23.11.2021 Views

Jólablaðið 2021

Njótum aðventunar í Hafnarfirði. Jólablaðið 2021

Njótum aðventunar í Hafnarfirði. Jólablaðið 2021

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Hlátursprengja

fyrir glaðsinna

grindarbotna

Bíddu bara

Gaflaraleikhúsið, sem staðsett er í Víkingaþorpinu

við Víkingastræti, er hópur atvinnufólks sem

hefur rekið lítið leikhús þar undanfarin tíu ár.

Áhorfendapallarnir rýma 220 manns og hefur leikhúsið

fest sig í sessi sem mikilvægur hluti af menningu

Hafnarfjarðar, en þar hafa mörg vinsæl verk orðið til.

Um þessar mundir hefur sýningin BÍDDU BARA! heldur

betur vakið lukku, því uppselt er á hana út árið, en

sýningar halda áfram eftir áramót. Stórstjörnurnar

Salka Sól Eyfeld, Selma Björnsdóttir og Björk

Jakobsdóttir hafa þar leitt saman hryssur sínar í

fyrsta sinn. Vegna barnburðarleyfis Sölku Sólar mun

leikkonan Þuríður Blær Jóhannsdóttir leysa hana af um

sinn.

Þetta einlæga, beitta og drepfyndna verk fjallar um

raunveruleika íslenskra kvenna; vonir og drauma, biturleika,

uppeldi, kvíða og hvítvín. Þær stöllur byggja verkið á sinni

eigin reynslu og draga ekkert undan en segjast ljúga helling.

Þetta er verk um íslenskar konur, samið af íslenskum konum og fyrir

íslenskar konur, hinsegin, kynsegin og allar hinar og fyrrverandi,

núverandi og tilvonandi maka sem „þora“ að koma.

5

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!