23.11.2021 Views

Jólablaðið 2021

Njótum aðventunar í Hafnarfirði. Jólablaðið 2021

Njótum aðventunar í Hafnarfirði. Jólablaðið 2021

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Menningarleg

slökun í

Hafnarborg

Söngur, tónar og sýningar

Í

Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar,

er vel tekið á móti gestum á aðventunni með sýningum

og tónleikum með listafólki í fremstu röð. Sérstaklega

er mælt með að heimsækja safnið og eiga þar rólega

stund, ýmist út af fyrir sig eða í faðmi fjölskyldunnar, enda

er tilvalið að slaka á og finna þar frið í miðri ösinni í hjarta

jólabæjarins. Þá er safnið vel staðsett við Strandgötu 34, í

næsta nágrenni við Jólaþorpið.

Sýningar safnsins að þessu sinni eru Lengi skal manninn

reyna, yfirlitssýning á verkum Þorvaldar Þorsteinssonar,

og Söngfuglar, einkasýning á nýjum verkum eftir Katrínu

Elvarsdóttur. Í tengslum við hátíðina er athygli vakin á

sérstökum sýningum á jóladagatalinu Hvar er Völundur?

sem var einmitt skrifað af hinum fjölhæfa listamanni Þorvaldi.

Jóladagatalið verður sýnt í safninu á aðventunni milli kl. 16

og 17, einn þáttur á dag fram að jólum. Hádegistónleikar

með jólablæ verða 7. desember kl. 12 og Síðdegistónar

17. desember kl. 18, þar sem gestir fá að njóta jóladjass.

Aðgangur að tónleikunum, sýningum og viðburðum þeim

tengdum, er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. Opið alla

daga, nema þriðjudaga, kl. 12–17.

31

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!