07.12.2020 Views

Að glæða sálargáfurnar og auka þekkinguna

Um upphaf almenningsfræðslu í Hafnarrði.

Um upphaf almenningsfræðslu
í Hafnarrði.

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

44

AÐ GLÆÐA SÁLARGÁFURNAR OG AUKA ÞEKKINGUNA | RÚMGÓÐ OG LAGLEG HERBERGI Á HEIMAVIST

Engin heimavist var við skólann fyrstu árin en árið 1887 fékk skólinn allt skólahúsið til notkunar og var

þá sett á fót þar heimavist. Í Ísafold birtist auglýsing 1888 um heimavistina:

„Heimasveinar fá: svefnherbergi, borðstofu,

lestrarstofu, allt rúmgóð og lagleg herbergi. Ennfremur

fá þeir geymsluherbergi fyrir matvæli, sem

þeir geta búið sig út með að heiman, og annað

það, er þeir þurfa með sjer að hafa. Rúmföt verða

þeir að leggja sjer til sjálfir. Ljós og eldivið kaupa

þeir í sameiningu, og verður eðlilega því ódýrara

fyrir hvern, sem fleiri verða; sömuleiðis þjónustu

og ræsting herbergja.“ xvi

Meðan barnaskólinn var enn í húsinu var þó þröngt á þingi en þegar hann hvarf á braut rýmkaðist til og

var þá rúm fyrir 12–14 pilta. Fyrst um sinn var því þannig háttað að skólapiltarnir á heimavistinni höfðu

einungis miðdegisverðinn sameiginlegan en sáu sjálfir um morgun- og kvöldverð hver fyrir sig. Þeir sem

höfðu verið sjómenn á vertíð höfðu vanist þar við svokallaðan skrínukost en skrínukostur var nesti

sjómanna kallað, oftast þurrmeti, kæfa og smjör. Snemma var þó sú ákvörðun tekin að hafa allt

mötuneyti heimasveinanna sameiginlegt. Var því þá þannig háttað að drengirnir völdu tvo úr sínum

röðum í embætti ráðsmanna en þeirra verkefni var að annast matarinnkaup og halda búreikningana.

Ráðskona var á heimavistinni og sá hún um eldamennskuna og þrif auk þess sem hún bjó um rúm

sveinanna. Fékk hún bæði fæði og laun á kostnað heimavistarinnar. Þrátt fyrir það var heimavistin allaf

ódýr og stuðlaði að því að efnalitlir drengir gátu sótt skólann og búið á vistinni. xvii

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!