07.12.2020 Views

Að glæða sálargáfurnar og auka þekkinguna

Um upphaf almenningsfræðslu í Hafnarrði.

Um upphaf almenningsfræðslu
í Hafnarrði.

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

AÐ GLÆÐA SÁLARGÁFURNAR OG AUKA ÞEKKINGUNA | INNGANGUR

5

Fimmtudaginn 31. maí 2017 var opnuð við hátíðlega athöfn sýningin „Að glæða sálargáfurnar og auka

þekkinguna“ í forsal Pakkhúss Byggðasafns Hafnarfjarðar en sýningin fjallaði um upphaf almenningsfræðslu

í Hafnarfirði.

Rætur almenningsfræðslu í bænum má rekja allt aftur til ársins 1877 og voru því liðin 140 ár frá þeim

viðburði þegar sýningin var sett upp. Árið 1877 skrifuðu prófastshjónin á Görðum á Álftanesi undir

gjafabréf til stofnunar alþýðuskóla í Hafnarfirði til minningar um son þeirra, Böðvar Þórarinsson, sem

látist hafði langt um aldur fram. Böðvar var þá nemandi í Lærða skólanum í Reykjavík og þótti foreldrum

hans, Þórarni Böðvarssyni og Þórunni Jónsdóttur, við hæfi að minnast hans með stofnun skóla í

Flensborg. Segja má að saga alþýðufræðslu og skólamála í Hafnarfirði hafi haldist óslitin allt frá þeim

tíma til samtímans og var gjöfin merki um bæði framsýni og stórhug þeirra hjóna. Saga skólans og þróun

hans er merkileg fyrir margra hluta sakir og hafði hún einnig mikil áhrif á þróun og sögu bæjarins. Þessari

sögu voru gerð skil á umræddri sýningu með sagnfræðilegum textum, fjölda ljósmynda og áhugaverðra

muna sem vörpuðu ljósi á hana á bæði fræðandi og áhugaverðan hátt.

Í þessu smáriti er leitast við að varðveita þá rannsóknarvinnu sem unnin var við gerð sýningarinnar í þeim

tilgangi að miðla henni áfram nú eftir að sýningin hefur verið tekin niður. Að sýningunni vann starfsfólk

Byggðasafns Hafnarfjarðar en sérstaklega ber að þakka fyrir þá aðstoð og velvilja sem bæði Þjóðminja-safn

Íslands og Flensborgarskólinn í Hafnarfirði sýndu safninu við gerð sýningarinnar.

Björn Pétursson

Bæjarminjavörður Hafnarfjarðar

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!