14.03.2015 Views

Uppskirftabók

Uppskirftabók

Uppskirftabók

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Gott í gogginn<br />

Arna Rut Emilsdóttir<br />

Birta Bæringsdóttir<br />

Elísabet Daðadóttir<br />

Hjördís Ýr Bogadóttir<br />

Þórdís Björk Gunnarsdóttir


Efnisyfirlit<br />

Réttir<br />

CORDON BLEU 4<br />

DORITOS KJÚKLINGUR 6<br />

HÁLFMÁNAPIZZUR 8<br />

GRATÍNERAÐAR KJÖTBOLLUR 10<br />

MEXÍKÓSKT LASAGNA 12<br />

NÚÐLURÉTTUR BÍBÍAR 14<br />

PÍTUR 16<br />

JAPANSKUR KJÚKLINGARÉTTUR MEÐ STÖKKUM<br />

NÚÐLUM 18<br />

2


Kökur<br />

BANANABRAUÐ 20<br />

EPLAKAKA 22<br />

SÚKKULAÐIKARAMELLUR 24<br />

KLEINUR 26<br />

KÓKOSKAKA 28<br />

MARENGS 30<br />

MUFFINS 32<br />

OSTAHORN 34<br />

RICE KRISPIES KÖKUR 36<br />

SJÓNVARPSKAKA 38<br />

SNÚÐAR 40<br />

SÚKKULAÐIBITAKÖKUR 42<br />

SÚKKULAÐIKAKA 44<br />

3


Cordon Bleu ‐ fyrir 4‐6<br />

6 svínasnitsel<br />

12 sneiðar ostur<br />

2 hrærð egg<br />

1 bolli rasp<br />

1 tsk salt<br />

2 tsk pipar<br />

ólífuolía<br />

6 sneiðar skinka<br />

4


1. Skerið snitselin til helminga.<br />

2. Setjið eina skinkusneið og tvær ostsneiðar<br />

á annan helminginn. Setjið svo hinn<br />

helming snitselsins yfir og passið að þetta<br />

haldist saman.<br />

3. Dýfið þessu í hrærðu eggin og síðan í<br />

raspið.<br />

4. Kryddið með salti og pipar.<br />

5. Setjið olíu á pönnu og steikið snitselin síðan<br />

á hvorri hlið þangað til raspið er byrjað að<br />

dökkna. Athugið hvort kjötið er steikt í<br />

gegn. Ef ekki, þá má setja það í ofn í<br />

nokkrar mínútur.<br />

6. Gott er að bera fram með kartöflubátum<br />

og salati.<br />

Kartöflubátar<br />

1. Þvoið kartöflur vel og skerið í báta.<br />

2. Setjið olíu í eldfast mót, setjið kartöflurnar<br />

ofan í og hellið smá olíu ofan á.<br />

3. Kryddið að vild.<br />

4. Bakið við 200°C í u.þ.b. 30 mínútur eða<br />

þangað til kartöflurnar eru orðnar<br />

gullinbrúnar á lit.<br />

5


Doritos kjúklingur ‐ fyrir 4‐5<br />

4 kjúklingabringur<br />

1 dós mexíkönsk ostasósa<br />

1 krukka salsasósa<br />

1 poki rifinn ostur<br />

1 poki Doritos snakk<br />

6


1. Skerið kjúklingabringurnar í bita, steikið á<br />

pönnu og kryddið vel eftir smekk.<br />

2. Myljið Doritos snakk og setjið í botn á<br />

eldföstu móti.<br />

3. Setjið ostasósuna ofan á og síðan<br />

salsasósuna.<br />

4. Setjið steiktu kjúklingabringurnar þar ofan<br />

á og síðan ost.<br />

5. Setjið inn í ofn í 15‐20 mínútur við 200°C.<br />

6. Berið fram með hrísgrjónum og salati.<br />

7


Hálfmánapizzur – fyrir 5<br />

4 ½ dl volgt vatn<br />

6 msk olía<br />

1 ½ tsk sykur<br />

1 ½ tsk salt<br />

8‐10 dl hveiti<br />

1 bréf þurrger<br />

álegg eftir smekk<br />

8


1. Setjið volgt vatn í skál.<br />

2. Bætið olíu út í.<br />

3. Bætið sykri og salti út í.<br />

4. Mælið nokkra dl af hveiti og bætið út í<br />

(best að byrja á um 7 dl og bæta svo við<br />

eftir þörfum).<br />

5. Hellið síðast úr einu bréfi af geri í skálina og<br />

hnoðið deigið vel.<br />

6. Látið deigið hefast í 45 mínútur.<br />

7. Skiptið deiginu í 5 búta og fletjið hvern bút<br />

út í hringlaga köku.<br />

8. Setjið pizzasósu á pizzurnar. Svo álegg og<br />

ost á helming hverrar köku.<br />

9. Brjótið nú þann helming hvers hrings sem<br />

er án áleggs yfir á hinn helminginn og<br />

þrýstið köntunum saman.<br />

10. Skerið nokkur göt ofan á hvern hálfmána<br />

og kryddið ofan á að vild.<br />

11. Bakið pizzurnar við 200°C í um 15‐20<br />

mínútur.<br />

9


Gratíneraðar kjötbollur – fyrir 3<br />

350 g nautahakk<br />

1 pakki Maggi Meisterklasse tómatsúpa<br />

300 ml mjólk<br />

1 mozzarella ostur (125 g)<br />

fersk basilíkublöð<br />

salt<br />

pipar<br />

hveiti eða rasp<br />

10


1. Setjið hakkið í skál og blandið saman við<br />

hveiti eða rasp.<br />

2. Saltið og piprið. Einnig er gott að bæta við<br />

basilíku.<br />

3. Myndið 12 litlar bollur og léttsteikið á<br />

pönnu.<br />

4. Raðið bollunum í eldfast mót.<br />

5. Blandið tómatsúpunni og mjólkinni saman<br />

og hellið yfir bollurnar.<br />

6. Sneiðið mozzarella ostinn niður og raðið<br />

ofan á kjötbollurnar.<br />

7. Bakið bollurnar í 25 mínutur við 200°C.<br />

8. Stráið basilíku yfir bollurnar þegar búið er<br />

að baka þær.<br />

9. Berið fram með pasta eða hrísgrjónum.<br />

11


Mexíkóskt lasagna – fyrir 4<br />

5 mexíkóskar pönnukökur<br />

Hakkblandan<br />

Ostablandan<br />

½ rauðlaukur<br />

2 ½ dl rifinn ostur<br />

1 hvítlauksrif 1 dl kotasæla<br />

200 g nautahakk 1 dl sýrður rjómi<br />

2 msk taco kryddblanda 1 dl salsasósa<br />

¾ dl kalt vatn<br />

12


1. Takið utan af hvítlauksrifinu og merjið í<br />

pressu.<br />

2. Saxið laukinn smátt.<br />

3. Brúnið hakkið, laukinn og hvítlaukinn á<br />

heitri pönnu þangað til að kjötið er eldað í<br />

gegn.<br />

4. Hellið kryddblöndunni og vatninu yfir og<br />

hrærið vel.<br />

5. Slökkvið á pönnunni og geymið.<br />

6. Blandið öllu sem á að fara í ostablönduna<br />

saman í skál nema 1½ dl af rifnum osti<br />

(sem fer ofan á réttinn).<br />

7. Þekið botninn á eldföstu móti með<br />

pönnukökum.<br />

8. Smyrjið hakkblöndu yfir.<br />

9. Þekið með pönnukökum og smyrjið svo<br />

ostablöndu yfir.<br />

10. Endurtakið og endið svo á að blanda<br />

ostasósunni og afganginum af hakkinu<br />

saman ofan á síðustu pönnukökuna. Þekið<br />

að lokum með rifnum osti.<br />

11. Bakið í miðjum ofni við 200°C í 15 mínútur<br />

eða þangað til osturinn er vel brúnaður.<br />

13


Núðluréttur Bíbíar – fyrir 4‐5<br />

1 pakki af núðlum t.d. eggjanúðlum<br />

¼ hvítkálshaus<br />

1 blaðlaukur<br />

2 kjúklingabringur<br />

1 gulrót<br />

Sósa<br />

3 msk ostrusósa<br />

1 tsk sykur<br />

14


1. Léttsjóðið núðlurnar, alls ekki of mikið.<br />

2. Skerið grænmetið smátt niður.<br />

3. Skerið kjúklinginn frekar smátt niður.<br />

4. Setjið olíu á pönnu og steikið kjúklinginn,<br />

bætið svo núðlunum við og steikið þær<br />

með.<br />

5. Bætið öllu grænmetinu út í og látið malla<br />

þangað til grænmetið er orðið mjúkt.<br />

6. Setjið núðlurnar í skál.<br />

7. Blandið sykri og ostrusósu saman og dreifið<br />

sósunni yfir núðlurnar.<br />

8. Gott er að bera fram með brauði.<br />

15


Pítur – fyrir 6<br />

6 dl volgt vatn<br />

6 tsk eða 1½ pakki ger<br />

3 msk olía<br />

¾ tsk salt<br />

3 tsk sykur<br />

13‐14 dl hveiti<br />

16


1. Mælið vatnið í rúmgóða skál.<br />

2. Stráið gerinu yfir vatnið.<br />

3. Bætið olíunni út í.<br />

4. Bætið salti, sykri og hveiti út í.<br />

5. Hrærið allt saman í deig.<br />

6. Látið deigið lyfta sér í 10‐15 mínútur.<br />

7. Stillið ofninn á 250°C.<br />

8. Hnoðið deigið.<br />

9. Fletjið deigið út á vel hveitistráðu borði í<br />

um ½ cm þykka, rétthyrnda köku.<br />

10. Stráið hveiti á annan deighelminginn,<br />

brjótið hinn helminginn yfir og skerið út<br />

kringlóttar pítur.<br />

11. Látið píturnar lyfta sér í 10‐15 mínútur.<br />

12. Bakið píturnar í miðjum ofni í 8‐10 mínútur<br />

við 250°C.<br />

13. Kælið vel, áður en þær eru fylltar.<br />

17


Japanskur kjúklingaréttur með<br />

stökkum núðlum – fyrir 6‐8<br />

6‐8 kjúklingabringur<br />

olía til steikingar<br />

sweet hot chili‐sósa, eftir smekk<br />

Sósa<br />

Núðlublanda<br />

1 bolli ólífuolía 2 pokar súpunúðlur<br />

½ bolli balsamedik (instant súpunúðlur)<br />

4 msk sykur 200 g möndluflögur<br />

4 msk sojasósa 2‐4 msk sesamfræ<br />

18


Salat<br />

salat, t.d. klettasalat eða lambhagasalat<br />

2 öskjur kirsuberjatómatar, skornir í tvennt<br />

1‐2 mangó, skorin í bita<br />

1 rauð paprika<br />

1. Skerið kjúklingabringurnar í strimla og<br />

snöggsteikið í olíu á pönnu. Hellið sweet<br />

hot chili‐sósu yfir og látið malla í smá<br />

stund.<br />

2. Setjið ólífuolíu, balsamedik, sykur og<br />

sojasósu í pott og látið suðuna koma<br />

upp. Hrærið af og til í sósunni á meðan<br />

hún er að kólna svo hún skilji sig ekki.<br />

3. Brjótið súpunúðlur í litla bita og ristið á<br />

þurri pönnu svo þær verði stökkar.<br />

Setjið á disk og látið kólna. Ristið<br />

möndluflögur og sesamfræ sitt í hvoru<br />

lagi, setjið á sama disk og<br />

súpunúðlurnar og látið kólna.<br />

4. Setjið salat í stóra skál og blandið<br />

kirsuberjatómötum, mangóbitum og<br />

papriku saman við.<br />

5. Dreifið núðlublöndunni og sósunni yfir<br />

og setjið svo kjúklingastrimlana ofan á.<br />

19


Bananabrauð<br />

2‐3 bananar<br />

1 egg<br />

4 msk súrmjólk<br />

1 msk olía<br />

50 g púðursykur<br />

125 g hveiti<br />

75 g heilhveiti<br />

1 tsk lyftiduft<br />

¼ tsk matarsódi<br />

½ tsk kanill<br />

20


1. Hitið ofninn í 160°C.<br />

2. Maukið bananana í matvinnsluvél eða<br />

stappið þá vel með gaffli.<br />

3. Hrærið eggi, súrmjólk, olíu og púðursykri<br />

saman við.<br />

4. Blandið saman hveiti, heilhveiti, lyftidufti,<br />

matarsóda og kanil, hrærið þurrefnunum<br />

saman við bananablönduna. Ekki hræra<br />

meira en þarf til að allt blandist vel.<br />

5. Hellið deiginu í meðalstórt, smurt<br />

jólakökuform og bakið það neðarlega í ofni<br />

í um 50 mínútur.<br />

21


Eplakaka<br />

4 epli<br />

100 g mjúkt smjör<br />

100 g hveiti<br />

100 g sykur<br />

kanilsykur<br />

22


1. Afhýðið eplin og skerið þau í bita.<br />

2. Raðið eplunum í eldfast mót og stráið yfir<br />

þau kanilsykri.<br />

3. Hnoðið saman smjör og sykur.<br />

4. Bætið hveiti út í og hnoðið vel.<br />

5. Stráið deiginu yfir eplin.<br />

6. Bakið við 200°C þar til kakan er orðin<br />

gullinbrún.<br />

7. Berið fram með ís eða rjóma.<br />

23


Súkkulaðikaramellur<br />

1 bolli mjólk<br />

2 msk kakó<br />

4 msk smjör<br />

6 msk síróp<br />

2 bollar sykur<br />

1 tsk vanilludropar<br />

1‐2 tsk salt<br />

24


1. Setjið allt í pott og hrærið.<br />

2. Kveikið undir pottinum þegar allt er<br />

samanhrært (ekki of háan hita).<br />

3. Hrærið reglulega í, látið suðu koma upp og<br />

látið sjóða þar til karamellan er orðin<br />

passlega stíf. Til að athuga það er gott að<br />

setja smá karamellu í teskeið og setja í kalt<br />

vatn í smástund. Ef karamellan lekur úr<br />

skeiðinni þegar hún er tekin úr vatninu er<br />

hún ekki búin að sjóða nógu lengi.<br />

4. Hellið karamellunni í grunnt form.<br />

5. Skerið eða klippið karamelluna í litla<br />

ferhyrninga þegar hún er hálfkólnuð og<br />

látið svo kólna alveg.<br />

25

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!