Greiningartæki til að kanna færni á sviði UST. Niðurstöður úr KHÍ ...

mennta.hi.is

Greiningartæki til að kanna færni á sviði UST. Niðurstöður úr KHÍ ...

Manfred Lemke

Greiningartæki tilkanna

færni á sviði UST

Niðurstöður úr KHÍ ágúst 2003

Skýrslan er hluti af rannsóknarverkefninu NámUST

sem Kennaraháskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri og

Háskólinn í Reykjavík eiga aðild að

Desember 2005

Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands


Greiningartæki tilkanna færni á sviði UST.

Niðurstöður úr KHÍ ágúst 2003

© Manfred Lemke

Gerð greiningartækisins hefur notið styrks frá menntamálaráðuneytinu og

Starfsmenntaráði.

Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands

Reykjavík 2005

ISBN 9979-793-04-X

2


1. Um greiningartækið

1.1. Almennt

Greiningartækið á rætur sínar að rekja til starfs Símenntunarstofnunar KHÍ á árunum

1999/2000. Stofnunin fékk þá það verkefni að útbúa upplýsingatækninámskeið fyrir alla

grunnskólakennara í Garðabæ. Eftir nokkra yfirlegu var það niðurstaðan að ekki væri

hægt að legga af stað með námskeiðahald svo vel færi án þess að kortleggja færni og

óskir kennara og samræma niðurstöður áherslum skólanna. Eftir ágæta reynslu í skólum

Garðabæjar var ákveðið að bjóða greininguna öðrum skólum. Verkefnið var í fyrstu

styrkt af Menntamálaráðuneytinu.

Þegar í ljós kom að mjög margir skólar höfðu áhuga á greiningunni vaknaði áhugi á að

rannsaka upplýsingarnar sem söfnuðust. Auk þess kom sú spurning fram hvort hægt væri

að legga greininguna fyrir önnur skólastig. Með styrk frá starfsmenntaráði hefur tekist að

endurbæta greiningartækið og aðlaga það öðrum skólastigum með því að bæta við

og/eða taka út spurningar.

Greiningartækið er nú þáttur í NámUST-verkefninu sem styrkt er af Rannís. Í kjölfar

greiningarvinnu er áætlað að rannsaka gögn sem var safnað til að geta gefið mynd af

tölvufærni kennara í íslenskum skólum um aldahvörf.

Spurt er fyrst og fremst um færni og óskir þátttakenda. Hvorki viðhorf né

kennslufræðilegt inntak UST er kannað að sinni. Í ýmsum rannsóknum hefur verið sýnt

fram á samhengi milli færni kennara og getu þeirra til að nýta UST til að breyta/bæta

kennsluhætti sína (Hakkarainen o.fl., 2001). Á þeim forsendum er sennilegt að

færnilýsingar gefi nokkuð skýra mynd af notkun UST í kennslu.

Ákveðinn vandi felst í því að greiningin byggist á því að þátttakendur meti eigin færni.

Óraunhæft mat á eigin færni er mjög algengt á sviði UST og virðist þetta vera bæði

aldurs- og kynjaskipt (Heneman, 1980; Jackson, Ervin, Gardner og Schmitt, 2001). Ungir

karlmenn virðast hafa tilhneigingu til að ofmeta eigin færni en eldri konur vilja hins vegar

gera sem minnst úr henni (Furnham, 2001).

Til þess að draga úr þessari skekkju er nauðsynlegt að hafa spurningar sundurliðaðar og

gefa svarendum svarmöguleika sem byggjast á lýsingu atferlis frekar en á orðum eins og

illa , lítið , sjaldan , afar vel , o.s.frv. Engu að síður verður ávallt skekkja á milli

svara og raunverulegrar færni þátttakenda. Sennilega myndu flóknari rannsóknir skila

nákvæmari mynd af raunverulegri færni einstaklinga. En sjálfsmat rúmlega 1600

grunnskólakennara hefur sýnt að það dugir ágætlega til að gefa grófa mynd og velja

þátttakendur á námskeið eftir því.

3


1.2. Spurningalistinn

Spurningalistinn var í fjórum þáttum:

1. Námsvenjur/námsaðferðir. Ein spurning með fjórum svarmöguleikum. Þátttakandi

merkir við þá námsaðferð á sviði UST sem lýsir hans eigin aðferð best. Tilgangur

með þessari spurningu er að komast að því hvaða form kennslu hentar best. Hún

getur þar að auki endurspeglað að vissu leyti viðhorf og sjálfstraust einstaklinga.

Sem dæmi má nefna að þeir sem vilja námskeið sem fer skref fyrir skref eru

líklegri til að hafa lítið sjálfstraust en þeir sem segjast læra af því að prófa og

fikta.

2. Notkunarlýsing. Með því að svara 18 spurningum getur þátttakandinn lýst notkun

sinni á ýmsum þáttum UST. Svarmöguleikar eru atferlismiðaðir og stighækkandi

frá lítilli sem engri notkun upp í það að geta kennt öðrum að nota tiltekinn þátt.

Alls eru fjórir svarmöguleikar.

3. Forgangsröðun atriða sem þátttakandi vill læra. Hér eru lýsingar á sautján

aðferðum sem tengjast ekki endilega einstökum forritum, t.d. að skanna,

hljóðvinnsla o. s. frv. Þátttakandinn merkir við á skalanum 1 5 hversu

mikilvægan hann álítur umræddan þátt vera fyrir sálfan sig nú.

4. Forgangsröðun forrita sem þátttakandi vill helst læra á. Hér eru nefnd níu forrit og

þátttakandinn forgangsraðar þeim á skalanum 1 5.

4


Úrvinnsla

Úrvinnslan fer þannig fram að notkunarlýsing og óskir þátttakenda verða borin saman.

Alls voru 30 námskeið í boði: He

iti

Námskeið st Lýsing

Skráarmeðferð

1

Windows I 1

Netið 2

Vefur í

kennslu

4

Publisher I 2

PowerPoint 2

Word I 2

Windows II 2

Setja upp

forrit

2

Að skanna 2

Frontpage 6

Access 4

Póstforrit 2

Um snyrtileg vinnubrögð við

skjalavinnslu

Stilla prentara og velja,

ruslafatan, aðrar grunnaðgerðir

Internet Explorer, hugtök,

aðferðir, leitarvélar, efnisleit á

Netinu

Vefleiðangur sem náms- og

kennsluaðferð

Forritið kynnt þeim sem ekki

þekkja

PowerPoint fyrir þá sem ekki

þekkja forritið

Grunnatriði í Word (Workshop

vinna)

Sérhæfðar stillingar í Windows,

örvhentir, fólk með sérþarfir

o.fl.

Leit að hentugum smáforritum

á Netinu, prufukeyrsla, mat og

hvernig þau eru fjarlægð aftur

úr tölvunni. Hugtökin

Freeware, Shareware og

Evaluation koma við sögu.

Grunnatriði við og um

skönnun. -

Grunnatriði í Frontpage kynnt

og æfð. Markmið er að

þátttakandinn ljúki við að búa

til sinn eigin vef. Hann á að

kunna að senda hann út á sitt

vefsvæði og geta haldið

honum við. Þátttakendur þurfa

að hafa góða almenna

þekkingu á helstu Office -

forritum.

Grunnatriði gagnagrunnsforrita

kynnt. Notendur læra að setja

upp töflur og senda spurnir í

grunninn.

Helstu þættir póstforritsins

skoðaðir og æfðir

Námskeið st Lýsing

Stafr.

myndataka

2

Excel I 2

Excel II 4

Læra á forrit 2

Umbrot með

Publisher

4

Word II 4

Myndvinnsla 6

WebCT I 4

Grunnatriði um stafrænar

myndavélar og stafræna

myndatöku. Varsla mynda

rædd.

Grunnatriði töflureiknis.

Framsetning í myndrit.

Flóknari aðgerðir, formúlur,

myndræn framsetning, tengja

síður og reiti, snið (útlit) á

Excel skjölum.

Fyrirlestur. Hvernig er hægt að

læra að læra á forrit og hvers

vegna er það nauðsynlegt?

Publisher fyrir lengra komna.

Sérstök áhersla er lögð á

Umbrotsvinnu. Hvað einkennir

smekkleg skjöl, hvaða gildrur

ber að forðast.

Stílar, efnisyfirlit, tilvísanir í

sama skjali og út fyrir það.

Farið verður í aðalatriði

myndvinnslu í tengslum við

þann hug- og vélbúnað sem

skólinn á eða ætlar að festa

kaup á. Megináhersla er lögð á

aðföng (stafræn myndataka,

skönnun o.s.frv.), geymslu og

prentun/birtingu á skjá.

Grunnatriði í WebCT, engin

þekking nauðsynleg

WebCT II 4 WebCT fyrir lengra komna

Gagnagrunns

-tengdir vefir

6 Grunn-námskeið

Kennsluvefir 4 Smíði kennsluvefs

Hljóðvinnsla 4 Hljóðvinnsla einkum fyrir vefinn

Vídeóvinnsla 8

Vídeóvinnsla með forritinu

Windows Movie Maker

Nvivo 4 Nvivo fyrir byrjendur

SPSS I 6 SPSS fyrir byrjendur

SPSS II 6 SPSS fyrir lengra komna

EndNote 4

Endnote - námskeið einkum

fyrir byrjendur

5


Þátttakendum er raðað á námskeið eftir niðurstöðum bæði notkunarlýsingar og óskalista.

Til dæmis veljast þeir sem segjast nota tölvur mjög lítið á grunnnámskeið. Ef þessi sami

einstaklingur óskaði eftir þátttöku í flóknu námskeiði eins og t.d. Access gagnagrunnar,

þá fær hann ekki að taka þátt að sinni. Námskeið sem krefjast ekki sérlega mikillar

tölvufærni, eins og t.d. stafræn myndataka eru hins vegar öllum opin.

Úrvinnslan stýrir því að þátttakendur með svipaða færni sæki sama námskeiðið. Helsti

kosturinn er að námskeiðin geta verið beinskeyttari og meiri líkur eru á að þátttakendur

fái kennslu við sitt hæfi.

6


2. Niðurstöður

1.3. Þátttaka

Alls svöruðu 61 kennari og 17 aðrir starfsmenn. Svarhlutfallið er 58 % hjá kennurum en

aðeins 27 % hjá öðrum starfsmönnum (miðað við tölur úr ársskýrslu KHÍ 2001).

Varasamt er að yfirfæra ályktanir sem dregnar eru af úrtakinu á alla starfsmenn skólans.

Það gildir um báða hópa starfsmanna en einkum um aðra starfsmenn en kennara, því að

stafsvettvangur þeirra er mjög fjölbreytilegur og má því álykta að tölvufærni sé það

sömuleiðis.

1.4. Námsaðferðir

Almennt má segja að svörin hafi komið á óvart. Sérstaklega vekur athygli að mjög fáir

fullyrða: Bækur hjálpa mér meira en reglubundin námskeið. Ég læri upp á eigin spýtur,

eigin hraða. Hefðbundin kennsla gerir mér ekki sama gagn.

Af kennurum KHÍ völdu 3 % þessa fullyrðingu á móti aðeins 2 % í grunnskólum. Nú á

eftir að meta hvort þetta er áfellisdómur fyrir kennsluefni á prenti eða hvort fólki er

einfaldlega ekki kunnugt um kennsluefni og námsaðferðir í sjálfsnámi. Þessar niðurstöður

eru að mínu mati sérstaklega forvitnilegar vegna þess að við erum að skoða stétt sem ætti

sannarlega að vera í stakk búin að tileinka sér þekkingu úr bókum, enda er það eitt helsta

viðfangsefni hennar.

Kennarar

Annað

starfsfólk

6 5 segja

43 11 segja

2 0 segja

10 1 segja

Ég læri best á námskeiðum. Ég vil vita hvernig hlutirnir eru gerðir skref fyrir skref. Síðan

æfi ég mig og get notað þekkinguna við dagleg störf.

Mér finnst gott að sitja námskeið, en ég vil hafa frelsi til að uppgötva sjálf(ur). Best væri

fyrir mig að hafa aðgang að kennara af og til, að öðru leyti læri ég sjálfstætt.

Bækur hjálpa mér meira en reglubundin námskeið. Ég læri upp á eigin spýtur, á eigin

hraða. Hefðbundin kennsla gerir mér ekki sama gagn.

Ég prófa mig áfram í forritum, nota sjaldan hjálpargögn eða aðstoð frá öðrum.

- Þetta kom bara smám saman.

Tafla 1: Samanburður á svörum kennara KHÍ og annarra starfsmanna um námsaðferðir

7


Þegar svör úr KHÍ (allir starfsmenn) eru borin saman við niðurstöðurnar úr grunnskóla

eru tveir þættir verulega ólíkir. Mest skiptir að hlutfall þeirra sem vilja hafa aðgang að

kennara af og til og vilja fá opin námskeið er verulega hærra í KHÍ en í grunnskólum eða

71 % á móti 47 %.

Rúmlega helmingi fleiri fiktara má finna innan KHÍ en í grunnskólum.

Svo virðist sem aðallega lengra komnir notendur segist hafa öðlast þekkingu sína með því

að prófa og fikta. Aðeins einn af þeim var ekki kennari. Áhugavert að þeir skiptast jafnt í

karla og konur (kynjahlutfall svarenda er 54:27 konum í hag). Nú gæti verið áhugavert

að komast að því hvort sjálfsmat þeirra sé sambærilegt þeim sem sækja gjarnan

námskeið.

Mynd 1: Samanburður kennara í KHÍ við grunnskólakennara (1633 grunnskólakennarar)

8


1.5. Notkunarlýsingar

Í þessum kafla er fjallað um hvernig þátttakendur lýsa notkun sinni á UST. Spurningar

voru átján, þar af sex sérsniðnar fyrir KHÍ. Hinar tólf hafa einnig verið lagðar fyrir

grunnskólakennara. Röð spurninga var þó breytt. Þeir grunnskólakennarar sem sögðust

búa yfir mjög lítilli tölvufærni fengu ekki upp þrjár spurningar sem fjalla um tiltölulega

flókna tölvuvinnslu, þ.e. margmiðlun, töflureikni og gagnagrunnsforrit. Í KHÍ fengu allir

þátttakendur sömu spurningar óháð því sem þeir svöruðu.

Einkunnir lyklast þannig að 1 merkir að þátttakandinn hefur merkt við lægsta kostinn en

þegar hann merkti við hæsta kostinn fær hann 4.

Lægsti valkosturinn er jafngilt Ég nota tiltekna tækni afar sjaldan sem túlkast hér þannig

að þátttakandinn hafi litla eða mjög litla færni. Hæsti valkosturinn merkir að hann treysti

sér til að kenna öðrum að nota viðkomandi aðferð/tækni. Í skalanum eru tvö millistig sem

lýsa stígandi færnistigi.

Til samanburðar: Niðurstöður úr grunnskólum landsins, 1633 kennarar

2,90 2,39 2,90 2,10 2,61 2,45 2,63 2,69 2,10

Almenn Skjalavinnslvinnslingaleipóstur

Rit-

Grafík Prentun Upplýs-

Tölvu-

Internet Siðfræði

færni

3,69 2,90 3,20 2,43 3,07 3,00 3,69 3,23 2,54

Töflureiknagrunnamiðlun

Gagna-

Marg-

Vefgerð Kennslu Póst-

WebCT Tal-

Hamar

-vefir listar

glærur

1,95 1,46 2,49 2,07 2,23 2,72 2,46 1,28 1,26

1,64 1,15 1,60 1 er lægsta einkunn en 4 er hæst.

Þeir sem svöruðu ekki eru ekki teknir með.

Tafla 2: Notkunarlýsingar kennara KHÍ í einkunnum

Greinilega kemur fram að kennarar KHÍ eru lengra komnir á öllum sviðum sem mæld

voru. Áhugavert er að sjá að færniprófíllinn er nánast eins nema hvað hann er hærri í

KHÍ. Eina undantekningin er tölvupóstur. Þar ber KHÍ af enda er tölvupóstur snar þáttur í

starfi allra kennara. (sjá einnig mynd 2). Sex þættir hafa engar samanburðartölur, það eru

spurningar sem bættust við sérstaklega fyrir KHÍ.

9


Mynd 2: Notkunarlýsingar kennara sem myndrit

Til grundvallar niðurstaðna úr grunnskólum liggja um 1600 þátttakendur í greiningunni á

árunum 2001 til 2003.

Notkun lýst með einkunnum

60

50

40

30

20

10

0

Almenn

færni

Skjalavinnsla

Ritvinnsla

Internet

Siðfræði

Vefgerð

WebCT

Grafík Prentun Upplýsingaleit

Tölvupóstur

Töflureiknar

Gagnagrunnar

Margmiðlun

Kennsluvefir

Póstlistar

Talglærur

Hamar

Svara ekki 0 0 0 0 0 0 0 2 1 2 2 3 0 0 1 0 1 4

Lægsta einkunn 0 0 0 15 0 1 0 0 4 22 35 11 23 15 7 9 50 40

Hæsta einkunn 44 8 16 9 10 15 43 23 8 3 0 12 4 4 21 4 3 1

Mynd 3: Notkunarlýsingar kennara með einkunnum

Á mynd 3 koma þrír hópar fram: Þeir sem gefa sér hæstu og lægstu einkunn og þeir sem

svara ekki. Ef súlur eru almennt lágar eða jafnvel ekki fyrir hendi eins og t.d. í siðfræði

eða skjalavinnslu, merkir það að flestir búa yfir færni í meðallagi.

Í raun eru gulu súlurnar mikilvægastar, þær sýna okkur hve margir telja sig hafa litla sem

enga reynslu/færni á tilteknu sviði.

Það er skólans að ákveða hvernig ætti að forgangsraða þáttunum. Eflaust eru til dæmis

talglærur meira aðkallandi en gagnagrunnar, svo eitt dæmi sé nefnt. Svörun er eins og

fram kemur ljómandi fín.

10


Staða starfsmanna

WebCT

Póstlistar

Kennsluvefir

Talglærur

Hamar

Almenn færni

100%

80%

60%

40%

20%

0%

-20%

Skjalavinnsla

Ritvinnsla

Grafík

Prentun

Upplýsingaleit

Vefgerð

Tölvupóstur

Margmiðlun

Internet

Gagnagrunnar

Töflureiknar

Siðfræði

Mynd 4: Notkunarlýsingar starfsmanna sem myndrit

Notkun lýst með einkunnum

16

14

12

10

8

6

4

2

0

Almenn

færni

Skjalavinnsla

Ritvinnsla

Internet

Siðfræði

Vefgerð

WebCT

Grafík Prentun Upplýsingaleit

Tölvupóstur

Töflureiknar

Gagnagrunnar

Margmiðlun

Kennsluvefir

Póstlistar

Talglærur

Hamar

Svara ekki 1 0 0 1 1 3 0 0 2 1 1 3 3 5 2 4 3 4

Lægsta einkunn 0 0 0 5 0 0 0 0 0 2 4 5 4 11 3 12 14 8

Hæsta einkunn 13 3 5 3 2 4 9 5 4 1 1 2 1 1 1 0 0 2

Mynd 5: Notkunarlýsingar starfsmanna með einkunnum

Hjá öðrum starfsmönnum en kennurum (mynd 4 og 5) kemur greinilega fram að

kennslutengd viðfangsefni skipta minna máli. Tólf af sautján svarendum segja til dæmis

enga þekkingu hafa af WebCT og fjórir svara ekki. Athygli vekur að þættir sem eru

almennara eðlis eins og t.d. ritvinnsla eru ekki áberandi há. Þættir sem skera sig úr eru

töflureiknir og gagnagrunnar, en að öðru leyti er meðalfærni annarra starfsmanna heldur

neðar en kennara. Líklegsta skýring er að aðrir starfsmenn fást oft við sértæk verkefni og

því er dreifing þekkingar/færni þeirra mun meiri. Útilokað er að draga ályktanir um allan

starfsmannahópinn, því að svarhlutfallið var eins og áður er nefnt aðeins 27%.

11


Óskir kennara - færniþættir

WebCT

Gagnagrunnstengdir vefir

Kennsluvefsmíði

Vefsmíði, einkavefur

Hljóðvinnsla

Videovinnsla

Almenn myndvinnsla fyrir vef og prentgripi

Að búa til smekklega prentgripi (layout - fræði, Publisher fyrir lengra

komna)

Nota netið sem upplýsingaveitu. Finna efni til að nota í kennslu,

upplýsingar, myndir, o.s.frv.

Nota vef í kennslu (vefleiðangrar)

1

2

3

4

5

Vinna með stafrænar myndavélar

Nota skanna

Jaðartæki: Prentarar, skannar, myndavélar. Að tengja þau og setja upp

Læra að læra á forrit

Læra vel á Window s

Setja upp og taka út forrit

Umgangast skrár og skráarsöfn, bæði á tölvunni og staðarneti.

Mynd 6: Óskir kennara - færniþættir

0 10 20 30 40 50 60

Mynd 6 sýnir okkur hvað kennarar vilja helst læra. Hér er um að ræða færniþætti mikið

til óháða því hvaða forrit eru notuð.

Áberandi er að margir setja þætti sem snúa að beinni tölvutækni, þ. e. læra á jaðartæki,

Windows og setja upp forrit síðast í forgangsröðina. Þátturinn: Læra að læra á forrit er

heldur ekki vinsæll.

Vefsmíði og myndvinnsla fyrir vef eru efst á forgangslistanum. Önnur viðfangsefni sem

tengjast beint hagnýtingu UST í kennslu, eins og hljóðvinnsla og notkun vefs í kennslu

eru mjög ofarlega.

Ef litið er til forrita (Mynd 7) þá kemur fram samræmi milli færniþátta og forrita: Flestir

setja Frontpage efst á forgangslista. Við þessu má bæta að þó nokkur fjöldi kennara óskar

eftir öðru vefgerðarforriti en FrontPage, flestir nefna DreamWeaver.

Kennarar hafa áhuga á að auka færni sína í Word. Auk þess eru Photoshop og Endnote

ofarlega í forgangsröðinni.

Spurt var um SPSS, en því miður var bilun í gagnasöfnuninni og niðurstöður vistuðust

ekki.

12


Óskir kennara - forrit

Photoshop

Nvivo

Endnote

Publisher

Word2

Word1

Access

Forgang

1

2

3

4

5

Excel

Frontpage

Pow erpoint

0 10 20 30 40 50 60

Mynd 7: Óskir kennara - forrit

Eins og í færnilýsingum eru óskalistar annarra starfsmanna sundurleitari en hjá kennurum

(mynd 8). Hér er það umbrot (layout) og að búa til prentgripi sem er efst. Ekki virðist

mikil eftirspurn eftir vefsmíði í þessum hópi. Myndvinnsla er einnig hér ofarlega á

forgangslistanum.

Óskir starfsmanna - færniþættir

WebCT

Gagnagrunnstengdir vefir

Kennsluvefsmíði

Vefsmíði, einkavefur

Hljóðvinnsla

Videovinnsla

Almenn myndvinnsla fyrir vef og prentgripi

Að búa til smekklega prentgripi (layout - fræði, Publisher fyrir lengra

komna)

Nota netið sem upplýsingaveitu. Finna efni til að nota í kennslu,

upplýsingar, myndir, o.s.frv.

Nota vef í kennslu (vefleiðangrar)

1

2

3

4

5

Vinna með stafrænar myndavélar

Nota skanna

Jaðartæki: Prentarar, skannar, myndavélar. Að tengja þau og setja upp

Læra að læra á forrit

Læra vel á Window s

Setja upp og taka út forrit

Umgangast skrár og skráarsöfn, bæði á tölvunni og staðarneti.

0 2 4 6 8 10 12 14

Mynd 8: Óskir starfsmanna - færniþættir

Mynd 9. Nokkra furðu vekur að flestir eru með Frontpage fremst í forgangsröðinni þó að

þeir hafi ekki sett vefsmíði í forgang. Ein skýring gæti verið að þeir séu að hugsa um aðra

vefi en þá sem nefndir eru sem dæmi í spurningalistanum. Áhugavert er auk þess hversu

fáir velja sér Word II, þó að færnilýsingar gefi til kynna tiltölulega litla færni. Líklegasta

skýring er að í hópnum eru stafsmenn sem nota Word lítið eða sætta sig við þá færni sem

þeir búa yfir.

13


Óskir starfsmanna - forrit

Photoshop

Nvivo

Endnote

Publisher

Word2

Word1

Access

1

2

3

4

5

Excel

Frontpage

Pow erpoint

0 2 4 6 8 10 12 14

Mynd 9: Óskir starfsmanna - forrit

3. Námskeið

Farin verður sú leið að miða námskeiðin einkum við kennara. Aðrir starfsmenn geta skráð

sig á námskeið eða óskað eftir námskeiðum, t.d. sérhæfðum námskeiðum fyrir einstakar

deildir. Þessi tilhögun er valin fyrst og fremst vegna ólíkra hagsmuna þeirra sem kenna

og annarra stafsmanna.

Skráning á námskeið (töflur 3 og 4) er niðurstaða vélrænnar úrvinnslu. Ef þátttakandi

hakaði óvart við rangan reit þá getur það haft í för með sér að hann skráist á námskeið

sem hann á ekki erindi á en velst ekki á námskeið sem hann ætti í raun að sækja.

Nauðsynlegt því er að fara yfir námskeiðsáætlun með starfsmönnum og athuga með

hverjum og einum hvort viðkomandi áætlun getur staðist. Að sjálfsögðu er starfsmönnum

frjáls þátttaka. En engu að síður veltur skilvirkni námskeiðahaldsins á því að aðeins

þátttakendur með svipuð markmið og færni sæki sama námskeiðið. Þegar

þátttakendafjöldi er mikill þarf að endurtaka námskeiðin og þá kemur til greina að hafa

námskeiðin á ólíkum tímum eða með ögn ólík markmið. Þá mætti hafa námskeiðin á

mismunandi stöðum (Skipholt, Laugarvatn, Stakkahlíð).

Með því að breyta lágmarks- og hámarksfjölda í hópum er hægt að finna hagkvæmustu

útfærsluna hverju sinni miðað við kennslustundir og nemendafjölda.

Æskilegt er að raða námskeiðum þannig að byrjendanámskeiðin komi fyrst. Það gefur

möguleika á stígandi fyrir þá sem eru fremur stutt á veg komnir.

Mest áríðandi eru eftirfarandi námskeið:

Vefsíðugerð með Frontpage, myndvinnsla, talglærur, Publisher og kennsla í umbroti.

WebCT virðist ekki vera ofarlega á óskalistanum og er það án efa góðri þjónustu og þar

af leiðandi góðri almennri færni að þakka.

14


Tafla 3: Námskeiðalisti kennara

Námskeiðsnúmer

Tímar

Athugið forsendurnar í

athugasemdunum sem

fylgja hverjum reit

Nöfn

Skráarmeðferð

Windows I

Netið

Vefur í kennslu

Publisher I

Powerpoint

Word I

Windows II

Setja upp forrit

Að skanna

KHÍ Kennarar

Stafr. myndataka

Excel I

Excel II

Læra á forrit

Layout með Publisher

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 28 30

1 1 2 4 2 2 2 2 2 2 2 2 4 2 4 4 6 4 2 6 6 4 6 4 4 8 4 6 6 4

1 Allyson Macdonald x x x x x x x x x x x x 7

2 Amalía Björnsdóttir x x x x x x x x x x x x 5

3 Anna S. Þráinsdóttir x x x x x x x x x x x x x 8

4 Ann-Helen Odberg x x x x x x 5

þátttakenda

Torfadóttir x x x x x x x x x 5

5 Anton Bjarnason x x 1

6 Arna H. Jónsdóttir x x x x x x x x x x x x x 9

7 Auður

8 Árni Stefansson x x x x x x x x x x 7

9 Ásrún Tryggvadóttir x x x x x x x x x x x x x x x x x 13

10 Ástríður Stefánsdóttir x x x x x x x x 6

11 Baldur Kristjánsson x x x x x x x x x x x 6

12 Baldur sigurðsson x x x x x x x x 4

13 Brynhildur Briem x x x x x x x x x x x x x x 10

14 Brynjar Ólafsson x x x x x x x 3

15 Börkur Hansen x x x x x x x x x x x x x x x 9

16 Dr Rosa Gunnarsdottir x x x x x x x x x x x 7

17 Dr. Sigurbjörn Árni Arngrímsson x x x x x 3

18 Elsa Sigríður Jónsdóttir x x x x x x x x x x 7

19 Erla Kristjánsdóttir x x x x x x x x x x 6

20 Fríður Ólafsdóttir x x x x x x x x x x 7

21 Gretar L. Marinósson x x x x x x x x x x x x x 7

22 Guðný Helga Gunnarsdóttir x x x x x x x x x x x x x x x x x 10

23 Guðrún Krstinsdóttir x x x x x x x x x x x x x x x 9

24 Gunnar J. Gunnarsson x x x x x x x x x x x x x x x x x x 12

25 Gunnhildur Óskarsdóttir x x x x x x x x x x x x 9

26 Hafdís Guðjónsdóttir x x x x x x x x x x x x x 8

27 Hafþór B. Guðmundsson x x x x x x x x x x x x 8

28 Hafþór Guðjónsson x x x x 3

29 Hanna Ragnarsdóttir x x x x x x x x x x x 6

30 Helga Rut Guðmundsdóttir x x x x x x x x x x x x x x x x x 12

31 Helgi Skúli Kjartansson x x x 3

32 Hlín Helga Pálsdóttir x x x x x x x 5

33 Hrafnhildur Ragnarsdóttir x x x x x x x x x x x x x x 9

34 Ingibjörg H. Harðardóttir x x x x x x x x x x 7

35 Ingvar Sigurgeirsson x x x x x x x x x x 5

36 Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir x x x x x x x x x x x x x x x 11

37 Jóhanna Karlsdóttir x x x x x x x x 6

38 Jóhanna Þórðardóttir x x x x x x x x x x x x x x x x x x 11

39 Jón Jónasson x x x x x x x 3

40 Jón Reykdal x x x x x x x x x x x x x x x x 11

41 Jónína Kristinsdóttir x x x x x x x x x x x x x x x x x 12

42 Karl Jeppesen x x x x x x x 3

43 Kári Jónsson x x x x x x x x x x x 7

44 Kristín Á. Ólafsdóttir x x x x x x x x 6

45 Kristín Hildur Ólafsdóttir x x x x x x x x x x x x x 8

46 Kristín Norðdahl x x x x x x x x x x x x x x x 10

47 Lilja M. Jónsdóttir x x x x x x x x x x x x 9

48 Loftur Guttormsson x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x 14

49 Meyvant Þórólfsson x x x x x x x x x 7

50 Ólafur H. Jóhannsson x x x x x x x x 5

51 Ragnhildur Bjarnadóttir x x x x x x 3

52 Rannveig A. Jóhannsdóttir x x x x x x x x x x 7

53 Samuel Lefevre x x x x x 2

54 Sólveig Jakobsdóttir x x x x x x x x x x x x x x x 10

55 Steinunn Helga Lárusdóttir x x x x x x x x x x 6

56 Torfi Hjartarson x x x x x x x x x x x x x x x x x x x 13

57 Veturliði Óskarsson x x x x x x x x 3

58 Þorsteinn Helgason x x x x x x x x x x x 7

59 Þórdís Þórðardóttir x x x x x x x x x x x x x x 8

60 Þórunn Blöndal x x x x x x x x x x x x x x x 10

61 Örn Ólafsson x x x x x x x x x x x x x 7

Kenndir tímar

2 4 2 2 2 2 2 2 2 4 2 4 4 6 4 6 6 4 6 4 4 8 4 4 440

Þátttakendafjöldi: 2 2 21 36 37 35 4 22 18 30 26 20 10 17 35 40 47 18 1 19 15 19 15 36 39 34 42 49 440

Nemendastundir:

42 144 74 70 44 36 60 52 40 40 34 140 160 282 72 114 90 76 90 144 156 272 168 196 1404

Námskeiðsstundir:

4 12 6 6 4 4 4 4 4 4 4 12 12 18 8 12 6 8 6 12 12 24 12 12 118

Word II

Of fáir þáttt.

Of fáir þáttt.

2 námskeið

min. 3 námskeið

Frontpage

min. 3 námskeið

Access

min. 3 námskeið

Póstforrit

Of fáir þáttt.

Myndvinnsla

2 námskeið

WebCT I

2 námskeið

WebCT II

2 námskeið

Gagnagrunnst. vefir

2 námskeið

Kennsluvefir

Hljóðvinnsla

2 námskeið

Videóvinnsla

1 námskeið

Nvivo

2 námskeið

SPSS I

min. 3 námskeið

SPSS II

EndNote

Námskeið

min. 3 námskeið

min. 3 námskeið

2 námskeið

Of fáir þáttt.

2 námskeið

1 námskeið

2 námskeið

1 námskeið

min. 3 námskeið

min. 3 námskeið

min. 3 námskeið

min. 3 námskeið

Of fáir þáttt.

Of fáir þáttt.

min. 3 námskeið

Lágmarksfjöldi í hóp: 6

Hámarksfjöldi í hóp: 16

Vinsamlega athugið: Niðurstöður þessar eru unnar sjálfvirkt upp úr könnunum. Því getur verið að þær endurspegli ekki nákvæma

símenntunarþörf einstakra starfsmanna. Það er því óhjákvæmilegt að aðlaga þessa skrá raunverulegum aðstæðum og ennfremur að gefa

kennurum kost á að skrá sig sjálfir eða afþakka þátttöku.

15


Tafla 4: Námskeiðalisti starfsmanna

Námskeiðsnúmer

Tímar

Athugið forsendurnar í

athugasemdunum sem

fylgja hverjum reit

Skráarmeðferð

Windows I

Netið

Vefur í kennslu

Publisher I

Powerpoint

Word I

Windows II

Setja upp forrit

Að skanna

Stafr. myndataka

Excel I

Excel II

Læra á forrit

Layout með Publisher

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 28 30

1 1 2 4 2 2 2 2 2 2 2 2 4 2 4 4 6 4 2 6 6 4 6 4 4 8 4 6 6 4

1 Kristín Indriðadóttir x x x x x x 4

2 Elín Dögg Guðjónsdóttir x x x x x x 5

3 Björg Gísladóttir x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x 14

4 Sigríður Pétursdóttir x x x x x x x x x 8

5 Sigurður Jónsson x x x x x x x x x x x x 9

6 Elín Thorarensen x x x x x x x x x x x 7

7 Áslaug Nöfn Björk Eggertsdóttir x x x x x x x x x x x x x x 12

8 Elínborg Stefánsdóttir x x x x x x x x 5

9 Guðrún þátttakenda

Sóley Guðjónsdóttir x x x x x x x x x x x x x x x 10

10 Svanhildur Kaaber x x x x x x x x x x x x x x x x x x x 12

11 Guðrún Karlsdóttir x x x x x x x x x x x x x x x x x 12

12 Guðrún Magnúsdóttir x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x 16

13 Sólveig María Þorláksdóttir x x x x x x x x x x x x x x x x 10

14 Kolbrún Sigurðardóttir x x x x x x x x x x x x 7

15 Þórhildur S. Sigurðardóttir x x x x x x x x x x x x x x 8

16 Linda Erlendsdóttir x x 1

17 Margrét Magnúsdóttir x x x x x x x x x x x x x x x x x x 12

Kenndir tímar

Þátttakendafjöldi:

Nemendastundir:

Námskeiðsstundir:

KHÍ aðrir starfsmenn en kennarar

Word II

Frontpage

2 4 2 2 2 2 2 2 2 4 4 6 4 6 6 4 4 8 4 4 152

9 10 12 11 1 9 10 8 9 4 5 9 13 13 11 9 1 8 10 4 16 9 11 10 10 152

18 40 24 22 18 20 16 18 18 52 52 66 36 48 60 64 36 88 40 40 448

2 4 2 2 2 2 2 2 2 4 4 6 4 6 6 4 4 8 4 4 44

Of fáir þáttt.

Of fáir þáttt.

1 námskeið

1 námskeið

1 námskeið

1 námskeið

Of fáir þáttt.

Access

Póstforrit

Myndvinnsla

WebCT I

WebCT II

Gagnagrunnst. vefir

Kennsluvefir

Hljóðvinnsla

Videóvinnsla

Nvivo

SPSS I

SPSS II

EndNote

1 námskeið

1 námskeið

1 námskeið

1 námskeið

Of fáir þáttt.

Of fáir þáttt.

1 námskeið

1 námskeið

1 námskeið

1 námskeið

1 námskeið

Of fáir þáttt.

1 námskeið

1 námskeið

Of fáir þáttt.

Of fáir þáttt.

1 námskeið

1 námskeið

1 námskeið

1 námskeið

Of fáir þáttt.

Of fáir þáttt.

1 námskeið

Námskeið

Tillaga að skipulagi námskeiða:

sept - nóv des. feb. mars. - maí

Talglærur EndNote Nvivo

Word II

Videovinnsla

Frontpage vefsmíði

kennsluvefir

Frontpage vefsmíði

einkavefir

Vefsmíði með öðrum

forritum

Publisher I Vefur í kennslu Gagnagrunnstengdir vefir

Myndvinnsla Hljóðvinnsla Access

Excel I Excel II SPSS

Stafræn myndataka Umbrot með Publisher Powerpoint

Að skanna

Hér koma ekki öll námskeið fram sem eru í námskeiðalistunum. Ástæðan er að sum

námskeið falla niður og um önnur námskeið er álitamál hvort þau séu áríðandi.

Námskeiðalistinn nefnir ekki neitt sérstakt námskeið sem heitir Talglærur en það er mikil

eftirspurn eftir því og þess vegna nauðsynlegt að halda slíkt námskeið hið fyrsta. Raunar

á eftir að undirbúa sérstaka tölvu (Streymir) til að taka á móti slíkum glærum, svo að

fleiri en 10 geti skoðað sömu glæruna samtímis.

Mikilvægt er að námskeið verði aðeins í boði þegar tryggt er að stoðþjónusta og búnaður

sé fyrir hendi og í lagi svo að kennarar geti nýtt nýja þekkingu strax í kennslu sinni.

16


4. Heimildir

Furnham, A. (2001). Self-estimates of intelligence: Culture and gender difference in self

and other estimates of both general (g) and multiple intelligences. Personality and

individual differences, 31(2001), 1381-1405.

Hakkarainen, K., Muukonen, H., Lipponen, L., Ilomäki, L., Rahikainen, M. og Lehtinen,

E. (2001). Teachers' information and communication technology (ICT) skills and

practices of using ICT. Journal of technology and teacher education (JTATE),

9(2), 181 - 197 af http://dl.aace.org/6438.

Heneman, H. G. (1980). Self assessment: A critcal analysis. Personnel psychology, 33,

297 - 300.

Jackson, L. A., Ervin, K. S., Gardner, P. D. og Schmitt, N. (2001). Gender and the

internet: women communicating and men searching. Sex roles, 44(5/6), 363 - 379.

17


5. Viðauki

Spurningalistar

Spurningar sem hafa verið lagðar fyrir alla þátttakendur

Notkunarlýsingar

Hvernig lærir þú best og mest (á sviði upplýsingatækni)?

1. Ég læri best á námskeiðum. Ég vil vita hvernig hlutirnir eru gerðir skref fyrir skref. Síðan æfi ég

mig og get notað þekkinguna við dagleg störf.

2. Mér finnst gott að sitja námskeið en ég vil hafa frelsi til að uppgötva sjálf(ur). Best væri fyrir mig

að hafa aðgang að kennara af og til, að öðru leyti læri ég sjálfstætt.

3. Bækur hjálpa mér meira en reglubundin námskeið. Ég læri upp á eigin spýtur, á eigin hraða.

Hefðbundin kennsla gerir mér ekki sama gagn.

4. Ég prófa mig áfram í forritum, nota sjaldan hjálpargögn eða aðstoð frá öðrum. ,,Þetta kom bara

smám saman.

I. Almenn tölvunotkun

1. Ég nota tölvu afar sjaldan.

2. Ég get notað tölvu til að opna nokkur forrit. Þessi notkun hefur lítil áhrif á mín daglegu störf. Ég

þarf oft að fá aðstoð.

3. Ég nota tölvu við mörg dagleg störf. Ég get stillt og aðlagað tölvu og tengt við hana ýmsan ytri

vélbúnað, hlaðið inn forritum, prentað og notað flest verkfæri stýrikerfisins (t.d. ruslafötuna og

skjalaleit).

4. Ég nota tölvur daglega við flest störf. Ég get haft fleiri en eitt forrit í gangi einu og get haft nokkra

glugga opna samtímis. Ég leita að forritum og aðferðum sem geta auðveldað vinnu mína. Ég þekki

tölvur nægilega vel til að geta kennt öðrum grunnhugtök og aðferðir.

II. Skjalavinnsla

1. Ég vista sjaldan þau skjöl sem ég bý til á tölvum.

2. Ég get valið, opnað, vistað og eytt skjölum af mismunandi drifum og möppum.

3. Ég vista skjölin mín á skipulegan hátt og get fundið þau auðveldlega. Ég tek afrit af skjölum og

geymi þau á diski eða öðrum geymslubúnaði með reglulegu millibili.

4. Ég nota aðferðir til að vista og geyma skjöl þannig að ég spara vinnslupláss á harðdiski tölvunnar.

Ég þekki slíkar geymsluaðferðir nægilega vel til að kenna öðrum grunnhugtök og aðferðir.

III. Ritvinnsla, t.d. Word

1. Ég nota ritvinnsluhugbúnað afar sjaldan.

2. Ég nota stundum ritvinnsluhugbúnað til að útbúa einföld skjöl sem hægt er að breyta og nota aftur.

3. Ég nota ritvinnsluhugbúnað til að útbúa flest skjöl sem tengjast starfi mínu. Ég get athugað

stafsetningu, mótað og breytt útliti skjala. Ég get einnig forskoðað og prentað alla mína vinnu.

4. Ég nota ritvinnsluhugbúnað ekki eingöngu við vinnu heldur get einnig kennt öðrum að nota hann.

18


IV. Notkun myndefnis (ClipArt, ljósmyndir, teikningar, o.s.frv.)

1. Ég nota mjög sjaldan myndefni í ritvinnslu eða kynningum.

2. Ég get opnað og búið til einfaldar myndir með því að nota teikniforrit eða ,,auto shapes í Officeforritum.

3. Ég nota bæði tilbúið myndefni og einfaldar myndir sem ég bý til, til að setja í ritvinnsluskjöl og

kynningarefni. Ég get breytt myndum, breytt stærð þeirra og sett þær á síðu. Ég get notað flest

teikniverkfærin.

4. Ég get notað klemmuspjaldið (clipboard) til að færa myndefni milli forrita.

Ég nota myndefni í vinnunni og með öðrum til að bæta samskiptahæfileika þeirra. Ég get notað

myndefni og ritvinnslu til að búa til ,,dreifingarhæf fréttabréf.

V. Notkun prentara

1. Ég prenta afar sjaldan.

2. Mér gengur vel að prenta allt það sem ég þarf, en þegar prentunin tekst ekki, þarf ég að biðja

einhvern um aðstoð. Ég get þó bætt pappír á prentara.

3. Ég get leyst einfaldar bilanir, skipt um litahylki/tóner og fjarlægt pappírsflækjur.

4. Ég get notað ,,printer setup valgluggann t.d. til að velja nettengdan prentara

Ég get leyst flest prentaravandamál og kennt öðrum að leysa þau einnig.

VI. Upplýsingaleit

1. Ég nota sjaldan tölvur til að leita að upplýsingum.

2. Ef ég fæ aðstoð get ég aflað upplýsinga á stafrænum upplýsingamiðlum (s.s. vefjum,

margmiðlunardiskum).

3. Ég get valið, safnað, greint, metið og vistað upplýsingar frá mismunandi stafrænum

upplýsingamiðlum.

4. Ég aðstoða aðra við að velja, safna, greina, meta og vista upplýsingar frá mismunandi stafrænum

upplýsingamiðlum (s.s. vefjum, margmiðlunardiskum).

VII. Tölvupóstur

1. Ég nota tölvupóst afar sjaldan.

2. Ég get búið til, sent og tekið á móti tölvupósti.

3. Ég nota tölvupóst til að biðja um og senda upplýsingar.

4. Ég hjálpa öðrum að nota tölvupóst til að biðja um og senda upplýsingar.

VIII. Netið

1. Ég nota Netið afar sjaldan.

2. Ég fer af og til á Netið og get notað áhöld á áhaldastikunni eins og t.d. ,,back , ,,home , og

,,open .

3. Ég fer reglulega á Netið til að finna upplýsingar eða til að kynnast einhverju nýju. Ég nota

leitarvélar til þess að auðvelda mér leitina.

Ég nota áhöld eins og t.d. ,,search , ,,options og ,,favorites til að finna og vista upplýsingar.

4. Ég get hjálpað öðrum að vafra um Netið og sýnt þeim hvernig hægt er að nýta það við vinnu.

IX. Skilningur á siðfræði sem snýr að tölvunotkun

1. Ég veit ekki um nein siðfræðileg málefni sem snúa að tölvunotkun.

2. Ég veit að ákvæði um höfundarrétt hvíla á tölvuhugbúnaði.

3. Ég þekki og skil muninn á ,,freeware , ,,shareware og seldum hugbúnaði. Ég veit hvað telst

sæmileg (þ.e. forsvaranleg) notkun á Netinu. Ég þekki og framfylgi slíkri notkun á hugbúnaði og

Netinu.

4. Ég veit um önnur umdeild málefni sem snúa að upplýsinga- og samskiptækni, t.d. verndun

upplýsinga, frjálsu aðgengi og málfrelsi. Ég get fjallað um margvísleg síðferðisleg málefni á

starfsmannafundum, foreldrafundum og á opnum almenningssamkomum.

19


X. Margmiðlunarefni (t.d. glærusýningar í Powerpoint, kennsluforrit,

margmiðlunardiskar)

1. Ég nota margmiðlunarefni afar sjaldan.

2. Ég get notað margmiðlunarefni sem hefur verið útbúið af öðrum.

3. Ég get búið til mínar eigin margmiðlunarkynningar með því að blanda saman texta og myndum

o.s.frv.

4. Ég hjálpa öðrum að búa til margmiðlunarkynningar.

XI. Notkun töflureikna, t.d. Excel

1. Ég nota töflureikna afar sjaldan.

2. Ég skil hvernig töflureiknar eru notaðir og get unnið í þeim. Ég get búið til einfaldar töflur og sett

inn dálka sem innihalda tölur.

3. Ég nota töflureikna í ýmsum tilgangi. Þessir töflureiknar innihalda heiti, formúlur og tilvísanir. Ég

get breytt dálkabreidd og útliti texta og búið til einfaldar töflur og gröf.

4. Ég nota töflureikna ekki eingöngu við vinnu mína en einnig með öðrum til að bæta kunnáttu þeirra

í notkun gagna og greiningu þeirra.

XII. Notkun gagnagrunna, t.d. Access

1. Ég nota gagnagrunna afar sjaldan.

2. Ég skil hvernig hægt er að nota gagnagrunna og get aflað mér upplýsinga í gagnagrunni sem hefur

verið búinn til af öðrum. Ég get bætt við og eytt gögnum í gagnagrunni.

3. Ég get búið til gagnagrunn og skilgreint útlit og tegund gagna. Ég get fundið, flokkað og prentað

upplýsingar úr gagnagrunni skilmerkilega.

4. Ég get notað formúlur til að útbúa samantekt af tölulegum upplýsingum sem finnast í

gagnagrunnum. Ég get notað gagnagrunna og tengt þá við ritvinnsluskjöl til að útbúa póstlista. Ég

nota gagnagrunna í vinnunni og með öðrum til að bæta kunnáttu þeirra í notkun gagna og

greiningu þeirra.

Forgangslistar

Á næstunni vil ég helst læra að:

1. Umgangast skrár og skráarsöfn, bæði á tölvunni og staðarneti.

2. Setja upp og taka út forrit.

3. Læra vel á Windows l.

4. Læra að læra á forrit (hvernig er best að nálgast ný forrit.

5. Jaðartæki: Prentarar, skannar, myndavélar. Að tengja þau og setja upp.

6. Nota skanna.

7. Vinna með stafrænum myndavélum.

8. Nota vef í kennslu (vefleiðangrar).

9. Nota netið sem upplýsingaveitu. Finna efni til að nota í kennslu, upplýsingar, myndir, o.s.frv.

10. Að búa til smekklega prentgripi (umbrotsvinna, Publisher fyrir lengra komna.

11. Almenn myndvinnsla fyrir vef og prentgripi.

20


Forrit sem ég vil leggja megináherslu á:

1. Powerpoint (glærugerð).

2. Frontpage (vefsíðugerð).

3. Excel (töflureiknir).

4. Access (gagnagrunnur).

5. Word I (ritvinnsla).

6. Word II (ritvinnsla fyrir lengra komna: Mail merge, footnotes, styles, crossreference ...).

7. Publisher (umbrotsforrit).

Viðbótarspurningar fyrir KHÍ

Frontpage

1. Ég nota Frontpage afar sjaldan.

2. Ég get breytt útliti og innihaldi á vefsíðum mínum með Frontpage. Og sent vefinn út (Publish).

3. Ég get búið til nýjar síður og sett þær inn í veftréð. Ég get sótt (import) efni eins og Word-skjöl,

myndir og PowerPoint sýningar í vefinn og tengt þær. Ég skil eðli framsetningar á vef vel.

4. Ég get nýtt mér megnið af möguleikum Frontpage, eins og Discussion Web eða önnur tól sem

kallast web component . Ég get kennt öðrum að búa til einfalda vefi.

Fjarkennsluumhverfið WebCT

1. Ég nota WebCT afar sjaldan.

2. Ég get notað samskiptatækin (þ.e. tölvupóst og umræðuvef) í WebCT og get framkvæmt

nauðsynlegustu stillingar, t.d. að fela, eyða eða sýna valkosti.

3. Ég get flutt inn skrár og birt þær á viðeigandi stöðum. Ég get sett upp verkefnaskil og notað þau í

WebCT. Ég get að mestu leyti sinnt ýmis konar notendaumsýslu, og gengið frá námskeiði við lok

annar.

4. Ég get sett upp gagnvirk próf, stillt vægi þátta og nýtt flestallar aðferðir við miðlun efnis í WebCT.

Ég treysti mér til að kenna öðrum að nota grunnatriði í WebCT.

Póstlistar

1. Ég nota afar sjaldan póstlista til kennslu eða í starfi.

2. Ég get sent póst á póstlista og þegar ég fæ skeyti frá póstlista get ég valið hvort ég vil svara

sendandanum eingöngu eða öllum sem eru á póstlistanum

3. Ég get skráð og afskráð áskrifendur á póstlista.

4. Ég nota póstlista eins og sjálfsagt verkfæri, skrái og afskrái og get kennt öðrum að nota póstlista í

kennslu eða starfi.

Talglærur

1. Ég hef ekki notað talglærur til þessa.

2. Ég get tekið upp tal með glærunum mínum en ég þarf aðstoð við að koma þeim út á vefsvæði.

3. Ég get tekið upp talglærusýningar, komið þeim fyrir á vefsvæði og vísað í sýningarnar bæði af vef

og úr WebCT.

4. Ég get kennt öðrum að nota talglærur og bent á hentuga notkunarmöguleika þeirra.

21


Kennslu eða námskeiðsvefir

1. Ég nota sjaldan kennsluvefi.

2. Ég er með kennsluvef(i) og held honum (þeim) við. Þar hef ég t.d. námskeiðslýsingu, bókalista og

kennsluáætlun.

3. Kennsluvefurinn minn hefur auk ofangreindra hluta líka umræðuvef og/eða gestabók. Ég nota

vefinn til að koma skilaboðum, verkefnum, spurningum og svörum o.þ.h. til nemenda meðan á

námskeiðinu stendur.

4. Ég nota kennsluvefi afar mikið. Þeir skipta mig afar miklu máli sem kennsluumhverfi og

samskiptatæki við nemendur mína. Ég á auðvelt með að viðhalda vefnum og get notað allt sem

vefsmíðaforritið býður upp á, t.d. scheduled include page , photogallery og forms . Ég get

kennt öðrum aðferðir við vefsíðugerð og kennslu með kennsluvefjum.

Tækjabúnaður í sölunum í Hamri

1. Ég hef aldrei notað tækjabúnaðinn í nýju sölunum og/eða þarf mikla aðstoð til að koma mér af

stað með tækin.

2. Ég get skipt á milli tækja og kveikt og slökkt ljósin á fjarstýringunni.

3. Ég get stýrt myndavélinni og tekið upp fyrirlestur á myndband.

4. Ég er sjálfbjarga í sölunum svo fremi að skáparnir séu ólæstir.

Forgangslistar

Á næstunni vil ég helst læra:

1. Að halda utan um skáarsafnið þjappa skrár, gera öryggisafrit og setja á Uranus.

2. Um skönnun, stafræna myndatöku og stafræna myndvinnslu.

3. Að taka kvikmyndir með stafrænni myndavél og vinna myndirnar í tölvu til framsetningar á vef.

4. Að búa til gagnagrunnstengda vefi.

5. Stafræna hljóðvinnslu einkum fyrir upptökur á töluðu máli.

6. Að búa til persónulegan vef þar sem upplýsingar um mig koma fram.

Forrit sem ég vil leggja megináherslu á:

1. NVivo

2. EndNote

3. Photoshop

4. SPSS

22


This document was created with Win2PDF available at http://www.daneprairie.com.

The unregistered version of Win2PDF is for evaluation or non-commercial use only.

More magazines by this user
Similar magazines