19.01.2014 Views

ÞRÓUNARMÁL - Þróunarsamvinnustofnun Íslands

ÞRÓUNARMÁL - Þróunarsamvinnustofnun Íslands

ÞRÓUNARMÁL - Þróunarsamvinnustofnun Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

umiðuð áætlanagerð myndar grunninn í þróunaráætlunum<br />

héraðanna því valddreifing miðar að árangursríkri þátttöku<br />

hluteigandi aðila í áætlanagerð og ákvarðanatöku. Þátttaka<br />

eflir og styrkir samfélagið í því að starfa sem ein heild, hún<br />

styður við hagræna og sjálfbæra nýtingu auðlinda og leiðir til<br />

aukinnar kunnáttu og sjálfstrausts meðal þeirra sem koma að<br />

ferlinu. Líkt og önnur héruð landsins býr Kalangala yfir eigin<br />

þróunaráætlun sem hér verður fjallað aðeins nánar um.<br />

Héraðsstjórn og íbúar Kalangala taka höndum saman í að<br />

bæta lífsskilyrði og draga úr fátækt í héraðinu.<br />

Á efri myndinni er Frederik Balemeezi aðstoðarhéraðsstjóri<br />

og á neðri myndinni má sjá stúlku að leik í einu þorpi<br />

héraðsins.<br />

Mynd: Thelma Tómasson Mynd: Þórarinna Söebech<br />

Staðreyndir um Úganda:<br />

– Íbúafjöldi 28,9 milljónir<br />

– 87% íbúa búa í dreifbýli<br />

– Fólksfjölgun er 3,3% á ári<br />

– Lífslíkur við fæðingu eru 49,7 ár<br />

– Líkur á að barn deyi fyrir 5 ára aldur eru 13,6%<br />

– Kona fæðir að meðaltali 6,7 börn um ævina<br />

– Íbúar undir fátæktarmörkum eru 38% þjóðarinnar<br />

– 66,8% íbúa eru læsir, þar af 55,7% kvenna<br />

– 6% íbúa hafa aðgang að rafmagni<br />

– Úganda var í 154. sæti á lífskjaralista<br />

Sameinuðu þjóðanna árið 2007<br />

,,Dafnandi og aðlaðandi hérað”<br />

Áætlun héraðsstjórnarinnar í Kalangala um það hvernig útrýma<br />

megi fátækt meðal eyjaskeggja er fjölþætt og framtíðarsýnin<br />

bjartsýn, eins og fyrirsögnin hér að ofan gefur til kynna. En<br />

þannig hljómar markmið héraðsstjórnarinnar um Kalangala<br />

hérað. Stefnt er að umbreytingu héraðsins. Úr því að vera eftir<br />

á í þróun, í það að vera á braut sjálfbærrar þróunar þar sem<br />

héraðið dafnar og íbúar njóta bættra lífsskilyrða. Stefnan er<br />

tekin á lýðræðislega og ábyrga stjórnsýslu sem auðveldar sjálfbæra<br />

efnahagslega og félagslega þróun héraðsins sem byggist<br />

á þátttöku íbúa og þörfum þeirra. Eins og aðrar byggðaþróunaráætlanir<br />

í Úganda tekur áætlun Kalangala-héraðs mið af<br />

þörfum íbúanna og byggist á þátttöku þeirra í eigin þróunarferli.<br />

Frederik Balemeezi sagði héraðsyfirvöld leggja afar<br />

mikla áherslu á að grunnur þróunaráætlunarinnar byggi á þátttökuaðferð.<br />

Hann sagði höfuðmáli skipta að allir hluteigandi<br />

aðilar kæmu að ferlinu og að raddir minnihlutahópa fengju að<br />

heyrast. Hvort sem um væri að ræða konur, börn, aldraða eða<br />

fatlaða þá væru sjónarmið allra tekin til greina.<br />

Fjórar stoðir stefnunnar um útrýmingu fátæktar í Úganda eru<br />

lagðar til grundvallar í áætlun Kalangala-héraðs en þær eru: 1.<br />

Sjálfbær efnahagsleg þróun og umbreyting grunngerðarinnar;<br />

2. Góð stjórnun og öryggi íbúa; 3. Auknar tekjur þeirra fátæku;<br />

4. Bætt lífsskilyrði meðal fátækra (Kalangala District Development<br />

plan, september 2003).<br />

50

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!