23.11.2021 Views

Jólablaðið 2021

Njótum aðventunar í Hafnarfirði. Jólablaðið 2021

Njótum aðventunar í Hafnarfirði. Jólablaðið 2021

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Jólin í

Byggðasafni

Hafnarfjarðar

Björn Pétursson, bæjarminjavörður ásamt ónefndum jólasveini.

Pakkhús Byggðasafns Hafnarfjarðar er opið frá kl.

11-17 alla laugardaga og sunnudaga á aðventunni.

Samhliða verður hægt að heimsækja bæði Sivertsenshúsið,

elsta hús Hafnarfjarðar, og verslunarminjasýninguna

í Beggubúð sem mun fá á sig jólalegan blæ yfir hátíðarnar.

Þessi þrjú hús standa við sk. Byggðasafnstorg. Skammt frá, á

Strandstígnum, má til vorsins 2022 upplifa rúmlega fimmtíu

ljósmynda sýningu á tuttugu skiltum um sögu Bæjarútgerðar

Hafnarfjarðar en um þessar mundir eru liðin 90 ár frá stofnun

hennar. Frítt er á allar sýningar Byggðasafnsins sem henta

fjölskyldunni allri.

Þessir jólasveinar!

Í Pakkhúsinu eru þrjár sýningar í gangi. Fastasýningin ber heitið

Þannig var… og er saga Hafnarfjarðar og nágrennis rakin

frá landnámi til okkar daga. Á efstu hæð er leikfangasýning

safnsins, sérstaklega ætluð börnum, en Byggðasafnið

varðveitir stórt safn leikfanga og er hluti þess á sýningunni.

Núverandi þemasýning í forsalnum fjallar um Kaupmanninn

á horninu. Á aðventunni hreiðrar sjálfur jólasveinninn um

sig í Sívertsens-húsinu og tekur fagnandi á móti glöðum og

spenntum börnum sem taka þátt í leikskóladagskrá safnsins.

13

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!