07.12.2020 Views

Að glæða sálargáfurnar og auka þekkinguna

Um upphaf almenningsfræðslu í Hafnarrði.

Um upphaf almenningsfræðslu
í Hafnarrði.

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

14

AÐ GLÆÐA SÁLARGÁFURNAR OG AUKA ÞEKKINGUNA | UPPHAF ALMENNINGSFRÆÐSLU Í HAFNARFIRÐI

Segja má að rætur almenningsfræðslu í Hafnarfirði megi rekja til gjafabréfs sem prófastshjónin á Görðum

á Álftanesi, séra Þórarinn Böðvarsson og Þórunn Jónsdóttir, skrifuðu undir árið 1877 til minningar um son

sinn, Böðvar, sem látist hafði 1869. Með gjafabréfinu var stofnaður alþýðuskóli í Hafnarfirði og hann átti

fyrst og fremst að vera barnaskóli fyrir Garðaprestakall en einnig, eftir því sem kringumstæður leyfðu,

„almennur menntunarskóli, þar sem kostur væri á

að afla sér þeirrar þekkingar, sem telja mætti

nauðsynlega hverjum alþýðumanni, sem ætti að

geta kallast vel að sér.“ i

Þörfin var sannarlega fyrir hendi þar sem enginn skóli var á þessum tíma í prestakallinu auk þess sem

uppeldis- og menntamál voru Þórarni sérstaklega hugleikin. Þá var á þessum tíma eitt af hlutverkum

presta að hafa eftirlit með menntamálum í sóknum sínum. Ástandið í Garðaprestakalli var bágborið þegar

Þórarinn tók við embætti og sagði hann meðal annars í bréfi til stiftsyfirvalda árið 1860 „að rúmur

þriðjungur barna á aldrinum 10–14 ára í prestakallinu sé ólæs og sé ástandið einna verst í Hafnarfirði“. ii

Annars staðar á Norðurlöndunum var staðan í menntamálum töluvert frábrugðin því sem var hér á landi.

Þegar komið var fram undir 1870 má í raun segja að hér hafi einungis verið örfáir barnaskólar starfandi.

Þetta var staðan þrátt fyrir að Ísland væri hluti af Danaveldi og þar höfðu verið sett lög árið 1814 þar sem

kveðið var á um að börn sem ekki nutu heimakennslu ættu að sækja skóla sem kostaður væri af

opinberu fé. iii

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!