 107

ix Ásgeir Guðmundsson, Saga Hafnarfjarðar, 2. bindi, bls. 110

x Fjallkonan, 19. árg., 42. tbl. 28. 10. 1902, bls. 3

xi HD 4+ 796 GÍS, Gísli Sigurðsson, Íþróttir í Flensborgarskóla, bls. 2

xii HD 4+ 796 GÍS, Gísli Sigurðsson, án titils, bls. 32

xiii Tímarit um uppeldi og menntamál, 4. árg., bls. 10

xiv Fjallkonan, 12. árg., 39. tbl. 28. 09. 1895, bls. 158

xv Þjóðólfur, 57. árg., nr. 32, 04. 08. 1905, bls. 1

xvi Ísafold, 06. 06. 1888, bls. 104

xvii Guðni Jónsson, Minningarrit Flensborgarskólans 1882-1932, bls. 58-9

xviii Ísafold, 16. árg., 7. tbl., 23. 01. 1889, bls. 25

xix Ísafold, 16. árg., 7. tbl., 23. 01. 1889, bls. 26


BYGGÐASAFN HAFNARFJARÐAR

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!