14.03.2015 Views

Hugtakalisti íslenska 10.b. vor 2013

Hugtakalisti íslenska 10.b. vor 2013

Hugtakalisti íslenska 10.b. vor 2013

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

<strong>Hugtakalisti</strong> íslenska <strong>10.b</strong>. <strong>vor</strong> <strong>2013</strong><br />

Námsefni: Gullvör 3, Málfinnur, Skriffinnur. Ljósrituð verkefnahefti: Upprifjun í málfræði; fallorð,<br />

smáorð, sagnorð, orðhlutar o.fl. Einkenni ljóða; bragfræði, myndmál og ljóðstíll<br />

Hljóðfræði, hljóðbreytingar, orðmyndun o.fl. Setningafræði. Mál og málnotkun.<br />

Vorprófseinkunn er byggð á 70% prófseinkunn og 30% vinnueinkunn.<br />

Fallorð: Greinir (gr.), nafnorð (no.),<br />

lýsingarorð (lo.), töluorð (to.) og fornöfn (fn.).<br />

Geta fundið og greint kyn, tölu og fall fallorða í<br />

texta.<br />

Stofn nafnorða og lýsingarorða.<br />

Kenniföll nafnorða.<br />

Sterk og veik beyging nafnorða og lýsingarorða.<br />

Uppflettimynd nafnorða (orðabókarmynd).<br />

Stigbreyting lýsingarorða (óbeygjanleg<br />

lýsingarorð).<br />

Staða lýsingarorða.<br />

Sambeyging fallorða, t.d. lo.+ no./ langur dagur,<br />

fn.+lo.+no./ þessi langi dagur.<br />

Kunna undirflokka og beygingar fornafna.<br />

Frumtölur, raðtölur. Fyrstu fjórar tölurnar beygjast<br />

í kyni, tölu og falli.<br />

Sagnorð.<br />

Persóna, tala, háttur, tíð, mynd, beyging.<br />

Áhrifssagnir og áhrifslausar sagnir.<br />

Persóna og tala: 1., 2., 3. persóna eintala og<br />

fleirtala (frumlag-umsögn).<br />

Þekkja ópersónulegar sagnir og einkenni þeirra.<br />

Tíð: Nútíð, þátíð.<br />

Hættir:<br />

Persónuhættir: Framsöguháttur ( fh.),<br />

viðtengingarháttur (vh)., boðháttur ( bh.)<br />

Fallhættir: Nafnháttur (nh.), lýsingarháttur<br />

nútíðar, (lh.nt.), lýsingarháttur þátíðar (lh.þt.)<br />

Mynd: Germynd, miðmynd, þolmynd.<br />

Beyging: Sterk (fjórar kennimyndir), veik (þrjár<br />

kennimyndir) og blönduð beyging (núþálegar<br />

sagnir 4 km. og ri sagnir 3 km.).<br />

Kennimyndir sagna og afleiddar myndir.<br />

Orsakarsagnir: Veikar áhrifssagnir myndaðar af<br />

2.km. sumra sterkra sagna, oft með i-hljóðvarpi<br />

(sitja/sat-setja, fljúga/flaug-fleygja, brjóta/<br />

braut-breyta, fara/fór-færa).<br />

Hjálparsagnir; hafa, vera, verða, munu, geta, vilja<br />

o.fl.<br />

Áhrifssagnir og áhrifslausar sagnir (andlag,<br />

sagnfylling).<br />

Smáorð: Forsetningar (fs.), atviksorð (ao.),<br />

samtengingar (st.), upphrópanir (uh.)<br />

og nafnháttarmerki (nhm.).<br />

Hljóðbreytingar: Hljóðskipti (í kennimyndum<br />

sterkra sagna), i-hljóðvarp, u-hljóðvarp,<br />

klofning.<br />

Orðmyndun: Rót, forskeyti, viðskeyti, stofn,<br />

beygingarending, samsett orð; stofnsamsetning<br />

(borðstofa), eignarfallssamsetning (landsmenn),<br />

bandstafssamsetning (eldibrandur).<br />

Setningarhlutar: Frumlag, umsögn, andlag,<br />

sagnfylling, forsetningarliður, einkunn,<br />

atviksliður, tengiliður.<br />

Frumlag er fallorð í nefnifalli, gerandinn í<br />

setningunni, sá sem verður eða framkvæmir það<br />

sem fram kemur í umsögninni (Sigga hleypur<br />

hratt, Gummi og Bjössi eru bræður).<br />

Umsögn er sérhver sögn í persónuhætti (fh. , vh. ,<br />

bh.). Umsögnin segir til um hvað frumlagið<br />

verður, gerir, fær, þarf að þola o.s.frv. (Sigga<br />

hleypur hratt, við eigum hesta, ég hef komið<br />

hingað áður).<br />

Andlag er fallorð sem stendur í aukafalli og<br />

stýrist af áhrifssögn. Áhrifssagnir stýra falli.<br />

(barnið braut bollann, Gummi gaf stelpunni hest).<br />

Sagnfylling er fallorð í nefnifalli sem stendur með<br />

áhrifslausri sögn til uppfyllingar (húsið er rautt,<br />

konan er læknir, hún heitir Sara).<br />

Forsetningarliður er forsetning +<br />

fallorðið/fallorðin sem hún stýrir falli á (um hest,<br />

frá hesti, til hests). Sigga spilar á trommur, hann<br />

gekk kringum rauða húsið.<br />

Einkunn er fallorð sem stendur með nafnorði til<br />

að kveða nánar á um eiginleika þess og skýra það<br />

nánar. Einkunn stendur í sama kyni, tölu og falli<br />

og orðið sem hún á við= sambeyging (þetta er<br />

skemmtilegur leikur, ég þekki duglegan, ungan<br />

dreng).<br />

Eignarfallseinkunn stendur yfirleitt á eftir orðinu<br />

sem hún á við og táknar eignarhald (kona<br />

mannsins, bækur Arnaldar ).<br />

Atviksliður er sérhvert atviksorð (bráðum koma<br />

blessuð jólin, komdu strax heim).


Tengiliður er sérhver samtenging (strákur og<br />

stelpa, ég veit að hann kemur aftur).<br />

Hljóðfræði: Sérhljóð; kringd, ókringd; einhljóð<br />

(8), tvíhljóð (5).<br />

Samhljóð; lokhljóð, önghljóð, nefhljóð,<br />

hliðarhljóð og sveifluhljóð.<br />

Staðbundinn framburður. Sunnlenskur og<br />

vestfirskur einhljóðaframburður, sunnlenskur hv<br />

framburður, norðlenskur harður (ptk) og raddaður<br />

l, m, n) framburður.<br />

Setning er orðasamband sem í er ein umsögn<br />

(sögn í persónuhætti).<br />

Málsgrein er orðasamband sem felur í sér fulla<br />

hugsun, getur verið ein eða fleiri setningar og<br />

hefst á stórum staf og endar á punkti.<br />

Efnisgrein hefst á lykilsetningu og fjallar um<br />

ákveðinn efnisþátt: afmarkast með greinaskilum.<br />

Greinarmerki.<br />

Bein og óbein ræða.<br />

Merking máls: Málshættir og hugtök, huglægur<br />

og hlutlægur texti, sértæk og víðtæk orð, samheiti,<br />

andheiti, líkingaorð o.fl.<br />

Málsháttur er óbreytanleg setning sem felur í sér<br />

fulla hugsun og getur staðið ein. Málshættir fela<br />

oft í sér líkingar og speki og eru gjarnan stuðlaðir<br />

og jafnvel rímaðir. (Morgunstund gefur gull í<br />

mund. Æfingin skapar meistarann. Ekki er allt<br />

sem sýnist. Blindur er bóklaus maður).<br />

Orðtak er fast orðasamband sem venjulega er<br />

notað í óeiginlegri merkingu. Orðtak fær ekki<br />

fulla merkingu fyrr en það hefur verið fellt inn í<br />

setningu í ákveðnu samhengi. ( Ég keypti köttinn í<br />

sekknum. Láttu kné fylgja kviði. Margir lögðu<br />

hönd á plóginn til að ljúka verkinu. Við erum ekki<br />

á flæðiskeri stödd).<br />

Hlutlæg frásögn veitir beina og hlutlausa<br />

fræðslu.<br />

Huglæg frásögn lætur í ljós skoðanir.<br />

Hlutstæð orð tákna það sem koma má við, sjá eða<br />

finna fyrir ( borð - fjall - ský - hestur).<br />

Óhlutstæð orð tákna hugmyndir, tilfinningar,<br />

eiginleika eða athafnir.<br />

(fegurð – hatur – ást – lestur – hiti).<br />

Margræð orð: Sama orð getur haft margar<br />

merkingar (eldur (brennur/ást/hatur –<br />

hljóp/stúlkan/skyrtan).<br />

Inntaksorð eru orð sem eru hlaðin merkingu<br />

(glas, gulur).<br />

Sértæk orð tákna fáa eða aðeins einn hlut (gulur<br />

WV).<br />

Víðtæk orð tákna stóran hóp (farartæki, lífverur).<br />

Alhæfingar: Stór hópur er dæmdur út frá fáum<br />

eða einum (Skotar eru nískir, unglingar eru latir).<br />

Slangur, slanguryrði, slettur. Fyrst og fremst<br />

talmál, styttingar, oft af útlendum uppruna.<br />

Slagorð eru vígorð eða áróðursorð. Eins konar<br />

einkunnarorð sem menn nota til að vekja athygli á<br />

baráttumálum sínum.<br />

Kerfisorð eru orð sem þjóna málkerfinu t.d. fs. og<br />

ao., til, niður.<br />

Samheiti eru orð sömu merkingar (hestur, fákur,<br />

gæðingur).<br />

Andheiti eru orð gagnstæðrar merkingar (léttur -<br />

þungur, stór - lítill, hvetja - letja).<br />

Líkingaorð - eins og...., líkt og....<br />

(sótsvartur, dúnmjúkur, kattþrifinn, glerháll o.fl.).<br />

Inngangur er upphaf ritsmíðar þar sem greint er<br />

frá hvert umfjöllunarefnið er.<br />

Meginmál er aðalkafli ritsmíðar. Þar er fjallað um<br />

efnið á markvissan og skipulagðan hátt.<br />

Niðurlag er lokakafli ritsmíðar. Þar eru dregnar<br />

fram niðurstöður meginmáls.<br />

Orðaforði: Erfðaorð, tökuorð og nýyrði.<br />

Erfðaorð eru orð sem komu með<br />

landnámsmönnum til landsins<br />

Tökuorð eru erlend orð eru tekin inn í málið og<br />

löguð að beygingakerfinu (bíll ,rúta).<br />

Nýyrði eru ný hugtök sem þurfa íslensk orð,<br />

stundum fá gömul nýja merkingu ( tölva,<br />

rafpóstur, sjónvarp, sími).<br />

Bannorð eru orð sem menn forðast að nota t.d.<br />

klám og blótsyrði.<br />

Markmiðum máls er oftast skipt niður í fimm<br />

aðalflokka<br />

1. Fræðsla- upplýsingamiðlun. (Ísland er eyja).<br />

2. Tjáning tilfinninga eða skoðana. (Liverpool er<br />

besta lið í heimi).<br />

3. Stýring- áhrif. (Kjósið Valda í stjórn).<br />

4. Sambands og tengslamyndun. (Komdu sæll,<br />

hvernig er heilsan?).<br />

5. Listamarkmið. (,,Nú andar suðrið sæla vindum<br />

þýðum“).<br />

Ljóð:<br />

Bragfræði: Braglínur (ljóðlínur, vísuorð),<br />

ljóðstafir (stuðlar og höfuðstafur), sérhljóðar; helst<br />

þrír mismunandi, samhljóðar þrír eins, ljóðstafir<br />

sk, sl, sn, sm, sp og st, staðsetning ljóðstafa. Rím<br />

(karlrím, kvenrím), víxlrím (abab), runurím (aabb<br />

eða aaaa). Hákveður/lágkveður, hrynjandi<br />

(taktur), forliður, tríóla, stúfur.<br />

Bragarhættir: Ferskeytla<br />

(dróttkvæður háttur, fornyrðislag, braghenda,<br />

stafhenda, limra, hæka, tanka, sonnetta o.fl.).<br />

Myndmál- bein mynd, viðlíking= samlíking,<br />

myndhverfing, persónugerving.


1.Bein mynd:<br />

Skáldið dregur upp mynd úr raunveruleikanum<br />

eins og hann er.<br />

2.Líkingar<br />

a) viðlíking sama og samlíking:<br />

Samanburðarorð er notað, t.d. eins og, líkt og,<br />

sem, áþekkt, o.s.frv. (þú ert eins og ljósastaur, hún<br />

er eins og auglýsing).<br />

b)myndhverfing:<br />

Samanburðarorðinu er sleppt. Líkingin er eins og<br />

staðhæfing (þú ert ljósastaur. Hún er gangandi<br />

auglýsing.<br />

3. Persónugerving:<br />

Dauðum hlutum og fyrirbærum úr náttúrinni er<br />

lýst eins og þau væru lifandi hlutir, sem gæddir<br />

eru lífi. Dauðum hlutum er gefið líf (fá<br />

persónulega eiginleika).<br />

(Ljósastaurar hlaupa um götuna. Bílarnir sofa í<br />

rigningunni. Lækurinn hjalar).<br />

Stíll og stílbrögð: Hugblær, boðskapur, túlkun<br />

(um hvað fjallar ljóðið) o.fl.<br />

Hefðbundin ljóð - rím, ljóðstafir.<br />

Óhefðbundin ljóð - h<strong>vor</strong>ki rím né ljóðstafir.<br />

Vísun- skáldið vísar í þekkt skáldverk eða atburði.<br />

Algengt úr Biblíunni, Shakespeare, goðasögum,<br />

Íslendingasögum og öðrum heimsbókmenntum.<br />

Áhrifin eru háð því að sá sem les þekki það sem<br />

vísað er til.<br />

Minni: Vitnað í þekkta hegðun eða viðbrögð<br />

manna t.d. vonda stjúpan, fátæki bóndasonurinn<br />

sem eignast kóngsríkið, olnbogabarnið ofl.<br />

Endurtekningar: Orð eða merking birtist<br />

endurtekið í ljóðinu.<br />

Andstæður: Heitt/ kalt, frost/ funi , ungur/gamall,<br />

sorg/gleði.<br />

Úrdráttur/ýkjur: Gert miklu minna eða meira úr<br />

hlutunum.<br />

Þversögn: Lítur út sem fjarstæða.<br />

Tákn: Hjarta/ást, kross/trú,rauður litur/hamingja<br />

ljár/dauði.<br />

Bókmenntahugtök/-stefnur<br />

Fræðslu- og upplýsingastefna hafði áhrif frá<br />

lokum 17. aldar fram undir lok 18. aldar.<br />

Einkenni = trú á skynsemi og rökvísi. Þekking til<br />

framfara.<br />

Rómantík: Stefna sem kom fram í bókmenntum<br />

f. rúmum 200 árum. Skáld þeirrar stefnu vildu<br />

fyrst og fremst hrífa lesendur og lögðu áherslu á<br />

hetjur og fagrar meyjar. Einkenndist af<br />

miðaldadýrkun, tilfinningahita, einstaklingshyggju<br />

og snillingadýrkun. Engar þreytandi<br />

staðreyndir. Ekki sykursætar ástarsögur með<br />

farsælum endi (Dracula og Frankenstein).<br />

Þjóðernisrómantík (rómantík) einkenndist af<br />

náttúrudýrkun, þjóðernisást, áhuga á<br />

alþýðumenningu, þjóðareinkennum og sjálfstæði<br />

þjóða. Jónas Hallgrímsson (f.1807 d.1845) og<br />

Fjölnismenn. Fjölnir kom fyrst út árið 1835 í<br />

Kaupmannahöfn. Rómantíska stefnan var<br />

blómaskeið ljóðatónlistar og óperu.<br />

Raunsæi kom fram í Evrópu um miðja 19. öld<br />

sem andsvar við rómantísku stefnunni.<br />

Rithöfundar unnu með aðferðum<br />

náttúruvísindamanna á manninum. Barst til<br />

Íslands með tímaritinu Verðandi árið 1882. Sýnir<br />

lífið í réttri mynd, gagnrýnir ranglæti. Hannes<br />

Hafstein, Stephan G.<br />

Ný rómantík kom fram beint í kjölfarið á<br />

raunsæisstefnunni um aldamótin 1900 og snerist<br />

gegn henni. Menn vildu láta sig dreyma burtu frá<br />

raunveruleikanum. Áhersla á innra líf<br />

einstaklingsins. Þjóðernishyggja, hetjudýrkun,<br />

bölsýni og dulhyggja. Frumkvöðull á Íslandi var<br />

Einar Benediktsson.<br />

Súrrealismi - stefna í bókmenntum og listum sem<br />

kom upp í Evrópu um 1920. Merkir yfirraunsæi<br />

og gengur út í öfgar. Fylgismenn hennar<br />

vildu losa um allar hömlur uppeldis og<br />

siðmenningar, kafa ofan í sálarlífið og draumana<br />

og sjá hvað þar kæmi upp. Agaleysi.<br />

Sjálfsævisögulegar skáldsögur. Þær eru ekki<br />

bein heimildarit. Höfundur notar raunverulega<br />

atburði úr lífi sínu sem efni en breytir nöfnum á<br />

fólki og stöðum. Þannig fær höfundur frelsi til að<br />

túlka án þess að verða sakaður um að fara rangt<br />

með staðreyndir.<br />

Hugblær tengist tilfinningum sem ljóð eða texti<br />

vekur hjá lesanda. Hann getur verið sorgmæddur,<br />

angurvær, háðskur, illkvittinn, dapur,<br />

alvöruþrunginn, gamansamur, kíminn,<br />

glettinn, harður, viðkvæmur, ögrandi,<br />

feimnislegur o.fl. Höfundur nær fram réttum<br />

hugblæ með orðanotkun og/ eða myndmáli.<br />

Ritdómur: Umsögn um bók (rit) sem venjulega<br />

er nýútkomin. Þar fjallar gagnrýnandi fjölmiðils<br />

um efni bókar og efnistök höfundar.<br />

Söguleg nútíð: Þegar sagt er frá löngu liðnum<br />

atburðum eins og þeir séu að gerast um leið og<br />

sagt er frá þeim.<br />

Þrír meginhlutar frásagnar<br />

1. kynning (inngangur, upphaf).<br />

2. meginmál (ris, söguþráður).<br />

3. lokaorð (hnig, samantekt).


Persónusköpun: Mjög mikilvægt er fyrir<br />

rithöfund að lýsa persónum í sögum sínum þannig<br />

að lesandi fái áhuga á þeim. Persónum er lýst<br />

bæði beint og óbeint.<br />

Markhópur: Fyrir hverja er höfundur að skrifa,<br />

sbr. barnasögur, unglingasögur, spennusögur,<br />

ástarsögur, fræðsluefni, auglýsingar o.fl.<br />

Texti - Íslendingasögur, þjóðsögur, goðasögur,<br />

helgisögur, draugasögur, ævintýri, ævisögur,<br />

sjálfsævisögur, spennusögur o.fl.<br />

Sendandi/viðtakandi<br />

Tími og umhverfi<br />

Innri tími: Sá tími sem líður í sögunni.<br />

Ytri tími: Tíminn þegar sagan gerist.<br />

Sögutími: Sá tími sem sagan gerist á.<br />

Frásagnartími: Tíminn þegar sögumaður segir<br />

söguna.<br />

Póstkorta og skeytastíll - sms, msn, póstkort,<br />

tölvupóstur o.fl.- Mjög stuttorð samskipti þar sem<br />

notuð eru eins fá orð og hægt er að komast af<br />

með. Oft vantar persónufornöfn, mikið um<br />

skammstafanir, stytt orð, tákn og ófullkomnar<br />

setningar. Aukin notkun greinarmerkja. !! (:)<br />

Sögumaður: Sú rödd í sögunni sem segir frá.<br />

Stundum áberandi, stundum ópersónuleg. Skoða<br />

persónu frásagnar og sjónarhorn.<br />

Sögumannsafstaða: Sögumaður vill koma<br />

einhverjum ákveðnum skilaboðum eða boðskap til<br />

lesenda með skrifum sínum.<br />

Ljóðmælandi: Sá sem talar í ljóði. Skoða persónu<br />

og sjónarhorn.<br />

Atvinnurithöfundur: Rithöfundur sem hefur<br />

atvinnu af skrifum sínum.<br />

Heimildasögur lýsa sannsögulegum atburðum.<br />

Stuðst er við beinar heimildir eins og skjöl, viðtöl,<br />

dómabækur, fréttir fjölmiðla o.fl.<br />

Sjónarhorn táknar stöðu höfundarins í sögunni;<br />

hvaðan hann horfir á atburði sögunnar og þar með<br />

sambandið milli höfundar og þeirrar frásagnar<br />

sem hann miðlar. Fjórar megingerðir sjónahorns<br />

eru:<br />

1. Höfundur er alvitur og sér inn í hug persóna<br />

og veit hvað gerist á fleiri en einum stað í<br />

einu. þriðju persónu sjónarhorn.<br />

2. Höfundur takmarkar vitneskju sína og sér í<br />

hug einnar persónu eða fárra.<br />

3. Höfundur takmarkar sögu sína við hlutlægar<br />

lýsingar, sér ekki í hug neinnar persónu, hefur<br />

ekki skoðun á neinu sem gerist, segir bara frá<br />

því sem sést eða gerist.<br />

4. Höfundur felur sig bak við sögumann sem sér<br />

söguna út frá sínum sjónarhóli. Saga í 1.<br />

persónu.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!