17.12.2015 Views

1215_GRÓTTA_JÓLABLAÐ_NETÚTGÁFA

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

“<br />

Auðvitað brutum við þessa einu reglu”<br />

Nafn: Hildur Sif Hilmarsdóttir<br />

Aldur: Ég er 16 ára<br />

Gælunafn: hidda 121<br />

Nám/vinna: Ég stunda nám við MR .<br />

Hvenær byrjaðirðu í fótbolta: Ég byrjaði<br />

í 4.bekk, eða þegar Grótta var að byrja með<br />

kvennaboltann. Annars var það nú Kolfinna<br />

Ólafsdóttir sem hvatti mig til að byrja.<br />

Treyjunúmer: 14<br />

Hvaða íþróttir aðrar en fótbolta<br />

hefurðu stundað: Ég hef stundað ballett,<br />

samkvæmisdans, CrossFit og handbolta.<br />

Með hvaða liði myndirðu aldrei spila: Ef ég<br />

hefði fengið þessa spurningu fyrir tveimur árum<br />

þá hefði ég sagt KR, en nú æfi ég með Gróttu/KR.<br />

Núna verð ég víst að segja Valur.<br />

Hvað viltu fá í jólagjöf: SingStar og nýjan síma.<br />

Uppáhalds sjónvarpsefni: Friends klárlega.<br />

Uppáhalds tónlist: Mín eigin rödd í sturtunni<br />

Hvaða 3 hluti myndirðu taka með þér á<br />

eyðieyju: Perlu (köttinn minn), vatnsbrúsa og<br />

fótbolta.<br />

Hvaða lag synguru í sturtunni: Allt með<br />

Whitney Houston og Céline Dion<br />

Hvað eldaðir þú síðast: Eggjabrauð með sýrópi<br />

Uppáhaldsstaður sem þú hefur komið til:<br />

Vindáshlíð<br />

Lið í enska boltanum: Liverpool<br />

Ertu hjátrúarfull(ur) fyrir leiki? Þá hvernig: Nei,<br />

ég lifi bara í núinu.<br />

Hvernig er best að pirra andstæðinginn:Toga<br />

í treyjuna og ýta oft í hann, svo þegar hann fær<br />

boltann þá negla hann niður. Rífa í hár og ýta<br />

með höndum er mínir helstu styrkleikar.<br />

Hver er þín helsta fyrirmynd: Jóhannes<br />

Hilmarsson, bróðir minn. Hann hefur kennt mér<br />

svo margt í gegnum tíðina.<br />

Uppáhalds íþróttamaður: Chicharito (Javier<br />

Hernandez)<br />

Fallegasti knattspyrnumaður: Klárlega Érik<br />

Lamela í Tottenham og Rúrik Gíslasson.<br />

Hver yrði fyrir valinu ef þú mættir velja hvaða<br />

leikmann sem er í liðið þitt: Ronaldinho<br />

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera á<br />

æfingum: Skotæfingar og fyrirgjafir.<br />

En leiðinlegast: Reitur<br />

Erfiðasti mótherji á æfingum: Erfitt að segja,<br />

allar svo góðar!<br />

En auðveldasti: Ásdís Karen, sóla hana alltaf upp<br />

úr skónum<br />

Steiktasti samherjinn: Klárlega Kolfinna Ó.<br />

Góð saga úr boltanum: Sumarið 2014 fórum<br />

við í keppnisferð til Barcelona. Reglan í þessari<br />

ferð var að strákar mættu ekki stíga fæti inn í<br />

herbergin okkar og við heldur ekki inn í þeirra.<br />

Eitt kvöldið (þegar við áttum að vera farnar að<br />

sofa) sátum við úti á svölum og kölluðum á milli<br />

herbergja. Ég meina við vorum á fótboltamóti<br />

þar sem voru fullt af sætum fótboltastrákum og<br />

auðvitað brutum við þessa einu reglu og buðum<br />

strákum inn í herbergið okkar. Sátum við þar sirka<br />

10 saman og áttum gott spjall en það tók nú ekki<br />

langan tíma fyrir hana Bojönu okkar að komast<br />

að þessu öllu. Eftir þetta var haldinn krísufundur<br />

og höguðum við okkur vel það sem eftir var.<br />

Ég gæti líka sagt skemmtilega Danmerkur-sögu<br />

af Möglu en ætla að sleppa því.<br />

Fótboltaminning sem stendur upp úr: Við<br />

vorum í 5. flokki að keppa á móti Stjörnunni í<br />

úrslitaleik á Pæjumótinu. Leikurinn endaði með<br />

jafntefli en það var ekki farið í vítakeppni því á<br />

þeim tíma var sagt að stelpur gætu ekki þolað<br />

pressuna að taka víti. Reglurnar voru því þannig<br />

að það lið sem skoraði á undann vann leikinn.<br />

Það var Stjarnan og við urðum því að sætta okkur<br />

við 2. sætið.<br />

Framtíðardraumur: Útskrifast úr MR, klára<br />

læknisfræði og fara svo til Svíþjóðar að sérhæfa<br />

mig í heilaskurðlækningum. Meðal annars verða<br />

ríkari en bróðir minn.<br />

“<br />

Held áfram að hafa gaman af lífinu”<br />

Nafn: Kristján Guðjónsson<br />

Aldur: 17 ára<br />

Gælunafn: Stjáni<br />

Nám/vinna: Stunda nám við Verzlunarskóla<br />

Íslands.<br />

Hvenær byrjaðirðu í fótbolta: Ég byrjaði<br />

þegar ég var 5 ára, þá var enginn 8. flokkur svo<br />

að maður mætti á æfingar hjá 7. flokki sem Júlli<br />

þjálfari var með.<br />

Treyjunúmer: 6<br />

Hvaða íþróttir aðrar en fótbolta hefurðu<br />

stundað: Ég æfði handbolta frekar lengi<br />

samhliða fótbolta og þótti mjög svo<br />

frambærilegur (skulum bara orða það þannig<br />

að ég skoraði 9 mörk í úrslitaleik íslandsmótsins<br />

gegn HK, leikurinn er á Youtube).<br />

Með hvaða liði myndirðu aldrei spila:<br />

ÍBV (oj bara)<br />

Hvað viltu fá í jólagjöf: Eitthvað sem kemur<br />

mér á óvart.<br />

Uppáhalds sjónvarpsefni: Game of Thrones<br />

og Fargo.<br />

Uppáhalds tónlist: Ég hlusta á nánast alla<br />

tónlist.<br />

Hvaða 3 hluti myndirðu taka með þér á<br />

eyðieyju: Gervihnattasíma, fótboltamark og<br />

fótbolta, þá gæti ég æft mig á meðan það væri<br />

verið að bjarga mér ;)<br />

Hvaða lag syngurðu í sturtunni: Öll lögin<br />

hennar Ariönu Grande.<br />

Hvað eldaðir þú síðast: Eggjahræru<br />

Uppáhaldsstaður sem þú hefur komið til:<br />

Bárðardalur í Suður-Þingeyjasýslu.<br />

Lið í enska boltanum: Manchester United<br />

Bestu fótboltaskórnir: Fyrir 2 árum átti ég mjög<br />

góða Adidas F50 skó (appelsínugulir), skórnir mínir<br />

undanfarið hafa ekki verið að gera gott mót.<br />

Hvernig er best að pirra andstæðinginn: Nart<br />

í hælana, stíga á tærnar á þeim, létt peysutog og<br />

harðar tæklingar virka oft vel en svo er klassískt<br />

að klobba andstæðinginn.<br />

Hver er þín helsta fyrirmynd: Hvernig ég sé<br />

mig sjálfan eftir 10 ár.<br />

Uppáhalds íþróttamaður: Bastian<br />

Schweinsteiger<br />

Fallegasti knattspyrnumaður: Sara Björk<br />

Gunnarsdóttir<br />

Hver yrði fyrir valinu ef þú mættir velja hvaða<br />

leikmann sem er í liðið þitt: Leo Messi<br />

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera á<br />

æfingum: Það jafnast fátt við það að spila á<br />

æfingum, sérstaklega þegar það er kominn hiti í<br />

mannskapinn.<br />

En leiðinlegast: Upphitun og allar<br />

teygjuæfingar.<br />

Erfiðasti mótherji á æfingum: Vindurinn á<br />

Seltjarnarnesi verður að teljast erfiðasti<br />

mótherjinn og jafnframt sá leiðinlegasti.<br />

En auðveldasti: Þór og Jón Friðrik Guðjónssynir<br />

verða að fá að deila þessum titli.<br />

Steiktasti samherjinn: Björgvin Koustav á alltaf<br />

sín moment, mörg hver alveg gríðarlega steikt.<br />

Góð saga úr boltanum: Þegar ég var á eldra<br />

ári í 3. flokki þá fór flokkurinn á Costa Blanca<br />

cup sem var haldið á Benidorm. Það voru að<br />

sjálfsögðu settar nokkrar reglur sem við áttum<br />

að fylgja eftir. Á þriðja degi var búið að brjóta<br />

allar reglurnar (oftar en einu sinni) og við vorum<br />

komnir á seinasta séns hjá hótelstjóranum. Það<br />

sem fyllti mælinn var það þegar nokkrir ónefndir<br />

einstaklingar ákváðu að henda vatnsblöðrum<br />

niður af 16 hæð hótelsins. Hótelstjórinn<br />

gjörsamlega trompaðist og ætlaði að handataka<br />

þjálfarana okkar og farastjóra og henda okkur<br />

strákunum út af hótelinu. Sem betur fer<br />

bjargaðist þetta.<br />

Fótboltaminning sem stendur upp úr: Ég<br />

mun líklegast alltaf muna eftir því þegar ég<br />

skoraði 5 mörk gegn Leikni Reykjavík þegar ég<br />

var á yngra ári í 3. flokki.<br />

Markmið fyrir næsta sumar: Hafa gaman af<br />

lífinu, spila flottan fótbolta og reyna að vinna sér<br />

inn einhverja sénsa með meistaraflokki.<br />

Framtíðardraumur: Klára skóla og halda<br />

áfram að hafa gaman af lífinu sem er nú það<br />

mikilvægasta af öllu.<br />

17

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!