07.12.2020 Views

Að glæða sálargáfurnar og auka þekkinguna

Um upphaf almenningsfræðslu í Hafnarrði.

Um upphaf almenningsfræðslu
í Hafnarrði.

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

AÐ GLÆÐA SÁLARGÁFURNAR OG AUKA ÞEKKINGUNA | BARNASKÓLINN STOFNAÐUR 25

Í síðara gjafabréfi Flensborgarskólans kom fram

að þar gætu börn í Garðahreppi fengið kennslu ef

hreppurinn legði árlega til styrk. Þetta varð raunin

og var starfræktur barnaskóli í Flensborg ásamt

gagnfræðaskólanum fram til ársins 1901 að einu

ári undanskildu. vii

Barnaskólinn var starfræktur sem sérstök stofnun sem naut árlegs styrks úr

hreppssjóði og landssjóði. viii Kennslugreinarnar í barnaskólanum voru

kristindómur, lestur, skrift og reikningur en síðar bættust við hjá elstu

börnunum biblíusögur, réttritun, náttúrufræði, landafræði og saga. Sú

breyting varð á rekstri barnaskólans 1895 að skipuð var sérstök þriggja

manna skólanefnd sem kosin var af hreppsnefndinni. Fram að þeim tíma

hafði Jón Þórarinsson verið skólastjóri beggja skólanna en frá árinu 1896 lét

hann af skólastjórn barnaskólans og við henni tók Ögmundur Sigurðsson.

Á fundi hreppsnefndarinnar 6. mars 1901 var skýrt frá því að ekki væri

lengur pláss fyrir barnaskólann í Flensborg og að leigunni á þeim tveimur

skólastofum sem hann hafði haft þar til umráða hefði verið sagt upp. ix Í kjölfarið var hafist handa við

byggingu barnaskóla sem lauk sumarið 1902.

Í frétt Fjallkonunnar af vígslu skólans sagði meðal annars: „Barnaskólahús nýtt og veglegt hafa

Hafnfirðingar byggt í sumar, er það að öllu hið vandaðasta. Þrjár skólastofur eru í því; taka tvær af þeim

30 börn hvor og ein 10 börn. Í kjallaranum, sem enn er ekki fullgerður, eiga og að verða kennsluherbergi;

stendur til, er stundir líða, að láta þar fara fram smíðakennslu fyrir drengi og matreiðslukennslu fyrir

stúlkur.“ x

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!