23.11.2021 Views

Jólablaðið 2021

Njótum aðventunar í Hafnarfirði. Jólablaðið 2021

Njótum aðventunar í Hafnarfirði. Jólablaðið 2021

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Jólahjarta

Hafnarfjarðar

Jón Ragnar Jónsson, Björgvin Halldórsson, Guðrún Árný Karlsdóttir, Friðrik Dór Jónsson, Svala Björgvinsdóttir og Margrét Eir Hjartardóttir

Bæjarbíó og Mathiesen stofan

skipa mikilvægan sess í

hjörtum bæjarbúa og vina

Hafnarfjarðar sem þangað sækja

viðburði og upplyftingu á aðventunni.

Ýmsir dagskrárliðir verða sem

fastagestir geta stólað á, ár eftir

ár, en einnig verður bryddað upp á

nýjungum eins og rekstraraðilunum

einum er lagið.

Í ár verður töfrað fram Jólahjarta

Hafnarfjarðar í allri sinni dýrð sem

verður með svipuðu sniði og aðrar

tónlistarhátíðir tengdar Bæjarbíói

- í risatjaldi í bakgarðinum. Þar

verða trúbadorar, skífuþeytar og

„singalong“ sem kæta mannskapinn.

Frítt verður inn á svæðið.

Hafnfirðingar hafa í áranna rás getað

státað sig af afar hæfu og vinsælu

tónlistarfólki. Meðal fjölmargra þeirra

sem munu stíga á stokk í Bæjarbíói og

í Jólahjartanu eru feðginin Björgvin

Halldórsson og Svala Björgvinsdóttir

ásamt Margréti Eir Hjartardóttur í

Litlu jólum Björgvins, bræðurnir Jón

Jónsson og Friðrik Dór Jónsson verða

með fjölda tónleika og Guðrún Árný

Karlsdóttir stýrir singalong. Allar nánari

upplýsingar má finna á tix.is.

9

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!