23.11.2021 Views

Jólablaðið 2021

Njótum aðventunar í Hafnarfirði. Jólablaðið 2021

Njótum aðventunar í Hafnarfirði. Jólablaðið 2021

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Varð meira

jólabarn í

föðurhlutverkinu

Bæjarlistamaðurinn Friðrik Dór

Bæjarlistamaður Hafnarfjarðar, Friðrik Dór Jónsson, hefur frá

unga aldri heillað þjóðina með tónum, skrifum, leik, húmor

og ljúfmennsku. Hann er einnig upptekinn fjölskyldufaðir í

Setberginu þar sem hann býr ásamt eiginkonu sinni Lísu Hafliðadóttur

og dætrum þeirra, Ásthildi og Úlfhildi. Þriðja dóttirin er væntanleg

í janúar og okkar maður reiðubúinn með sexkantasettið til að setja

saman ný húsgögn.

Friðrik Dór er mjög þakklátur fyrir að vera bæjarlistamaður og þykir

vænt um bæinn sinn. Það besta við hann sé nándin, bæði hvað varðar

samskipti við fólk og tengslanet og líka nálægðin á milli hverfa. Í

Hafnarfirði sé allt til alls og frábært að ala upp börn.

Friðrik Dór segist alltaf verða meira og meira jólabarn eftir því sem

börnin hans verða eldri og aukin spenna hjá þeim fyrir jólunum. Það

sé ekki annað hægt en að hrífast með. Svo sé eiginkonan Lísa ekkert

eðlilega mikið jólabarn og það hjálpi líka til. Á aðfangadag er litla

fjölskyldan saman og fær svo oftast til sín gesti úr nánustu fjölskyldu.

Líklega verður önd í jólamatinn þriðju jólin í röð eftir að hafa prófað eitt

og annað frá því að þau héldu fyrstu jólin sjálf árið 2016. Forrétturinn er

síðan breytilegur á milli ára en heimagerður ís í eftirrétt. Punkturinn yfir

i-ið er þegar hjónin sjóða negulnagla-te upp úr miðnætti. Það er reyndar

bara grín. Á jóladag og annan í jólum hittist vanalega stórfjölskyldan

sem sé ávallt skemmtilegt. Það besta við aðventuna er að mati Friðriks

Dórs jólaljósin sem lýsa upp bæinn og gera þennan árstíma einstaklega

notalegan.

Friðrik ásamt Úlfhildi (t.v.) og Ásthildi (t.h.) dætrum sínum.

29

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!