18.05.2022 Views

Tjarnapóstur 2022

Skólablað Stórutjarnaskóla

Skólablað Stórutjarnaskóla

SHOW MORE
SHOW LESS
  • No tags were found...

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Til að kynnast lífinu á vistinni betur tókum við viðtal við Sverri fyrrverandi kennara og síðar skólastjóra

hér í Stórutjarnaskóla og hér er viðtalið.

Hvernig var að vera kennari og að fylgjast með krökkunum á vistinni? Þegar ég byrjaði hérna haustið 1971,

þá byrjaði skólinn. Ég hafði sjálfur aldrei verið í heimavist. Þá var bara búið að byggja heimavistaálmuna og

það var bara kennt þar. Þetta varð í raun og veru eins og heimili krakkanna, þannig að ef krakkarnir voru með

einhver vandamál á nóttunni vorum við bara vakin, eins og ef einhver fékk martröð eða gat bara ekki sofið.

Var mikið um að krakkarnir væru með heimþrá? Við getum sagt að þeim hafi verið skipt í þrjá hópa, einn

sem leið alltaf illa og var alltaf með heimþrá, einn sem leið bara ágætlega og annar sem fannst þetta vera besti

tími lífs síns.

Fannst þér krakkarnir fylgja reglunum? Þegar u.þ.b. hundrað unglingar eru látnir búa hlið við hlið eru

margir skemmtilegir hlutir sem gerðust. Lang oftast hlýddu þau en það kom fyrir af og til að þau gerðu

einhver prakkarastrik.

Heldur þú að krökkunum hafi leiðst? Alveg örugglega þeim sem leið illa fyrir eða fengu mikla heimþrá. Við

reyndum að gera marga hluti til að hjálpa þeim að líða betur.

Hvar sváfuð þið kennararnir? Við vorum með íbúðirnar þarna á endanum, eins og þar sem Birna á heima.

Það voru líka margar íbúðir sem er búið að breyta í eitthvað annað núna, eins og litla íbúðin og bókasafnið

sem voru bæði íbúðir.

Var svefnfriður fyrir ykkur kennarana? Oftast voru krakkarnir svo þreyttir að þau bara sofnuðu. En það

kom alveg fyrir að við vöknuðum við að eitthvað var í gangi. Það var mjög oft að einhverjir bönkuðu upp á ef

þeir gátu ekki sofið eða þurftu hjálp við eitthvað.

Hvað gerðist ef krakkarnir urðu veikir? Oft komu þau bara til okkar og þá sáum við um þau. Annars fóru

þau heim ef veðrið leyfði.

11. bls.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!