07.12.2020 Views

Að glæða sálargáfurnar og auka þekkinguna

Um upphaf almenningsfræðslu í Hafnarrði.

Um upphaf almenningsfræðslu
í Hafnarrði.

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

48

AÐ GLÆÐA SÁLARGÁFURNAR OG AUKA ÞEKKINGUNA | ALÞÝÐUSKÓLARNIR VORU UMDEILDIR TIL AÐ BYRJA MEÐ

Jón Þórarinsson, skólastjóri Flensborgarskólans, skrifaði grein í Ísafold árið 1889 til að verja tilvist

alþýðuskólanna þar sem hann sagði meðal annars:

„sumir telja skólanámið eins konar fordildarprjál,

sem hvergi komi heim við lífið, eða þess þarfir, og

telja skólana því óþarfan hjegóma, sem ekki sje til

annars en eyða peningum, venja menn á iðjuleysi

o.s.frv.“ xviii

Vandamál alþýðuskólanna kristallaðist ef til vill einna helst í tíðarandanum sem réð ríkjum á þessum

tíma. Í lok greinar sinnar kom Jón inn á meginorsök vandans þegar hann sagði: „Til þess að aðsókn að

slíkum skólum, sem þessum, sje mikil, þarf fyrst og fremst efnahagur manna að leyfa það, menntunar-löngun

að vera almennt vöknuð hjá þjóðinni, og undirstöðumenntunin að vera almenn og í góðu

lagi. /…/ En áhuginn á verulegri menntun er heldur ekki sem skyldi; það er víst, að fátæktinni er ekki

ávallt um að kenna. En þessi sljófi áhugi á, að afla sjer nokkurrar verulegrar menntunar fram yfir það

almenna, kemur einkum til af því að undirstöðumenntunin er ekki svo löguð, að hún geti af sjer löngun

til að nema meira. Hið algengasta er, að menn láti sjer nægja það sem lögskipað er. Hitt er enn mjög

fágætt vor á meðal, að menn mennti sig vegna menntunarinnar sjálfrar; en sú skoðun á alþýðumenntuninni

er einmitt aðalskilyrðið fyrir því, að alþýðuskólarnir verði fjölskipaðir. Alþýðuskólarnir geta ekki heitið

sínum nemendum neinni embættismanna paradís; þeir hafa ekkert að bjóða í aðra hönd annað en þá

sælu og það beinlínis og óbeinlínis gagn, sem hver menntaður maður nýtur af því á lífsleiðinni, að vera

menntaður.“ xix

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!