19.01.2014 Views

ÞRÓUNARMÁL - Þróunarsamvinnustofnun Íslands

ÞRÓUNARMÁL - Þróunarsamvinnustofnun Íslands

ÞRÓUNARMÁL - Þróunarsamvinnustofnun Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Loftslagsbreytingar ­<br />

og þróun Afríku<br />

Eftir Nick Mabey<br />

Þessi grein er byggð á ritgerð sem kynnt var á ráðstefnunni<br />

Africa Beyond Aid í júní 2007 og skrifuð var<br />

sameiginlega af Nick Mabey og Jan Ole Kiso.<br />

Inngangur<br />

Íbúar Afríku finna þegar fyrir umtalsverðum áhrifum<br />

af völdum loftslagsbreytinga í tengslum við lífsviðurværi<br />

sitt. Þetta er átakanlegt að þrennu leyti. Í<br />

fyrsta lagi hefur Afríka í sögulegu samhengi átt<br />

óverulegan þátt í því að auka styrk gróðurhúsalofttegunda<br />

í andrúmsloftinu. Sú ógn, sem rekja má til<br />

loftslagsbreytinga, er ekki af völdum Afríku. Í öðru<br />

lagi getur Afríka lítil áhrif haft á lausn vandans. Hún<br />

er í höndum stórra iðnþjóða. Loks hafa loftslagsbreytingar<br />

sérlega alvarleg áhrif á lönd þar sem<br />

hætta er á óstöðugleika á viðkvæmum loftslagssvæðum.<br />

Frekara álag af völdum loftslagsbreytinga mun<br />

auka á þann óstöðugleika og þá spennu sem er þegar<br />

fyrir hendi. Viðkvæm ríki hafa ekki getu til að laga sig<br />

að breyttum aðstæðum jafnskjótt og önnur og þar<br />

eru meiri líkur á enn frekari óstöðugleika. Afríka er sú<br />

heimsálfa þar sem flest lönd eru í hættu með tilliti til<br />

óstöðugleika og eru jafnframt afar viðkvæm fyrir<br />

loftslagsbreytingum.<br />

Mynd: Gunnar Salvarsson<br />

Íbúar Afríku finna þegar fyrir umtalsverðum áhrifum af völdum<br />

loftslagsbreytinga í tengslum við lífsviðurværi sitt.<br />

Myndin er frá Malaví.<br />

Ljóst er að núverandi losun gróðurhúsalofttegunda<br />

mun leiða til hækkunar hitastigs í heiminum um<br />

a.m.k. 1,5°C til ársins 2050 og jafnvel afar stórtækar<br />

aðgerðir til að koma böndum á losunina munu ekki<br />

hafa þau áhrif að hægja á hitaaukningunni fyrr en<br />

eftir 2040. Til skamms og meðallangs tíma þurfa<br />

löndin því að fjárfesta í aðlögunarráðstöfunum til að<br />

bæta þol sitt gagnvart loftslagsbreytingum.<br />

Almennt má segja að besta vörnin gegn loftslagsbreytingum<br />

sé traustur efnahagsgrundvöllur og<br />

þraut­seigar pólitískar stofnanir. Engu að síður er<br />

einnig þörf á að grípa til aðgerða til að takast á við<br />

sérstaka veikleika gagnvart loftslagsbreytingum, svo<br />

Nick Mabey er forstjóri E3G, Third Generation Environmentalism.<br />

Hann var áður aðalráðgjafi í stefnumótunarhópi á vegum<br />

forsætisráðherra Bretlands þar sem hann leiddi starf um orku, sjávarútveg,<br />

skipulagða glæpastarfsemi og óstöðug ríki. Nick var áður<br />

skrifstofustjóri sjálfbærrar þróunar í umhverfisstefnudeild breska<br />

utanríkisráðuneytisins. Hann er hagfræðingur og verkfræðingur<br />

að mennt og veitti Alþjóðanáttúruverndarsjóðnum í Bretlandi<br />

(WWF-UK) forstöðu áður en hann hóf störf fyrir ríkisstjórnina.<br />

Hann hafði áður stundað fræðirannsóknir á hagfræði loftslagsbreytinga<br />

við London Business School og rannsóknir á skipulagi<br />

orkukerfa við MIT-háskólann.<br />

13

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!