23.11.2021 Views

Jólablaðið 2021

Njótum aðventunar í Hafnarfirði. Jólablaðið 2021

Njótum aðventunar í Hafnarfirði. Jólablaðið 2021

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Metnaðarfullur

handverksbakari

Gulli Arnar bakarameistari hefur rekið samnefnt

handverksbakarí við Flatahraun 31 í tæp tvö ár.

Gulli er afar kraftmikill og metnaðarfullur ungur

maður sem kom með ferskan blæ inn í flóru bakaría í

Hafnarfirði, þar á meðal margar nýjungar sem ekki höfðu

verið fáanlegar áður í bænum. Hjá handverksbakaríinu er

passað vel upp á að fyrirbyggja matarsóun og er stefna og

markmið með rekstrinum að selja allar vörur upp daglega

og framleiða nýjar og ferskar næsta dag.

Á námsferli sínum sigraði Gulli í árlegri keppni bakaranema

tvisvar sinnum og varð jafnframt fyrstur til að sigra keppnina

tvö ár í röð. Við útskrift var hann verðlaunaður af skólanum

fyrir framúrskarandi árangur í verklegu námi og á sveinsprófi.

Gulli lærði kökugerð við hið sögufræga Konditori La

Glace í Kaupmannahöfn. Gulli fékk sl. vor viðurkenningu

Markaðsstofu Hafnarfjarðar fyrir starfsemi í þágu eflingar

atvinnulífs og bæjaranda í Hafnarfirði.

Hér að ofan sést Gulli útbúa sínar margfrægu og ótrúlega

vinsælu sörur sem margir telja algjörlega óaðskiljanlegan

part af aðventunni. Ljósmyndari getur vottað að sörurnar

ruku út og kláruðust á meðan myndatakan fór fram. Hann

hyggst selja kræsingar sínar allar helgar á aðventunni í einu

jólahúsanna í Jólaþorpinu.

7

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!