19.09.2015 Views

REGLUGERÐ KSÍ

REGLUGERÐ KSÍ

REGLUGERÐ KSÍ

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Nr. 3 Maí 2009<br />

<strong>REGLUGERÐ</strong> <strong>KSÍ</strong><br />

um knattspyrnumót<br />

I. Kafli. ALMENN ÁKVÆÐI<br />

1. gr.<br />

Knattspyrnumót<br />

1.1. Öll knattspyrnumót og knattspyrnuleikir skulu fara fram í samræmi við knattspyrnulögin og<br />

samkvæmt lögum og reglugerðum <strong>KSÍ</strong>.<br />

1.2. <strong>KSÍ</strong> skal leitast eftir því að gæta samræmis við reglur og ákvarðanir ÍSÍ, UEFA og FIFA<br />

1.3. Knattspyrnuráð, héraðssambönd og aðildarfélög <strong>KSÍ</strong> geta sett sér eigin mótareglur en þær<br />

skulu staðfestar af <strong>KSÍ</strong>.<br />

1.4. Stjórn <strong>KSÍ</strong> getur sett nánari reglur og leiðbeiningar um einstök mót og framkvæmd leikja.<br />

2. gr.<br />

Aldursflokkaskipting<br />

2.1. Aldursflokkaskipting leikmanna skal vera sem hér segir:<br />

2.1.1. 1. aldursflokkur: Frá og með því almanaksári er leikmaður verður 20 ára.<br />

2.1.2. 2. aldursflokkur: Frá og með því almanaksári er leikmaður verður 17 ára og til og með því<br />

almanaksári er hann verður 19 ára.<br />

2.1.3. 3. aldursflokkur: Frá og með því almanaksári er leikmaður verður 15 ára og til og með því<br />

almanaksári er hann verður 16 ára.<br />

2.1.4. 4. aldursflokkur: Frá og með því almanaksári er leikmaður verður 13 ára og til og með því<br />

almanaksári er hann verður 14 ára.<br />

2.1.5. 5. aldursflokkur: Frá og með því almanaksári er leikmaður verður 11 ára og til og með því<br />

almanaksári er hann verður 12 ára.<br />

2.1.6. 6. aldursflokkur:Til og með því almanaksári er leikmaður verður 10 ára..<br />

2.2. Hverjum aldursflokki má skipta niður í lið eftir getu. Skal skipta 1. aldursflokki þannig að<br />

besta liðið heiti meistaraflokkur og næstbesta 1. flokkur. Öðrum aldursflokkum skal skipt<br />

niður í A, B og C lið og svo framvegis. Þeim liðum má skipta eftir getu í lið 1, 2, 3 og svo<br />

framvegis.<br />

3.gr.<br />

Hlutgengi<br />

3.1. Hlutgengir til þátttöku í knattspyrnumótum eru leikmenn sem hafa keppnisleyfi skv. reglugerð<br />

<strong>KSÍ</strong> um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga.<br />

3.2 Keppnisleyfi er heimild leikmanns til þátttöku í opinberum knattspyrnuleik, sem fæst<br />

sjálfkrafa við fyrstu skráningu í iðkendaskrá <strong>KSÍ</strong> eða með tilkynningu sem gefin er út af<br />

skrifstofu <strong>KSÍ</strong> í kjölfar félagaskipta.<br />

3.3. Lið telst ekki ólöglega skipað hafi leikmaður sem tekið hefur þátt í opinberum knattspyrnuleik<br />

aldrei verið skráður í iðkendaskrá <strong>KSÍ</strong> og er af þeim sökum ekki með keppnisleyfi.<br />

3.4. <strong>KSÍ</strong> getur afturkallað keppnisleyfi ef mistök eða rangfærslur hafa leitt til þess að það var gefið<br />

út. Í slíku tilfelli flyst leikmaðurinn í sitt fyrra félag. Mistök <strong>KSÍ</strong> við útgáfu keppnisleyfis geta<br />

með engum hætti orðið til þess að félag verði gert ábyrgt vegna slíkra mistaka og leiða ekki til<br />

óhlutgengis viðkomandi leikmanns á því tímabili sem hann lék með nýju félagi.<br />

- 1 -


Nr. 3 Maí 2009<br />

4.gr.<br />

Framkoma og ábyrgð<br />

4.1. Félög, iðkendur, forystumenn og aðrir skulu jafnan sýna drengskap og forðast hvaðeina sem<br />

rýrt gæti álit almennings á íþróttinni og koma fram af hollustu, heiðarleika og sönnum<br />

íþróttaanda. Þeir sem taka þátt í starfi knattspyrnuhreyfingarinnar skulu leitast við að gera<br />

ekkert það sem til vanvirðu má telja fyrir íþróttina.<br />

4.2. Sérhvert félag er ábyrgt fyrir framkomu leikmanna, forráðamanna, félagsmanna og<br />

stuðningsmanna sinna og allra þeirra sem hafa hlutverk á vegum þess í tengslum við kappleik.<br />

5.gr.<br />

Trygging iðkenda<br />

5.1. Allir samningsbundnir leikmenn skulu vátryggðir skv. reglugerð <strong>KSÍ</strong> um félagaskipti<br />

samninga og stöðu leikmanna og félaga. Félagi er skylt að senda <strong>KSÍ</strong> afrit af<br />

tryggingarskírteini sínu fyrir slíka leikmenn og skal það gert fyrir 30. apríl.<br />

6.gr.<br />

Verðlaunagripir og verðlaunapeningar<br />

6.1. Stjórn <strong>KSÍ</strong> veitir verðlaunagripi sem vinnast til eignar í öllum mótum á vegum <strong>KSÍ</strong> þar sem<br />

keppt er til úrslita. Í Íslandsmóti, bikarkeppni, meistarakeppni <strong>KSÍ</strong> og deildarbikarkeppni <strong>KSÍ</strong><br />

skal einnig veita verðlaunagripi sem sigurvegarar varðveita þar til keppt er um þá næst. Stjórn<br />

<strong>KSÍ</strong> getur sett ítarlegri reglur um einstaka verðlaunagripi.<br />

6.2. Verði hætt að keppa um verðlaunagrip, sem um hefur verið keppt í landsmóti eða móti, sem er<br />

opið fleiri héruðum en einu, skal hann falinn stjórn <strong>KSÍ</strong> til varðveislu og ráðstöfunar.<br />

6.3. Félög, sem hafa undir höndum verðlaunagrip, sem keppt er um í móti á vegum <strong>KSÍ</strong>, skulu<br />

skila honum til mótanefndar eigi síðar en einum mánuði áður en móti næsta árs lýkur.<br />

6.4. Sigurvegurum í mótum og þeim sem hafna í 2. sæti skal veita verðlaunapeninga skv. ákvörðun<br />

stjórnar <strong>KSÍ</strong>.<br />

6.5. Fjöldi verðlaunapeninga til verðlaunahafa skal vera 20 en þó skal <strong>KSÍ</strong> heimilt að verðlauna<br />

fleiri þátttakendur gerist þess þörf. Þegar við á skal fjöldi verðlaunapeninga vera 14<br />

(innanhússknattspyrna og knattspyrna í 7 manna liðum).<br />

II Kafli. KEPPNISREGLUR<br />

7.gr.<br />

Takmörkun á hlutgengi.<br />

7.1. Enginn má leika með yngri aldursflokki en honum ber. Félagi er heimilt að sækja um sérstaka<br />

undanþágu fyrir leikmann 15 ára og yngri, ef um er að ræða félagslegar eða læknisfræðilegar<br />

ástæður. Umsókn félags skal staðfest af forráðamanni leikmanns og henni skal fylgja vottorð<br />

viðurkennds fagaðila, t.d. félagsráðgjafa, sálfræðings eða læknis.<br />

7.2. Eldri og yngri aldursflokkar mega ekki keppa innbyrðis.<br />

7.3. Taki fleiri en eitt lið frá sama félagi þátt í móti, má enginn leikmaður leika nema með einu liði.<br />

Í yngri aldursflokkum er heimilt að víkja frá þessu ákvæði samkvæmt nánari reglum þar um.<br />

7.4. Enginn leikmaður má taka þátt í nema einum kappleik sama daginn, nema leikjum hafi verið<br />

þannig raðað niður, t.d. í úrslitakeppni og þá einungis í einum aldursflokki. Félagi er heimilt<br />

að sækja um sérstaka undanþágu ef sýnt þykir að viðkomandi félag getur ekki mannað 11<br />

manna lið í 3. eða 4. flokki nema með því að nota leikmann úr yngri flokki sem þó hefur leikið<br />

- 2 -


Nr. 3 Maí 2009<br />

sama dag. Undanþágubeiðni skal skila skriflega til mótanefndar <strong>KSÍ</strong> a.m.k. þremur<br />

sólarhringum fyrir leik og ber mótanefnd að svara umsókn a.m.k. sólarhring fyrir leik.<br />

7.5. Félagi er heimilt að leyfa konum að taka þátt í keppni með liði karla í 4. aldursflokki og enn<br />

yngri flokkum.<br />

8.gr.<br />

Lágmarksfjöldi leikmanna<br />

8.1. Keppni getur ekki hafist, ef færri en 9 leikmenn úr sama liði eru mættir, þegar 10 mínútur eru<br />

liðnar frá því að keppni átti að hefjast. Skal hinn skipaði dómari þá gefa skýrslu til <strong>KSÍ</strong> innan<br />

sólarhrings um að leikur hafi ekki getað farið fram og tilgreina ástæður.<br />

8.2. Verði leikmenn liðs færri en 7 skal dómari slíta leiknum. Viðkomandi lið telst hafa tapað<br />

leiknum 0 - 3 nema staðan hafi verið óhagstæðari fyrir liðið og skal þá sú staða skráð sem<br />

úrslit leiksins.<br />

9.gr.<br />

Leikskýrsla<br />

9.1. Leikskýrsla skal gerð á þeim eyðublöðum sem <strong>KSÍ</strong> gefur út eða skv. leiðbeiningum frá <strong>KSÍ</strong>.<br />

9.2. Í keppni 11 manna liða mega varamenn ekki vera fleiri en 5 og skulu þeir skráðir á leikskýrslu.<br />

Í Pepsi-deild, bikarkeppni <strong>KSÍ</strong> í meistaraflokki (aðalkeppni) og meistarakeppni <strong>KSÍ</strong>, mega<br />

varamenn þó vera allt að 7 og allt að 7 menn í liðsstjórn. Leikmenn skulu skráðir í númeraröð<br />

á leikskýrslu og skal tilgreina kennitölu þeirra og liðstjórnar, sbr. þó grein 9.4.<br />

9.3 Áður en leikur hefst skal forráðamaður heimaliðs afhenda dómara útfyllta leikskýrslu með<br />

númerum og nöfnum þeirra leikmanna sem hefja eiga leik, auk tilnefndra varamanna og<br />

nöfnum liðsstjórnar. Númer hvers og eins leikmanns skal tilgreint á leikskýrslunni í samræmi<br />

við númer á keppnisbúningi. Í keppni 11 manna liða skal leikmaður bera númer 1 til 30.<br />

Félagi er þó heimilt að nota opið númerakerfi í yngri aldursflokkum, og skulu þá númerin vera<br />

frá 1 til 99, en í slíku kerfi er æskilegt að hvert númer sé tengt tilteknum leikmanni.<br />

9.4. Leikmenn sem leika í Pepsi-deild eða 1. deild karla eða Pepsi-deild kvenna skulu hafa sama<br />

númer í öllum leikjum í deildinni og einnig þegar þeir taka þátt í bikarkeppni <strong>KSÍ</strong> í<br />

meistaraflokki. Hvert númer (1-30) skal aðeins úthlutað einum leikmanni á sama<br />

keppnistímabili. Þurfi félag að nota fleiri leikmenn en 30 skal nýr leikmaður bera númer 31,<br />

sá næsti 32 o.s.frv. Félög í viðkomandi deildum skulu tilkynna <strong>KSÍ</strong> um númer leikmanna fyrir<br />

1. maí ár hvert. Leikmenn skulu skráðir þannig á leikskýrslu að fyrst skal skrá markvörð og<br />

síðan í númeraröð aðra leikmenn sem hefja leik. Varamarkvörður skal skráður fyrstur í hópi<br />

varamanna og síðan aðrir í númeraröð. Á leikskýrslu skal skrá númer leikmanns í stað<br />

kennitölu.<br />

9.5. Að leik loknum gengur dómari frá leikskýrslu og skal hann rita á skýrsluna hverjir hafi gerst<br />

brotlegir skv. agareglum <strong>KSÍ</strong>. Þá skal hann staðfesta úrslit leiks með sms-skeyti til <strong>KSÍ</strong> skv.<br />

nánari leiðbeiningum framkvæmdastjóra <strong>KSÍ</strong> þar um. Í meistaraflokki og öðrum þeim leikjum<br />

þar sem dómari er tilnefndur af <strong>KSÍ</strong> skal dómarinn sjá um skýrsluskil en heimalið í öðrum<br />

leikjum. Leikskýrsluna skal setja í póst eigi síðar en næsta virka dag eftir leik eða henni<br />

komið þann dag á skrifstofu <strong>KSÍ</strong>.<br />

9.6. Félögum ber skylda til að skrá upplýsingar á leikskýrslum í heimaleikjum sínum í gagnagrunn<br />

<strong>KSÍ</strong> sem hér greinir:<br />

a) Úrslit leiks skulu skráð strax að leik loknum.<br />

b) Allar upplýsingar á leikskýrslu í meistaraflokki skulu skráðar innan tveggja klukkustunda<br />

frá því að leik lýkur.<br />

c) Í keppni 11 manna liða (öðrum en meistaraflokki) skal skrá upplýsingar á leikskýrslu innan<br />

sólarhrings frá því að leik lýkur. Nauðsynlegt er að skrá áminningar, brottvísanir og nöfn<br />

dómara.<br />

- 3 -


Nr. 3 Maí 2009<br />

d) Í keppni 7 manna liða skal skrá upplýsingar á leikskýrslu innan sólarhrings frá því að leik<br />

lýkur. Nauðsynlegt er að skrá nöfn dómara.<br />

10.gr.<br />

Búnaður leikmanna<br />

10.1. Keppnisbúningur leikmanns er treyja, stuttbuxur og sokkar og skal hann vera í samræmi við<br />

knattspyrnulögin eins og annar búnaður leikmanns.<br />

10.2. Allir leikmenn sama kappliðs, að undanskildum markverði, skulu vera í eins litum búningi.<br />

Séu búningar beggja liðanna svo líkir, að dómara veitist örðugt að greina á milli, skal það<br />

félag sem á heimaleik halda sínum aðalbúningi. Sé einhver leikmanna í búningi sem<br />

frábrugðinn er búningi félaga hans skal dómari víkja honum af leikvelli þar til ákvæði þessu<br />

hefur verið fullnægt.<br />

10.3. Félag skal skrá á þátttökutilkynningu liti keppnisbúnings og varakeppnisbúnings. Aðallitir<br />

keppnisbúnings skulu mest vera þrír en litir treyju þó mest tveir. Litir varakeppnisbúnings<br />

skulu vera aðrir en litir aðalkeppnisbúnings. Litir til skreytingar (aukalitir) á keppnisbúningi<br />

skulu vera þannig að aðallitir séu vel greinanlegir.<br />

10.4. Reglugerð <strong>KSÍ</strong> um búnað knattspyrnumanna kveður nánar á um önnur atriði.<br />

10.5. Félögum (vallaryfirvöldum) skal heimilt að setja bann við notkun á grasskóm á grasvöllum<br />

sínum í landsmótum allra flokka nema meistaraflokks. Heimalið (vallaryfirvöld) skal tilkynna<br />

gestaliði við komu á leikstað hvort það hyggist notfæra sér þessa heimild og upplýsa jafnframt<br />

dómara um það. Grasskór eru allir takkaskór sem hafa skrúfaða takka.<br />

11.gr.<br />

Keppnisknettir<br />

11.1. Það félag eða aðili sem fyrir leik á að ráða skal leggja til knött og varaknetti í leikinn.<br />

11.2. <strong>KSÍ</strong> skal heimilt að semja um notkun knattar af tiltekinni gerð í einstök mót á þess vegum.<br />

III. kafli. MÓTAREGLUR<br />

12.gr.<br />

Mótanefnd <strong>KSÍ</strong><br />

12.1 Mótanefnd annast yfirstjórn mótamála <strong>KSÍ</strong>, þar með talið skipulag landsmóta, niðurröðun<br />

þeirra og eftirlit með framkvæmd.<br />

13.gr.<br />

Þátttökuréttur<br />

13.1. Aðildarfélög <strong>KSÍ</strong> eiga rétt á að taka þátt í öllum opinberum knattspyrnumótum nema<br />

mótareglur kveði á um annað.<br />

13.2. Í landsmótum getur aðeins tekið þátt eitt lið frá hverju félagi í hverju móti, nema mótareglur<br />

kveði á um annað.<br />

13.3. Stjórn <strong>KSÍ</strong> skal í samráði við mótanefnd ákveða þátttökugjöld í mótum á vegum <strong>KSÍ</strong>.<br />

13.4. Þátttökutilkynningar í landsmótum skulu berast skrifstofu <strong>KSÍ</strong> á sérstökum eyðublöðum fyrir<br />

20. janúar. Félög sem rétt eiga til þátttöku í landsdeildum meistaraflokks skulu þó staðfesta<br />

þátttöku sína þar með formlegum hætti fyrir 1. nóvember árið áður. Þátttökutilkynningar<br />

verða ekki teknar til greina nema með fylgi helmingur þátttökugjalda, helmingur heildargjalds<br />

vegna ferða- og uppihaldskostnaðar dómara- og aðstoðardómara vegna leikja í deildakeppni<br />

- 4 -


Nr. 3 Maí 2009<br />

(ef við á) og ógreiddar skuldir fyrra árs. Eftirstöðvar þessara gjalda skal inna af hendi eigi<br />

síðar en 30. apríl sama ár ella hefur þátttökutilkynningin ekki verið staðfest.<br />

14.gr.<br />

Sameiginleg lið<br />

14.1. Heimilt er tveimur félögum eða fleiri að senda sameiginlegt lið til keppni í landsmótum. Félag<br />

getur ekki tekið þátt í landsmótum með eigið lið á sama tíma og það á aðild að liði með öðru<br />

félagi eða öðrum félögum í sama aldursflokki.<br />

14.2. Félög sem ákveða að senda sameiginlegt lið til keppni skv. þessari grein, skulu gera um það<br />

skriflegt samkomulagt og senda stjórn <strong>KSÍ</strong> til staðfestingar fyrir 20. janúar, til þess að það geti<br />

öðlast gildi á komandi keppnistímabili. Í slíku samkomulagi skal koma fram m.a. hver beri<br />

fjárhagslega ábyrgð á samstarfinu, framkvæmd samstarfsins og stöðu félaga við slit.<br />

14.3. Ákveði tvö eða fleiri félög að senda sameiginlegt lið til þátttöku í landsmótum skal<br />

sameiginlega liðið halda sæti þess félags, sem rétt á til að leika í hæsta riðli eða deild næsta<br />

keppnistímabil.<br />

14.4. Ákveði félag, sem á aðild að sameiginlegu liði að senda eigið lið til þátttöku í landsmótum<br />

viðkomandi aldursflokks skal líta svo á, að sameiginlega liðið hafi hætt þátttöku. Félög, sem<br />

eiga aðild að sameiginlegu liði sem hættir keppni þurfa að hefja keppni að nýju í lægsta riðli<br />

eða deild í viðkomandi aldursflokki. Félögin geta þó sótt um til stjórnar <strong>KSÍ</strong> að halda sæti<br />

sameiginlega liðsins.<br />

15.gr.<br />

Framkvæmd og skipulag leikja<br />

15.1. Aðildarfélög <strong>KSÍ</strong> annast framkvæmd heimaleikja sinna og greiða kostnað vegna þeirra nema<br />

mótareglur kveði á um annað. Þá annast aðildarfélög <strong>KSÍ</strong> framkvæmd þeirra leikja er<br />

mótanefnd kann að fela þeim.<br />

15.2. Aðildarfélög <strong>KSÍ</strong> skulu sjálf standa straum af ferða- og uppihaldskostnaði í leikjum sínum<br />

nema mótareglur kveði á um annað.<br />

15.3. Aðildarfélög <strong>KSÍ</strong> sem sjá um framkvæmd leikja, skulu í einu og öllu fara eftir útgefinni<br />

leikjaskrá. Í Pepsi-deild karla, 1. deild karla og aðalkeppni bikarkeppni <strong>KSÍ</strong> í meistaraflokki<br />

karla skal senda mótanefnd skilagrein yfir fjölda áhorfenda, tekjur og gjöld strax að leik<br />

loknum og eigi síðar en 8 dögum frá því að leikur fór fram.<br />

15.4. Reglugerð <strong>KSÍ</strong> um aðgönguskírteini kveður á um hverjir hafa ókeypis aðgang að leikjum.<br />

15.5. Milli kappleikja hjá sama liði skulu líða minnst 2 heilir dagar, en heimilt er mótanefnd að<br />

stytta þennan tíma ef nauðsyn krefur.<br />

15.6. Farist kappleikur fyrir eftir ákvörðun dómara eða mótanefndar vegna veðurs eða annarra<br />

orsaka eða leik er hætt áður en fullum leiktíma er náð, skal leikurinn fara fram næsta dag sem<br />

fær þykir og við verður komið.<br />

15.7. Breyting á útgefinni leikjaskrá varðandi leiktíma og leikstað er aðeins heimil að fenginni<br />

heimild mótanefndar. Komi félög sér saman um breytingar á leikdegi skal mótanefnd heimilt<br />

að samþykkja það. Ef leikaðilar breyta leiktíma og/eða leikstað, án samþykkis mótanefndar,<br />

getur hún ógilt leikinn. Mótanefnd er þó heimilt að láta úrslit leiksins standa ef að öðru leyti<br />

hefur verið farið eftir reglum <strong>KSÍ</strong> . Mótanefnd getur hins vegar haga niðurröðun þannig á<br />

næsta ári, að viðkomandi félög missi einn heimaleik í sömu keppni og sama aldursflokki. Ef<br />

lið er svipt einum eða fleiri heimaleikjum skal það gert eftir töfluröð.<br />

15.8. Mótanefnd er heimilt að færa lið niður um riðil/deild í yngri flokkum, berist henni rökstudd<br />

ósk um það frá stjórn hlutaðeigandi félags með þátttökutilkynningu.<br />

15.9. Ef sæti losnar í riðli/deild í yngri flokkum skal mótanefnd ákveða hvaða félag tekur sætið sem<br />

losnar.<br />

- 5 -


Nr. 3 Maí 2009<br />

15.10. Mót á vegum aðildarfélaga <strong>KSÍ</strong> skal tilkynna mótanefnd fyrir 1. mars ár hvert og þau dagsett í<br />

samráði við hana.<br />

15.11. Heimboð erlendra knattspyrnuflokka svo og utanferðir innlendra flokka skulu vera í samráði<br />

við viðkomandi knattspyrnuráð og mótanefnd <strong>KSÍ</strong>.<br />

16.gr.<br />

Úrslitakeppnir<br />

16.1. Mótanefnd annast skipulag og niðurröðun úrslitaleikja og úrslitakeppna í yngri flokkum, en<br />

getur falið einstökum félögum að hafa umsjón með keppni. Mótanefnd er heimilt án<br />

endurgjalds að setja úrslitaleik í yngri aldursflokkum á völl félags sem tekur þátt í mótum<br />

yngri aldursflokka. Mótanefnd skal í samráði við dómaranefnd <strong>KSÍ</strong> hafa eftirlit með<br />

úrslitaleikjum og eftir því sem unnt er framkvæmd úrslitakeppna, sem félögum er falið að<br />

annast.<br />

16.2. Ef félög vilja hafa umsjón með úrslitakeppni í yngri flokkum karla eða kvenna skulu þau<br />

tilkynna mótanefnd það fyrir 1. júlí. Umsókn félags um tiltekna keppni er eingöngu bindandi<br />

fyrir félagið ef það hefur unnið sér rétt til að taka þátt í henni. Umsóknirnar eru ekki bindandi<br />

fyrir mótanefnd en þær skulu hafa forgang ef kostur er á því.<br />

16.3. Mótanefnd getur heimilað félögum á einstökum landssvæðum að senda úrvalslið í<br />

úrslitakeppni einstakra móta. Umsókn frá hlutaðeigandi félögum skulu berast mótanefnd <strong>KSÍ</strong><br />

fyrir 1. júlí.<br />

17.gr.<br />

Lögmæti kappleiks<br />

17.1. Kappleikur er því aðeins gildur, að farið sé eftir lögum og reglugerðum <strong>KSÍ</strong>.<br />

17.2. <strong>KSÍ</strong> getur lagt bann við að kappleikur fari fram, ef sýnt þykir, að ekki verði farið eftir gildandi<br />

reglum.<br />

18.gr.<br />

Knattspyrnuvellir<br />

18.1. Leikir í knattspyrnumótum á vegum <strong>KSÍ</strong> skulu fara fram á leikvöllum sem uppfylla kröfur sem<br />

settar eru fram í reglugerð <strong>KSÍ</strong> um knattspyrnuvelli. Eftirfarandi flokkun skal fylgt um<br />

lágmarkskröfur:<br />

Flokkur Karlar Konur<br />

A Úrslitaleikur í bikarkeppni <strong>KSÍ</strong><br />

B<br />

Pepsi-deild<br />

Undanúrslit í bikarkeppni <strong>KSÍ</strong><br />

Úrslitaleikur í bikarkeppni <strong>KSÍ</strong><br />

C<br />

1. deild<br />

Pepsi-deild<br />

8 og 16 liða úrslit í bikarkeppni <strong>KSÍ</strong> Undanúrslit í bikarkeppni <strong>KSÍ</strong><br />

D<br />

2. deild<br />

1. deild<br />

3. deild<br />

2. aldursflokkur<br />

2. aldursflokkur<br />

3. aldursflokkur<br />

3. aldursflokkur<br />

4. aldursflokkur<br />

4. aldursflokkur<br />

Bikarkeppni að undanúrslitum<br />

Bikarkeppni <strong>KSÍ</strong> að 16 liða úrslitum<br />

- 6 -


Nr. 3 Maí 2009<br />

E Knattspyrna í 7 manna liðum Knattspyrna í 7 manna liðum<br />

Í mótum, sem falla undir flokk D eða E skal leitast við að leikir fari fram á leikvöllum með<br />

annaðhvort grasi eða knattspyrnugrasi. Mótanefnd <strong>KSÍ</strong> skal heimilt að veita félögum<br />

undanþágu frá þessari flokkun í einstökum leikjum.<br />

18.2. Félög skulu tilkynna <strong>KSÍ</strong> um stærð og gerð leikvalla sinna fyrir 20. janúar ár hvert. Uppfylli<br />

leikvöllur félags ekki kröfur um lágmarksstærð skal umsókn þess um þátttöku í mótum á<br />

vegum <strong>KSÍ</strong> hafnað. <strong>KSÍ</strong> skal gera grein fyrir leikvöllum félaganna á heimasíðu <strong>KSÍ</strong> undir<br />

félagatali.<br />

18.3. Félag eða aðili sem fyrir leik á að ráða skal tryggja fyllsta öryggi leikmanna og dómara<br />

leiksins. Á öllum leikvöllum skulu vera tiltækar sjúkrabörur og aðstaða og annar útbúnaður til<br />

þess að sinna fyrstu hjálp ef slys ber að höndum.<br />

Í mótum sem falla undir flokka A, B og C skal eftirfarandi gilda eða vera til staðar:<br />

a) Búningsherbergi beggja liða skulu útbúin nuddbekk og krítar- eða tússtöflu og skulu þau<br />

vera frátekin fyrir viðkomandi lið og starfsmenn leikja frá því 75 mín fyrir leik og þar til 45<br />

mín eftir að leik lýkur.<br />

b) Búningsherbergi dómara leiks skulu útbúin borði og stólum svo að þeir geti sinnt þar<br />

viðeigandi skýrslugerð.<br />

c) Spjöld vegna leikmannaskipta skulu vera tiltæk.<br />

d) Tvennar sjúkrabörur skulu vera tiltækar.<br />

e) Ef þörf er á, skal tryggt með gæslu að leið leikmanna og dómara leiksins milli<br />

búningsherbergja og leikvallar sé varin á þann hátt að öruggt sé að áhorfendur geti ekki veist<br />

að þeim.<br />

19.gr.<br />

Dómaramál<br />

19.1. Með þátttökutilkynningum í landsmót og bikarkeppnir skal tilgreina nafn á einum starfandi<br />

dómara næsta keppnistímabil, fyrir hvert lið, sem tilkynnt er þátttaka fyrir. Einnig skal koma<br />

fram nafn þess sem hefur umsjón með málefnum dómara hjá félaginu.<br />

19.2. <strong>KSÍ</strong> skal tilnefna og vera ábyrgt fyrir dómara í leikjum í eftirfarandi mótum:<br />

a. öllum mótum <strong>KSÍ</strong> í meistaraflokki,<br />

b. keppni U23 ára liða karla,<br />

c. A og B deild 2. flokks karla,<br />

d. bikarkeppni 2. flokks karla frá 8 liða úrslitum,<br />

e. úrslitakeppnum og úrslitaleikjum yngri flokka og eldri flokks.<br />

<strong>KSÍ</strong> skal einnig tilnefna og vera ábyrgt fyrir aðstoðardómurum í sömu leikjum, þar sem þess er<br />

krafist, nema í keppni U23 ára liða og leikjum 2. aldursflokks.<br />

19.3. Heimalið skal tilnefna og vera ábyrgt fyrir dómara í leikjum í eftirfarandi flokkum og mótum:<br />

a. landsmótum yngri flokka (deildum og riðlum) [en ekki í A og B deild 2. flokks karla]<br />

b. bikarkeppni yngri flokka, [en ekki í bikarkeppni 2. flokks karla frá 8 liða úrslitum],<br />

c. keppni eldri flokka (riðlakeppni).<br />

Heimalið skal tilnefna og vera ábyrgt fyrir aðstoðardómurum í leikjum í eftirfarandi flokkum<br />

og mótum:<br />

a. keppni U23 ára liða karla,<br />

b. Íslandsmóti og bikarkeppni 2. flokks,<br />

c. keppni eldri flokka (riðlakeppni),<br />

d. í öðrum leikjum<br />

Heimalið getur tilnefnt aðstoðardómara á leiki í keppni 11 manna liða þó þess sé ekki krafist.<br />

19.4. <strong>KSÍ</strong> getur falið félagi, sem hefur umsjón með úrslitakeppni í yngri flokkum, að annast<br />

dómgæslu í viðkomandi keppni.<br />

19.5. Hafi dómari eða aðstoðardómarar með tilskilin réttindi ekki mætt til leiks innan 30 mínútna frá<br />

því að hann átti að hefjast, skal leik frestað og settur á að nýju á heimavelli aðkomuliðs. Þessi<br />

- 7 -


Nr. 3 Maí 2009<br />

regla á við þegar heimalið ber ábyrgð á mætingu dómara og aðstoðardómara. Sömu tímamörk<br />

gilda einnig þegar <strong>KSÍ</strong> ber ábyrgð á dómara og/eða aðstoðardómurum. Skal í slíkum tilfellum<br />

setja leikinn á að nýju á sama velli og áður. Greiðir <strong>KSÍ</strong> þá allan kostnað vegna dómara og/eða<br />

aðstoðardómara, svo og ferðakostnað aðkomuliðs. Í riðlakeppni 3. deildar karla og<br />

riðlakeppni 1. deildar kvenna skal leikur þó fara fram þrátt fyrir að aðstoðardómarar tilnefndir<br />

af <strong>KSÍ</strong> mæti ekki til leiks og skal þá leikið án aðstoðardómara eða með aðstoðardómurum<br />

tilnefndum af heimaliði skv. ákvörðun dómarans.<br />

19.6. Noti dómari rétt sinn til að fresta leik eða slíta skal hann ganga frá skýrslu og skýra ástæðu<br />

ákvörðunar sinnar. Slík skýrsla skal send skrifstofu <strong>KSÍ</strong> næsta virka dag eftir leik.<br />

19.7. Af hverjum leik sem fram fer í Pepsi-deild, 1. og 2. deild karla og Pepsi-deild kvenna skal<br />

heimaliðið greiða ákveðið gjald til að standa undir ferða- og uppihaldskostnaði dómara og<br />

aðstoðardómara vegna leikja í viðkomandi deild. <strong>KSÍ</strong> ákveður upphæð þessa gjalds í<br />

ofangreindum deildum og greiðslur til dómara vegna uppihaldskostnaðar og aksturs eigin<br />

bifreiða. Verði afgangur af gjaldinu skal hann endurgreiddur liðum viðkomandi deildar. Nægi<br />

gjaldið hins vegar ekki fyrir öllum kostnaði, skulu lið viðkomandi deildar greiða það sem á<br />

vantar. Í keppni U23 ára liða karla og A og B deild Íslandsmóts 2. flokks karla skal heimalið<br />

greiða gjald eins og að ofan greinir fyrir dómara.<br />

20. gr.<br />

Töfluröð í stigakeppni<br />

20.1. Leikjum í stigakeppni er að öllu jöfnu raðað eftir þessum töflum:<br />

3-4 lið:<br />

1. umferð 1-4 2-3<br />

2. umferð 4-3 1-2<br />

3. umferð 2-4 3-1<br />

5-6 lið:<br />

1. umferð 1-6 2-5 3-4<br />

2. umferð 1-2 5-3 6-4<br />

3. umferð 3-1 4-5 2-6<br />

4. umferð 2-3 1-4 6-5<br />

5. umferð 5-1 3-6 4-2<br />

7-8 lið:<br />

1. umferð 1-8 2-7 3-6 4-5<br />

2. umferð 1-2 7-3 6-4 8-5<br />

3. umferð 3-1 4-7 5-6 2-8<br />

4. umferð 1-4 2-3 7-5 8-6<br />

5. umferð 5-1 4-2 6-7 3-8<br />

6. umferð 1-6 2-5 3-4 8-7<br />

7. umferð 7-1 6-2 5-3 4-8<br />

9-10 lið:<br />

1. umferð 1-10 2-9 3-8 4-7 5-6<br />

2. umferð 10-6 1-2 9-3 8-4 7-5<br />

3. umferð 2-10 3-1 4-9 5-8 6-7<br />

4. umferð 10-7 1-4 2-3 9-5 8-6<br />

5. umferð 3-10 5-1 4-2 6-9 7-8<br />

6. umferð 10-8 1-6 2-5 3-4 9-7<br />

7. umferð 4-10 7-1 6-2 5-3 8-9<br />

8. umferð 10-9 1-8 2-7 3-6 4-5<br />

9. umferð 5-10 9-1 8-2 7-3 6-4<br />

11-12 lið:<br />

1. umferð 2-11 3-10 4-9 5-8 6-7 1-12<br />

- 8 -


Nr. 3 Maí 2009<br />

2. umferð 8-6 9-5 10-4 11-3 1-2 12-7<br />

3. umferð 3-1 4-11 5-10 6-9 7-8 2-12<br />

4. umferð 9-7 10-6 11-5 1-4 2-3 12-8<br />

5. umferð 4-2 5-1 6-11 7-10 8-9 3-12<br />

6. umferð 10-8 11-7 1-6 2-5 3-4 12-9<br />

7. umferð 5-3 6-2 7-1 8-11 9-10 4-12<br />

8. umferð 11-9 1-8 2-7 3-6 4-5 12-10<br />

9. umferð 6-4 7-3 8-2 9-1 10-11 5-12<br />

10. umferð 1-10 2-9 3-8 4-7 5-6 12-11<br />

11. umferð 7-5 8-4 9-3 10-2 11-1 6-12<br />

20.2. Fyrri talan táknar heimalið en seinni talan gestalið. Ef leikin er tvöföld keppni, snúast<br />

tölurnar við í seinni umferðinni.<br />

20.3. Ef mörg lið frá sama héraði eða nærliggjandi svæði eiga að leika á sama degi er heimilt að<br />

víkja frá ákvæðum þessum.<br />

21. gr.<br />

Stigakeppni<br />

21.3. Sigurvegari í stigakeppni er það lið sem hlýtur flest stig og í 2. sæti er það lið sem hlýtur næst<br />

flest stig o.s.frv. Röð liða í stigakeppni ákvarðast nánar samkvæmt eftirfarandi (sbr. þó grein<br />

21.4):<br />

a. Fjöldi stiga.<br />

b. Markamismunur (skoruð mörk að frádregnum fengnum mörkum).<br />

c. Fjöldi skoraðra marka.<br />

d. Fjöldi stiga í innbyrðis leikjum.<br />

e. Markamismunur í innbyrðis leikjum.<br />

f. Fjöldi skoraðra marka í innbyrðis leikjum.<br />

g. Fjöldi skoraðra marka á útivelli í innbyrðis leikjum.<br />

Ef úrslit fást ekki skv. framangreindu í meistaraflokki, skulu liðin leika úrslitaleik (úrslitaleiki<br />

ef fleiri en tvö lið) ef nauðsyn krefur, en í öðrum flokkum skal ákvarða röð með hlutkesti.<br />

21.4 Í keppni 7 manna liða í 5. aldursflokki eða yngri skal röð ákvarðast samkvæmt eftirfarandi:<br />

a. Fjöldi stiga.<br />

b. Fjöldi stiga í innbyrðis leikjum.<br />

c. Hlutkesti.<br />

22.gr.<br />

Leikið til þrautar<br />

22.1. Þegar leikið er til þrautar í útsláttarkeppni skal framlengt ef jafnt er eftir venjulegan leiktíma.<br />

Ef enn er jafnt skal fara fram vítaspyrnukeppni skv. ákvæðum knattspyrnulaganna.<br />

22.2. Ef lið skilja jöfn í úrslitaleik að loknum venjulegum leiktíma, skal framlengja leikinn og sé<br />

enn jafnt skal fara fram vítaspyrnukeppni skv. ákvæðum knattspyrnulaganna.<br />

22.3. Ef til framlengingar kemur skal gefa hlé í 5 mínútur frá lokum venjulegs leiktíma þar til<br />

framlenging hefst. Ekki skal gefa leikhlé milli hálfleikja í framlengingu, heldur hefja leik að<br />

nýju strax og lið hafa skipt um vallarhelming.<br />

22.4. Þegar leikið er til þrautar í útsláttarfyrirkomulagi þannig að leikið er í tveimur leikjum, heima<br />

og heiman, þar kemst það lið áfram, sem skorað hefur fleiri mörk samanlagt í báðum leikjum<br />

viðkomandi liða. Fáist ekki úrslit þannig, skal það lið komast áfram sem skorað hefur fleiri<br />

mörk á útivelli. Fáist ekki úrslit þannig, skal framlengt í síðari leik liðanna og sé enn jafnt (enn<br />

gildir, að það lið kemst áfram sem skorað hefur fleiri mörk á útivelli), skulu úrslitin ráðin með<br />

vítaspyrnukeppni.<br />

- 9 -


Nr. 3 Maí 2009<br />

IV. Kafli. KNATTSPYRNUMÓT <strong>KSÍ</strong><br />

23.gr.<br />

Meistaraflokkur karla<br />

Leiktími: 90 mín. (2 x 45 mín.)<br />

Leikhlé: 10 mín.<br />

Framlenging: 30 mín. (2 x 15 mín.)<br />

Leikmannaskipti: Heimilt að setja 3 varamenn inn á í leik. Í 3. deild er heimilt að setja alla (5)<br />

varamenn inn á í leik.<br />

Stærð knattar: 5<br />

Heimalið eða framkvæmdaraðili leiks skal leggja til 7 eins knetti í leikjum í Pepsi-deild karla,<br />

aðalkeppni bikarkeppni <strong>KSÍ</strong> og meistarakeppni <strong>KSÍ</strong>, en 3 í öðrum leikjum. Allir knettirnir eru<br />

jafngildir. Skiptiknöttur skal vera aftan við hvort mark og tveir við hvora hliðarlínu, þar sem við á, í<br />

umsjón boltakrakka, sem heimalið eða framkvæmdaraðili leiks skipa. Boltakrakkar skulu auðkenndir<br />

og fjöldi þeirra ekki vera færri en átta þar sem 7 knettir eru notaðir.<br />

23.1. Íslandsmót<br />

23.1.1. Í Íslandsmóti meistaraflokks karla skal þátttökuliðum skipt í 4 deildir. Pepsi-deild skal skipuð<br />

12 liðum, 1. deild 12 liðum, 2. deild 12 liðum og 3. deild öðrum liðum. Stjórn <strong>KSÍ</strong> ákveður á<br />

hverju ári hvert skuli vera nafn viðkomandi deildar.<br />

23.1.2. Tvö neðstu liðin í Pepsi-deild færast næsta leikár niður í 1. deild og tvö efstu liðin í 1. deild<br />

færast næsta leikár upp í Pepsi-deild.<br />

23.1.3. Tvö neðstu liðin í 1.deild færast næsta leikár niður í 2. deild og tvö efstu liðin í 2. deild færast<br />

næsta leikár upp í 1.deild.<br />

23.1.4. Tvö neðstu liðin í 2. deild færast næsta leikár niður í 3. deild og tvö efstu liðin í 3. deild færast<br />

næsta leikár upp í 2. deild.<br />

23.1.5. Stjórn <strong>KSÍ</strong> skal ákveða keppnisfyrirkomulag í 3. deild þegar þátttaka liggur fyrir. Fyrst skal<br />

fara fram riðlakeppni og síðan úrslitakeppni um sæti í 2. deild. Við skiptingu í riðla er<br />

mótanefnd heimilt að taka tillit til styrkleika liða, svæða og ferðakostnaðar.<br />

23.1.6. Í öllum deildum er leikin tvöföld umferð og leikur hvert lið tvo leiki gegn hverju hinna<br />

liðanna, heima og heiman. Keppnin er stigakeppni. Heimilt er í 3.deild að víkja frá þessu<br />

ákvæði.<br />

23.1.7. Við niðurröðun leikja skal miða við að hvert lið leiki einn leik í viku en mótanefnd getur þó<br />

raðað þéttar niður.<br />

23.1.8. Mótanefnd skal að öllu jöfnu raða leikjum í síðustu tveimur umferðum í Pepsi-deild karla á<br />

sama tíma. Sama gildir um síðustu tvær umferðir í 1. deild karla. Leikir í þessum umferðum,<br />

sem geta haft úrslitaáhrif á stöðu liða í efstu sætum (rétt til þátttöku í Evrópukeppni), skulu<br />

ávallt fara fram á sama tíma. Sama á við um leiki, sem geta haft úrslitaáhrif á fall úr deild.<br />

Liði, sem ferðast til leiks í þessum umferðum, er óheimilt að treysta á flug á leikdegi og skal<br />

nota annan ferðamáta til að komast á leikstað á réttum tíma.<br />

23.1.9. Lögð skal áhersla á að leikir fari fram á völlum með grasi eða knattspyrnugrasi. Sé leikið á<br />

malarvelli (2. eða 3. deild) skal framkvæmdaraðili leiks (heimalið) tilkynna aðkomuliði um<br />

það með sólarhrings fyrirvara.<br />

23.1.10.Ef lið dregur sig úr eða er vísað úr keppni, má það hefja þátttöku í 3. deild á næsta leikári. Ef<br />

um er að ræða lið í Pepsi-deild, 1. eða 2. deild, skal liðið í 3. sæti næstu deildar fyrir neðan<br />

flytjast upp um deild. Ef félag fær ekki þátttökuleyfi skv. leyfiskerfi <strong>KSÍ</strong> skal fara með<br />

flutning liða milli deilda og þátttöku þeirra skv. leyfishandbók <strong>KSÍ</strong>.<br />

23.1.11.Heimalið greiðir kostnað vegna framkvæmdar leiks. Það félag, sem ferðast til leiks greiðir<br />

sjálft ferða- og uppihaldskostnað leikmanna sinna. Hafi félag ferðast til leiks, sem síðan er<br />

aflýst, án þess að unnt hafi verið að tilkynna félaginu það áður en ferðin hófst, á félagið rétt á<br />

greiðslu helmings ferðakostnaðar fyrir 18 manns (þar sem það á við), enda hafi ferðin hafist á<br />

eðlilegum tíma. Þetta gildir einnig þegar dómari verður að slíta leik og hann þarf að fara fram<br />

- 10 -


Nr. 3 Maí 2009<br />

að nýju. Hafi leiknum verið aflýst með meira en 24 stunda fyrirvara á aðkomulið ekki rétt á<br />

greiðslu helmings ferðakostnaðar. Mótanefnd <strong>KSÍ</strong> sker úr ágreiningi um ferðakostnaðinn.<br />

23.1.12.Tekjur af seldum aðgöngumiðum skulu renna til heimaliðs, en tekjur af útvarpi og sjónvarpi<br />

skiptist milli leikaðila. Við aðgöngumiðasölu skal skylt að nota númeraða miða. Stjórn <strong>KSÍ</strong><br />

getur ákveðið lágmarksverð aðgöngumiða.<br />

23.2. Bikarkeppni <strong>KSÍ</strong><br />

23.2.1. Þátttaka í bikarkeppni <strong>KSÍ</strong> er heimil öllum aðildarfélögum <strong>KSÍ</strong>.<br />

23.2.2. Hverju félagi er heimilt að senda eitt lið til keppni<br />

23.2.3. Keppt skal samkvæmt útsláttarfyrirkomulagi, þannig að sigurvegari leiks heldur áfram keppni<br />

en taplið er úr leik. Í keppninni skal leikið til þrautar. Sé jafnt eftir venjulegan leiktíma skal<br />

framlengt og sé enn jafnt skal fara fram vítaspyrnukeppni.<br />

23.2.4. Draga skal um hvaða lið mætast og skal það lið sem dregið er á undan leika á heimavelli sbr.<br />

þó gr. 23.2.6. Keppnin skal vera tvískipt:<br />

a. Undankeppni<br />

b. Aðalkeppni<br />

23.2.5. Í undankeppni taka þátt öll lið nema þau, sem taka þátt í Pepsi-deild. Svæðakeppni skal<br />

viðhöfð í undankeppninni og keppni liðanna hagað svo, að 20 lið komist áfram í aðalkeppnina.<br />

Skal undankeppni lokið fyrir miðjan júní.<br />

23.2.6. Aðalkeppnin (32-liða úrslit) skal hefjast eftir miðjan júní og hefja þá liðin sem leika í Pepsideild<br />

þátttöku. Mótanefnd skal jafnframt heimilt í vissum tilfellum að ákveða að leikur fari<br />

fram á hlutlausum velli ef rökstudd ósk þess efnis berst frá báðum aðilum sökum fjarlægðar.<br />

23.2.7. Úrslitaleikur og undanúrslitaleikir bikarkeppninnar skulu fara fram á Laugardalsvelli og skal<br />

keppninni ljúka í september eða október. Mótanefnd skal þó heimilt að láta leiki í<br />

undanúrslitum fara fram annars staðar en á Laugardalsvelli við sérstakar aðstæður. Mótanefnd<br />

annast framkvæmd leikjanna í samráði við leikaðila.<br />

23.2.8. Tekjur af seldum aðgöngumiðum og tekjur af útvarpi og sjónvarpi skulu skiptast jafnt milli<br />

leikaðila. Allar aðrar tekjur skulu renna til heimaliðs, nema leikaðilar komist að öðru<br />

samkomulagi. Um aðgöngumiða gilda sömu ákvæði og í Íslandsmóti eftir því sem við á<br />

23.2.9. Venjulegur kostnaður við leiki, þ. e. 20% framkvæmdagjald til heimaliðsins, ferðakostnaður<br />

keppnisliða (fargjald fyrir allt að 22) og ferða- og uppihaldskostnaður dómara greiðist að jöfnu<br />

af báðum leikaðilum. Aðkomulið skal gæta hagkvæmni í ferðakostnaði.<br />

23.2.10.Hugsanlegt tap greiðist af leikaðilum að jöfnu. Verði að aflýsa leik, gilda sömu ákvæði og í<br />

Íslandsmóti.<br />

23.2.11.Af leikjum í aðalkeppni skal greiða gjald í sameiginlegan sjóð af nettótekjum þar sem til tekna<br />

eru aðeins taldir seldir aðgöngumiðar, sem hér segir:<br />

Af leikjum í 2. umferð aðalkeppni 10%.<br />

Af leikjum í 3. umferð aðalkeppni 10%.<br />

Af undanúrslitaleikjum 15%.<br />

Af úrslitaleik 15%.<br />

23.2.12.Sameiginlega sjóðnum, sem skal vera í vörslu <strong>KSÍ</strong>, skal skipt þannig að fyrst er greitt tap, sem<br />

þátttökuaðilar hafa orðið fyrir, og skal greitt hlutfallslega nægi sjóðurinn ekki fyrir öllu<br />

tapinu. Verði afgangur, skiptast eftirstöðvarnar milli þátttökuaðila í hlutfalli við greiðslur í<br />

sjóðinn.<br />

23.2.13.Í úrslitaleik og undanúrslitaleikjum skulu leikaðilar eiga rétt á öllu auglýsingasvæði við<br />

leikvöllinn. Í úrslitaleik skal þó <strong>KSÍ</strong> eiga rétt á 40 metra auglýsingasvæði miðsvæðis meðfram<br />

langhlið vallar og 20 metra til hvors enda fyrir fasta styrktaraðila. Svæði því sem kemur í hlut<br />

leikaðila, skulu þeir skipta með sér til helminga og hljóta óskiptar tekjur hvor fyrir sig af sölu<br />

eigin svæðis, nema leikaðilar komist að öðru samkomulagi.<br />

23.2.14.Stjórn <strong>KSÍ</strong> ákveður á hverju ári hvert skuli vera nafn bikarkeppninnar.<br />

- 11 -


Nr. 3 Maí 2009<br />

23.3. Meistarakeppni <strong>KSÍ</strong><br />

23.3.1. Árlega skal fara fram leikur milli Íslandsmeistara og bikarmeistara <strong>KSÍ</strong>. Sé sama félag í senn<br />

Íslandsmeistari og bikarmeistari skulu Íslandsmeistararnir leika gegn liði því sem varð nr. 2 í<br />

Pepsi-deild.<br />

23.3.2. Í keppninni skal leikið til þrautar. Sé jafnt eftir venjulegan leiktíma skal framlengt og sé enn<br />

jafnt skal fara fram vítaspyrnukeppni.<br />

23.3.3. Tekjur af seldum aðgöngumiðum og tekjur af útvarpi og sjónvarpi skulu skiptast jafnt milli<br />

leikaðila. Venjulegur kostnaður við leiki, þ.e. vallarleiga, ferðakostnaður keppnisliða (fargjald<br />

fyrir allt að 22) og ferða- og uppihaldskostnaður dómara greiðist að jöfnu af báðum<br />

leikaðilum. Aðkomulið skal gæta hagkvæmni í ferðakostnaði. Hagnaður eða tap af leiknum<br />

skal skiptast jafnt milli leikaðila.<br />

23.4 Samningsskylda<br />

23.4.1 Allir leikmenn sem taka þátt í opinberum knattspyrnuleikjum á tímabilinu 1. maí til 15.<br />

október í meistaraflokki með félagi sem á sæti í Pepsi-deild karla skulu vera á samningi<br />

samkvæmt reglugerð <strong>KSÍ</strong> um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga. Leikmenn<br />

2. aldursflokks eða yngri eru undanskildir ákvæði þessu.<br />

23.4.2 Noti félag leikmann sem hefur keppnisleyfi en uppfyllir ekki skilyrði greinar 23.4.1 skal<br />

félaginu gefinn frestur til að gera nauðsynlegar úrbætur. Að öðrum kosti skal málinu vísað til<br />

aga- og úrskurðarnefndar <strong>KSÍ</strong> sem skal beita sektum eða eftir atvikum útilokun leikmannsins<br />

frá keppni þar til úrbætur hafa verið gerðar.<br />

.<br />

24.gr.<br />

Keppni leikmanna 23 ára og yngri (karla)<br />

Aldur: 23 ára á almanaksárinu og yngri (auk 6 eldri leikmanna)<br />

Leiktími: 90 mín. (2 x 45 mín.)<br />

Leikhlé: 10 mín.<br />

Framlenging: 30 mín. (2 x 15 mín.)<br />

Skiptingar: Heimilt er að setja alla (5) varamenn inn á í leik.<br />

Stærð knattar: 5<br />

24.1. Íslandsmót<br />

24.1.1. Þátttökurétt hafa öll félög sem taka þátt í Íslandsmóti meistaraflokks sama keppnistímabil.<br />

24.1.2. Liðum skal skipt í deildir eftir getu og heimilt er að skipta deildum í 2 riðla. Leikin skal<br />

stigakeppni, einföld eða tvöföld umferð heima og heiman, háð fjölda liða. Lið skulu færast<br />

milli deilda eftir árangri og sigurvegari í efstu deild telst Íslandsmeistari. Mótanefnd ákveður<br />

nánar um keppnisfyrirkomulag þegar þátttaka liggur fyrir.<br />

24.1.3. Hlutgengir til leiks í hvert sinn eru allir leikmenn hvers félags sem eru 23 ára á almanaksárinu<br />

og yngri, auk 6 eldri leikmanna.<br />

24.1.4. Liðin skulu sjálf standa straum af ferðakostnaði sínum, en annan kostnað vegna leiksins<br />

greiðir heimalið.<br />

25.gr.<br />

2. flokkur karla<br />

Aldur: 19 ára á almanaksárinu og yngri.<br />

Leiktími: 90 mín. (2 x 45 mín.)<br />

Leikhlé: 10 mín.<br />

Framlenging: 30 mín. (2 x 15 mín.)<br />

Skiptingar: Heimilt er að setja alla (5) varamenn inn á í leik.<br />

Stærð knattar: 5<br />

- 12 -


Nr. 3 Maí 2009<br />

25.1. Íslandsmót<br />

25.1.1. Liðum skal skipt í deildir eftir getu. A deild skal skipuð 10 liðum, B deild 10 liðum og C deild<br />

skal skipuð þeim félögum sem ekki eiga lið í A eða B deild. Heimilt er að skipta C deild í<br />

riðla. Sigurvegari í A deild telst Íslandsmeistari.<br />

Ákvæði til bráðabirgða 2008:<br />

Mótanefnd <strong>KSÍ</strong> ákvarðar hvaða ný lið taka sæti í A og B deild vegna fjölgunar liða í A<br />

deild úr 8 í 10 og í B deild úr 9 í 10 árið 2008, með hliðsjón af 25.1.4.<br />

25.1.2. Í öllum deildum skal leikin tvöföld umferð og leikur hvert lið tvo leiki gegn hverju hinna<br />

liðanna, heima og heiman. Í C deild getur mótanefnd vikið frá þessu ákvæði. Keppnin er<br />

stigakeppni.<br />

25.1.3. Þau tvö lið, sem verða neðst í A deild falla næsta keppnisár niður í B deild, en tvö efstu liðin í<br />

B deild taka sæti þeirra í A deild. Þau tvö lið, sem verða neðst í B deild falla næsta keppnisár<br />

niður í C deild, en tvö efstu liðin í C deild taka sæti þeirra í B deild. Sé C deild leikin í riðlum<br />

skal fara fram úrslitakeppni um tvö laus sæti í B deild skv. ákvörðun mótanefndar.<br />

25.1.4. Ef sæti losnar í A eða B deild flyst liðið í 3. sæti næstu deildar fyrir neðan upp um deild.<br />

25.1.5. Þegar félag er með tvö A lið í móti gildir: Leikmaður sem leikið hefur með liði 1 er ekki<br />

heimilt að leika með liði 2 fyrr en eftir næsta leik hjá liði 2 þar á eftir.<br />

25.1.6. Einnig skal vera sjálfstæð keppni meðal 2. aldursflokks B liða er ber nafnið 2. flokkur B.<br />

Leitast skal við að B liðin leiki við sömu andstæðinga og A liðin. Útkoma liða í 2. flokki B<br />

hefur engin áhrif á 2. flokk A. Hlutgengir til leiks í hvert sinn eru allir leikmenn hvers félags<br />

nema þeir sem léku næsta leik á undan með A liði félagsins í Íslandsmóti með þeirri<br />

undantekningu að leikmaður sem kom inn á í síðari hálfleik þess leiks er heimilt að leika með<br />

B liði félagsins.<br />

25.2. Bikarkeppni <strong>KSÍ</strong><br />

25.2.1. Þátttaka í bikarkeppni <strong>KSÍ</strong> er heimil öllum aðildarfélögum <strong>KSÍ</strong>.<br />

25.2.2. Hverju félagi er heimilt að senda eitt lið til keppni.<br />

25.2.3. Keppt skal samkvæmt útsláttarfyrirkomulagi, þannig að sigurvegari leiks heldur áfram keppni<br />

en taplið er úr leik. Það lið, sem á undan er dregið, skal leika á heimavelli. Við niðurröðun er<br />

mótanefnd heimilt að taka tillit til styrkleika liða, landsvæða og ferðakostnaðar.<br />

25.2.4. Í keppninni skal leikið til þrautar. Sé jafnt eftir venjulegan leiktíma skal framlengt og sé enn<br />

jafnt skal fara fram vítaspyrnukeppni.<br />

25.2.5. Ferðakostnaður (fargjald fyrir 18 manns) greiðist að jöfnu af báðum leikaðilum enda skal<br />

hagkvæmni gætt í ferðakostnaði.<br />

26.gr.<br />

3. flokkur karla<br />

11 MANNA LIÐ<br />

Aldur: 16 ára á almanaksárinu og yngri.<br />

Leiktími: 80 mín. (2 x 40 mín.)<br />

Leikhlé: 10 mín.<br />

Framlenging: 20 mín. (2 x 10 mín.)<br />

Skiptingar: Heimilt er að setja alla (5) varamenn inn á í leik.<br />

Stærð knattar: 5<br />

- 13 -


Nr. 3 Maí 2009<br />

26.1. Íslandsmót - 11 manna lið<br />

26.1.1. Liðum skal skipt í deildir eftir getu. A deild skal skipuð 8 liðum, B deild 8 liðum og C deild<br />

skal skipuð þeim félögum sem ekki eiga lið í A eða B deild. Heimilt er að skipta C deild í tvo<br />

eða þrjá hópa ef þurfa þykir. Einnig er mótanefnd heimilt að skipta C deild í hópa eftir<br />

landshlutum telji hún ástæðu til.<br />

26.1.2. Þau tvö lið, sem verða neðst í A deild falla næsta keppnisár niður í B deild, en tvö efstu liðin í<br />

B deild taka sæti þeirra í A deild. Þau tvö lið, sem verða neðst í B deild falla næsta keppnisár<br />

niður í C deild. Tvö efstu liðin í C deild skulu flytjast í B deild næsta keppnisár. Ef C deild er<br />

skipt í hópa skal mótanefnd ákveða fyrirkomulag úrslitakeppni C deildar sem ákvarði hvaða<br />

félög flytjist í B deild og hvaða félag teljist sigurvegari C deildar.<br />

26.1.3. Í öllum deildum skal leikin tvöföld umferð og leikur hvert lið tvo leiki gegn hverju hinna<br />

liðanna, heima og heiman. Þó er mótanefnd heimilt að gera undantekningu varðandi C deild.<br />

Keppnin er stigakeppni.<br />

26.1.4. Eftir deildarkeppni skal fara fram úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn. Í úrslitakeppninni<br />

skulu leika sigurvegarar A, B og C deild og lið í öðru sæti A deildar. Leikið er með<br />

útsláttarfyrirkomulagi. Í undanúrslitum leikur A1 gegn C1 og A2 gegn B1. Síðan skal fara<br />

fram úrslitaleikur. Deildakeppni skal fara fram á tímabilinu maí til ágúst og úrslitakeppni í<br />

september.<br />

26.1.5. Þegar félag er með tvö A lið í móti gildir: Leikmaður sem leikið hefur með liði 1 er ekki<br />

heimilt að leika með liði 2 fyrr en eftir næsta leik hjá liði 2 þar á eftir. Þegar félag er með þrjú<br />

A lið í móti gildir: Leikmaður sem leikið hefur með liði 1 eða 2 er ekki heimilt að leika með<br />

liði 3 fyrr en eftir næsta leik hjá liði 3 þar á eftir.<br />

26.1.6. Einnig skal vera sjálfstæð keppni meðal 3. aldursflokks B liða er ber nafnið 3. flokkur B.<br />

Leitast skal við að B liðin leiki við sömu andstæðinga og A liðin. Útkoma liða í 3. flokki B<br />

hefur engin áhrif á 3. flokk A. Hlutgengir til leiks í hvert sinn eru allir leikmenn hvers félags<br />

nema þeir sem léku næsta leik á undan með A liði félagsins í Íslandsmóti með þeirri<br />

undantekningu að leikmaður sem kom inn á í síðari hálfleik þess leiks er heimilt að leika með<br />

B liði félagsins.<br />

26.1.7. Þegar félag er með tvö B lið í móti gildir: Leikmaður sem leikið hefur með liði 1 er ekki<br />

heimilt að leika með liði 2 fyrr en eftir næsta leik hjá liði 2 þar á eftir.<br />

26.2. Bikarkeppni <strong>KSÍ</strong><br />

26.2.1. Þátttaka í Bikarkeppni <strong>KSÍ</strong> er heimil öllum aðildarfélögum <strong>KSÍ</strong>.<br />

26.2.2. Hverju félagi er heimilt að senda eitt lið til keppni.<br />

26.2.3. Keppnin er svæðakeppni og skal landinu skipt í fjögur svæði: Suður- og Vesturland, Vestfirði,<br />

Norðurland og Austurland.<br />

26.2.4. Á Suður- og Vesturlandi skal leikið með útsláttarfyrirkomulagi þannig, að sigurvegari leiks<br />

heldur áfram en taplið er úr leik. Það lið, sem á undan er dregið, skal leika á heimavelli. Við<br />

niðurröðun er mótanefnd heimilt að taka tillit til styrkleika liða, landsvæða og ferðakostnaðar.<br />

Í keppninni skal leikið til þrautar. Sé jafnt eftir venjulegan leiktíma skal framlengt og sé enn<br />

jafnt skal fara fram vítaspyrnukeppni.<br />

26.2.5. Á hinum landssvæðunum skal leikið með sama hætti og á Suður- og Vesturlandi. Mótanefnd<br />

er þó heimilt að láta leika með útsláttarfyrirkomulagi þannig, að bæði sé leikið heima og<br />

heiman.<br />

26.2.6. Félag sem ferðast til leiks, skal greiða ferða- og uppihaldskostnað sinn.<br />

7 MANNA LIÐ<br />

Aldur: 16 ára á almanaksárinu og yngri.<br />

Leiktími: 70 mín. (2 x 35 mín.)<br />

Leikhlé: 5 mín.<br />

Framlenging: 15 mín. (2 x 7,5 mín.)<br />

Leikmannaskipti: Skv. reglugerð <strong>KSÍ</strong> um knattspyrnu í 7 manna liðum.<br />

Stærð knattar: 5.<br />

Keppni fer fram skv. reglugerð <strong>KSÍ</strong> um knattspyrnu í 7 manna liðum.<br />

- 14 -


Nr. 3 Maí 2009<br />

26.3. Íslandsmót - 7 manna lið<br />

26.3.1. Leikreglur skulu fylgja knattspyrnulögunum og reglugerð <strong>KSÍ</strong> um knattspyrnumót nema<br />

annað sé tekið fram í reglugerð <strong>KSÍ</strong> um knattspyrnu í 7 manna liðum.<br />

26.3.2. Hverju félagi er heimilt að senda tvö lið til keppni.<br />

26.3.3. Leikmaður er aðeins hlutgengur með einu liði gegn sama félagi. Hlutgengir til leiks í hvert<br />

sinn eru allir leikmenn hvers félags nema þeir sem hófu næsta leik á undan með 11 manna liði<br />

félagsins í Íslandsmóti eða bikarkeppni.<br />

26.3.4. Mótinu er skipt í tvo hluta, svæðakeppni og úrslitakeppni. Keppnin er stigakeppni.<br />

26.3.5. Mótanefnd er heimilt að láta keppni á einstökum svæðum fara fram í hraðmótum, ef<br />

viðkomandi aðilar æskja þess og er þá heimilt að stytta leiktímann.<br />

26.3.6. Sigurvegari í úrslitakeppni telst Íslandsmeistari.<br />

27.gr.<br />

4. flokkur karla<br />

11 MANNA LIÐ<br />

Aldur: 14 ára á almanaksárinu og yngri.<br />

Leiktími: 70 mín. (2 x 35 mín.)<br />

Leikhlé: 5 mín.<br />

Framlenging: 20 mín. (2 x 10 mín.)<br />

Leikmannaskipti: Skv. reglugerð <strong>KSÍ</strong> um knattspyrnu í 7 manna liðum.<br />

Stærð knattar: 4.<br />

27.1. Íslandsmót - 11 manna lið<br />

27.1.1. Keppnin skal vera svæðakeppni og skal landinu skipt í svæði:<br />

Suðurland, Vesturland og Vestfirðir (A, B og C riðill),<br />

Norðurland (E riðill),<br />

Austurland (F riðill).<br />

Keppnin er stigakeppni.<br />

27.1.2. Þau tvö lið sem verða neðst í A riðli falla næsta keppnisár niður í B riðil en tvö efstu liðin í B<br />

riðli taka sæti þeirra í A riðli. Þau tvö lið sem verða neðst í B riðli falla næsta keppnisár niður<br />

í C riðil en tvö efstu liðin í C riðli taka sæti þeirra í B riðli.<br />

27.1.3. Þegar félag er með tvö A lið í móti gildir: Leikmaður sem leikið hefur með liði 1<br />

er ekki heimilt að leika með liði 2 fyrr en eftir næsta leik hjá liði 2 þar á eftir.<br />

27.1.4. Mótanefnd skal leitast við að hafa ekki færri leiki en átta á hvert lið.<br />

27.1.5. Mótanefnd er heimilt að láta keppni á einstökum svæðum fara fram í hraðmótum, ef<br />

viðkomandi aðilar æskja þess.<br />

27.1.6. Eftir svæðakeppni skal fara fram úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn og skal skipa liðum í<br />

tvo riðla sem hér segir:<br />

Riðill 1: A1, A3, B2 og C1.<br />

Riðill 2: A2, B1, E1 og F1.<br />

Ef F1 tekur ekki þátt í úrslitakeppni kemur E2 í stað þess.<br />

(Hér táknar A1: Lið nr. 1 í A riðli í undankeppni o.s.frv.)<br />

27.1.7. Í úrslitakeppni skal leikið sem hér segir:<br />

Leikdagar 1: A1 - A3 og B2 - C1 / A2 - F1 og B1 - E1.<br />

Leikdagur 2: A1 - B2 og A3 - C1 / F1 - E1 og A2 - B1.<br />

Leikdagur 3: C1 - A1 og B2 - A3 / B1 - F1 og E1 - A2.<br />

27.1.8. Sigurvegarar riðla í úrslitakeppni skulu leika úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn skv.<br />

ákvörðun mótanefndar og skal leikið til þrautar. Ef jafnt er eftir venjulegan leiktíma skal<br />

framlengt. Sé enn jafnt skal fara fram vítaspyrnukeppni. <strong>KSÍ</strong> skal greiða allan ferðakostnað<br />

við leikinn og skal hann miðast við 18 manns.<br />

27.1.9.Keppnin skal hefjast í maílok og ljúka í ágústlok.<br />

- 15 -


Nr. 3 Maí 2009<br />

27.1.10.Einnig skal vera sjálfstæð keppni meðal 4. aldursflokks B liða er ber nafnið 4. flokkur B.<br />

Leitast skal við að B liðin leiki við sömu andstæðinga og A liðin. Útkoma liða í 4. flokki B<br />

hefur engin áhrif á 4. flokk A. Hlutgengir til leiks í hvert sinn eru allir leikmenn hvers félags<br />

nema þeir sem hófu næsta leik á undan með A liði félagsins í Íslandsmóti. Úrslitakeppni 4.<br />

flokks B fer fram skv. ákvörðun mótanefndar.<br />

27.1.11.Þegar félag er með tvö B lið í móti gildir: Leikmaður sem leikið hefur með liði 1<br />

er ekki heimilt að leika með liði 2 fyrr en eftir næsta leik hjá liði 2 þar á eftir.<br />

27.1.12.Einnig skal vera sjálfstæð keppni meðal 4. aldursflokks C liða er ber nafnið 4. flokkur C.<br />

Leitast skal við að C liðin leiki við sömu andstæðinga og B liðin. Útkoma liða í 4. flokki C<br />

hefur engin áhrif á 4. flokk B. Hlutgengir til leiks í hvert sinn eru allir leikmenn hvers félags<br />

nema þeir sem hófu næsta leik á undan með A eða B liði félagsins í Íslandsmóti.<br />

Úrslitakeppni 4. flokks C fer fram skv. ákvörðun mótanefndar.<br />

27.1.13.Þegar félag er með tvö C lið í móti gildir: Leikmaður sem leikið hefur með liði 1<br />

er ekki heimilt að leika með liði 2 fyrr en eftir næsta leik hjá liði 2 þar á eftir<br />

7 MANNA LIÐ<br />

Aldur: 14 ára á almanaksárinu og yngri.<br />

Leiktími: 60 mín. (2 x 30 mín.)<br />

Leikhlé: 5 mín.<br />

Framlenging: 15 mín. (2 x 7,5 mín.)<br />

Leikmannaskipti: Skv. reglugerð <strong>KSÍ</strong> um knattspyrnu í 7 manna liðum.<br />

Stærð knattar: 4.<br />

Keppni fer fram skv. reglugerð <strong>KSÍ</strong> um knattspyrnu í 7 manna liðum.<br />

27.2. Íslandsmót - 7 manna lið<br />

27.2.1. Leikreglur skulu fylgja knattspyrnulögunum og reglugerð <strong>KSÍ</strong> um knattspyrnumót nema<br />

annað sé tekið fram í reglugerð <strong>KSÍ</strong> um knattspyrnu í 7 manna liðum.<br />

27.2.2. Hverju félagi er heimilt að senda tvö lið til keppni.<br />

27.2.3. Leikmaður er aðeins hlutgengur með einu liði gegn sama félagi. Hlutgengir til leiks í hvert<br />

sinn eru allir leikmenn hvers félags nema þeir sem hófu næsta leik á undan með 11 manna liði<br />

félagsins í Íslandsmóti eða bikarkeppni.<br />

27.2.4. Mótinu er skipt í tvo hluta, svæðakeppni og úrslitakeppni. Keppnin er stigakeppni.<br />

27.2.5. Mótanefnd er heimilt að láta keppni á einstökum svæðum fara fram í hraðmótum, ef<br />

viðkomandi aðilar æskja þess og er þá heimilt að stytta leiktímann.<br />

27.2.6. Sigurvegari í úrslitakeppni telst Íslandsmeistari.<br />

28.gr.<br />

5. flokkur karla<br />

Aldur: 12 ára á almanaksárinu og yngri.<br />

Leiktími: 40 mín. (2 x 20 mín.)<br />

Leikhlé: 5 mín.<br />

Framlenging: 15 mín. (2 x 7.5 mín.)<br />

Leikmannaskipti: Skv. reglugerð <strong>KSÍ</strong> um knattspyrnu í 7 manna liðum.<br />

Stærð knattar: 4.<br />

Keppni fer fram skv. reglugerð <strong>KSÍ</strong> um knattspyrnu í 7 manna liðum.<br />

28.1. Íslandsmót<br />

28.1.1. Leikreglur skulu fylgja knattspyrnulögunum og reglugerð <strong>KSÍ</strong> um knattspyrnumót nema<br />

annað sé tekið fram í reglugerð <strong>KSÍ</strong> um knattspyrnu í 7 manna liðum.<br />

28.1.2. Keppnin skal vera svæðakeppni og skal landinu skipt í 4 svæði: Suður- og Vesturland (A, B<br />

og C riðill), Vestfirðir (D riðill), Norðurland (E riðill) og Austurland (F riðill). Keppnin er<br />

stigakeppni.<br />

28.1.3. Keppni fer fram í A, B, C og D liðum.<br />

- 16 -


Nr. 3 Maí 2009<br />

28.1.4. Leitast skal við að B, C og D lið leiki í sama riðli og A lið.<br />

28.1.5. Þau tvö félög sem verða neðst í A riðli falla næsta keppnisár niður í B riðil en tvö efstu félögin<br />

í B riðli taka sæti þeirra í A riðli. Þau tvö félög sem verða neðst í B riðli falla næsta keppnisár<br />

niður í C riðil en tvö efstu félögin í C riðli taka sæti þeirra í B riðli.<br />

28.1.6. Mótanefnd skal leitast við að hafa ekki færri leiki en átta á hvert lið.<br />

28.1.7. Mótanefnd er heimilt að láta keppni á einstökum svæðum fara fram í hraðmótum, ef<br />

viðkomandi aðilar æskja þess og er þá heimilt að stytta leiktímann<br />

28.1.8. Eftir svæðakeppni skal fara fram úrslitakeppni A-liða um Íslandsmeistaratitilinn.<br />

Úrslitakeppni B liða skal fara fram á sama hátt, en úrslitakeppni C og D liða fer fram<br />

samkvæmt ákvörðun mótanefndar.<br />

Í keppni A og B liða skal skipa félögum í þrjá riðla með fjórum liðum sem hér segir:<br />

Riðill 1: A1, A4, B3 og D1.<br />

Riðill 2: A2, B2, E1 og F1.<br />

Riðill 3: A3, B1, E2 og C1.<br />

Ef keppni fer ekki fram í D riðli skal lið F2 koma í stað D1<br />

Leika skal sem hér segir:<br />

Umferð 1: A1-D1, B3-A4, A2-F1, B2-E1, A3-C1, E2-B1<br />

Umferð 2: D1-A4, A1-B3, F1-E1, A2-B2, C1-B1, A3-E2<br />

Umferð 3. B3-D1, A4-A1, B2-F1, E1-A2, E2-C1, B1-A3<br />

28.1.9. Sigurvegarar í úrslitariðlunum ásamt því liði sem er með bestan árangur í 2. sæti leika til<br />

úrslita viku síðar, þannig að þau mætast fyrst í undanúrslitum og sigurvegararnir síðan í<br />

úrslitaleik. Í undanúrslitum skal dregið um hvaða lið mætast, þó þannig að lið úr sama<br />

úrslitariðli mætist ekki. <strong>KSÍ</strong> skal greiða allan ferðakostnað við þessa leiki í keppni A og B<br />

liða. Skal hann miðast við 13 manns í hverju liði.<br />

28.1.10. Leikmaður getur aðeins verið hlutgengur með einu liði (A, B, C eða D) sama<br />

leikdaginn. Þegar félag er með tvö A og B lið í móti gildir: Leikmanni, sem leikið hefur með<br />

liði 1 (A eða B lið), er ekki heimilt að leika með liði 2 fyrr en eftir næsta leik hjá liði 2 þar á<br />

eftir.<br />

Leikmaður getur aðeins leikið fyrir eitt lið félags (A, B, C eða D lið) í úrslitakeppni og skal<br />

almennt miða við að leikjahæstu leikmenn hvers liðs fyrir sig í riðlakeppni leiki einnig fyrir<br />

viðkomandi lið félagsins í úrslitakeppni. Eftirfarandi takmörkunum skal fylgt: Sjö<br />

leikjahæstu leikmenn A liðs (að því jöfnu þeir sem eru oftast í byrjunarliði) eru ekki hlutgengir<br />

með B liði í úrslitakeppni. Átta leikjahæstu leikmenn A liðs og 7 leikjahæstu leikmenn B liðs<br />

eru ekki hlutgengir með C liði í úrslitakeppni. Átta leikjahæstu leikmenn A og B liðs og 7<br />

leikjahæstu leikmenn C liðs eru ekki hlutgengir með D liði í úrslitakeppni.<br />

28.1.11.Ef félag skilar ekki inn útfylltri leikskýrslu fyrir svæðakeppnina fyrir öll lið viðkomandi<br />

félags (A, B, C og D lið) áður en úrslitakeppni hefst getur það ekki fengið þátttökurétt í<br />

úrslitakeppni 5. flokks, og tekur næsta lið í svæðakeppni sæti þess.<br />

28.1.12. Svæðakeppnin skal hefjast í maílok og ljúka í vikulok í síðari hluta ágúst en<br />

úrslitakeppnin um Íslandsmeistaratitilinn skal hefjast viku síðar.<br />

29.gr.<br />

6. flokkur karla<br />

Aldur: 10 ára á almanaksárinu og yngri.<br />

Leiktími: 30 mín. (2 x 15 mín.)<br />

Leikhlé: 5 mín.<br />

Framlenging: 10 mín. (2 x 5 mín.)<br />

Leikmannaskipti: Skv. reglugerð um <strong>KSÍ</strong> um knattspyrnu í 7 manna liðum.<br />

- 17 -


Nr. 3 Maí 2009<br />

Stærð knattar: 3.<br />

Keppni fer fram skv. reglugerð <strong>KSÍ</strong> um knattspyrnu í 7 manna liðum.<br />

29.1. Pollamót <strong>KSÍ</strong><br />

29.1.1. Leikreglur skulu fylgja knattspyrnulögunum og reglugerð <strong>KSÍ</strong> um knattspyrnumót nema<br />

annað sé tekið fram í reglugerð <strong>KSÍ</strong> um knattspyrnu í 7 manna liðum.<br />

29.1.2. Hverju félagi, sem þátttöku tilkynnir, skal heimilt að senda fjögur lið til keppni, eitt í keppni A<br />

liða, eitt í keppni B liða, eitt í keppni C liða og eitt í keppni D liða.<br />

29.1.3. Leikmaður er einungis hlutgengur með einu liði (A, B, C eða D) í hverju móti.<br />

29.1.4. Keppt skal í riðlum eftir fjölda þeirra félaga sem þátttöku tilkynna. Félög, sem vilja taka til sín<br />

og hafa umsjón með riðli skulu tikynna mótanefnd það fyrir 15. mars.<br />

29.1.5. Umsóknirnar eru ekki bindandi fyrir mótanefnd, en þær skulu hafa forgang ef kostur er.<br />

Mótanefnd <strong>KSÍ</strong> skal annast niðurröðun í riðla með tilliti til umsóknanna og skal hún taka mið<br />

af eftirfarandi:<br />

a. Að eigi séu færri en fjögur lið í riðli.<br />

b. Að hafa þau lið saman í riðli sem eru á sama landssvæði eftir því sem frekast er unnt.<br />

29.1.6. Mótinu er skipt í tvo hluta, undankeppni og svæðisbundna úrslitakeppni. Keppnin er<br />

stigakeppni.<br />

29.1.7. Undankeppnin skal leikin fyrir 15. júlí en úrslitakeppnin skal leikin um miðjan ágúst þar sem<br />

rétt til þátttöku eiga þau félög sem höfnuðu í fyrsta sæti í sínum riðli ásamt því félagi sem<br />

hefur umsjón með úrslitakeppninni. Þá getur mótanefnd boðið liði úr 2. sæti í sínum riðli sæti<br />

í úrslitakeppninni þegar við á.<br />

29.1.8. Í úrslitum skal leikið til úrslita í A, B, C og D liðum. Miða skal við að á Suður- og<br />

Vesturlandi taki 8 lið þátt í úrslitum í tveimur riðlum þar sem leikið er til úrslita að lokinni<br />

riðlakeppni. Á Norður- og Austurlandi skal miðað við að leikið sé í einum 4 liða riðli.<br />

Mótanefnd setur frekari ákvæði um úrslitakeppni ef þörf krefur.<br />

29.1.9. Það félag sem sigrar í úrslitakeppni telst Pollameistari <strong>KSÍ</strong> á viðkomandi svæði.<br />

30.gr.<br />

Eldri flokkur karla 30 ára og eldri<br />

Aldur: 30 ára á almanaksárinu og eldri.<br />

Leiktími: 60 mín. (2 x 30 mín.)<br />

Leikhlé: 10 mín.<br />

Framlenging: 15 mín. (2 x 7,5 mín.)<br />

Leikmannaskipti: Skv. reglugerð <strong>KSÍ</strong> um knattspyrnu í 7 manna liðum.<br />

Stærð knattar: 5.<br />

Keppni fer fram skv. reglugerð <strong>KSÍ</strong> um knattspyrnu í 7 manna liðum<br />

30.1. Íslandsmót - 7 manna lið<br />

30.1.1. Hlutgengir til þátttöku eru leikmenn sem verða 30 ára á almanaksárinu og eldri.<br />

30.1.2 Leikreglur skulu fylgja knattspyrnulögunum og reglugerð <strong>KSÍ</strong> um knattspyrnumót nema<br />

annað sé tekið fram í reglugerð <strong>KSÍ</strong> um knattspyrnu í 7 manna liðum<br />

30.1.3. Hverju félagi er heimilt að senda tvö lið til keppni. Sami leikmaður félags er þá aðeins<br />

hlutgengur með öðru liðinu.<br />

30.1.4. Mótanefnd skal ákveða fyrirkomulag mótsins þegar þátttaka liggur fyrir.<br />

30.1.5. Frávik – 11 manna lið<br />

a) Þrátt fyrir að mótið fari fram skv. reglugerð <strong>KSÍ</strong> um knattspyrnu í 7 manna liðum er heimilt, ef<br />

bæði keppnislið eru sammála um slíkt, að einstakir leikir fari fram skv. knattpyrnulögunum<br />

(11 leikmenn og 5 varamenn). Leikmannaskipti skulu þó vera skv. reglugerð <strong>KSÍ</strong> um<br />

knattspyrnu í 7 manna liðum.<br />

b) Meðferð agamála skal vera skv. ákvæði reglugerðar aga- og úrskurðanefndar <strong>KSÍ</strong> um keppni í<br />

7 manna liðum.<br />

- 18 -


Nr. 3 Maí 2009<br />

31.gr.<br />

Eldri flokkur karla 40 ára og eldri<br />

Aldur: 40 ára á almanaksárinu og eldri.<br />

Leiktími: 60 mín. (2 x 30 mín.)<br />

Leikhlé: 10 mín.<br />

Framlenging: 15 mín. (2 x 7,5 mín.)<br />

Leikmannaskipti: Skv. reglugerð <strong>KSÍ</strong> um knattspyrnu í 7 manna liðum.<br />

Stærð knattar: 5.<br />

Keppni fer fram skv. reglugerð <strong>KSÍ</strong> um knattspyrnu í 7 manna liðum.<br />

31.1. Íslandsmót<br />

31.1.1. Hlutgengir til þátttöku eru leikmenn sem verða 40 ára á almanaksárinu og eldri.<br />

31.1.2. Leikreglur skulu fylgja knattspyrnulögunum og reglugerð <strong>KSÍ</strong> um knattspyrnumót nema<br />

annað sé tekið fram í reglugerð <strong>KSÍ</strong> um knattspyrnu í 7 manna liðum.<br />

31.1.3. Mótanefnd skal ákveða fyrirkomulag mótsins þegar þátttaka liggur fyrir.<br />

32.gr.<br />

Meistaraflokkur kvenna<br />

Leiktími: 90 mín. (2 x 45 mín.)<br />

Leikhlé: 10 mín.<br />

Framlenging: 30 mín. (2 x 15 mín.)<br />

Leikmannaskipti: Heimilt að setja 3 varamenn inn á í leik. Í 1. deild er heimilt að setja alla (5)<br />

varamenn inn á í leik.<br />

Stærð knattar: 5.<br />

Heimalið eða framkvæmdaraðili leiks skal leggja til 7 eins knetti í leikjum í Pepsi-deild kvenna,<br />

aðalkeppni bikarkeppni <strong>KSÍ</strong> og meistarakeppni <strong>KSÍ</strong>, en 3 í öðrum leikjum. Allir knettirnir eru<br />

jafngildir. Skiptiknöttur skal vera aftan við hvort mark og tveir við hvora hliðarlínu, þar sem við á, í<br />

umsjón boltakrakka, sem heimalið eða framkvæmdaraðili leiks skipa. Boltakrakkar skulu auðkenndir<br />

og fjöldi þeirra ekki vera færri en átta þar sem 7 knettir eru notaðir.<br />

32.1. Íslandsmót<br />

32.1.1. Í Íslandsmóti meistaraflokks kvenna skal þátttökuliðum skipt í tvær deildir. Pepsi-deild skal<br />

skipuð 10 liðum og 1. deild öðrum liðum. Stjórn <strong>KSÍ</strong> ákveður á hverju ári hvert skuli vera<br />

nafn viðkomandi deildar.<br />

32.1.2. Tvö neðstu liðin í Pepsi-deild færast næsta leikár niður í 1. deild og tvö efstu liðin í 1. deild<br />

færast næsta leikár upp í Pepsi-deild.<br />

32.1.3. Stjórn <strong>KSÍ</strong> skal ákveða keppnisfyrirkomulag í 1. deild þegar þátttaka liggur fyrir. Heimilt er<br />

að skipta liðum í riðla eða viðhafa svæðakeppni og síðan úrslitakeppni um sæti í Pepsi-deild.<br />

Við skiptingu í riðla er mótanefnd heimilt að taka tillit til styrkleika liða, svæða og<br />

ferðakostnaðar.<br />

32.1.4 Í báðum deildum er leikin tvöföld umferð og leikur hvert lið tvo leiki gegn hverju hinna<br />

liðanna, heima og heiman. Keppnin er stigakeppni. Heimilt er í 1. deild að víkja frá þessu<br />

ákvæðu.<br />

32.1.5. Við niðurröðun leikja skal miða við að hvert lið leiki einn leik í viku en mótanefnd getur þó<br />

raðað þéttar niður.<br />

32.1.6. Mótanefnd skal að öllu jöfnu raða leikjum í tveimur síðustu umferðum í Pepsi-deild kvenna á<br />

sama tíma. Leikir í þessum umferðum, sem geta haft úrslitaáhrif á stöðu liða í efstu sætum<br />

skulu ávallt fara fram á sama tíma. Sama á við um leiki, sem geta haft úrslitaáhrif á fall úr<br />

- 19 -


Nr. 3 Maí 2009<br />

deild. Liði, sem ferðast til leiks í þessari umferð, er óheimilt að treysta á flug á leikdegi og skal<br />

nota annan ferðamáta til að komast á leikstað á réttum tíma.<br />

32.1.7. Ef lið dregur sig úr eða er vísað úr keppni, má það hefja þátttöku í 1. deild á næsta leikári.<br />

Stjórn <strong>KSÍ</strong> er heimilt að flytja lið upp í Pepsi-deild, þannig að ekki verði færri en 10 lið í<br />

deildinni.<br />

32.1.8 Lögð skal áhersla á að leikir fari fram á völlum með grasi eða knattspyrnugrasi. Sé leikið á<br />

malarvelli (1. deild) skal framkvæmdaraðili leiks (heimalið) tilkynna aðkomuliði um það með<br />

sólarhrings fyrirvara.<br />

32.1.9. Heimalið greiðir kostnað vegna framkvæmdar leiks. Það félag, sem ferðast til leiks greiðir<br />

sjálft ferða- og uppihaldskostnað leikmanna sinna. Hafi félag ferðast til leiks, sem síðan er<br />

aflýst, án þess að unnt hafi verið að tilkynna félaginu það áður en ferðin hófst, á félagið rétt á<br />

greiðslu helmings ferðakostnaðar fyrir 18 manns (þar sem það á við), enda hafi ferðin hafist á<br />

eðlilegum tíma. Þetta gildir einnig þegar dómari verður að slíta leik og hann þarf að fara fram<br />

að nýju. Hafi leiknum verið aflýst með meira en 24 stunda fyrirvara á aðkomulið ekki rétt á<br />

greiðslu helmings ferðakostnaðar. Mótanefnd <strong>KSÍ</strong> sker úr ágreiningi um ferðakostnaðinn.<br />

32.1.10.Tekjur af seldum aðgöngumiðum skulu renna til heimaliðs, en tekjur af útvarpi og sjónvarpi<br />

skiptist milli leikaðila. Við aðgöngumiðasölu skal skylt að nota númeraða miða. Stjórn <strong>KSÍ</strong><br />

getur ákveðið lágmarksverð aðgöngumiða.<br />

32.2. Bikarkeppni <strong>KSÍ</strong><br />

32.2.1. Þátttaka í Bikarkeppni <strong>KSÍ</strong> er heimil öllum aðildarfélögum <strong>KSÍ</strong>.<br />

32.2.2. Hverju félagi er heimilt að senda eitt lið til keppni.<br />

32.2.3. Keppt skal samkvæmt útsláttarfyrirkomulagi, þannig að sigurvegari leiks heldur áfram keppni<br />

en taplið er úr leik. Í keppninni skal leikið til þrautar. Sé jafnt eftir venjulegan leiktíma skal<br />

framlengt og sé enn jafnt skal fara fram vítaspyrnukeppni.<br />

32.2.4. Keppni skal vera tvískipt, undankeppni og aðalkeppni. Aðalkeppni hefst með 8 liða úrslitum<br />

og skal mótanefnd ákveða hvaða lið fara beint inn í aðalkeppnina. Draga skal um hvað lið<br />

mætast og skal það lið sem dregið er á undan leika á heimavelli. Við niðurröðun leikja í<br />

undankeppni er mótanefnd heimilt að taka tillit til styrkleika liða, landsvæða og<br />

ferðakostnaðar.<br />

32.2.5. Tekjur af seldum aðgöngumiðum og tekjur af útvarpi og sjónvarpi skulu skiptast jafnt milli<br />

leikaðila. Allar aðrar tekjur skulu renna til heimaliðs, nema leikaðilar komist að öðru<br />

samkomulagi. Um aðgöngumiða gilda sömu ákvæði og í Íslandsmóti eftir því sem við á<br />

32.2.6. Venjulegur kostnaður við leiki, þ. e. 20% framkvæmdagjald til heimaliðsins, ferðakostnaður<br />

keppnisliða (fargjald fyrir allt að 22) og ferða- og uppihaldskostnaður dómara greiðist að jöfnu<br />

af báðum leikaðilum. Aðkomulið skal gæta hagkvæmni í ferðakostnaði<br />

32.2.7. Hugsanlegt tap greiðist af leikaðilum að jöfnu.<br />

32.2.8. Úrslitaleikur bikarkeppninnar skal fara fram á Laugardalsvelli í ágúst eða september.<br />

32.2.9. Í úrslitaleik skulu leikaðilar eiga rétt á öllu auglýsingasvæði við leikvöllinn. <strong>KSÍ</strong> skal þó eiga<br />

rétt á 40 metra auglýsingasvæði miðsvæðis meðfram langhlið vallar og 20 metra til hvors enda<br />

fyrir fasta styrktaraðila. Svæði því sem kemur í hlut leikaðila, skulu þeir skipta með sér til<br />

helminga og hljóta óskiptar tekjur hvor fyrir sig af sölu eigin svæðis, nema leikaðilar komist<br />

að öðru samkomulagi.<br />

32.2.10.Stjórn <strong>KSÍ</strong> ákveður á hverju ári hvert skuli vera nafn bikarkeppninnar.<br />

32.3. Meistarakeppni <strong>KSÍ</strong><br />

32.3.1. Árlega skal fara fram leikur milli Íslandsmeistara og bikarmeistara <strong>KSÍ</strong>. Sé sama félag í senn<br />

Íslandsmeistari og bikarmeistari skulu Íslandsmeistararnir leika gegn liði því sem varð nr. 2 í<br />

Pepsi-deild.<br />

32.3.2. Í keppninni skal leikið til þrautar. Sé jafnt eftir venjulegan leiktíma skal framlengt og sé enn<br />

jafnt skal fara fram vítaspyrnukeppni. .<br />

32.3.3. Tekjur af seldum aðgöngumiðum og tekjur af útvarpi og sjónvarpi skulu skiptast jafnt milli<br />

leikaðila. Venjulegur kostnaður við leiki, þ. e. vallarleiga, ferðakostnaður keppnisliða (fargjald<br />

- 20 -


Nr. 3 Maí 2009<br />

fyrir allt að 22) og ferða- og uppihaldskostnaður dómara greiðist að jöfnu af báðum<br />

leikaðilum. Aðkomulið skal gæta hagkvæmni í ferðakostnaði. Hagnaður eða tap af leiknum<br />

skal skiptast jafnt milli leikaðila.<br />

33.gr.<br />

2. flokkur kvenna<br />

11 MANNA LIÐ<br />

Aldur: 19 ára á almanaksárinu og yngri.<br />

Leiktími: 90 mín. (2 x 45 mín.)<br />

Leikhlé: 10 mín.<br />

Framlenging: 30 mín. (2 x 15 mín.)<br />

Leikmannaskipti: Heimilt er að setja alla (5) varamenn inn á í leik.<br />

Stærð knattar: 5.<br />

33.1. Íslandsmót<br />

33.1.1. Liðum skal skipt í deildir eftir getu. A deild skal skipuð allt að 8 liðum, en B deild skal skipuð<br />

þeim liðum, sem ekki leika í A deild. Sigurvegari í A deild telst Íslandsmeistari.<br />

33.1.2. Í A deild skal leikin a.m.k. tvöföld umferð og leikur hvert lið a.m.k. tvo leiki gegn hverju<br />

hinna liðanna. Fyrirkomulag B deildar skal vera skv. ákvörðun mótanefndar. Keppnin er<br />

stigakeppni.<br />

33.1.3. Þau tvö lið, sem verða neðst í A deild falla næsta leikár niður í B deild, en tvö efstu liðin í B<br />

deild taka sæti þeirra í A deild. Ef B deild er skipt í hópa skal mótanefnd ákveða fyrirkomulag<br />

úrslitakeppni B deildar sem ákvarði hvaða félög flytjist í A deild á næsta leikári.<br />

33.1.4. Þegar félag er með tvö A lið í móti gildir: Leikmaður sem leikið hefur með liði 1 er ekki<br />

heimilt að leika með liði 2 fyrr en eftir næsta leik hjá liði 2 þar á eftir.<br />

33.2. Bikarkeppni <strong>KSÍ</strong><br />

33.2.1. Þátttaka í bikarkeppni <strong>KSÍ</strong> er heimil öllum aðildarfélögum <strong>KSÍ</strong>.<br />

33.2.2. Hverju félagi er heimilt að senda eitt lið til keppni.<br />

33.2.3. Keppt skal samkvæmt útsláttarfyrirkomulagi, þannig að sigurvegari leiks heldur áfram keppni<br />

en taplið er úr leik. Það lið, sem á undan er dregið, skal leika á heimavelli. Við niðurröðun er<br />

mótanefnd heimilt að taka tillit til styrkleika liða, landsvæða og ferðakostnaðar.<br />

33.2.4. Í keppninni skal leikið til þrautar. Sé jafnt eftir venjulegan leiktíma skal framlengt og sé enn<br />

jafnt skal fara fram vítaspyrnukeppni.<br />

33.2.5. Ferðakostnaður (fargjald fyrir 18 manns) greiðist að jöfnu af báðum leikaðilum enda skuli<br />

hagkvæmni gætt í ferðakostnaði.<br />

7 MANNA LIÐ<br />

Aldur: 19 ára á almanaksárinu og yngri.<br />

Leiktími: 70 mín. (2 x 35 mín.)<br />

Leikhlé: 5 mín.<br />

Framlenging: 15 mín. (2 x 7,5 mín.)<br />

Leikmannaskipti: Skv. reglugerð <strong>KSÍ</strong> um knattspyrnu í 7 manna liðum.<br />

Stærð knattar: 5<br />

Keppni fer fram skv. reglugerð <strong>KSÍ</strong> um knattspyrnu í 7 manna liðum.<br />

33.3. Íslandsmót - 7 manna lið<br />

33.3.1. Leikreglur skulu fylgja knattspyrnulögunum og reglugerð <strong>KSÍ</strong> um knattspyrnumót nema<br />

annað sé tekið fram í reglugerð <strong>KSÍ</strong> um knattspyrnu í 7 manna liðum.<br />

33.3.2. Hverju félagi er heimilt að senda tvö lið til keppni.<br />

33.3.3. Leikmaður er aðeins hlutgengur með einu liði gegn sama félagi. Hlutgengir til leiks í hvert<br />

sinn eru allir leikmenn hvers félags nema þeir sem hófu næsta leik á undan með 11 manna liði<br />

félagsins í Íslandsmóti eða bikarkeppni.<br />

33.3.4. Mótinu er skipt í tvo hluta, svæðakeppni og úrslitakeppni. Keppnin er stigakeppni.<br />

- 21 -


Nr. 3 Maí 2009<br />

33.3.5. Mótanefnd er heimilt að láta keppni á einstökum svæðum fara fram í hraðmótum, ef<br />

viðkomandi aðilar æskja þess og er þá heimilt að stytta leiktímann.<br />

34.gr.<br />

3. flokkur kvenna<br />

11 MANNA LIÐ<br />

Aldur: 16 ára á almanaksárinu og yngri.<br />

Leiktími: 80 mín. (2 x 40 mín.)<br />

Leikhlé: 10 mín.<br />

Framlenging: 20 mín. (2 x 10 mín.)<br />

Leikmannaskipti: Heimilt er að setja alla (5) varamenn inn á í leik.<br />

Stærð knattar: 5.<br />

34.1. Íslandsmót - 11 manna lið<br />

34.1.1. Liðum skal skipt í deildir eftir getu. A deild skal skipuð allt að 8 liðum og B deild skal skipuð<br />

þeim liðum sem ekki eru í A deild. Heimilt er að skipta B deild í hópa, t.d. eftir landshlutum.<br />

34.1.2. Þau tvö lið, sem verða neðst í A deild falla næsta leikár niður í B deild, en tvö efstu liðin í B<br />

deild taka sæti þeirra í A deild. Ef B deild er skipt í hópa skal mótanefnd ákveða fyrirkomulag<br />

úrslitakeppni B deildar sem ákvarði hvaða félög flytjist í A deild og hvaða félag teljist<br />

sigurvegari í B deild.<br />

34.1.3. Í öllum deildum skal leikin a.m.k. tvöföld umferð. Þó er mótanefnd heimilt að gera<br />

undantekningu varðandi B deild. Keppnin er stigakeppni.<br />

34.1.4. Eftir deildakeppni skal fara fram úrslitakeppni fjögurra liða um Íslandsmeistaratitilinn skv.<br />

ákvörðun mótanefndar. Keppnin skal hefjast í maílok og ljúka í byrjun september.<br />

34.1.5. Þegar félag er með tvö A lið í móti gildir: Leikmaður sem leikið hefur með liði 1 er ekki<br />

heimilt að leika með liði 2 fyrr en eftir næsta leik hjá liði 2 þar á eftir.<br />

34.2. Bikarkeppni <strong>KSÍ</strong><br />

34.2.1. Þátttaka í Bikarkeppni <strong>KSÍ</strong> er heimil öllum aðildarfélögum <strong>KSÍ</strong>.<br />

34.2.2. Hverju félagi er heimilt að senda eitt lið til keppni.<br />

34.2.3. Keppnin er svæðakeppni og skal landinu skipt í fjögur svæði: Suður- og Vesturland, Vestfirði,<br />

Norðurland og Austurland.<br />

34.2.4. Á Suður- og Vesturlandi skal leikið með útsláttarfyrirkomulagi þannig, að sigurvegari leiks<br />

heldur áfram en taplið er úr leik. Það lið, sem á undan er dregið, skal leika á heimavelli. Við<br />

niðurröðun er mótanefnd heimilt að taka tillit til styrkleika liða, landsvæða og ferðakostnaðar.<br />

Í keppninni skal leikið til þrautar. Sé jafnt eftir venjulegan leiktíma skal framlengt og sé enn<br />

jafnt skal fara fram vítaspyrnukeppni.<br />

34.2.5. Á hinum landssvæðunum skal leikið með sama hætti og á Suður- og Vesturlandi. Mótanefnd<br />

er þó heimilt að láta leika með útsláttarfyrirkomulagi þannig, að bæði sé leikið heima og<br />

heiman.<br />

7 MANNA LIÐ<br />

Aldur: 16 ára á almanaksárinu og yngri.<br />

Leiktími: 70 mín. (2 x 35 mín.)<br />

Leikhlé: 5 mín.<br />

Framlenging: 15 mín. (2 x 7,5 mín.)<br />

Leikmannaskipti:Skv. reglugerð <strong>KSÍ</strong> um knattspyrnu í 7 manna liðum<br />

Stærð knattar: 5.<br />

Keppni fer fram skv. reglugerð <strong>KSÍ</strong> um knattspyrnu í 7 manna liðum.<br />

34.3. Íslandsmót - 7 manna lið<br />

- 22 -


Nr. 3 Maí 2009<br />

34.3.1. Leikreglur skulu fylgja knattspyrnulögunum og reglugerð <strong>KSÍ</strong> um knattspyrnumót nema<br />

annað sé tekið fram í reglugerð <strong>KSÍ</strong> um knattspyrnu í 7 manna liðum.<br />

34.3.2. Hverju félagi er heimilt að senda tvö lið til keppni.<br />

34.3.3. Leikmaður er aðeins hlutgengur með einu liði gegn sama félagi. Hlutgengir til leiks í hvert<br />

sinn eru allir leikmenn hvers félags nema þeir sem hófu næsta leik á undan með 11 manna liði<br />

félagsins í Íslandsmóti eða bikarkeppni.<br />

34.3.4. Mótinu er skipt í tvo hluta, svæðakeppni og úrslitakeppni. Keppnin er stigakeppni.<br />

34.3.5. Mótanefnd er heimilt að láta keppni á einstökum svæðum fara fram í hraðmótum, ef<br />

viðkomandi aðilar æskja þess og er þá heimilt að stytta leiktímann.<br />

34.3.6. Sigurvegari í úrslitakeppni telst Íslandsmeistari.<br />

35.gr.<br />

4. flokkur kvenna<br />

Aldur: 14 ára á almanaksárinu og yngri.<br />

Leiktími: 70 mín. (2 x 35 mín.)<br />

Leikhlé: 5 mín.<br />

Framlenging: 20 mín. (2 x 10 mín.)<br />

Leikmannaskipti:Skv. reglugerð <strong>KSÍ</strong> um knattspyrnu í 7 manna liðum<br />

Stærð knattar: 4.<br />

35.1. Íslandsmót - 11 manna lið<br />

35.1.1. Keppnin skal vera svæðakeppni og skal landinu skipt í svæði:<br />

Suðurland, Vesturland og Vestfirðir (A og B riðill),<br />

Norðurland (E riðill) og<br />

Austurland (F riðill).<br />

Keppnin er stigakeppni.<br />

35.1.2. Þau tvö lið sem verða neðst í A riðli falla næsta keppnisár niður í B riðil en tvö efstu liðin í B<br />

riðli taka sæti þeirra í A riðli.<br />

35.1.3. Þegar félag er með tvö A lið í móti gildir: Leikmaður sem leikið hefur með liði 1 er ekki<br />

heimilt að leika með liði 2 fyrr en eftir næsta leik hjá liði 2 þar á eftir.<br />

35.1.4. Mótanefnd skal leitast við að hafa ekki færri leiki en átta á hvert lið.<br />

35.1.5. Eftir svæðakeppni skal fara fram úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn skv. ákvörðun<br />

mótanefndar.<br />

35.1.6. Keppnin skal hefjast í maílok og ljúka í ágústlok.<br />

35.1.7. Einnig skal vera sjálfstæð keppni meðal 4. aldursflokks B liða er ber nafnið 4. flokkur B.<br />

Leitast skal við að B liðin leiki við sömu andstæðinga og A liðin. Útkoma liða í 4. flokki B<br />

hefur engin áhrif á 4. flokk A. Hlutgengir til leiks í hvert sinn eru allir leikmenn hvers félags<br />

nema þeir sem hófu næsta leik á undan með A liði félagsins í Íslandsmóti.<br />

35.1.8. Þegar félag er með tvö B lið í móti gildir: Leikmaður sem leikið hefur með liði 1 er ekki<br />

heimilt að leika með liði 2 fyrr en eftir næsta leik hjá liði 2 þar á eftir.<br />

7 MANNA LIÐ<br />

Aldur: 14 ára á almanaksárinu og yngri.<br />

Leiktími: 60 mín. (2 x 30 mín.)<br />

Leikhlé: 5 mín.<br />

Framlenging: 15 mín. (2 x 7,5 mín.)<br />

Skiptingar: Skv. reglugerð <strong>KSÍ</strong> um knattspyrnu í 7 manna liðum<br />

Stærð knattar: 4.<br />

Keppni fer fram skv. reglugerð <strong>KSÍ</strong> um knattspyrnu í 7 manna liðum.<br />

- 23 -


Nr. 3 Maí 2009<br />

35.2. Íslandsmót - 7 manna lið<br />

35.2.1. Leikreglur skulu fylgja knattspyrnulögunum og reglugerð <strong>KSÍ</strong> um knattspyrnumót nema<br />

annað sé tekið fram í reglugerð <strong>KSÍ</strong> um knattspyrnu í 7 manna liðum.<br />

35.2.2. Hverju félagi er heimilt að senda tvö lið til keppni.<br />

35.2.3. Leikmaður er aðeins hlutgengur með einu liði gegn sama félagi. Hlutgengir til leiks í hvert<br />

sinn eru allir leikmenn hvers félags nema þeir sem hófu næsta leik á undan með 11 manna liði<br />

félagsins í Íslandsmóti eða bikarkeppni.<br />

35.2.4. Mótinu er skipt í tvo hluta, svæðakeppni og úrslitakeppni. Keppnin er stigakeppni.<br />

35.2.5. Mótanefnd er heimilt að láta keppni á einstökum svæðum fara fram í hraðmótum, ef<br />

viðkomandi aðilar æskja þess og er þá heimilt að stytta leiktímann.<br />

35.2.6. Sigurvegari í úrslitakeppni telst Íslandsmeistari.<br />

36.gr.<br />

5. flokkur kvenna<br />

Aldur: 12 ára á almanaksárinu og yngri.<br />

Leiktími: 40 mín. (2 x 20 mín.)<br />

Leikhlé: 5 mín.<br />

Framlenging: 15 mín. (2 x 7.5 mín.)<br />

Skiptingar: Skv. reglugerð <strong>KSÍ</strong> um knattspyrnu í 7 manna liðum.<br />

Stærð knattar: 4.<br />

Keppni fer fram skv. reglugerð <strong>KSÍ</strong> um knattspyrnu í 7 manna liðum.<br />

36.1. Íslandsmót<br />

36.1.1. Leikreglur skulu fylgja knattspyrnulögunum og reglugerð <strong>KSÍ</strong> um knattspyrnumót nema<br />

annað sé tekið fram í reglugerð <strong>KSÍ</strong> um knattspyrnu í 7 manna liðum<br />

36.1.2. Keppnin skal vera svæðakeppni og skal landinu skipt í 4 svæði: Suður- og Vesturland (A, og<br />

B riðill), Vestfirðir (D riðill), Norðurland (E riðill) og Austurland (F riðill). Keppnin er<br />

stigakeppni.<br />

36.2.3. Keppni fer fram í A, B, C og D liðum.<br />

36.2.4. Leitast skal við að B, C og D lið leiki í sama riðli og A lið. Úrslitakeppni B liða skal fara fram<br />

á sama hátt og úrslitakeppni A liða, en C og D fer fram eftir ákvörðun mótanefndar. 36.2.5.<br />

Þau tvö félög sem verða neðst í A riðli falla næsta keppnisár niður í B riðil en tvö efstu félögin<br />

í B riðli taka sæti þeirra í A riðli.<br />

36.2.7. Mótanefnd skal leitast við að hafa ekki færri leiki en átta á hvert lið.<br />

36.2.8. Mótanefnd er heimilt að láta keppni á einstökum svæðum fara fram í hraðmótum, ef<br />

viðkomandi aðilar æskja þess og er þá heimilt að stytta leiktímann<br />

36.2.9. Eftir svæðakeppni skal fara fram úrslitakeppni A-liða um Íslandsmeistaratitilinn og skal hún<br />

leikin í tveimur 4 liða riðlum. Um nánari tilhögun fer fram samkvæmt ákvörðun mótanefndar.<br />

Úrslitakeppni B liða skal fara fram á sama hátt, en úrslitakeppni C og D liða fer fram<br />

samkvæmt ákvörðun mótanefndar.<br />

36.2.10. Leikmaður getur aðeins verið hlutgengur með einu liði (A, B, C eða D)<br />

sama leikdaginn. Þegar félag er með tvö A og B lið í móti gildir: Leikmanni, sem leikið hefur<br />

með liði 1 (A eða B lið), er ekki heimilt að leika með liði 2 fyrr en eftir næsta leik hjá liði 2<br />

þar á eftir.<br />

Leikmaður getur aðeins leikið fyrir eitt lið félags (A, B, C eða D lið) í úrslitakeppni og skal<br />

almennt miða við að leikjahæstu leikmenn hvers liðs fyrir sig í riðlakeppni leiki einnig fyrir<br />

viðkomandi lið félagsins í úrslitakeppni. Eftirfarandi takmörkunum skal fylgt: Sjö<br />

leikjahæstu leikmenn A liðs (að því jöfnu þeir sem eru oftast í byrjunarliði) eru ekki hlutgengir<br />

með B liði í úrslitakeppni. Átta leikjahæstu leikmenn A liðs og 7 leikjahæstu leikmenn B liðs<br />

eru ekki hlutgengir með C liði í úrslitakeppni. Átta leikjahæstu leikmenn A og B liðs og 7<br />

leikjahæstu leikmenn C liðs eru ekki hlutgengir með D liði í úrslitakeppni.<br />

36.2.11.Ef félag skilar ekki inn útfylltri leikskýrslu fyrir svæðakeppnina fyrir öll lið viðkomandi<br />

félags (A, B, C og D lið) áður en úrslitakeppni hefst getur það ekki fengið þátttökurétt í<br />

úrslitakeppni 5. flokks, og tekur næsta lið í svæðakeppni sæti þess.<br />

- 24 -


Nr. 3 Maí 2009<br />

36.2.12. Keppnin skal hefjast í maílok og ljúka í ágústlok.<br />

37.gr.<br />

6. flokkur kvenna<br />

Aldur: 10 ára á almanaksárinu og yngri.<br />

Leiktími: 30 mín. (2 x 15 mín.)<br />

Leikhlé: 5 mín.<br />

Framlenging: 10 mín. (2 x 5 mín.)<br />

Leikmannaskiptingar: Skv. reglugerð <strong>KSÍ</strong> um knattspyrnu í 7 manna liðum.<br />

Stærð knattar: 3.<br />

Keppni fer fram skv. reglugerð <strong>KSÍ</strong> um knattspyrnu í 7 manna liðum.<br />

37.1. Hnátumót<br />

37.1.1. Leikreglur skulu fylgja knattspyrnulögunum og reglugerð <strong>KSÍ</strong> um knattspyrnumót nema<br />

annað sé tekið fram í reglugerð <strong>KSÍ</strong> um knattspyrnu í 7 manna liðum.<br />

37.1.2. Hverju félagi, sem þátttöku tilkynnir, skal heimilt að senda þrjú lið til keppni, eitt í keppni A<br />

liða, eitt í keppni B liða og eitt í keppni C liða.<br />

37.1.3. Leikmaður er einungis hlutgengur með einu liði (A, B og C) í hverju móti.<br />

37.1.4. Keppt skal í riðlum eftir fjölda þeirra félaga sem þátttöku tilkynna. Félög, sem vilja taka til sín<br />

og hafa umsjón með riðli skulu tilkynna mótanefnd það fyrir 15. mars.<br />

37.1.5. Umsóknirnar eru ekki bindandi fyrir mótanefnd, en þær skulu hafa forgang ef kostur er.<br />

Mótanefnd <strong>KSÍ</strong> skal annast niðurröðun í riðla með tilliti til umsóknanna og skal hún taka mið<br />

af eftirfarandi:<br />

a. Að eigi séu færri en fjögur lið í riðli.<br />

b. Að hafa þau lið saman í riðli sem eru á sama landssvæði eftir því sem frekast er unnt.<br />

37.1.6. Mótinu er skipt í tvo hluta, undankeppni og svæðisbundna úrslitakeppni. Keppnin er<br />

stigakeppni.<br />

37.1.7. Undankeppnin skal leikin fyrir 15. júlí en úrslitakeppnin skal leikin um miðjan ágúst þar sem<br />

rétt til þátttöku eiga þau félög sem höfnuðu í fyrsta sæti í sínum riðli ásamt því félagi sem<br />

hefur umsjón með úrslitakeppninni. Þá getur mótanefnd boðið liði úr 2. sæti í sínum riðli sæti<br />

í úrslitakeppninni þegar við á.<br />

37.1.8. Í úrslitum skal leikið til úrslita í A, B og C liðum. Miða skal við að á Suður- og Vesturlandi<br />

taki 8 lið þátt í úrslitum í tveimur riðlum þar sem leikið er til úrslita að lokinni riðlakeppni. Á<br />

Norður- og Austurlandi skal miðað við að leikið sé í einum 4 liða riðli. Mótanefnd setur<br />

frekari ákvæði um úrslitakeppni ef þörf krefur.<br />

37.1.9. Það félag sem sigrar í úrslitakeppni telst Hnátumeistari <strong>KSÍ</strong> á viðkomandi svæði.<br />

V. kafli. MÓTMÆLI, KÆRUR, VIÐURLÖG OG SEKTIR<br />

38. gr.<br />

Mótmæli, kærur o.fl.<br />

38.1. Öll mótmæli varðandi undirbúning kappleiks, keppnisvöll, dómara, aðstoðardómara, stærð<br />

knattar eða annað viðvíkjandi framkvæmd leiksins, skulu borin fram við dómara fyrir leikinn<br />

af forráðamanni eða fyrirliða, ella hafa leikaðilar fyrirgert rétti sínum til að kæra ástandsbrot.<br />

38.2. Félag, sem misgert er við og hefur hagsmuni af meintu broti á ákvæðum reglugerðar þessarar,<br />

hefur rétt til að leggja fram kæru til aga- og úrskurðarnefndar. Kæra skal lögð fram á<br />

skrifstofu <strong>KSÍ</strong> innan tilskilins frests eins og kveðið er á um í reglugerð <strong>KSÍ</strong> um aga- og<br />

úrskurðarmál. Um málatilbúning fer samkvæmt fyrrnefndri reglugerð.<br />

- 25 -


Nr. 3 Maí 2009<br />

38.3. Framkvæmdastjóra <strong>KSÍ</strong> er heimilt að vísa til aga- og úrskurðarnefndar meintum brotum á<br />

ákvæðum reglugerðar þessarar. Skal hann skila greinargerð til nefndarinnar ásamt gögnum<br />

máli sínu til stuðnings og skal fara með slík mál skv. grein 38.2., eins og við getur átt.<br />

38.4. Í innanhúsmótum (Futsal) og úrslitakeppnum yngri flokka þar sem leikið er með<br />

hraðkeppnisformi, daglega eða yfir nokkra daga, skulu mótmæli vegna ólöglega skipaðs liðs<br />

lögð fram skriflega hjá umsjónaraðila móts (mótsstjóra/fulltrúa <strong>KSÍ</strong> á staðnum) innan tveggja<br />

klukkustunda frá því að atvik það sem mótmælt er bar við. Framkvæmdastjóri <strong>KSÍ</strong> skal hafa<br />

vald til þess að úrskurða í slíkum tilfellum og telji hann að lið hafi augljóslega verið ólöglega<br />

skipað skal hann úrskurða leikinn tapaðan liðinu sem í hlut á með markatölunni 0-3 nema tap<br />

hafi verið stærra, þá skal sú markatala ráða. Úrskurði framkvæmdastjóra má kæra til aga- og<br />

úrskurðarnefndar <strong>KSÍ</strong>, en slík kæra kemur ekki í veg fyrir að viðkomandi keppni haldi áfram.<br />

38.5. Þótt félag sé uppvíst að brotum á reglugerðum <strong>KSÍ</strong> eða knattspyrnulögunum, losar það ekki<br />

mótaðilann við keppnisskyldu.<br />

38.6. Mótanefnd sker úr öllum vafaatriðum varðandi framkvæmd móts eða einstakra leikja og hún<br />

hefur rétt til þess að breyta leikstað eða leikstund.<br />

38.7. Aga- og úrskurðarnefnd <strong>KSÍ</strong> skal beita viðurlögum skv. þessum kafla komist hún að þeirri<br />

niðurstöðu að brotið hafi verið gegn ákvæðum reglugerðarinnar. Jafnframt getur nefndin beitt<br />

viðurlögum skv. viðurlagakafla reglugerðar <strong>KSÍ</strong> um aga- og úrskurðarmál. Nefndin tekur ekki<br />

ákvörðun um sektir skv. 41. gr. nema að ákvörðun framkvæmdastjóra <strong>KSÍ</strong> hafi verið skotið til<br />

nefndarinnar.<br />

39.gr.<br />

Ekki mætt til keppni<br />

39.1. Lið, sem ekki mætir til leiks og hefur engar gildar ástæður, telst hafa tapað leiknum 0-3.<br />

Viðkomandi lið getur ekki orðið sigurvegari í yfirstandandi móti eða riðli, getur ekki flust í<br />

næstu deild eða riðil fyrir ofan næsta keppnistímabil og getur ekki varist falli, þurfi<br />

markamismunur að skera úr um röð neðstu liða. Viðkomandi leikur getur heldur ekki ráðið<br />

úrslitum er grípa þarf til markamismunar við ákvörðun sætis hjá sigurvegaranum og skulu<br />

mörk í leikjum gegn því félagi, sem mætti ekki til leiks, ekki teljast með í slíkum tilfellum.<br />

Mótanefnd skal haga niðurröðun í næsta móti þannig, að lið sem ekki hefur mætt til leiks án<br />

gildra ástæðna, fái ekki leik á heimavelli gegn viðkomandi liði.<br />

39.2. Liði, sem ekki mætir til keppni tvo leikdaga í móti, skal vísað úr mótinu.<br />

39.3. Liði, sem mætir til leiks með færri en 9 leikmenn, er ekki heimilt að hefja leikinn og telst ekki<br />

hafa mætt til hans.<br />

40.gr.<br />

Ólöglega skipað lið<br />

40.1. Lið, sem mætir ólöglega skipað til leiks og félag sem notar leikmann í leikbanni, telst hafa<br />

tapað leiknum með markatölunni 0-3 nema tap hafi verið stærra, þá skal sú markatala ráða.<br />

Félag sem notar þjálfara eða forystumann sem er í leikbanni skal sæta sektum og viðkomandi<br />

frekara leikbanni í samræmi við ákvörðun aga- og úrskurðarnefndar. Lið, sem mætir ólöglega<br />

skipað til leiks, skal sæta sekt að upphæð allt að kr. 30.000. Félag, sem notar leikmann,<br />

þjálfara eða forystumann í leikbanni, skal sæta sektum að upphæð allt að kr. 200.000 sé brotið<br />

framið í meistaraflokki. Sé brotið framið í öðrum flokkum skal sektin vera allt að kr. 30.000.<br />

40.2. Leikmaður sem leikur með yngri aldursflokki en honum ber skal úrskurðaður í leikbann í<br />

a.m.k. einn mánuð eð a.m.k. í 6 leiki.<br />

40.3. Ef leikskýrsla er vísvitandi ranglega fyllt út, t.d. með því að falsa nafn eða kennitölu<br />

þátttakanda, skal liðið sem í hlut á tapa leiknum með markatölunni 0-3 nema tap hafi verið<br />

stærra, þá skal sú markatala ráða. Félag sem fyllir ranglega út leikskýrslu getur sætt sekt að<br />

upphæð allt að kr. 30.000 í meistaraflokki en 15.000 í öðrum flokkum. Sé um vísvitandi brot<br />

að ræða skal sektin vera allt að kr. 60.000 í meistaraflokki en 30.000 í öðrum flokkum.<br />

- 26 -


Nr. 3 Maí 2009<br />

40.4. Þjálfari eða forystumaður sem stuðlar að því að nafn eða kennitala er fölsuð á leikskýrslu skal<br />

sæta leikbanni eða banni frá stjórnunarstörfum í knattspyrnu í allt að eitt ár.<br />

41.gr.<br />

Sektir<br />

41.1. Framkvæmdastjóri <strong>KSÍ</strong> tekur ákvörðun um sektir og bætur samkvæmt grein þessari.<br />

41.2. Félag, sem sektað er skv. ákvörðun framkvæmdastjóra <strong>KSÍ</strong>, getur skotið þeirri ákvörðun til<br />

aga- og úrskurðarnefndar <strong>KSÍ</strong> innan sólarhrings frá því að félaginu var tilkynnt um<br />

ákvörðunina. Málsmeðferð fyrir aga- og úrskurðarnefnd <strong>KSÍ</strong> fer samkvæmt reglugerð <strong>KSÍ</strong> um<br />

aga- og úrskurðarmál.<br />

41.3. Lið, sem ekki mætir til leiks skal greiða allan kostnað af leiknum vegna dómara, vallar,<br />

auglýsinga og ferðalaga mótaðilans og greiða þar að auki bætur til mótaðila sem nemi 50% af<br />

ferðakostnaði til viðkomandi leikstaðar, en þó aldrei lægri upphæð en kr. 30.000. Sé um að<br />

ræða leik í keppni 11 manna liða skal upphæðin nema fullum ferðakostnaði fyrir 18 manns til<br />

viðkomandi leikstaðar, auk þess sekt til <strong>KSÍ</strong> að upphæð kr. 130.000 í meistaraflokki en kr.<br />

30.000 í öðrum flokkum. <strong>KSÍ</strong> skal annast alla innheimtu samkvæmt þessari grein.<br />

41.4. Ef lið hættir þátttöku í móti eftir upphaf þess eða er vísað úr móti fyrir að mæta ekki í tvo leiki<br />

skal það tapa áunnum stigum, sæta leikbanni til loka keppnistímabilsins, sæta sektum og er<br />

ekki undanþegið skaðabótaskyldum. Sektir skulu vera kr. 100.000 í meistaraflokki og kr.<br />

25.000 í öðrum flokkum.<br />

41.5. Lið, sem dregur sig út úr móti fyrir 10. apríl, skal sæta sekt að upphæð kr. 10.000 í<br />

meistaraflokki og kr. 5.000 í öðrum flokkum. Frá og með 10. apríl og þar til keppni hefst eru<br />

sambærilegar sektir kr. 50.000 í meistaraflokki og kr. 20.000 í öðrum flokkum.<br />

41.6. Lið, sem breyta leiktíma og leikstað án samþykkis mótanefndar, skulu sæta sekt að upphæð kr.<br />

20.000 hvort lið.<br />

41.7. Vanræksla á skráningu úrslita í gagnagrunn <strong>KSÍ</strong> varðar sektum, kr. 100 á leik. Vanræksla á<br />

skráningu upplýsinga á leikskýrslu í gagnagrunn <strong>KSÍ</strong> varðar dagsektum, kr. 60 á dag.<br />

Vanræksla á skilum á leikskýrslum varðar dagsektum, kr. 60 á dag.<br />

41.8. Vanræki aðildarfélag að senda skilagrein yfir fjölda áhorfenda, tekjur og gjöld innan tilskilins<br />

frests, getur mótanefnd beitt dagsektum, kr. 60 á dag.<br />

41.9. Allar sektir skulu renna til <strong>KSÍ</strong> nema annars sé getið. Félag sem vanrækir sektargreiðslur<br />

missir rétt til þátttöku í keppnum á næsta keppnistímabili.<br />

VI. Kafli. GILDISTAKA<br />

42.gr.<br />

Gildistaka<br />

Reglugerð þessi er sett með stoð í 18., 26. og 33. grein laga <strong>KSÍ</strong> og öðlast þegar gildi sbr. 18. grein<br />

þeirra laga. Við gildistöku hennar fellur úr gildi eldri reglugerð <strong>KSÍ</strong> um knattspyrnumót.<br />

Samþykkt af stjórn <strong>KSÍ</strong> 23. apríl 2007 með síðari breytingum.<br />

- 27 -

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!