23.11.2021 Views

Jólablaðið 2021

Njótum aðventunar í Hafnarfirði. Jólablaðið 2021

Njótum aðventunar í Hafnarfirði. Jólablaðið 2021

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Njótum

aðventunnar

í Hafnarfirði

í hlýlega og heillandi jólabænum

Jólaljósin mild og fögur eru farin að lýsa upp tilveruna

í Hafnarfirði og við öll að komast í sannkallað

hátíðarskap. Jólabærinn stendur undir nafni og skín

skærar en nokkru sinni. Hafnarfjörður hefur á undanförnum

árum „slegið í gegn“ sem jólabær, þar sem fallega skreytt

jólaþorpið og jólahúsin, skemmtilegar sérverslanir og

fjölbreyttir veitingastaðir, menningarhúsin og nú síðast

Hellisgerði í jólabúningi, laða að gesti alls staðar frá.

Hlýleiki og vinalegt andrúmsloft hefur mikið aðdráttarafl og

á þessum tíma árs er gott að leita í notalega og afslappaða

stemningu eins og við höfum náð að skapa hér í Hafnarfirði.

lystigarðsins okkar. Auk alls þess sem bærinn hefur nú þegar

upp á að bjóða á aðventunni hefur verið ákveðið að setja

upp „Hjartasvellið“ og láta þar með gamlan draum margra

um skautasvell í heilsubænum Hafnarfirði verða að veruleika.

Má því segja að jólaþorpið í allri sinni dýrð hafi breitt úr sér

um miðbæinn allan og nú einnig í Hellisgerði.

Við hlökkum til að taka á móti ykkur öllum – og hlökkum til

að njóta afþreyingar, lista, menningar, verslunar og veitinga

saman í jólabænum Hafnarfirði sem skartar sínu fegursta um

þessar mundir.

Jólaskreytingarnar sem komið var upp í Hellisgerði á

síðastliðinni aðventu sýndu það og sönnuðu að fólk kunni

að meta lágstemmda, heillandi upplifun í faðmi töfrandi

umhverfis. Fólk streymdi að til að upplifa ævintýralega fegurð

og samspil mildra ljósa og náttúrunnar. Nýlega var komið

upp fallegum gróðurhúsum í Hellisgerði þar sem setjast

má inn og njóta ljúffengra veitinga og einstakrar fegurðar

Með jólakveðju,

Rósa Guðbjartsdóttir

3

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!