23.11.2021 Views

Jólablaðið 2021

Njótum aðventunar í Hafnarfirði. Jólablaðið 2021

Njótum aðventunar í Hafnarfirði. Jólablaðið 2021

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Vinnurými

með besta

útsýni

bæjarins

Jón Tryggvason, Signý

Eiríksdóttir, Geirþrúður

Guttormsdóttir og Hafsteinn

Hafsteinsson, forsvarsmenn

Betri Stofunnar.

Tölvuteiknaðar myndir af Betri stofunni

Betri Stofan opnar í jólamánuðinum á sjöundu og

efstu hæð í norðurturni Fjarðar. Um er að ræða stað

með óhefðbundinni, notalegri aðstöðu fyrir fólk sem

vill geta unnið, nýtt fundarherbergi og átt þess kost eftir

vinnudag að njóta samveru að kvöldi á sama stað með

vinum og/eða vinnufélögum.

Með breyttum áherslum á covid-tímum felast mörg tækifæri

í því að fólk vilji hafa sveigjanlegri vinnustaði og geta jafnvel

sleppt því að starfa í venjubundinni skrifstofuaðstöðu.

Markmið með rekstri Betri Stofunnar er að skapa gott og

þægilegt andrúmsloft þar sem viðskiptavinir geta komið

snemma á morgnana og fengið sér kaffi og unnið í fallegu

umhverfi með ótrúlegu útsýni yfir höfnina og út á haf. Fallegi

bærinn okkar Hafnarfjörður sést þarna í algjörlega nýju ljósi.

Boðið verður upp á nokkur fundarherbergi fyrir 8 til 12 manns.

Á kvöldin verður síðan „lounge“-stemning með uppákomum,

fyrirlestrum, happy hour og fleiru. Gestir geta einnig pantað

mat frá nálægum frábærum veitingastöðum, t.a.m. KRYDD í

næsta húsi. Til að byrja með, fram til áramóta, verður Betri

Stofan opin öllum. Á þeim tíma verður tekið við umsóknum

um aðild sem verður síðan skilyrði eftir áramót.

25

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!