19.11.2014 Views

Saga Djúpalónssands

Saga Djúpalónssands

Saga Djúpalónssands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Sigurlaug Jensey Skúladóttir<br />

Svanborg Tryggvadóttir<br />

Náms­ og kennsluvefur<br />

um Þjóðgarðinn Snæfellsjökul<br />

Djúpalónssandur<br />

Ein af perlum þjóðgarðsins er Djúpalónssandur þar sem sjá má stórbrotnar klettamyndanir<br />

bera við himinn. Ef ímyndunaraflinu er sleppt lausu má sjá ýmsar kynjaverur birtast í<br />

stórbrotnum klettunum. Djúpalónssandur er þekktur fyrir svart og mjúkt sjávarbarið<br />

fjörugrjót sem margir hafa tröllatrú á. Niður að Djúpalónssandi má aka eftir vegi sem liggur<br />

frá þjóðveginum í gegnum Beruvíkurhraun. Hann var lagður 1968 til að auðvelda björgun<br />

manna, ef með þyrfti, úr sjávarháska.<br />

Staðhættir og saga<br />

Djúpalónssandur er heiti á bogamyndaðri klettavík þar sem í eru tvö ferskvatnslón-<br />

Djúpulón. 1 Frá bílastæðunum liggur götuslóði niður á sandinn. Þessi slóði nefnist Nautastígur<br />

og er hann nokkuð brattur. 2 Sagt er að eftir þessum stíg hafi naut verið leidd til brynningar í<br />

lóninu. Inn í hraunjaðarinn ganga heljarmiklar gjár og á milli þeirra eru skörðóttir klettar. 3<br />

Þegar gengið er niður Nautastíg er á hægri hönd mikið klettaþil sem gengur fram á milli<br />

tveggja gjáa. Í klettaþili þessu má sjá sérkennilegt gat, nefnist kletturinn Gatklettur. Mjög<br />

auðvelt er að ganga að gatinu og þá má sjá að í gjánni handan við Gatklett er tjörn, hún nefnist<br />

Svörtulón. Handan við Svörtulón er hamraveggur sem heitir Norðurklettur. 4<br />

Fyrir neðan Svörtulón eru Djúpulón sem eru tvö. Í þeim er ferskt vatn og voru þau vatnsból<br />

vermanna sem réru frá Dritvík. 5 Þurftu vermenn að ganga um langan og erfiðan stíg til að<br />

sækja vatn í lónið. Stígur þessi liggur yfir Suðurbarða, 6 frá Dritvík yfir á Djúpalónssand, og<br />

nefnist Vatnsstígur. 7 Neðarlega á Djúpalónssandi þegar komið er niður af Suðurbarðanum, frá<br />

Dritvík, er grasbali sem heitir Sessar. Þar hvíldu vermenn sig öllu jafna þegar þeir þurftu að<br />

bera þungar byrðar á milli staða. 8<br />

1 Jón R. Hjálmarsson 2000:26<br />

2 Einar Haukur Kristjánsson 1982:113<br />

3 Einar Haukur Kristjánsson 1982:113<br />

4 Einar Haukur Kristjánsson 1982:113<br />

5 Einar Haukur Kristjánsson 1982:113<br />

6 Árni Óla 1969:205-206<br />

7 Jón R. Hjálmarsson 2000:27<br />

8 Árni Óla 1969:206<br />

Lokaverkefni til B.Ed. ­prófs við Kennaraháskóla Íslands<br />

Desember 2005


Sigurlaug Jensey Skúladóttir<br />

Náms­ og kennsluvefur<br />

Svanborg Tryggvadóttir<br />

um Þjóðgarðinn Snæfellsjökul<br />

Ýmsar sögusagnir eru tengdar Djúpulónum, m.a. segir að Guðmundur biskup góði hafi vígt<br />

efra lónið á sínum tíma. Þá var lengi vel talið að neðra lónið væri botnlaust og á fimur<br />

sundmaður að hafa eitt sinn kafað niður í það og komið upp úti í sjó. Þegar Eggert Ólafsson<br />

var á ferð þarna fór hann á bát frá Dritvík yfir á Djúpalónssand í þeim tilgangi að mæla dýpt<br />

lónsins. Lét hann draga bátinn yfir malarkambinn upp að lóninu og mældi svo dýpt þess.<br />

Niðurstaða hans var sú að það reyndist hvergi vera meira en 5 metrar á dýpt. Þá mældi hann<br />

einnig kambinn og taldi hann vera 365 skrefa breiðan. 9<br />

Niður af Gatklettinum er hár og svartur klettur og við stall í honum liggja hinir frægu<br />

aflraunasteinar eða steinatök sem oft eru kenndir við Dritvík en eru á Djúpalónssandi. 10<br />

Á vinstri hönd þegar gengið er niður Nautastíg er Djúpalónshóll og niður af honum<br />

Söngklettur, sem er stærsti kletturinn á sandinum, þar er sögð vera álfakirkja. Sunnan við<br />

Djúpalónssand er hæð sem heitir Höfði og framan við hann er stór klettur sem sagður er vera<br />

nátttröllið Kerling. 11 Hún stendur í flæðarmálinu og er með stóra fiskakippu á bakinu. Innar er<br />

svo annar klettur sem nefnist Karl en hann sést ekki frá Djúpalónssandi. Einn sérstakur klettur<br />

er út af sandinum nálægt Kerlingunni og er því líkast sem skipsstefni komi þar upp úr sjónum,<br />

heitir sá klettur Steinnökkvi. 12<br />

Aflraunasteinarnir á Djúpalónssandi<br />

Hinir frægu aflraunasteinar eða steinatök eins og þeir eru einnig nefndir á Djúpalónssandi eru<br />

brimbarðir blágrýtishnullungar sem liggja við bergstall neðan við Nautastíginn. 13 Í landlegum<br />

kepptust vermenn úr Dritvík gjarnan við að koma aflraunasteinunum upp á mittisháan<br />

bergstallinn sem var í þá tíð mun hærri en hann er í dag en mikill sandur hefur borist að<br />

honum í tímans rás. 14 Ekki eru allir steinarnir svo þungir að mikla kraftajötna þurfi til að<br />

koma þeim á stall en vegna lögunar sinnar er erfitt að ná á þeim taki og því þurfa menn að<br />

sýna lagni og krafta til að lyfta þeim. 15<br />

9 Einar Haukur Kristjánsson 1982:113<br />

10 Einar Haukur Kristjánsson 1982:113<br />

11 Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull 2005. Kortavefsjá. Vefslóð.<br />

12 Árni Óla 1969:205<br />

13 Árni Óla 1969:204<br />

14 Einar Haukur Kristjánsson 1982:113-114<br />

15 Árni Óla 1969:204<br />

Lokaverkefni til B.Ed. ­prófs við Kennaraháskóla Íslands<br />

Desember 2005


Sigurlaug Jensey Skúladóttir<br />

Náms­ og kennsluvefur<br />

Svanborg Tryggvadóttir<br />

um Þjóðgarðinn Snæfellsjökul<br />

Steinarnir hafa hver sitt nafn, sá stærsti heitir Fullsterkur og er 154 kg, næsti heitir<br />

Hálfsterkur og er hann 100 kg, sá þriðji heitir Hálfdrættingur og er 54 kg, sá minnsti hét<br />

Amlóði og var 23 kg en hann er ekki lengur á staðnum þar sem hann brotnaði fyrir mjög<br />

mörgum árum síðan. 16 Samt sem áður eru steinarnir fjórir í dag á Djúpalónssandi þar sem<br />

menn hafa fundið “staðgengil” fyrir Amlóðann og komið honum fyrir hjá hinum fornfrægu<br />

aflraunasteinum.<br />

Helgafellsmenn<br />

Ýmsar sögur eru til um steinatökin á Djúpalónssandi. Ein sagan segir að sjómenn sem réru á<br />

skipi frá Helgafellsklaustri hafi verið stórir og miklir menn sem létu sér fátt fyrir brjóst<br />

brenna. Þeir eiga að hafa komið aflraunasteinunum fyrir þar sem þeir eru í dag og ef það er<br />

rétt þá eru liðnar um 4 aldir síðan það var gert. Þessir steinar voru prófsteinar á það hvort<br />

menn væru hæfir til sjómennsku. Sögðu Helgafellsmenn engan mann geta fengið skipspláss á<br />

þeirra skipi nema hann kæmi Fullsterkum á stall. Aflraunin var með því móti að menn áttu að<br />

lyfta steini upp á bringu sér, ganga með hann að stallinum og láta hann falla niður á hann. Í<br />

stallinum má sjá laut sem er til marks um það hvað hann hefur fengið mörg högg á sig af<br />

steinunum. 17 Þá þóttu menn fræknastir kæmu þeir steinunum á stall væru þeir nýkomnir úr<br />

löngum róðri og væru í blautum skinnklæðum. Var það sagt að kæmu hásetar ekki<br />

Hálfdrættingi á stall væru þeir ekki hæfir til að hafa skipspláss svo líklegt er að flestir hafi<br />

tekið á öllu sínu til að það sannaðist ekki á þá. Aflraunasteinarnir á Djúpalónssandi eru því<br />

áþreifanlegur vottur um líkamlegt afl manna fyrr á tímum. 18<br />

Breiðfirskir kraftamenn<br />

Ein sagan af tilurð aflraunasteinanna segir frá því að einhvern tíma fyrir ævalöngu hraktist<br />

breiðfirskur formaður við fjórða mann innan úr Breiðafirði og alla leið að Djúpalóni.<br />

Formaðurinn var hinn mesti kraftamaður og menn hans tveir allknáir, en hinn þriðji unglingur<br />

lítt harðnaður. Var þetta svaðilför hin mesta og taldi formaður björgun þeirra ganga<br />

kraftaverki næst.<br />

16 Einar Haukur Kristjánsson 1982:114<br />

17 Árni Óla 1969:201<br />

18 Einar Haukur Kristjánsson 1982:114<br />

Lokaverkefni til B.Ed. ­prófs við Kennaraháskóla Íslands<br />

Desember 2005


Sigurlaug Jensey Skúladóttir<br />

Svanborg Tryggvadóttir<br />

Náms­ og kennsluvefur<br />

um Þjóðgarðinn Snæfellsjökul<br />

Lét hann þá svo um mælt, að þeir félagar skyldu setja þess nokkurt merki, að þeir hefðu þar<br />

komið og bjargast úr svo voveiflegum háska. Óð hann þá út í sjóinn allt til mittis og hvatti<br />

menn sína að gera slíkt hið sama. Gerðu þeir það og köfuðu allir til botns og komu upp með<br />

sinn steininn hver, mismunandi stóra eftir því hversu sterkir þeir voru. Var steinn formannsins<br />

lang stærstur og bar hann hann að hraunstalli einum allt að mjaðmar háum og setti þar á stall.<br />

Slíkt hið sama gerðu menn hans allir. Kvað hann þá svo á, að steinn sá, er hann hafði á stall<br />

fært, skyldi heita Fullsterkur, hinn næsti Hálfsterkur, þriðji Miðlungur en steinn sveins skyldi<br />

heita Amlóði. Þá kvað hann svo á, að steinar þessir skyldu þaðan af vera aflraunasteinar<br />

vermanna þar um slóðir og skyldi enginn háseti teljast fullgildur né skiprúmshæfur, er ekki<br />

færði Miðlung á stall, en Fullsterk taldi hann að fáir myndu hefja.<br />

Það fylgir sögunni að sá rétti Fullsterkur væri fyrir löngu grafinn í jörðu. Segir ein sagan, að<br />

hann hafi svo lengi legið fyrir neðan stallinn, að jarðlög hafi hlaðist að honum og að lokum<br />

grafið hann þar, sem hann var kominn, því að enginn hafi sá þar komið, er megnaði að hefja<br />

hann á stall. Ætla menn því að hinn rétti Fullsterkur liggi þar undir fótum manna. Aðrir halda,<br />

að hraustir menn hafi ekki viljað eiga hann „yfir höfði sér“ og því losað sig við hann með<br />

einhverju móti. Fullsterkur átti að hafa jafngilt þyngd tveggja stærstu steinanna sem nú eru,<br />

eða nær 300 kg.<br />

Frásögn þessi er höfð eftir Halldóri Jónssyni útgerðarmanni í Ólafsvík en faðir hans sagði<br />

honum hana þegar hann var barn að aldri. Faðir Halldórs gat nafngreint þessa sjóhröktu menn<br />

og hvaðan úr Breiðafirði þeir voru en nöfn þeirra eru gleymd honum í dag, um 70 árum síðar.<br />

Við setjum þessa frásögn svo til óbreytta hér á síðuna af ásettu ráði til að tungutak gamla<br />

tímans fái að skína í gegnum hana og gefa ungmennum dagsins í dag innsýn í hana. 19<br />

Strand Epine frá Grimsby við Dritvíkurflögur þann 13. mars 1948<br />

Þann 13. mars nálgaðist djúp lægð landið hratt og það hvessti upp af suðri við vestanvert<br />

landið. Veðurstofan hafði spáð roki eða hvassviðri þegar líða færi á kvöldið. Þeir bátar sem<br />

voru á sjó héldu því snemma til hafnar.<br />

19 Jens Hermannsson 1976:197-196<br />

Lokaverkefni til B.Ed. ­prófs við Kennaraháskóla Íslands<br />

Desember 2005


Sigurlaug Jensey Skúladóttir<br />

Náms­ og kennsluvefur<br />

Svanborg Tryggvadóttir<br />

um Þjóðgarðinn Snæfellsjökul<br />

Á miðunum voru enskir togarar á veiðum og urðu þeir að leita vars uppi við land, þar á<br />

meðal var b.v. Epine, G. Y. 7 frá Grimsby. Epine var stór og vel byggður togari sem hafði<br />

verið við Íslandsstrendur í nokkur ár og var hann á meðal aflahærri skipa.<br />

Um borð í togaranum var 19 manna áhöfn, dugmiklir menn sem höfðu fylgt skipinu lengi. Er<br />

leið á kvöldið var komið dimmviðri og hafði Epine þá villst af leið. Skipstjórinn sendi út<br />

neyðarskeyti um kl 23:00 og var Epine þá strandaður við Snæfellsnes og gat skipstjórinn ekki<br />

gefið upp nákvæma staðsetningu.<br />

Breski togarinn Spurn heyrði neyðarkallið og lét Loftskeytastöð Reykjavíkur vita. Hún setti<br />

sig í samband við Slysavarnarfélag Íslands sem kom því tilkynningu í útvarpið á tólfta<br />

tímanum þar sem menn á Hellissandi og Arnarstapa voru beðnir um að vera viðbúnir ef kallað<br />

yrði í þá, en þeir myndu fá frekari fyrirmæli í síma. Í landi var vitað að enskur togari væri<br />

strandaður einhvers staðar á svæðinu frá Malarrifi að Svörtuloftum.<br />

Loftskeytamaðurinn um borð í Epine var alltaf í sambandi við loftskeytamanninn á Spurn og<br />

fylgdist Loftskeytastöð Reykjavíkur með skeytasendingum þeirra. Hann sagði að um borð í<br />

Epine væri ástandið alvarlegt. Mikill leki væri kominn að skipinu og að þeir teldu björgun frá<br />

landi óhugsandi þar sem þeir hefðu tekið niðri langt frá landi og því væri björgun af sjó eina<br />

vonin. Vegna veðurs var ekki mögulegt að senda skip á sjó og því ákváðu menn að leita af<br />

landi. Fóru leitarmenn af stað frá Arnarstapa og Hellissandi og gengu þeir úr sitt hvorri áttinni<br />

með ströndinni. Undir morgun fundu þeir bátinn úti fyrir Djúpalónssandi og var þá<br />

vindhraðinn 8 – 9 vindstig og mikið brim.<br />

Þegar skipverjar um borð í Epine sáu menn í landi kyntu þeir bál um borð í skipinu. Töldu þá<br />

björgunarmennirnir í fjörunni að þeir sæju 8 -9 menn á hvalbak og nokkra menn í reiðanum<br />

og brúnni. Reyndu þeir að skjóta línu frá fjörukambinum út í skipið og voru gerðar margar<br />

tilraunir þar til loks tókst að koma línu yfir í Epine.<br />

Á meðan á því stóð sáu björgunarmennirnir að skipbrotsmennirnir voru farnir að falla frá<br />

borði og var því vel fylgst með fjörunni. Einn skipverja rak að landi með lífsmarki.<br />

Lífgunartilraunir báru árangur og var hann fluttur heim að Einarslóni. Þegar tókst að festa<br />

björgunarlínu við skipið var klukkan um 12:00 og voru fjórir skipverjar dregnir á land í<br />

stólum á þremur korterum. Um leið og hver og einn kom í land var hann fluttur í snatri heim<br />

Lokaverkefni til B.Ed. ­prófs við Kennaraháskóla Íslands<br />

Desember 2005


Sigurlaug Jensey Skúladóttir<br />

Náms­ og kennsluvefur<br />

Svanborg Tryggvadóttir<br />

um Þjóðgarðinn Snæfellsjökul<br />

að Einarslóni þar sem Elías Eyvindsson læknir tók á móti þeim. Meðan á björguninni stóð rak<br />

þrjú lík á land, fimm var bjargað en hinir fundust aldrei.<br />

Í dag er hægt að sjá á Djúpalónssandi járnadrasl úr togaranum sem barst á land við strandið og<br />

eru þetta menningarminjar. 20<br />

Þjóðsaga<br />

Margvíslegar sagnir og munnmæli tengjast þessum slóðum og þar á meðal segir svo í<br />

þjóðsögu forni:<br />

Það er í sögunum að skipverjar einir réru á Djúpalónssandi er væru svo miklir sægarpar að<br />

ekkert þætti sér ófært. Sýsluðu þeir um steinatök til að reyna með afl sitt. Liggja þér enn á<br />

Djúpalónssandi, lítið ofar en vegurinn. Heita þeir Fullsterkur, Hálfsterkur og Hálfdrættingur,<br />

og mátti enginn róa á Djúpalónssandi er óstyrkari væri en það að hann léti Fullsterk á stall<br />

einn í mittishæð.<br />

En það er sagt frá skipverjum hinum miklu á Djúpalónssandi að þeir gripu kerlingu eina og<br />

drápu. Aðrir segja að þeir tæki lík hennar af börum og aðrir að þeir græfu hana upp ný<br />

jarðaða. Höfðu þeir hana í beitu eitt vor og fiskuðu þá svo mjög, að þeir hlóðu hvern dag, þótt<br />

nálega yrðu ei aðrir varir. Beittu þeir allir kerlingarketinu, nema hálfdrættingur er með þeim<br />

réri og hét Sigurður. Nótt eina dreymdi hann að kerling kom að honum og kvað þetta við<br />

raust:<br />

Verður á morgun skip skaði,<br />

Skeður furðu tilburður;<br />

Farðu ei á morgun forvarða,<br />

furðu ber til, Sigurður.<br />

Aðrir segja svo frá eða bæta við að hún hafi mælt: „Ei skaltu í dag róa; nú ætla ég að rugla<br />

undir beinum mínum.“ Um morguninn lést Sigurður vera krankur, en hinir réru og drukknuðu<br />

þeir allir um daginn.<br />

20 Steinar J. Lúðvíksson 1972:16-19<br />

Lokaverkefni til B.Ed. ­prófs við Kennaraháskóla Íslands<br />

Desember 2005


Sigurlaug Jensey Skúladóttir<br />

Náms­ og kennsluvefur<br />

Svanborg Tryggvadóttir<br />

um Þjóðgarðinn Snæfellsjökul<br />

Hellir einn er vestan Dritvíkur. Er það sagt að litlu síðar væru menn á ferð skammt frá<br />

hellinum og heyrðu þeir þá að nokkuð lét í honum og var að heyra sem mælgi nokkra. Sagt er<br />

að einn eða tveir menn væri frá Helgafelli á skipi þessu og einn væri sá er vingott ætti við<br />

dóttur bónda í Hólahólum er Narfi hét. Þeir sem nærri fóru heyrðu kveðna í hellinum vísu<br />

þessa með alldimmri röddu:<br />

Leiðist mér að liggja hér í ljótum helli;<br />

Betra er heima á Helgafelli,<br />

að hafa þar dans og glímuskelli.<br />

Þá kvað og annar svo glöggt að þeir heyrðu og námu:<br />

Fer ég djúpt í fiskgeim<br />

fjarri hringasólum;<br />

Þó ég sé dofinn dreg ég heim<br />

til dóttir Narfa á Hólum.<br />

Hellismunninn liggur niður á við. Var það haft fyrir satt að sum líkin ræki í hann brimi miklu<br />

og sagt að heiti síðan Draugahellir. 21<br />

Heimildaskrá<br />

Árni Óla. 1969. Undir jökli. Setberg, Reykjavík.<br />

Jón R. Hjálmarson. 2000. Þjóðsögur við þjóðveginn. Almenna bókafélagið, Reykjavík.<br />

Jens Hermannsson. 1976. Breiðfirzkir sjómenn I. bindi. Skuggsjá, Reykjavík.<br />

Steinar J. Lúðvíksson. 1972. Þrautgóðir á raunastund. Björgunar- og sjóslysasaga Íslands,<br />

fjórða bindi. Bókaútgáfan Hraundrangi – Örn og Örlygur hf, Reykjavík<br />

21 Jón R. Hjálmarsson 2000:27-28<br />

Lokaverkefni til B.Ed. ­prófs við Kennaraháskóla Íslands<br />

Desember 2005

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!