14.03.2015 Views

10. bekkur Stærðfræði - vorönn 2012 Sérstakar ... - Réttarholtsskóli

10. bekkur Stærðfræði - vorönn 2012 Sérstakar ... - Réttarholtsskóli

10. bekkur Stærðfræði - vorönn 2012 Sérstakar ... - Réttarholtsskóli

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Réttarholtsskóli 2011-<strong>2012</strong><br />

<strong>10.</strong> <strong>bekkur</strong><br />

Stærðfræði - vorönn <strong>2012</strong><br />

Kennarar: Atli Sveinn Þórarinsson, Ásta Ólafsdóttir, Helgi Rafn Jósteinsson og<br />

Ólafur Jónsson<br />

Kennslugögn: Átta – tíu 6, kennsluforrit og vefefni ásamt ítarefni.<br />

Nauðsynlegt er að nemendur hafi góðan vasareikni með takka<br />

fyrir ferningsrót og veldi. Einnig þurfa nemendur að eiga<br />

hringfara, gráðuboga og reglustiku.<br />

Kennslufyrirkomulag: 5 kennslustundir á viku. Kennt verður í lotum eftir<br />

námsefni. Á innra neti á heimsíðu Réttarholtsskóla, undir<br />

flipanum nemendur-stærðfræði, er hægt að finna yfirlit með<br />

nánari upplýsingum. Markmið kennslunnar er að nemendur<br />

læri að bera ábyrgð á eigin námi og þjálfist í sjálfstæðum<br />

vinnubrögðum. Fjölbreyttir kennsluhættir þ.á.m. innlögn,<br />

einstaklingamiðað nám og hópavinna.<br />

Sérstakar áherslur:<br />

Til að árangur náist í náminu er gott að hafa eftirfarandi atriði í huga:<br />

# Hafðu með þér í allar kennslustundir öll gögn og hjálpartæki sem hjálpa við<br />

lausn verkefna (námsbækur, ritföng, vasareikni, hringfara, o.þ.h.).<br />

# Trassaðu ekki heimavinnuna og fáðu upplýsingar frá kennara ef eitthvað er<br />

óljóst, kennarinn les ekki hugsanir.<br />

# Hafðu lausnirnar við dæmunum í bókinni alltaf meðferðis til að kanna hvort<br />

þú hafir leyst dæmið rétt. ( http://www.nams.is/stae_ungl_stig/index.htm )<br />

# Númeraðu verkefnin.<br />

# Vandaðu frágang og uppsetningu verkefna og sýndu lið fyrir lið hvernig<br />

lausn er fengin. Tvístrikaðu undir endanlegt svar.<br />

# Ekki spara blöðin og hafðu gott bil á milli verkefnanna. Notaðu reglustiku<br />

til að strika öll strik.<br />

bls 1


Réttarholtsskóli 2011-<strong>2012</strong><br />

Kennsluáætlun:<br />

Dagsetning: Efni:<br />

23. jan. – 27. jan.<br />

30. jan. – 3. feb.<br />

Algebra og jöfnur (8-10 bók 5)<br />

Tölfræði<br />

6. feb. – 17. feb. Algebra og jöfnur<br />

20. feb. – 2. mars. Rauntölur (upprifjun: tölur og reikniaðgerðir)<br />

5. mars – 16. mars<br />

19. mars – 30. mars<br />

Horn (upprifjun: rúmfræði)<br />

Prósentur (upprifjun: hlutföll og prósentur)<br />

Páskafrí<br />

9. apríl – 27. apríl<br />

30. apríl – 4. maí<br />

Algebra (upprifjun: mynstur og algebra)<br />

Upprifjun fyrir vorpróf (upprifjun: tölfræði og líkindi)<br />

7. maí – 11. maí Vorpróf<br />

Námsmat:<br />

Námsmatið skiptist í vinnueinkunn og prófseinkunn.<br />

Vinnueinkunnin (30% skólaeinkunnar) byggist á:<br />

Hegðun, vinnu, ástundun, námsgögnum 30 stig<br />

Heimavinnu<br />

25 stig<br />

Vinnubók<br />

30 stig<br />

Verkefnum<br />

15 stig<br />

Vinnubók og verkefnum skal skila á tilgreindum tíma. Skilafrávik eru eingöngu<br />

veitt í samráði við kennara og geta leitt til lækkunar á einkunn.<br />

Nemendur skila vinnubók a.m.k. einu sinni á önn ásamt sjálfsmati á<br />

vinnubrögðum. Áherslur við mat á vinnubókum má sjá hér aftar.<br />

Prófseinkunnin (70% skólaeinkunnar) byggist á:<br />

Kaflaprófum og öðrum könnunum<br />

Lokaprófi<br />

30 stig<br />

70 stig<br />

Reglulega eru lögð fyrir kaflapróf eða aðrar kannanir til að athuga hvort<br />

markmiðum kafla hafi verið náð. Nemendur taka einnig annarpróf í maí.<br />

bls 2


Réttarholtsskóli 2011-<strong>2012</strong><br />

Námsmarkmið:<br />

Nemendur fá námsmarkmið í byrjun hvers kafla.<br />

Yfirmarkmið námsþátta:<br />

Stærðfræði og tungumál<br />

Nemandi<br />

geti lesið og skrifað tölur, töluleg gögn og stærðfræðilegan texta<br />

nái að tengja saman stærðfræðileg hugtök og myndrænt efni<br />

geti tjáð sig skilmerkilega um stærðfræðileg efni og skipst á skoðunum<br />

um þau við aðra<br />

Lausnir verkefna og þrauta<br />

Nemandi<br />

geri sér grein fyrir að unnt er að takast á við verkefni þar sem<br />

lausnaraðferðir eru ekki augljósar<br />

hafi kynnst skipulegum aðferðum við leit að lausnum<br />

hafi öðlast færni til að takast á við stærðfræðileg verkefni og þrautir<br />

Röksamhengi og röksemdafærslur<br />

Nemandi<br />

geri sér grein fyrir mikilvægi röksemdafærslna í stærðfræði og geti beitt<br />

einföldum röksemdafærslum<br />

geri sér góða grein fyrir orðanotkun í einfaldri rökfræði<br />

átti sig á notkun reiknirita til að leysa verkefni<br />

Tengsl stærðfræði við daglegt líf og önnur svið<br />

Nemandi<br />

geri sér grein fyrir hvernig beita má stærðfræði í daglegu lífi og á öðrum<br />

sviðum og átti sig á hvaða aðferðir henta best hverju sinni<br />

skilji hvernig stærðfræði er undirstaða mælinga í tíma og rúmi<br />

geri sér nokkra grein fyrir sögu stærðfræðinnar<br />

Tölur<br />

Nemandi<br />

kunni góð skil á náttúrlegum, heilum og ræðum tölum og hafi kynnst<br />

óræðum tölum<br />

hafi kynnst nokkrum hugtökum talnafræði og lært að nýta þau<br />

hafi góða þekkingu á tugakerfinu<br />

Reikniaðferðir, reiknikunnátta og mat<br />

Nemandi<br />

hafi náð góðri færni í reikningi og kunni að nota reiknivélar<br />

sé sæmilega vel að sér í hugarreikningi og námundunarreikningi og hafi<br />

tamið sér að leggja mat á útreikninga<br />

sé fær um að velja reikniaðgerðir og mismunandi aðferðir til að reikna<br />

bls 3


Réttarholtsskóli 2011-<strong>2012</strong><br />

Hlutföll og prósentur<br />

Nemandi<br />

kunni skil á hlutföllum milli stærða og geti notað þau við útreikninga á<br />

hagnýtum dæmum<br />

kunni skil á prósentuhugtakinu og sé fær í prósentureikningi<br />

Mynstur og algebra<br />

Nemandi<br />

geti notað mynstur til að draga fram almenna reglu<br />

átti sig á einfaldri notkun bókstafa í stærðfræði<br />

geri sér grein fyrir undirstöðureglum algebru og kunni að fara með<br />

táknasamstæður<br />

Rúmfræði<br />

Nemandi<br />

kunni skil á algengum hugtökum og undirstöðusetningum sígildrar<br />

rúmfræði<br />

kunni skil á hugtökum og aðferðum við mælingu flatar- og rúmmynda<br />

þekki undirstöðuhugtök hnitarúmfræði og geti notað þau<br />

kannist við nokkrar tegundir af rúmfræðilegum færslum og kunni að<br />

notfæra sér þær<br />

Tölfræði og líkindafræði<br />

Nemandi<br />

þekki algengar aðferðir til að setja fram töluleg gögn<br />

kunni skil á líkindahugtakinu<br />

Vinnubók: Þegar farið er yfir vinnubók eru þessi atriði metin:<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

Útlit bókar: Er blaðsíða merkt viðfangsefni og dagsetningu. Er bókin rifin,<br />

er búið að krassa í hana myndir og orð sem tengjast ekki stærðfræðinni.<br />

Mælieining: Hefur þú sett mælieiningar eftir útreikningum sem við á, t.d.<br />

35 kr, 23 cm, 7500 manns o.s.frv.<br />

Tvístrikun: Hefur þú alltaf tvístrikað undir lokasvar, því annars er oft erfitt<br />

að sjá þína lokaniðurstöðu.<br />

Línur: Á milli dæma á alltaf að koma lína sem þú hefur gert með<br />

reglustiku.<br />

Skrift: Eru tölurnar læsilegar, ertu kannski að flýta þér of mikið<br />

Útreikningar: Í öllum dæmum þurfa að koma fram útreikningar, þ.e.<br />

hvernig þú fórst að því að fá lokasvarið en ekki skrifa bara lokasvarið.<br />

Vantar dæmi: Hefur þú sleppt dæmum í bókinni, ef þú hefur ekki skilið<br />

hvað á að gera, t.d. í heimavinnu, þá átt þú að spyrja kennara þinn um<br />

aðstoð en ekki bara að skila auðu svari.<br />

Bil: Ekki hafa allt of þétt á milli dæma, reyndu að láta lofta vel á milli<br />

þeirra.<br />

bls 4

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!