23.11.2021 Views

Jólablaðið 2021

Njótum aðventunar í Hafnarfirði. Jólablaðið 2021

Njótum aðventunar í Hafnarfirði. Jólablaðið 2021

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Hjartasvellið

spennandi nýjung

Hafnarfjarðarbær mun bjóða upp á nýjung á aðventunni

í ár þegar sett verður upp hátíðlegt skautasvell í hjarta

bæjarins. Skautasvellið hefur fengið nafnið Hjartasvellið.

Eftir opnun verður það opið flesta daga í desember.

Hjartasvellið í hjarta Hafnarfjarðar verður frábær afþreying, upplifun

og hreyfing fyrir Hafnfirðinga og gesti jólabæjarins á öllum aldri.

Svellið er gert úr gerviísplötum sem líta út eins og ís en eru það þó ekki.

Þar af leiðandi eru hvorki vatn né orka notuð til þess að frysta svellið.

Hægt verður að panta tíma fyrirfram á tix.is og skautar verða til láns

á staðnum, en einnig má koma með sína eigin. Óreyndir skautarar

geta stigið sín fyrsta skref og allt upp í þaulvant skautafólk sem getur

sýnt listir sínar. Svo er aldrei að vita nema einhverjir í rómantískum

hugleiðingum velji Hjartasvellið til að fara á skeljarnar eða finni ástina

sína þar.

Andri Ómarsson, verkefnastjóri menningar- og markaðsmála

hjá Hafnarfjarðarbær, kemur að uppsetningu á Hjartasvellinu

og hvetur Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar að reima á sig

skauta og koma að renna sér.

21

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!