19.11.2014 Views

Saga Djúpalónssands

Saga Djúpalónssands

Saga Djúpalónssands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Sigurlaug Jensey Skúladóttir<br />

Svanborg Tryggvadóttir<br />

Náms­ og kennsluvefur<br />

um Þjóðgarðinn Snæfellsjökul<br />

Lét hann þá svo um mælt, að þeir félagar skyldu setja þess nokkurt merki, að þeir hefðu þar<br />

komið og bjargast úr svo voveiflegum háska. Óð hann þá út í sjóinn allt til mittis og hvatti<br />

menn sína að gera slíkt hið sama. Gerðu þeir það og köfuðu allir til botns og komu upp með<br />

sinn steininn hver, mismunandi stóra eftir því hversu sterkir þeir voru. Var steinn formannsins<br />

lang stærstur og bar hann hann að hraunstalli einum allt að mjaðmar háum og setti þar á stall.<br />

Slíkt hið sama gerðu menn hans allir. Kvað hann þá svo á, að steinn sá, er hann hafði á stall<br />

fært, skyldi heita Fullsterkur, hinn næsti Hálfsterkur, þriðji Miðlungur en steinn sveins skyldi<br />

heita Amlóði. Þá kvað hann svo á, að steinar þessir skyldu þaðan af vera aflraunasteinar<br />

vermanna þar um slóðir og skyldi enginn háseti teljast fullgildur né skiprúmshæfur, er ekki<br />

færði Miðlung á stall, en Fullsterk taldi hann að fáir myndu hefja.<br />

Það fylgir sögunni að sá rétti Fullsterkur væri fyrir löngu grafinn í jörðu. Segir ein sagan, að<br />

hann hafi svo lengi legið fyrir neðan stallinn, að jarðlög hafi hlaðist að honum og að lokum<br />

grafið hann þar, sem hann var kominn, því að enginn hafi sá þar komið, er megnaði að hefja<br />

hann á stall. Ætla menn því að hinn rétti Fullsterkur liggi þar undir fótum manna. Aðrir halda,<br />

að hraustir menn hafi ekki viljað eiga hann „yfir höfði sér“ og því losað sig við hann með<br />

einhverju móti. Fullsterkur átti að hafa jafngilt þyngd tveggja stærstu steinanna sem nú eru,<br />

eða nær 300 kg.<br />

Frásögn þessi er höfð eftir Halldóri Jónssyni útgerðarmanni í Ólafsvík en faðir hans sagði<br />

honum hana þegar hann var barn að aldri. Faðir Halldórs gat nafngreint þessa sjóhröktu menn<br />

og hvaðan úr Breiðafirði þeir voru en nöfn þeirra eru gleymd honum í dag, um 70 árum síðar.<br />

Við setjum þessa frásögn svo til óbreytta hér á síðuna af ásettu ráði til að tungutak gamla<br />

tímans fái að skína í gegnum hana og gefa ungmennum dagsins í dag innsýn í hana. 19<br />

Strand Epine frá Grimsby við Dritvíkurflögur þann 13. mars 1948<br />

Þann 13. mars nálgaðist djúp lægð landið hratt og það hvessti upp af suðri við vestanvert<br />

landið. Veðurstofan hafði spáð roki eða hvassviðri þegar líða færi á kvöldið. Þeir bátar sem<br />

voru á sjó héldu því snemma til hafnar.<br />

19 Jens Hermannsson 1976:197-196<br />

Lokaverkefni til B.Ed. ­prófs við Kennaraháskóla Íslands<br />

Desember 2005

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!