17.12.2015 Views

1215_GRÓTTA_JÓLABLAÐ_NETÚTGÁFA

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Kæra Gróttufólk<br />

Jólablað knattspyrnudeildar er að koma út<br />

fimmta árið í röð og er stjórnin mjög stolt<br />

af blaðinu í ár. Í blaðinu er fjallað um starf<br />

deildarinnar í máli og myndum allt, frá yngstu<br />

krökkunum í 8. flokki og upp í meistaraflokk.<br />

Stelpurnar í Gróttu halda áfram<br />

frumkvöðlastarfi sínu í boltanum og<br />

iðkendum heldur áfram að fjölga í öllum<br />

kvennaflokkum. Farsælt samstarf við KR<br />

í 11-manna boltanum hefur nú gengið í<br />

rúmlega tvö ár og ríkir mikil ánægja með<br />

það hjá báðum félögum. Þessi uppbygging<br />

í yngri flokkum gerir okkur kleift að hefja<br />

undirbúning að stofnun meistaraflokks<br />

kvenna hjá Gróttu en nýlega var skipað<br />

sérstakt kvennaráð til þess að halda utan<br />

um verkefnið.<br />

Það eru spennandi tímar framundan við að<br />

byggja upp meistaraflokk karla á ungum og<br />

efnilegum leikmönnum sem eru uppaldir<br />

í Gróttu. Úlfur Blandon hefur verið ráðin<br />

þjálfari meistaraflokks karla og honum til<br />

aðstoðar verður Ásgeir Aron Ásgeirsson<br />

sem á að baki farsælan ferill sem leikmaður<br />

með Fjölni og ÍBV. Nýlega var skrifað undir<br />

tveggja ára samninga við nokkra unga og<br />

efnilega Gróttumenn. Flestir þeirra hafa<br />

gegnt lykilhlutverki í öflugum 2. flokki<br />

karla síðustu tvö tímabil en við hópinn<br />

bættist svo Pétur Steinn Þorsteinnsson<br />

sem er komin aftur heim eftir rúmlega<br />

árs dvöl hjá AIK í Svíþjóð. Stemningin í<br />

meistaraflokknum er góð og vonandi<br />

munu bæjarbúar flykkjast á völlinn næsta<br />

sumar og styðja við bakið á þessum lofandi<br />

leikmönnum.<br />

Yngri flokkar Gróttu blómstra áfram undir<br />

styrkri stjórn Magnúsar Arnar Helgasonar<br />

yfirþjálfara og er mikil stemning hjá 280<br />

iðkendum í öllum flokkum. Þjálfarateymið<br />

hefur sjaldan verið öflugra og það er mikill<br />

metnaður og kraftur í starfi yngri flokkanna.<br />

Yngstu iðkendurnir eru sóttir á leikskólann<br />

á æfingar en það fyrirkomulag hefur slegið í<br />

gegn og þátttaka í 8. flokki aldrei verið meiri.<br />

Bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesi hafa verið<br />

gríðarlega öflug í að styðja við íþróttastarf<br />

ungs fólks með styrkjum og fjárfestingum<br />

til betri aðstöðu til íþróttaiðkunnar.<br />

Nýjustu tölur um þátttöku íslenskra barna<br />

og unglinga í íþróttum eru langhæstar<br />

hér á Seltjarnarnesinu eða allt að 85%<br />

þátttaka sem gæti verið heimsmet. Núna<br />

er í farvatninu að skipta um gervigras á<br />

Vivaldivellinum og ætlar bærinn að vanda til<br />

verksins og notast við bestu efni og undirlag<br />

sem völ er á.<br />

Stjórnin þakkar þjálfurum og foreldrum fyrir<br />

ómetanlegt starf í þágu deildarinnar á þessu<br />

ári. Einnig þakkar stjórnin Seltjarnarnesbæ<br />

og ÍTS fyrir samstarf og stuðning við starf<br />

deildarinnar á árinu og ekki síst okkar<br />

farsæla bæjarstjóra, Ásgerði Halldórsdóttur,<br />

sem mætir á nánast alla leiki og á stóran<br />

þátt í velgengni Gróttu í öllum deildum.<br />

Að lokum vill stjórnin þakka þeim<br />

fyrirtækjum sem auglýsa í jólablaði<br />

knattspyrnudeildar og við hvetjum alla<br />

Seltirninga til að beina viðskiptum sínum<br />

fyrir jólin til þessara glæsilegu fyrirtækja.<br />

Stjórnin óskar öllum Seltirningum gleðilegra<br />

jóla og farsældar á komandi ári.<br />

Með Gróttu jólakveðju,<br />

Stjórn knattspyrnudeildar<br />

GRÓTTUFÓLK<br />

BESTU ÓSKIR UM GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT NÝTT ÁR<br />

Pantone<br />

1795 C<br />

M 96 - Y 90 - K 6<br />

Útgefandi: Knattspyrnudeild Gróttu. Ritstjórn og myndir: Eyjólfur Garðarsson o.fl.<br />

Prófarkalestur: Magnús Örn Helgason. Útlit, umbrot og forsíða: Kristján Þór Árnason / dagsverk.is Prentun: Prenttækni.<br />

3

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!