23.11.2021 Views

Jólablaðið 2021

Njótum aðventunar í Hafnarfirði. Jólablaðið 2021

Njótum aðventunar í Hafnarfirði. Jólablaðið 2021

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

99 ára nútímalegt bókasafn

Samkomustaður

kynslóðanna

Bókasafn Hafnarfjarðar verður 100 ára á næsta ári.

Þar má finna allt frá elstu barnadeild landsins og

stærstu tónlistardeild bókasafna, upp í verulega

nútímalega þjónustu, s.s. rafbókasafn, fundarými, netkaffi og

hlaðvarpsstúdíó. Hlýja, ró, fræðsla og gróska einkenna þennan

helsta samkomustað margra kynslóða Hafnfirðinga og boðið

verður upp á fjölbreytta dagskrá á aðventunni.

Jólabókaviðburðirnir Kynstrin öll verða að sjálfsögðu á

sínum stað. Höfundar koma, lesa og sitja pallborð með

bókmenntafræðingnum Arndísi Þórarinsdóttur undir tónlist og

veitingum. Dagskráin hefst kl. 20 bæði kvöldin og húsið opnar kl.

19:30. Athugið að takmarkað húsrými er á viðburðinn en frekari

upplýsingar má nálgast á vef bókasafnsins.

Fullveldisdaginn 1. desember mæta Hallgrímur Helgason, Jónína

Leósdóttir og Ingólfur Eiríksson. Daginn eftir verða síðan Eiríkur

Norðdahl, Kamilla Einars, og Sigrún Pálsdóttir.

Fjórða desember kemur pólski jólasveinninn Święty Mikołaj í

heimsókn á leið sinni frá Norðurpólnum til Póllands og verður

smiðja með hefðbundnu pólsku jólaskrauti og allir eru hjartanlega

velkomnir. Sönghópurinn Á léttu nótunum kemur 7. desember og

13. desember tökum við því rólega á foreldramorgni með kakó

og piparkökumálun fyrir kríli, - og hver veit nema að það verði

jólaball þegar nær dregur hátíðinni helgu!

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!