17.12.2015 Views

1215_GRÓTTA_JÓLABLAÐ_NETÚTGÁFA

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

2015<br />

þegar lagt var af stað til Eyja með fjögur lið á<br />

Orkumótið (já, Shellmótið hefur skipt um nafn!).<br />

Drengirnir stóðu sig með mikilli prýði þar sem<br />

öll lið unnu einhverja leiki en töpuðu vitaskuld<br />

einnig. Drengirnir voru sjálfum sér og Gróttu<br />

til sóma á mótinu þar sem hápunkturinn var<br />

viðurkenning fyrir háttvísi innan vallar. Þá gerði<br />

lið 3 sér lítið fyrir og hampaði Eldfellsbikarnum<br />

eftir æsispennandi úrslitaleik.<br />

Einnig tók flokkurinn þátt í Íslandsmótinu í<br />

fimm manna bolta þar sem öll lið spiluðu vel<br />

og komst lið 3 áfram í úrslitakeppnina þar sem<br />

það endaði í 3 sæti. Knattspyrnuárið 2014-<br />

2015 var virkilega skemmtilegt og mátti sjá<br />

miklar framfarir hjá hópnum yfir árið og verður<br />

gaman að fylgjast með þeim í<br />

framtíðinni. Framtíðin er björt<br />

í knattspyrnunni hjá Gróttu<br />

með öflugum iðkendum,<br />

frábærum foreldrum<br />

og góðu innra starfi<br />

féagsins.<br />

6. flokkur kvenna<br />

Bjarki Már Ólafsson<br />

Rómuð spilamennska<br />

Tímablið í 6. flokki kvenna var frábært en þar<br />

æfðu rúmlega 20 stelpur undir stjórn Bjarka<br />

Más og Jórunnar Maríu. Helstu áherslur<br />

og markmið voru að skerpa á grunntækni<br />

leikmanna og að auka leikskilning og segja má<br />

að þau hafi náðst með glæsibrag. Hópurinn<br />

samanstóð af stelpum fæddum 2005 og 2006<br />

og var töluverður munur á getu leikmanna<br />

svo hann vóg þungt í skiptingu liða. Með því<br />

móti fengu stelpurnar allar áskoranir við hæfi<br />

þar sem margar voru að stíga sín fyrstu skref í<br />

fótbolta meðan aðrar voru mun lengra komnar.<br />

Flokkurinn tók þátt í sjö mótum og var<br />

upplifunin af þeim nokkuð misjöfn. Þær sem<br />

skemmra voru á veg komnar áttu oft við<br />

ramman reip að draga á meðan þær lengra<br />

komnu áttu, skiljanlega, auðveldara uppdráttar.<br />

Minningarnar af Króksmótinu og Símamótinu<br />

standa upp úr og foreldrarnir létu sannarlega<br />

ekki sitt eftir liggja en stuðningur þeirra og<br />

aðstoð var ómetanleg.<br />

A-lið flokksins gerði sér lítið fyrir og lék til<br />

úrslita á Símamótinu, fyrst allra Gróttuliða<br />

á stóru sumarmótunum. Spilamennska<br />

Gróttustelpnanna var rómuð af öllum þeim sem<br />

fylgdust með enda var skipulag og samspil til<br />

mikillar fyrirmyndar. Ekki vantar efniviðinn og<br />

ljóst er að þarna leynast gríðarlega efnilegar<br />

fótboltastelpur.<br />

5. flokkur karla<br />

Magnús Örn Helgason<br />

Bronsverðlaun og<br />

úrslitakeppni<br />

Það voru 35 strákar sem hófu leik í 5. flokki<br />

haustið 2014 og 38 sem skipuðu flokkinn við lok<br />

tímabilsins. Magnús Örn Helgason var þjálfari<br />

flokksins en honum til aðstoðar voru þeir Pétur<br />

Már Harðarson og Kristján Daði Finnbjörnsson.<br />

Drengirnir voru til mikillar fyrirmyndar allt árið.<br />

Lögðu hart að sér við æfingar, tileinkuðu<br />

sér gott hugarfar innan sem utan vallar<br />

og tóku miklum framförum sem<br />

knattspyrnumenn.<br />

N1-mótið var haldið á Akureyri<br />

venju samkvæmt í júlí en<br />

þar gerðu lið Gróttu 2 og<br />

Gróttu 3 sér lítið fyrir og unnu<br />

til bronsverðlauna eftir frábæra<br />

frammistöðu. Davíð Ingi Másson var<br />

valinn markvörður mótsins í keppni E-liða<br />

en margir aðrir Gróttumenn áttu frábært mót.<br />

Gróttuhópurinn fór einnig á skemmtilegt<br />

Olísmót á Selfossi í ágúst og svo var spilað<br />

á Íslandsmóti reglulega yfir sumarið. Þar<br />

komst A-lið Gróttu alla leið í úrslitakeppni<br />

Íslandsmótins þar sem strákarnir öttu kappi<br />

við nokkur af bestu liðum landsins. Þrátt fyrir<br />

að hafa ekki komist í undanúrslit voru þjálfarar<br />

og aðstandendur stoltir af drengjunum sem<br />

sýndu á köflun frábæra takta og sönnuðu fyrir<br />

sér og öðrum hve góðir þeir geta verið. Frábært<br />

tímabil í alla staði hjá góðum hópi drengja.<br />

5. flokkur kvenna<br />

Bjarki Már Ólafsson<br />

Bullandi stemning<br />

Stemmningin í flokknum var í einu orði sagt<br />

frábær. Stelpurnar sýndu mikla leikgleði og<br />

áttu greinilega ekki langt að sækja hana því<br />

foreldrarnir gáfu þeim lítið eftir. Bjarki vill koma<br />

á framfæri sérstökum þökkum til Siggu Sigmars<br />

fyrir ósérhlífið framlag og ýmiss konar hjálp og<br />

stúss á tímabilinu. Takk Sigga!<br />

Tímabilið var mjög lærdómsríkt fyrir<br />

leikmannahópinn og þjálfara. Gerðar voru<br />

umtalsverðar kröfur til stelpnanna sem þær<br />

stóðust með glæsibrag. Fyrstu vikurnar og<br />

mánuði mættu stelpurnar helst til afslappaðar<br />

til leiks en eftir tæknilega yfirhalningu og<br />

áherslu á aga og festu var allt annað sjá til<br />

þeirra. Keppnin og krafturinn jókst með hverri<br />

vikunni og sömuleiðis tileiknuðu stelpurnar<br />

sér leikfræðilegar áherslur eins og liðspressu,<br />

völdun og sóknarfærslur.<br />

Íslandsmótið hefði mátt fara betur hvað úrslit<br />

varðar en sem leið á tímabilið náðu stelpurnar<br />

meiri stjórn á þeim áherslum sem unnið var<br />

með. Góð ástundun stelpnanna á ekki sístan<br />

þátt í þeim miklu framförum sem þær sýndu og<br />

stuðningurinn heima spilaði sömuleiðis stórt<br />

hlutverk. Mæting foreldra á leiki og samheldnin<br />

í foreldrahópnum var einstök og til mikillar<br />

fyrirmyndar.<br />

4. flokkur karla<br />

Valdimar Stefánsson<br />

Frábær seinni hluti<br />

Um 17 manna kjarni æfði með 4. flokki karla á<br />

árinu undir stjórn Valdimars Stefánssonar og<br />

Árna Guðmundssonar. Æfingar gengu vel á<br />

undirbúningstímabilinu þó að markmannsleysi<br />

setti oft á tíðum strik í reikninginn. Íslandsmótið<br />

hófst með látum í maí<br />

og þrátt fyrir að spila<br />

fínan fótbolta létu<br />

sigrarnir bíða eftir<br />

sér. Gróttuliðið<br />

var oft á tíðum<br />

skipað 8-9<br />

strákum af yngra<br />

ári og eins og<br />

gefur að skilja var<br />

líkamlegur munur<br />

stundum mikill. Reynslan<br />

þó frábær fyrir drengina sem koma öflugri fyrir<br />

vikið á eldra árið.<br />

Eftir að hafa tapað fyrstu fjórum leikjum<br />

sumarsins fóru hlutirnir að smella betur saman<br />

hjá Gróttumönnum. Tveir sigrar, þrjú jafntefli og<br />

eitt tap niðurstaðan í júlí og ágúst og frábærar<br />

framfarir hjá liðinu. Þó að Gróttumenn hafi ekki<br />

endað ofarlega í deildinni var spilamennska<br />

liðsins oft á tíðum til fyrirmyndar og mun það<br />

koma strákunum til góða í framtíðinni.<br />

7

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!