07.12.2020 Views

Að glæða sálargáfurnar og auka þekkinguna

Um upphaf almenningsfræðslu í Hafnarrði.

Um upphaf almenningsfræðslu
í Hafnarrði.

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

40

AÐ GLÆÐA SÁLARGÁFURNAR OG AUKA ÞEKKINGUNA | FYRSTI KENNARASKÓLI LANDSINS

Snemma komu upp hugmyndir um að stofna kennaraskóla í Flensborg. Sökum fjárskorts var farið hægt

af stað og veturinn 1890–1891 hófst verkefnið með því að Jóhannes Sigfússon hélt einn fyrirlestur í

viku, utan reglulegra kennslustunda, um uppeldismál og kennslufræði. Veturinn eftir var málið tekið

skrefinu lengra þegar komið var á fót námskeiðum fyrir kennara. Fyrsta vorið tóku fimm kennaraefni

próf að námskeiðinu loknu og urðu þar með þeir fyrstu er tóku kennarapróf hér á landi.

Í grein sem ritstjóri Fjallkonunnar ritaði komu fram efasemdir um gagnsemi kennaramenntunar en þar

stóð m.a.: „Auk þess verðr slíkt ekki kent að sumu leyti; menn verða að hafa sérstaka náttúruhæfileika

til að vera góðir kennarar, og verðr her sem oftar nátturan náminu ríkari.“ xiv

Haustið 1896 var málið tekið á næsta stig þegar stiftsyfirvöld samþykktu tillögu frá forsvarsmönnum

Flensborgarskólans um að „kennaraskólinn“ yrði heilt skólaár sem bættist aftan við

gagnfræðaskólann. Næstu árin var mikil umræða um kennaraskólann og voru þá borin fram frumvörp

á alþingi um stofnun sérstaks kennaraskóla. Í þeirri umræðu var rökrætt um hvar hann ætti að vera,

í Hafnarfirði eða í Reykjavík. Í nefndaráliti um það mál sagði meðal annars:

„… að því ógleymdu, að Flensborgarskólinn er svo

settur, að þar er miklu minni hætta á, að ungir og

óráðsettir menn leiðist út í hvers konar óreglu en í

solli og glaumi höfuðstaðarins ...“ xv

Niðurstaðan var engu að síður sú Kennaraskóli Íslands var stofnaður í Reykjavík 1907 og í kjölfarið var

kennaraskólinn í Flensborg lagður niður en þá hafði alls 121 kennari brautskráðst frá skólanum.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!