07.12.2020 Views

Að glæða sálargáfurnar og auka þekkinguna

Um upphaf almenningsfræðslu í Hafnarrði.

Um upphaf almenningsfræðslu
í Hafnarrði.

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

32

AÐ GLÆÐA SÁLARGÁFURNAR OG AUKA ÞEKKINGUNA | UPPHAF SKIPULAGÐRAR ÍÞRÓTTAIÐKUNAR Í HAFNARFIRÐI

Upphaf skipulagðrar íþróttaiðkunar í Hafnarfirði má rekja til haustsins 1894 er leikfimiskennsla hófst í

Flensborgarskólanum. Það ár fór skólastjórinn Jón Þórarinsson til Danmerkur og gekk þar í „kadettskóla“

og nam leikfimiskennslu. Strax um haustið hóf hann kennslu í leikfimi við Flensborgarskólann og

varð þar með fyrsti leikfimiskennari bæjarins. Leikfimiskennsla þessi fór fram í litlum skúr, sem byggður

hafði verið við enda skólahússins, en árið 1911 var kennslan flutt í Góðtemplarahúsið við Suðurgötu.

Í skólaskýrslu fyrir veturinn 1894–5 segir svo frá:

„Í leikfimi var æft í limaburði, gangi og hlaupum;

hreyfiæfingar með höfði, handleggjum og fótum.

Stökkæfingar (lengdarstökk og hæðarstökk),

klif-æfingar á köðlum og stöng. Glímur og sund á

þurru. Glímur og sund kenndu þeir lærisveinar, er

best kunnu til þessa. Jón Þórarinsson kenndi leikfimi.“

xi

Fyrsta íþróttafélagið í Hafnarfirði, Glímufélagið Hjaðningar, var stofnað á fyrsta áratug 20. aldar.

Heimildir eru um að allt að 60 manns hafi mætt á æfingar þess, allflestir ungir menn í bænum og

nokkrir rosknir en æfingarnar fóru fram í Góðtemplarahúsinu. Haustið 1906 fóru nokkrir piltar úr

Flensborgarskólanum að mæta á æfingar félagsins. Koma Flensborgarpilta var lyftistöng fyrir félagið en

Runólfur Björnsson var oddviti þeirra hjá Hjaðningum um veturinn. Skólastjóri Flensborgarskólans setti

þrjár reglur sem drengirnir urðu að gangast undir til að fá leyfi til að sækja æfingarnar. Í fyrsta lagi að

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!