07.12.2020 Views

Að glæða sálargáfurnar og auka þekkinguna

Um upphaf almenningsfræðslu í Hafnarrði.

Um upphaf almenningsfræðslu
í Hafnarrði.

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

AÐ GLÆÐA SÁLARGÁFURNAR OG AUKA ÞEKKINGUNA | ALÞÝÐUSKÓLINN VERÐUR ALÞÝÐU- OG GAGNFRÆÐASKÓLINN

21

Það kom bæði fram í gjafabréfi prófastshjónanna og í stofnunarskránni að skólinn átti fyrst og fremst

að vera barnaskóli fyrir Garðaprestakall. Gekk það eftir í fimm ár en varð þá sú breyting á að sérstakur

barnaskóli var stofnaður fyrir Bessastaðahrepp að Bessastöðum og var helsti hvatamaðurinn að þeirri

stofnun Grímur Thomsen. Hann bjó á Bessastöðum og lét skólanum eftir húsnæði en þessa ráðstöfun

túlkaði séra Þórarinn sem aðför að Flensborgarskólanum og sjálfum sér enda voru þeir Grímur litlir vinir.

Brugðust þau hjónin Þórarinn og Þórunn við

þessum gjörningi með því að breyta gjafabréfi sínu á

þann hátt að í stað „alþýðuskóla“ var talað um

„alþýðu- og gagnfræðaskóla“ í Flensborg. Bréf það er

dagsett í Görðum 1. júní 1882 og hefur það síðan

verið viðurkenndur stofndagur Flensborgarskólans.

Fyrsti skólastjóri Flensborgarskólans var Jón Þórarinsson, sonur

prófasts-hjónanna, en kennarar með honum voru þeir Magnús Helgason og

Valdimar Ásmundsson. Jón hafði gengið í Lærða skólann og numið heimspeki

í Kaupmannahöfn að því loknu. Þá hafði hann lagt stund á nám í uppeldisfræði

og skólamálum, meðal annars í Þýskalandi og Englandi. Mun hann hafa

verið einn fyrsti Íslendingurinn til að leggja alvarlega stund á þau fræði. v

Í fyrstu grein reglugerðar skólans var hlutverk hans skilgreint á eftirfarandi

hátt: „Ætlunarverk skólans er að veita lærisveinum þeim, sem í hann ganga,

almenna menntun, glæða sálargáfurnar, auka þekkinguna og styrkja

siðferðislega hæfileika þeirra, að þeir verði hæfir til að standa vel í stöðu sinni sem alþýðumenn og

jafnframt gjöra þá færa um að taka að sér barnakennslu.“ vi

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!