23.11.2021 Views

Jólablaðið 2021

Njótum aðventunar í Hafnarfirði. Jólablaðið 2021

Njótum aðventunar í Hafnarfirði. Jólablaðið 2021

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Jólablað

Hafnarfjarðar

Aðventan 2021


Velkomin í

jólabæinn

Hafnarfjörð

Jólablað Hafnarfjarðar 2021

Útgefandi: Hafnarfjarðarbær

Ritstjórn: Árdís Ármannsdóttir og Olga Björt Þórðardóttir

Ábyrgðarmaður: Sigurjón Ólafsson

Ljósmyndir: Óli Már - olimar.is

Hönnun og umbrot: Ólafur Már Svavarsson

Prentun: Ísafoldarprentsmiðja


Njótum

aðventunnar

í Hafnarfirði

í hlýlega og heillandi jólabænum

Jólaljósin mild og fögur eru farin að lýsa upp tilveruna

í Hafnarfirði og við öll að komast í sannkallað

hátíðarskap. Jólabærinn stendur undir nafni og skín

skærar en nokkru sinni. Hafnarfjörður hefur á undanförnum

árum „slegið í gegn“ sem jólabær, þar sem fallega skreytt

jólaþorpið og jólahúsin, skemmtilegar sérverslanir og

fjölbreyttir veitingastaðir, menningarhúsin og nú síðast

Hellisgerði í jólabúningi, laða að gesti alls staðar frá.

Hlýleiki og vinalegt andrúmsloft hefur mikið aðdráttarafl og

á þessum tíma árs er gott að leita í notalega og afslappaða

stemningu eins og við höfum náð að skapa hér í Hafnarfirði.

lystigarðsins okkar. Auk alls þess sem bærinn hefur nú þegar

upp á að bjóða á aðventunni hefur verið ákveðið að setja

upp „Hjartasvellið“ og láta þar með gamlan draum margra

um skautasvell í heilsubænum Hafnarfirði verða að veruleika.

Má því segja að jólaþorpið í allri sinni dýrð hafi breitt úr sér

um miðbæinn allan og nú einnig í Hellisgerði.

Við hlökkum til að taka á móti ykkur öllum – og hlökkum til

að njóta afþreyingar, lista, menningar, verslunar og veitinga

saman í jólabænum Hafnarfirði sem skartar sínu fegursta um

þessar mundir.

Jólaskreytingarnar sem komið var upp í Hellisgerði á

síðastliðinni aðventu sýndu það og sönnuðu að fólk kunni

að meta lágstemmda, heillandi upplifun í faðmi töfrandi

umhverfis. Fólk streymdi að til að upplifa ævintýralega fegurð

og samspil mildra ljósa og náttúrunnar. Nýlega var komið

upp fallegum gróðurhúsum í Hellisgerði þar sem setjast

má inn og njóta ljúffengra veitinga og einstakrar fegurðar

Með jólakveðju,

Rósa Guðbjartsdóttir

3


Blátt timburhús

varð að bleikum

skódraumi

Við Vesturgötu 8 stendur fallegt timburhús sem sómir sér

vel við torg byggðasafnsins. Í vor opnuðu hjónin Andrea

Magnúsdóttir hönnuður og Óli Ólason arkitekt þar

skóverslun eftir að húsið var tekið í gegn og dyttað að því í anda

starfseminnar og gert að „bleikum skódraumi“.

Með tilkomu verslunarinnar stækkar verslunar- og þjónustusvæði

miðbæjarins og geta bæjarbúar og gestir spókað sig um og yfir á

Norðurbakkann, þar sem hjónin reka fataverslun. Óli á heiðurinn

af hönnun og útliti verslananna. Þau hafa verið par í 28 ár og eiga

saman börnin Magnús Andra og Ísabellu Maríu. Andrea er alin upp á

sjómannsheimili, en faðir hennar og bróðir voru oft fjarri og eðlilegt

að halda jólin þegar þeir komu í land. Sjálf er hún mikið jólabarn og

heldur sín jól á hefðbundinn hátt. Ísabella er yfirskreytir og vill helst

vera snemma í því en einfaldleikinn er allsráðandi; jólatré inni með

hvítri stjörnu, kveikt á mörgum kertum og í arninum, annað tré með

ljósum í garðinum og stundum er gerður krans. Á aðfangadag standa

hjónin bæði svo vaktina að fallegri hefð í versluninni frá 11 - 13. Kvöldinu

er síðan varið með fjölskyldu Andreu og á jóladag hjá fjölskyldu Óla.

Þrátt fyrir mikið annríki segist Andrea elska allt við þennan tíma og ef

hún myndi einhvern tímann hætta rekstri þá veldi hún verslunarstarf

á aðventunni. Það sé hluti af hennar jólaanda að aðstoða fólk við

að finna jólagjafir eða jóladress. Einnig sé afar gefandi að geta sagt

„gleðileg jól“ við ótrúlega margt fólk.

Andrea Magnúsdóttir og Óli Ólason


Hlátursprengja

fyrir glaðsinna

grindarbotna

Bíddu bara

Gaflaraleikhúsið, sem staðsett er í Víkingaþorpinu

við Víkingastræti, er hópur atvinnufólks sem

hefur rekið lítið leikhús þar undanfarin tíu ár.

Áhorfendapallarnir rýma 220 manns og hefur leikhúsið

fest sig í sessi sem mikilvægur hluti af menningu

Hafnarfjarðar, en þar hafa mörg vinsæl verk orðið til.

Um þessar mundir hefur sýningin BÍDDU BARA! heldur

betur vakið lukku, því uppselt er á hana út árið, en

sýningar halda áfram eftir áramót. Stórstjörnurnar

Salka Sól Eyfeld, Selma Björnsdóttir og Björk

Jakobsdóttir hafa þar leitt saman hryssur sínar í

fyrsta sinn. Vegna barnburðarleyfis Sölku Sólar mun

leikkonan Þuríður Blær Jóhannsdóttir leysa hana af um

sinn.

Þetta einlæga, beitta og drepfyndna verk fjallar um

raunveruleika íslenskra kvenna; vonir og drauma, biturleika,

uppeldi, kvíða og hvítvín. Þær stöllur byggja verkið á sinni

eigin reynslu og draga ekkert undan en segjast ljúga helling.

Þetta er verk um íslenskar konur, samið af íslenskum konum og fyrir

íslenskar konur, hinsegin, kynsegin og allar hinar og fyrrverandi,

núverandi og tilvonandi maka sem „þora“ að koma.

5


Bókaviti

smíðaður af

sönnum vinum

Heilsubærinn Hafnarfjörður viðraði

þá hugmynd við Karla í skúrum í

upphafi sumars, að þeir sæju um

að smíða bókavita sem nýtast myndi sem

skiptibókamarkaður allt árið um kring. Karlarnir

nýttu sumarið til að hanna, smíða og mála vitann

sem var opnaður formlega á upphafsdegi bókaog

bíóhátíðar barnanna í bænum í októberbyrjun.

Bókavitinn er staðsettur við Hellisgerði og er

öllum opinn.

Samfélagsverkefni gegn félagslegri

einangrun

Karlar í skúrum er samfélagslegt verkefni sem

Rauði krossinn hratt af stað í upphafi árs 2018

og er m.a. til húsa að Helluhrauni 8 hér í bæ.

Þar skiptast félagsmenn á þekkingu og láta gott

af sér leiða til samfélagsins í leiðinni. Markmið

Karla í skúrum er að skapa aðstæður þar sem

heilsa og vellíðan karlmanna 18 ára og eldri er

í fyrirrúmi.

Jón Bjarni, Körlum í skúrum,

og einn af smiðum vitans.


Metnaðarfullur

handverksbakari

Gulli Arnar bakarameistari hefur rekið samnefnt

handverksbakarí við Flatahraun 31 í tæp tvö ár.

Gulli er afar kraftmikill og metnaðarfullur ungur

maður sem kom með ferskan blæ inn í flóru bakaría í

Hafnarfirði, þar á meðal margar nýjungar sem ekki höfðu

verið fáanlegar áður í bænum. Hjá handverksbakaríinu er

passað vel upp á að fyrirbyggja matarsóun og er stefna og

markmið með rekstrinum að selja allar vörur upp daglega

og framleiða nýjar og ferskar næsta dag.

Á námsferli sínum sigraði Gulli í árlegri keppni bakaranema

tvisvar sinnum og varð jafnframt fyrstur til að sigra keppnina

tvö ár í röð. Við útskrift var hann verðlaunaður af skólanum

fyrir framúrskarandi árangur í verklegu námi og á sveinsprófi.

Gulli lærði kökugerð við hið sögufræga Konditori La

Glace í Kaupmannahöfn. Gulli fékk sl. vor viðurkenningu

Markaðsstofu Hafnarfjarðar fyrir starfsemi í þágu eflingar

atvinnulífs og bæjaranda í Hafnarfirði.

Hér að ofan sést Gulli útbúa sínar margfrægu og ótrúlega

vinsælu sörur sem margir telja algjörlega óaðskiljanlegan

part af aðventunni. Ljósmyndari getur vottað að sörurnar

ruku út og kláruðust á meðan myndatakan fór fram. Hann

hyggst selja kræsingar sínar allar helgar á aðventunni í einu

jólahúsanna í Jólaþorpinu.

7


Einstök

samheldni og

gestrisni íbúa

Aðal verslunargata bæjarins á árum áður

Austurgata var á árum áður aðal verslunargata

Hafnarfjarðar. Gatan er dæmigerð fyrir

Hafnarfjörð þar sem byggðin, hraunið og fólkið

mynda þétta heild. Við götuna standa 15 hús sem eru eldri

en gatan sjálf og lögð hefur verið áhersla á að viðhalda

götumynd frá upphafi 20. aldar. Samheldni íbúa við

Austurgötu er mikil og í dag er notuð nútímaleiðin, íbúasíða

á Facebook, til að halda hópinn og þegar eitthvað stendur

til.

Fyrirtæki og stofnun eru við götuna, s.s. Matarbúðin Nándin

með umhverfisvænar áherslur, Hljóma með tónlistarkennslu

og músíkmeðferðir og elsta kirkja Hafnarfjarðar, Fríkirkjan,

stendur á kletti yfir götunni. Þar er einnig gamla símstöðin sem

í dag er heimili og svo sögulega þekktasta jólahús bæjarins.

Með tilkomu matarbúðarinnar við enda götunnar við lækinn

segja íbúar að smám saman sé að endurvakna menningin

og stemningin sem var áður fyrr. Margir leggi leið sína frá

læknum og á svæðið að Hljómu á laugardögum.

Samheldni og hugmyndaríki íbúa við Austurgötu hefur m.a.

leitt af sér Austurgötuhátíðina, sem er orðin órjúfanlegur hluti

hátíðarhaldanna á 17. júní, með götumarkaðsstemningu og

sölu á list- og föndurmunum, veitingum og ómandi tónlist.

Einhverjir opna garðana sína þennan dag eða bjóða

gestum að setjast fyrir framan húsin sín. Aðrir fara enn

lengra í gestristninni á hinni árlegu HEIMA-hátíð, því þá er

Austurgatan í stóru hlutverki og fjölmargir íbúar bjóða gestum

og gangandi heim í stofu til að upplifa söng og tóna frá þekktu

tónlistarfólki við óvanalega heimilislegar aðstæður.


Jólahjarta

Hafnarfjarðar

Jón Ragnar Jónsson, Björgvin Halldórsson, Guðrún Árný Karlsdóttir, Friðrik Dór Jónsson, Svala Björgvinsdóttir og Margrét Eir Hjartardóttir

Bæjarbíó og Mathiesen stofan

skipa mikilvægan sess í

hjörtum bæjarbúa og vina

Hafnarfjarðar sem þangað sækja

viðburði og upplyftingu á aðventunni.

Ýmsir dagskrárliðir verða sem

fastagestir geta stólað á, ár eftir

ár, en einnig verður bryddað upp á

nýjungum eins og rekstraraðilunum

einum er lagið.

Í ár verður töfrað fram Jólahjarta

Hafnarfjarðar í allri sinni dýrð sem

verður með svipuðu sniði og aðrar

tónlistarhátíðir tengdar Bæjarbíói

- í risatjaldi í bakgarðinum. Þar

verða trúbadorar, skífuþeytar og

„singalong“ sem kæta mannskapinn.

Frítt verður inn á svæðið.

Hafnfirðingar hafa í áranna rás getað

státað sig af afar hæfu og vinsælu

tónlistarfólki. Meðal fjölmargra þeirra

sem munu stíga á stokk í Bæjarbíói og

í Jólahjartanu eru feðginin Björgvin

Halldórsson og Svala Björgvinsdóttir

ásamt Margréti Eir Hjartardóttur í

Litlu jólum Björgvins, bræðurnir Jón

Jónsson og Friðrik Dór Jónsson verða

með fjölda tónleika og Guðrún Árný

Karlsdóttir stýrir singalong. Allar nánari

upplýsingar má finna á tix.is.

9


Hús

tækifæranna

opin öllum

Í

skrúðgarði Hafnfirðinga, Hellisgerði, risu nýlega tvö hlýleg

og vinaleg gróðurhús beggja vegna Oddrúnarbæjar sem

í dag hýsir Litlu Álfabúðina. Um er að ræða skemmtilega

viðbót við lífið, umhverfið og reksturinn sem fyrir er í

Hellisgerði til að auka sýnileika og mannlíf í garðinum. Það

getur verið ósköp notalegt þegar kalt er úti að hafa þennan

möguleika og njóta einstakrar jólaljósadýrðar í Hellisgerði í

leiðinni.

Gróðurhúsin eru hugsuð fyrir hverskyns samkomur og viðburði

og eru þau aðgengileg öllum áhugasömum. Húsin munu spila

stórt hlutverk í Hellisgerði á aðventunni og skapa skilyrði fyrir

aukna afþreyingarmöguleika. Þau eru opin á opnunartíma

Litlu Álfabúðarinnar en utan opnunartíma er hægt að fá afnot

af húsunum og leigja þau fyrir hvers kyns viðburði, fundi og

uppákomur.

Húsin eru í eigu Hafnarfjarðarbæjar og hægt er að skrá sig og

nálgast lykla að þeim í þjónustuveri bæjarins að Strandgötu 6

á opnunartíma og nýta húsin endurgjaldslaust á þeim tíma. Frá

kl.16 alla virka daga og um helgar fara bókanir fram í gegnum

Litlu Álfabúðina í Hellisgerði og þá gegn vægu gjaldi. Eina

skilyrðið fyrir láni og útleigu er góð og vönduð umgengni um

þessa nýju sameign Hafnfirðinga.


Töfrum prýtt

kaffihús

Í

Litlu Álfabúðinni hefur verið rekið kaffihús frá

árinu 2020. Hægt er að kaupa ilmandi kaffi

og kakó og margar tegundir af framandi og

spennandi tei, s.s. vinsæla blómateið. Með þessu

öllu fást einnig kökur og bakkelsi eins og pretzel,

ostaslaufur og vöfflur. Opið er í Litlu Álfabúðinni

allar helgar í vetur og síðustu vikurnar fyrir jól.

Margir kannast við gamla, fallega húsið við róluvöllinn í

Hellisgerði, en það heitir Oddrúnarbær og var byggt árið 1924.

Þar var Litla Álfabúðin opnuð 2016 og hefur reksturinn verið í

höndum Tinnu Bessadóttur.

Með tilkomu garðskálanna geta fleiri komið sér

vel fyrir með veitingarnar og notið náttúrulega

umhverfis Hellisgerðis og ljósadýrðarinnar

þar á aðventunni. Stóra sviðið við hlið Litlu

Álfabúðarinnar hefur mikilvægu hlutverki að

gegna m.a. á aðventunni fyrir vinsæla viðburði

sem fjölskyldufólk flykkist á til að hlýða á hátíðlega

tónlist og söng og sjá einstaka jólasveini eða

öðrum kynjaverum bregða fyrir.

11


Guðbjörg Björnsdóttir og Ingibjörg Valgeirsdóttir á vinnustofu Sögu á Flatahrauni.

Ró í jóla-óróa

í Saga Storyhouse

Í

annríki dagsins og sérstaklega á aðventunni

er öllum mikilvægt að kunna leiðir út úr

þeim óróa sem álag og streita geta valdið.

Í landi Hafnarfjarðar er fjöldi útivistarsvæða

þar sem náttúran býður til veislu allan ársins

hring. Guðbjörg og Ingibjörg hjá fyrirtækinu

Saga – Story House hafa farið í yfir 360 leiddar

kyrrðargöngur með hópa í fjölbreyttri náttúrunni

í kringum Hafnarfjörð. Á sama tíma og íslensk

náttúra er hlaðborð af fallegum náttúruöflum

hefur hún ótvíræð græðandi áhrif.

Djúpslökun, óróinn sést í forgrunni.

Nafnið á fyrirtækinu Saga – Story House er tilvísun í

bæði fólk og sögur sem hafa verið eigendum Sögu

innblástur í gegnum tíðina. Með stofnun Sögu hafa

þær sameinað þekkingu sína og reynslu og bjóða

upp á heilsueflandi fræðslu fyrir fólk og fyrirtæki. Í

hlýlegu umhverfi á vinnustofu Sögu á Flatahrauni er

notalegt að finna ró í óróa úr rekavið af Ströndum,

leggjast á dýnuna í djúpslökun og hlúa að hvíld og

endurheimt. Eða fræðast um mikilvægi þess að

næra delluna sína, þekkja flæðið í starfsorkunni og

svara spurningunni: Hvar finnst mér gott að hanga?


Jólin í

Byggðasafni

Hafnarfjarðar

Björn Pétursson, bæjarminjavörður ásamt ónefndum jólasveini.

Pakkhús Byggðasafns Hafnarfjarðar er opið frá kl.

11-17 alla laugardaga og sunnudaga á aðventunni.

Samhliða verður hægt að heimsækja bæði Sivertsenshúsið,

elsta hús Hafnarfjarðar, og verslunarminjasýninguna

í Beggubúð sem mun fá á sig jólalegan blæ yfir hátíðarnar.

Þessi þrjú hús standa við sk. Byggðasafnstorg. Skammt frá, á

Strandstígnum, má til vorsins 2022 upplifa rúmlega fimmtíu

ljósmynda sýningu á tuttugu skiltum um sögu Bæjarútgerðar

Hafnarfjarðar en um þessar mundir eru liðin 90 ár frá stofnun

hennar. Frítt er á allar sýningar Byggðasafnsins sem henta

fjölskyldunni allri.

Þessir jólasveinar!

Í Pakkhúsinu eru þrjár sýningar í gangi. Fastasýningin ber heitið

Þannig var… og er saga Hafnarfjarðar og nágrennis rakin

frá landnámi til okkar daga. Á efstu hæð er leikfangasýning

safnsins, sérstaklega ætluð börnum, en Byggðasafnið

varðveitir stórt safn leikfanga og er hluti þess á sýningunni.

Núverandi þemasýning í forsalnum fjallar um Kaupmanninn

á horninu. Á aðventunni hreiðrar sjálfur jólasveinninn um

sig í Sívertsens-húsinu og tekur fagnandi á móti glöðum og

spenntum börnum sem taka þátt í leikskóladagskrá safnsins.

13


Ein elsta verslun bæjarins

Frumkvöðlaframtakið

Burkni

Við Linnetsstíg 3 stendur ein elsta verslun

bæjarins, blómabúðin Burkni, en hún

var stofnuð 1962 af hjónunum Sigrúnu

Þorleifsdóttur og Gísla Jóni Egilssyni. Verslunin á því

60 ára afmæli á næsta ári en frumkvöðullinn Sigrún,

sem ávallt var kölluð Dúna, lést sl. sumar. Búðin hefur

verið í blómlegum rekstri í hjarta Hafnarfjarðar í

höndum dóttur Sigrúnar, Gyðu Gísladóttur, síðan

1996.

Saga Burkna hefur verið rakin til þess að Dúna hafði

lengi búið til blóm úr kreppappír og þegar eiginmaður

hennar þurfti að hætta á sjónum vegna heilsubrests

ákváðu þau að opna blómabúðina. Það má því segja að

þessi pappírsblóm hafi orðið kveikjan að blómabúðinni

sem til að byrja með var til húsa að Strandgötu 35.

Þau hjónin voru með þeim fyrstu hér í bæ til að lýsa

upp göturnar og búðargluggana með jólaljósum. Fólk

kom úr Reykjavík til að skoða gluggaskreytingarnar og

til að kaupa varning sem var sjaldséður á þeim tíma.

Þau voru óhrædd við að taka áhættu og fluttu inn heilu

farmana af gjafavöru sem fylltu búðina en oftar en ekki

tæmdust hillur búðarinnar í lok sama dags.

Andi Dúnu og hlýja svífa yfir vötnum í Burkna enn í dag

og þar er lögð áhersla á fjölbreyttar tegundir fallegra

blóma, skreytinga, mikið úrval af gjafavöru við öll

möguleg tilefni og kransagerð. Þegar vel viðrar hefur

verið settur upp blómamarkaður á Mathiesen torgi í

bakgarði verslunarinnar. Framtakið hefur vakið mikla

lukku og sett skemmtilegan svip á þessum fjölfarna

stað.


Kransinn hennar Gyðu:

Smátt klipptum sípris- (tuja) eða grenigreinum er vafið þétt og fast með vír

utan um hálm-undirlag. Svo er könglum eða öðru fallegu skrauti bætt á með

vír. Svona krans hentar bæði sem inni- og útiskraut, á vegg eða dyr og þornar

síðar úti en inni.


Jólin og

sorgin

Ína Ólöf Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Sorgarmiðstöðvar.

Aðventa, jól og áramót eru syrgjendum oft erfiður

tími. Í jólaundirbúningnum hvarflar hugur

syrgjanda til látins ástvinar sem ekki fær að njóta

hátíðarinnar og getur undirbúningur reynst mjög erfiður,

ómandi jólalög og fólk að óska hvert öðru gleðilegra

jóla. Hér eru hlý ráð frá Sorgarmiðstöð í Lífsgæðasetri

St. Jó.

Engin ein leið er rétt til að fara í gegnum þessa hátíð og

gott er að láta jólaundirbúninginn og skipulagið ráðast

eftir líðan á hverri stundu; hugsa um ein jól í einu. Hægt er

að leggja áherslu á það sem er mest gefandi og geyma

það sem vex í augum. Hikið ekki við að biðja um aðstoð

við hvað sem er og þiggja matarboð hjá ættingjum eða

vinum. Kertaljós og notaleg tónlist getur aukið á vellíðan.

Verið góð við ykkur sjálf og munið að það er eðlilegt

að vera sorgmædd á þessum tíma. Gráturinn líknar og

hreinsar og það er óhætt að sýna hvert öðru tilfinningar,

ræða þær og rifja upp fallegar minningar.

Við sem þekkjum einhvern í sorg getum sýnt frumkvæði og

boðist til að hjálpa með eitthvað ákveðið. Sýnum ákvörðun

syrgjanda um jólahald skilning. Bjóðum á tónleika eða

samveru og sýnum stuðning þó plön breytist. Hvetjum

syrgjanda til að hugsa fyrst um sig og verum til staðar.


99 ára nútímalegt bókasafn

Samkomustaður

kynslóðanna

Bókasafn Hafnarfjarðar verður 100 ára á næsta ári.

Þar má finna allt frá elstu barnadeild landsins og

stærstu tónlistardeild bókasafna, upp í verulega

nútímalega þjónustu, s.s. rafbókasafn, fundarými, netkaffi og

hlaðvarpsstúdíó. Hlýja, ró, fræðsla og gróska einkenna þennan

helsta samkomustað margra kynslóða Hafnfirðinga og boðið

verður upp á fjölbreytta dagskrá á aðventunni.

Jólabókaviðburðirnir Kynstrin öll verða að sjálfsögðu á

sínum stað. Höfundar koma, lesa og sitja pallborð með

bókmenntafræðingnum Arndísi Þórarinsdóttur undir tónlist og

veitingum. Dagskráin hefst kl. 20 bæði kvöldin og húsið opnar kl.

19:30. Athugið að takmarkað húsrými er á viðburðinn en frekari

upplýsingar má nálgast á vef bókasafnsins.

Fullveldisdaginn 1. desember mæta Hallgrímur Helgason, Jónína

Leósdóttir og Ingólfur Eiríksson. Daginn eftir verða síðan Eiríkur

Norðdahl, Kamilla Einars, og Sigrún Pálsdóttir.

Fjórða desember kemur pólski jólasveinninn Święty Mikołaj í

heimsókn á leið sinni frá Norðurpólnum til Póllands og verður

smiðja með hefðbundnu pólsku jólaskrauti og allir eru hjartanlega

velkomnir. Sönghópurinn Á léttu nótunum kemur 7. desember og

13. desember tökum við því rólega á foreldramorgni með kakó

og piparkökumálun fyrir kríli, - og hver veit nema að það verði

jólaball þegar nær dregur hátíðinni helgu!


Ekta

súkkulaði

ómissandi á

aðventunni

Að mati Málfríðar Gylfadóttur Blöndal, eiganda

bóka-kaffihússins Norðurbakkinn við samnefnda

götu, er ómissandi hluti af aðventunni að gæða

sér á ekta heitu súkkulaði. Hún mælir helst með 60%

dökku súkkulaði en einnig sé tilvalið að blanda með

rjómasúkkulaði eftir smekk. Í Frakklandi sé til dæmis

hefð fyrir því að hafa heitt súkkulaði frekar þykkt og

með ríku súkkulaðibragði. Mikilvægt sé að vanda valið á

súkkulaðinu sem notað er. Málfríður deilir hér með okkur

girnilegri uppskrift.

• 200 g dökkt súkkulaði

• 1 l nýmjólk

• salt á hnífsoddi

• 1 msk súkkulaðisýróp

• 1 tsk vanilludropar

Saxið súkkulaðið í bita og setjið í pott ásamt mjólkinni. Hitið mjólkina að

suðu og hrærið reglulega í þar til súkkulaðið er bráðið og hefur samlagast

mjólkinni. Bætið sýrópinu út í ásamt salti og vanilludropum. Hrærið

áfram þar til allt hefur blandast og er orðið fallega súkkulaðibrúnt.

Berið fram í fallegum bollum og bjóðið upp á þeyttan rjóma með. Einnig

tilvalið að saxa smávegis súkkulaði yfir rjómann. Fyrir fullorðna eru

koníak eða Baileys góð viðbót en fyrir börn er sniðugt að nota sykurpúða.


Fjórar einfaldar leiðir til að

efla tengslin

Þjálfun

núvitundar

bætir svo

margt

Í

hraða samfélagsins er mikilvægt að staldra við

og gefa sér andrými til að þjálfa hugann og stuðla

að auknu jafnvægi. Bryndís Jóna Jónsdóttir hjá

Núvitundarsetrinu hefur leitt núvitundarþjálfun með

starfsfólki í nokkrum leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar

sem hefur skilað sér beint inn í skólastarfið með góðum

árangri. Hún deilir hér æfingum sem auðvelt er fyrir alla

fjölskylduna að tileinka sér á aðventunni.

Anda og telja: Takið frá 1 til 3 mínútur, teljið

upp í 5 þegar þið andið að ykkur og endurtakið

það nokkrum sinnum. Ekki þarf að breyta

önduninni, bara að taka eftir henni. Hægt er

fylgjast með tíma í síma eða með klukku.

Borða með núvitund: Sniðugt er að

velja t.d. mandarínu, rúsínu eða nammimola.

Prófa að virkja öll skynfærin, vera forvitin um

upplifun, skoða liti og form, finna áferðina, lykt og

athuga mögulegt hljóð. Takið eftir því sem gerist

í líkamanum áður en bitinn fer í munninn og þið

finnið bragðið. Tókuð þið eftir einhverju nýju?

Veðrið innra með ykkur: Staldrið við og

færið athyglina að önduninni. Takið svo eftir því

hvernig ykkur líður núna; hvernig er veðrið innra

með ykkur? Er kyrrlátt og sól, þoka, vindasamt

eða eitthvað annað? Leyfið ykkur að líða eins og

ykkur líður og vera eins og þið eruð. Gott er svo að

hvíla athyglina í andardrættinum aftur.

Tíu fingra þakklæti: Leiðið hugann að

a.m.k. 10 atriðum sem þið eruð þakklát fyrir.

Veitið því athygli hvernig ykkur líður um leið,

hvaða tilfinningar þið finnið og þær birtast í

líkamanum. Það getur líka verið gaman að búa til

þakklætiskrukku sem fjölskyldan setur miða í sem

hefur verið teiknað eða skrifað á sem hver og einn

er þakklátur fyrir og skoðað saman á kósýkvöldi.


Rúnar Pálsson 76 ára gengur eða

hjólar næstum hvern dag á Helgafell

Hefð að

ganga á

Helgafell á

fyrsta degi

nýs árs

Tugir þúsunda ganga á eða

umhverfis Helgafell árlega

og er fjallið verulega vinsælt

hjá göngu-, hlaupa- og einnig

fjallahjólafólki. Rúnar Pálsson fer nær

daglega á Helgafell og hefur í næstum

aldarfjórðung séð um gestabókina á

toppnum þar. Það er orðin hefð hjá þeim

hjónum, börnum þeirra og barnabörnum

að ganga saman á Helgafell á nýársdag

með nýja gestabók og konfektkassa.

Helgafell er fjölskyldufjallið og eru börnin ekki ýkja gömul þegar fyrsta ferðin

er farin. Mörg hver enn ekki farin að ganga og njóta göngunnar í poka á baki

foreldranna. Saman fer hópurinn í a.m.k. eina ferð á fellið á ári, á sjálfan

nýársdag. Áætlað er að Rúnar eigi um 200 bækur í bílskúrnum hjá sér með nöfnum

toppfara og alls kyns skemmtilegum kveðjum frá gestum og gangandi víðs vegar

að úr heiminum. Hugmyndin að gestabók á svæðinu og framkvæmdin í heild var

upphaflega algjörlega að frumkvæði Rúnars og árið 2019 hlaut hann nafnbótina

Hafnfirðingur til fyrirmyndar fyrir þetta einstaka einstaklingsframtak sem nær til

alls samfélagsins og fleiri fá að njóta góðs af. Vinsældir og aðdráttarafl Helgafells

eru þó svo mikil að allt árið um kring nýtir fólk þennan 338 metra móbergsstapa

sem „líkamsræktarstöð“ og klæðir sig bara eftir veðri og færð.


Hjartasvellið

spennandi nýjung

Hafnarfjarðarbær mun bjóða upp á nýjung á aðventunni

í ár þegar sett verður upp hátíðlegt skautasvell í hjarta

bæjarins. Skautasvellið hefur fengið nafnið Hjartasvellið.

Eftir opnun verður það opið flesta daga í desember.

Hjartasvellið í hjarta Hafnarfjarðar verður frábær afþreying, upplifun

og hreyfing fyrir Hafnfirðinga og gesti jólabæjarins á öllum aldri.

Svellið er gert úr gerviísplötum sem líta út eins og ís en eru það þó ekki.

Þar af leiðandi eru hvorki vatn né orka notuð til þess að frysta svellið.

Hægt verður að panta tíma fyrirfram á tix.is og skautar verða til láns

á staðnum, en einnig má koma með sína eigin. Óreyndir skautarar

geta stigið sín fyrsta skref og allt upp í þaulvant skautafólk sem getur

sýnt listir sínar. Svo er aldrei að vita nema einhverjir í rómantískum

hugleiðingum velji Hjartasvellið til að fara á skeljarnar eða finni ástina

sína þar.

Andri Ómarsson, verkefnastjóri menningar- og markaðsmála

hjá Hafnarfjarðarbær, kemur að uppsetningu á Hjartasvellinu

og hvetur Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar að reima á sig

skauta og koma að renna sér.

21


Jólaþorpið í

Hafnarfirði

Jólabærinn Hafnarfjörður býður jólin velkomin með sínum

árlega jólamarkaði fullum af gleði, gómsætum bitum og

skemmtilegum jólavarningi. Jólaþorpið er opið allar

helgar á aðventunni frá kl. 13-18 og til kl. 22 á Þorláksmessu

og þar iðar allt af lífi og fjöri fyrir jólin. Fagurlega skreyttu

jólahúsin eru fyrir löngu orðin landsþekkt fyrir ýmiskonar

spennandi gjafavöru, sælkerakrásir, handverk og hönnun. Þar

er tilvalið að leita að hinni fullkomnu jólagjöf á meðan notið er

gómsætra veitinga sem ylja að innan.

Óvæntar uppákomur og öðruvísi jóladagskrá verður undirtónn

hátíðarhaldanna þetta árið, með áherslu á ljósadýrð og

skreytingar sem henta vel árferðinu og tryggja að allir geti notið

hennar af öryggi og án hópamyndana. Jólasveinarnir koma í

heimsókn á laugardögum og Grýla verður á vappi um bæinn á

sunnudögum.

Myndir: Andri Þór Unnarsson @drwstr


Komdu heim í jólabæinn

Hafnarfjörð á aðventunni!

23


Þitt eigið

hangikjötssalat

Hilmari Þór Harðarsyni, yfir matreiðslumanni

á Krydd veitingahúsi,

finnst skemmtilegt að gera

öðruvísi hangikjötssalat fyrir jólin og

segir vel útbúið og fallega framreitt slíkt

salat tilvalinn forrétt. Hilmar Þór deilir

hér uppskrift með okkur.

• 300 g soðið hangikjöt

• 100 g majónes

• 50 g soðnar gulrætur skornar í teninga

• 50 g grænar baunir

• 1 teskeið gult sinnep

• 1 teskeið hvítlauksmauk (ferskt)

• salt og pipar eftir smekk

• dass af sítrónu

• örlítið af púðursykri og sojasósu

Öllu blandað vel saman í skál. Hilmar segir

hátíðlegt að nota krukkur eða litlar skálar til að

bera fram forréttinn fyrir hvern og einn. Hann

stingur svo upp á pappadums (steikt indverskt

brauð) eða laufabrauði ofan í krukkurnar, ásamt

baunaspíru eða öðrum jurtum til að skreyta

forréttinn fallega. Gestirnir nota svo brauðið

til að veiða salatið upp úr krukkunni og ná sér

þannig í ljúffengan, mátulegan munnbita.


Vinnurými

með besta

útsýni

bæjarins

Jón Tryggvason, Signý

Eiríksdóttir, Geirþrúður

Guttormsdóttir og Hafsteinn

Hafsteinsson, forsvarsmenn

Betri Stofunnar.

Tölvuteiknaðar myndir af Betri stofunni

Betri Stofan opnar í jólamánuðinum á sjöundu og

efstu hæð í norðurturni Fjarðar. Um er að ræða stað

með óhefðbundinni, notalegri aðstöðu fyrir fólk sem

vill geta unnið, nýtt fundarherbergi og átt þess kost eftir

vinnudag að njóta samveru að kvöldi á sama stað með

vinum og/eða vinnufélögum.

Með breyttum áherslum á covid-tímum felast mörg tækifæri

í því að fólk vilji hafa sveigjanlegri vinnustaði og geta jafnvel

sleppt því að starfa í venjubundinni skrifstofuaðstöðu.

Markmið með rekstri Betri Stofunnar er að skapa gott og

þægilegt andrúmsloft þar sem viðskiptavinir geta komið

snemma á morgnana og fengið sér kaffi og unnið í fallegu

umhverfi með ótrúlegu útsýni yfir höfnina og út á haf. Fallegi

bærinn okkar Hafnarfjörður sést þarna í algjörlega nýju ljósi.

Boðið verður upp á nokkur fundarherbergi fyrir 8 til 12 manns.

Á kvöldin verður síðan „lounge“-stemning með uppákomum,

fyrirlestrum, happy hour og fleiru. Gestir geta einnig pantað

mat frá nálægum frábærum veitingastöðum, t.a.m. KRYDD í

næsta húsi. Til að byrja með, fram til áramóta, verður Betri

Stofan opin öllum. Á þeim tíma verður tekið við umsóknum

um aðild sem verður síðan skilyrði eftir áramót.

25


Jólabærinn

Hafnarfjörður

Jólabærinn Hafnarfjörður er hlýlegur bær sem hefur allt til

alls þegar kemur að upplifun, ævintýrum, söfnum, verslun og

þjónustu. Lifandi miðbær, heillandi hafnarsvæði, kósí kaffihús,

hið eina sanna jólaþorp, ljósadýrð í Hellisgerði, fjölbreytt verslun

og þjónusta, skapandi samfélag hönnuða og listafólks, álfar og

huldufólk.

Höfum það huggulegt saman á aðventunni, í hjarta Hafnarfjarðar!


Komdu heim í jólabæinn

Hafnarfjörð á aðventunni!

27


Aurora Basecamp

Jóla-Norðurljós í

hrauni með kakó

og sykurpúða

Aurora Basecamp er staðsett í Snókalöndum rétt við

Bláfjallaafleggjarann, skammt frá Völlunum. Þar gefst

gestum kostur á að upplifa í rauntíma, innandyra

eftirlíkingu af Norðurljósum í þægilegu umhverfi. Á aðventunni

fer fyrirtækið í jólabúning og býður gestum sínum upp á

Norðurljósafræðslu með leiðsögumanni ásamt bolla af heitu

kakói og sykurpúðum. Allt saman innifalið í aðgangseyri.

Opið:

5. og 12. desember frá kl. 16 til 19.

1000 kr. yfir fullorðna, 500 kr. fyrir 6-18 ára og

frítt fyrir 5 ára og yngri.

Á útisvæðinu á aðventunni munu loga litlir eldar og er gestum

velkomið að grilla sykurpúða við eldstæðin svo lengi sem birgðir

endast. Inni í stóra tjaldinu sem kallast Aurora Lounge er hægt að

ylja sér við arineld og hlusta á jólatónlist.

Til að finna Norðurljós er ekki best að aka bara um í myrkri.

Leiðsögn hjá Aurora Basecamp er hönnuð til að þekkja fyrstu

stig Norðurljósanna og önnur stig þeirra. Síðan er hægt að

njóta ljósanna á bekkjum úti við opinn eld og dást að víðerninu

í hrauninu í faðmi fjölskyldu eða vina. Umhverfið innan í kúlunum

og í náttúrunni fyrir utan er sérstaklega hannað til slökunar.


Varð meira

jólabarn í

föðurhlutverkinu

Bæjarlistamaðurinn Friðrik Dór

Bæjarlistamaður Hafnarfjarðar, Friðrik Dór Jónsson, hefur frá

unga aldri heillað þjóðina með tónum, skrifum, leik, húmor

og ljúfmennsku. Hann er einnig upptekinn fjölskyldufaðir í

Setberginu þar sem hann býr ásamt eiginkonu sinni Lísu Hafliðadóttur

og dætrum þeirra, Ásthildi og Úlfhildi. Þriðja dóttirin er væntanleg

í janúar og okkar maður reiðubúinn með sexkantasettið til að setja

saman ný húsgögn.

Friðrik Dór er mjög þakklátur fyrir að vera bæjarlistamaður og þykir

vænt um bæinn sinn. Það besta við hann sé nándin, bæði hvað varðar

samskipti við fólk og tengslanet og líka nálægðin á milli hverfa. Í

Hafnarfirði sé allt til alls og frábært að ala upp börn.

Friðrik Dór segist alltaf verða meira og meira jólabarn eftir því sem

börnin hans verða eldri og aukin spenna hjá þeim fyrir jólunum. Það

sé ekki annað hægt en að hrífast með. Svo sé eiginkonan Lísa ekkert

eðlilega mikið jólabarn og það hjálpi líka til. Á aðfangadag er litla

fjölskyldan saman og fær svo oftast til sín gesti úr nánustu fjölskyldu.

Líklega verður önd í jólamatinn þriðju jólin í röð eftir að hafa prófað eitt

og annað frá því að þau héldu fyrstu jólin sjálf árið 2016. Forrétturinn er

síðan breytilegur á milli ára en heimagerður ís í eftirrétt. Punkturinn yfir

i-ið er þegar hjónin sjóða negulnagla-te upp úr miðnætti. Það er reyndar

bara grín. Á jóladag og annan í jólum hittist vanalega stórfjölskyldan

sem sé ávallt skemmtilegt. Það besta við aðventuna er að mati Friðriks

Dórs jólaljósin sem lýsa upp bæinn og gera þennan árstíma einstaklega

notalegan.

Friðrik ásamt Úlfhildi (t.v.) og Ásthildi (t.h.) dætrum sínum.

29


Heimili hafnfirskrar

hönnunar

Við Strandgötu 19, gengt Thorsplani, eru Litla Hönnunar Búðin

og LitlaGallerý hlið við hlið í sama húsnæði, en í tveimur

rýmum. Daglegur rekstur er í höndum hjónanna Sigríðar

Margrétar Jónsdóttur og Elvars Gunnarssonar. Sameiginleg

sérkenni verslunarinnar og gallerísins eru persónuleg þjónusta og

fjölbreytt listform hönnuða.

Frá opnun búðarinnar hefur áhersla verið lögð á að bjóða upp á

þekkta íslenska hönnun, allt frá tækifæriskortum upp í tækifærisgjafir.

Þar hefur mikill fjöldi hönnuða fengið tækifæri til að koma sköpun sinni

á framfæri og í sölu. Töluvert úrval er af hafnfirskri hönnun, en núna

verður henni í fyrsta sinn fundinn sérstakur áberandi staður í versluninni,

með von um að enn fleiri hafnfirskir hönnuðir sýni áhuga á að bætast í

hópinn. Úrval af náttúrulegum og umhverfisvænum varningi er einnig

til sölu og þar hafa pappírspokar verið notaðir frá upphafi.

Í LitlaGallerýi er ný sýning um hverja helgi, fullbókað fram að jólum

og þegar byrjað að taka við umsóknum fyrir vorið. Einstaklega

fjölbreyttar sýningar hafa verið þar frá opnun fyrir tveimur árum og

mikil ásókn.

Sigríður Margrét, eigandi Litlu Hönnunar Búðarinnar.


Menningarleg

slökun í

Hafnarborg

Söngur, tónar og sýningar

Í

Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar,

er vel tekið á móti gestum á aðventunni með sýningum

og tónleikum með listafólki í fremstu röð. Sérstaklega

er mælt með að heimsækja safnið og eiga þar rólega

stund, ýmist út af fyrir sig eða í faðmi fjölskyldunnar, enda

er tilvalið að slaka á og finna þar frið í miðri ösinni í hjarta

jólabæjarins. Þá er safnið vel staðsett við Strandgötu 34, í

næsta nágrenni við Jólaþorpið.

Sýningar safnsins að þessu sinni eru Lengi skal manninn

reyna, yfirlitssýning á verkum Þorvaldar Þorsteinssonar,

og Söngfuglar, einkasýning á nýjum verkum eftir Katrínu

Elvarsdóttur. Í tengslum við hátíðina er athygli vakin á

sérstökum sýningum á jóladagatalinu Hvar er Völundur?

sem var einmitt skrifað af hinum fjölhæfa listamanni Þorvaldi.

Jóladagatalið verður sýnt í safninu á aðventunni milli kl. 16

og 17, einn þáttur á dag fram að jólum. Hádegistónleikar

með jólablæ verða 7. desember kl. 12 og Síðdegistónar

17. desember kl. 18, þar sem gestir fá að njóta jóladjass.

Aðgangur að tónleikunum, sýningum og viðburðum þeim

tengdum, er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. Opið alla

daga, nema þriðjudaga, kl. 12–17.

31


Komdu heim

í jólabæinn

Hafnarfjörð á

aðventunni!

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!