23.11.2021 Views

Jólablaðið 2021

Njótum aðventunar í Hafnarfirði. Jólablaðið 2021

Njótum aðventunar í Hafnarfirði. Jólablaðið 2021

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Ekta

súkkulaði

ómissandi á

aðventunni

Að mati Málfríðar Gylfadóttur Blöndal, eiganda

bóka-kaffihússins Norðurbakkinn við samnefnda

götu, er ómissandi hluti af aðventunni að gæða

sér á ekta heitu súkkulaði. Hún mælir helst með 60%

dökku súkkulaði en einnig sé tilvalið að blanda með

rjómasúkkulaði eftir smekk. Í Frakklandi sé til dæmis

hefð fyrir því að hafa heitt súkkulaði frekar þykkt og

með ríku súkkulaðibragði. Mikilvægt sé að vanda valið á

súkkulaðinu sem notað er. Málfríður deilir hér með okkur

girnilegri uppskrift.

• 200 g dökkt súkkulaði

• 1 l nýmjólk

• salt á hnífsoddi

• 1 msk súkkulaðisýróp

• 1 tsk vanilludropar

Saxið súkkulaðið í bita og setjið í pott ásamt mjólkinni. Hitið mjólkina að

suðu og hrærið reglulega í þar til súkkulaðið er bráðið og hefur samlagast

mjólkinni. Bætið sýrópinu út í ásamt salti og vanilludropum. Hrærið

áfram þar til allt hefur blandast og er orðið fallega súkkulaðibrúnt.

Berið fram í fallegum bollum og bjóðið upp á þeyttan rjóma með. Einnig

tilvalið að saxa smávegis súkkulaði yfir rjómann. Fyrir fullorðna eru

koníak eða Baileys góð viðbót en fyrir börn er sniðugt að nota sykurpúða.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!