19.01.2014 Views

ÞRÓUNARMÁL - Þróunarsamvinnustofnun Íslands

ÞRÓUNARMÁL - Þróunarsamvinnustofnun Íslands

ÞRÓUNARMÁL - Þróunarsamvinnustofnun Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Mæðrahús:<br />

Árangursrík aðferð við að ná<br />

Þúsaldarmarkmiðunum<br />

Eftir Gerði Gestsdóttur<br />

Á hverju ári deyr fjöldi kvenna í Níkaragva í tengslum<br />

við meðgöngu og fæðingu. Helsta orsök þessa<br />

mæðradauða er skortur á aðgengi að heilbrigðisþjónustu<br />

og fátækt. Níkaragva er strjálbýlt land og<br />

því ekki hægt að hafa heilsugæslustöðvar innan seilingar<br />

fyrir alla, en þó er hægt að gera ófrískum konum<br />

auðveldara fyrir með að nálgast þjónustuna – og<br />

þannig urðu mæðrahúsin til.<br />

Starfsfólk mæðrahússins í Camoapa, Níkaragva.<br />

Mynd: Erla Sigurlaug Sigurðardóttir<br />

Barátta við að draga<br />

úr mæðradauða<br />

Mæðrahús er griðarstaður þar sem ófrískar konur úr<br />

strjálli byggðum geta dvalið síðustu daga eða vikur<br />

fyrir fæðingu og þá fyrstu eftir hana. Húsin eru alltaf<br />

í nágrenni spítala eða heilsugæslustöðvar þar sem<br />

tekið er á móti börnum. Í húsunum fá konurnar<br />

ókeypis fæði og húsnæði meðan á dvölinni stendur,<br />

daglega læknisskoðun, fræðslu um umönnun og<br />

næringu ungbarna, getnaðarvarnir, hreinlæti, heimilisofbeldi<br />

og fleira. Þegar að fæðingu kemur er stutt<br />

á heilbrigðisstofnun þar sem þær geta fætt undir<br />

eftirliti fagfólks. Húsin eru aðallega ætluð konum<br />

sem búa við áhættu á meðgöngunni vegna aldurs,<br />

veikinda eða fyrri fæðinga.<br />

Gerður Gestsdóttir er verkefnastjóri félagslegra verkefna hjá<br />

Þróunarsamvinnustofnun Íslands í Níkaragva. Hún lauk BA-prófi í<br />

mannfræði frá Háskóla Íslands 1994 og MA-prófi í sömu grein með<br />

áherslu á þróunarfræði frá háskólanum í Manchester 1997. Eftir<br />

það hefur Gerður starfað á sviði alþjóða- og þróunarmála, m.a. hjá<br />

Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins og hjá Alþjóðahúsi en einnig við<br />

þýðingar og stundakennslu við HÍ í meistaranámi í þróunarfræði.<br />

Á árunum 2000-2002 bjó Gerður í Níkaragva þar sem hún starfaði<br />

m.a. sem ráðgjafi fyrir innlent ráðgjafafyrirtæki á sviði þróunarsamvinnu<br />

og gerði mannfræðilega rannsókn á meðal bænda í<br />

þeim tilgangi að auðvelda þeim sem vinna að þróunarverkefnum<br />

að ná árangri í starfi sínu. Frá 2007 hefur hún starfað fyrir ÞSSÍ í<br />

Níkaragva.<br />

Hátt í helmingur þeirra rúmlega 5 milljóna sem búa í<br />

Níkaragva býr í dreifbýli. Um 70% þeirra búa við fátækt<br />

en á landsvísu býr um helmingur við fátækt<br />

(Systemas, 2007). Fátækt og mæðradauði er nátengd<br />

því eins og segir í stefnu heilbrigðisráðuneytisins um<br />

kynheilsu þá er<br />

“mæðradauði mælieining sem sýnir félagslegt jafnrétti<br />

og kynjajafnrétti. Í okkar landi eru fyrir hendi þættir<br />

sem stuðla að mæðradauða, t.d. blóðleysi og næringarskortur<br />

kvenna, ólæsi/lítil formleg menntun, mikill<br />

fjöldi fæðinga, fátækt, lítið aðgengi að heilbrigðisþjónustu,<br />

getnaðarvarnir ekki notaðar, lítið eða ekkert<br />

eftirlit á meðgöngu, heimafæðingar með aðstoð<br />

yfirsetukvenna og fjölskyldu, bannhelgi, seint leitað<br />

36

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!