07.12.2020 Views

Að glæða sálargáfurnar og auka þekkinguna

Um upphaf almenningsfræðslu í Hafnarrði.

Um upphaf almenningsfræðslu
í Hafnarrði.

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

AÐ GLÆÐA SÁLARGÁFURNAR OG AUKA ÞEKKINGUNA | FLENSBORGARSKÓLINN FYRRI

17

Í því skyni að stofna skóla til minningar um son

sinn keyptu Þórarinn og Þórunn heimajörðina á

Hvaleyri 1870 og lýstu því yfir að þau væru tilbúin

að gefa hana til fyrirhugaðs skólaseturs.

Í kjölfarið urðu nokkrar umræður um

fyrirhug-aðan Hvaleyrarskóla og var málið meðal

annars tekið upp á Þingvallafundi 1874 og á

Alþingi 1875 og 1877.

Þær umræður urðu til þess að fyrsti gagnfræðaskóli landsins, Möðruvallaskóli í Hörgárdal, var

stofnaður en tillagan um að koma einnig upp gagnfræðaskóla á Hvaleyri við Hafnarfjörð var felld. Þrátt

fyrir að almennt væri borin mikil virðing fyrir gjöf þeirri sem Þórarinn og Þórunn höfðu lofað til skólastofnunarinnar

voru menn ekki tilbúnir til að reisa þar skólahús sem var forsenda þess að hægt væri

að nýta gjöfina. Varð það úr og sumarið 1876 keyptu þau húseignina Flensborg í Hafnarfirði af danska

stórkaupmanninum P. C. Knudtzon og syni hans N. H. Knudtzon. Flensborg var sunnan fjarðarins og

hafði verið verslunarstaður frá síðari hluta 19. aldar.

Hinn 10. ágúst 1877 gáfu þau Þórarinn og Þórunn Flensborgareignina ásamt heimajörðinni Hvaleyri til

stofnunar alþýðuskólans í Flensborg. Þetta gerðu þau til að „... heiðra minningu þessa okkar ógleymanlega

sonar með því að gefa nokkurn hluta af eignum okkar til einhvers þess fyrirtækis, sem eflt gæti

menntun og góða siði meðal almennings í föðurlandi okkar“. iv Kennsla hófst í þessum skóla strax

haustið 1877 og sá Þorsteinn Egilsson um kennsluna en hann hafði allt frá árinu 1869 lagt stund á

kennslu á eigin vegum í bænum, með stuðningi og aðstoð frá séra Þórarni. Þennan fyrsta vetur voru

um 20 börn í skólanum.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!