23.11.2021 Views

Jólablaðið 2021

Njótum aðventunar í Hafnarfirði. Jólablaðið 2021

Njótum aðventunar í Hafnarfirði. Jólablaðið 2021

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Fjórar einfaldar leiðir til að

efla tengslin

Þjálfun

núvitundar

bætir svo

margt

Í

hraða samfélagsins er mikilvægt að staldra við

og gefa sér andrými til að þjálfa hugann og stuðla

að auknu jafnvægi. Bryndís Jóna Jónsdóttir hjá

Núvitundarsetrinu hefur leitt núvitundarþjálfun með

starfsfólki í nokkrum leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar

sem hefur skilað sér beint inn í skólastarfið með góðum

árangri. Hún deilir hér æfingum sem auðvelt er fyrir alla

fjölskylduna að tileinka sér á aðventunni.

Anda og telja: Takið frá 1 til 3 mínútur, teljið

upp í 5 þegar þið andið að ykkur og endurtakið

það nokkrum sinnum. Ekki þarf að breyta

önduninni, bara að taka eftir henni. Hægt er

fylgjast með tíma í síma eða með klukku.

Borða með núvitund: Sniðugt er að

velja t.d. mandarínu, rúsínu eða nammimola.

Prófa að virkja öll skynfærin, vera forvitin um

upplifun, skoða liti og form, finna áferðina, lykt og

athuga mögulegt hljóð. Takið eftir því sem gerist

í líkamanum áður en bitinn fer í munninn og þið

finnið bragðið. Tókuð þið eftir einhverju nýju?

Veðrið innra með ykkur: Staldrið við og

færið athyglina að önduninni. Takið svo eftir því

hvernig ykkur líður núna; hvernig er veðrið innra

með ykkur? Er kyrrlátt og sól, þoka, vindasamt

eða eitthvað annað? Leyfið ykkur að líða eins og

ykkur líður og vera eins og þið eruð. Gott er svo að

hvíla athyglina í andardrættinum aftur.

Tíu fingra þakklæti: Leiðið hugann að

a.m.k. 10 atriðum sem þið eruð þakklát fyrir.

Veitið því athygli hvernig ykkur líður um leið,

hvaða tilfinningar þið finnið og þær birtast í

líkamanum. Það getur líka verið gaman að búa til

þakklætiskrukku sem fjölskyldan setur miða í sem

hefur verið teiknað eða skrifað á sem hver og einn

er þakklátur fyrir og skoðað saman á kósýkvöldi.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!