08.01.2017 Views

Bæjarlíf janúar 2017

1. tbl. 17. árgangur 2017

1. tbl. 17. árgangur 2017

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

6<br />

<strong>Bæjarlíf</strong>, brosandi blað – 1. tölublað <strong>2017</strong><br />

olfus.is<br />

Laus er til umsóknar staða leikskólastjóra<br />

í Bergheimum í Þorlákshöfn<br />

Í Bergheimum eru í dag tæplega 90 börn á fimm deildum. Þar er hátt hlutfall leikskólakennara og stöðugleiki hefur verið<br />

í starfsmannahaldi. Leikskólinn er Grænfánaskóli þar sem starfsfólk og börn vinna í sameiningu að umhverfismálum.<br />

Húsnæði leikskólans og aðbúnaður er góður og einstaklega gott útileiksvæði er fyrir börnin. Á síðasta ári vann leikskólinn<br />

fjölmenningarverkefnið „Gaman saman“ þar sem unnið var að því að styrkja samskipti við foreldra barna af<br />

erlendum uppruna. Gott samstarf er við grunnskólann sem er í næsta húsi og einnig nýtur leikskólinn nálægðar við<br />

fjölbreytta og góða íþróttaaðstöðu. Sveitarfélagið Ölfus hefur sinnt skólamálum af miklum metnaði og hlaut á dögunum<br />

viðurkenningu fyrir að styðja vel við starfsfólk í leikskólakennaranámi. Mikilvægt er að leikskólastjóri sé tilbúinn að<br />

viðhalda þeim jákvæða og góða skólabrag sem hefur einkennt starf leikskólans. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi<br />

sem býr yfir þekkingu og skýrri sýn á leikskólastarf og veitir faglega forystu til framtíðar þar sem tekið er tillit til<br />

mismunandi þarfa, áhuga og getu barna. Gott samstarf er við aðra leikskóla í Árnesþingi m.a. með samráðsfundum<br />

leikskólastjóra.<br />

Meginhlutverk leikskólastjóra er að:<br />

• Vera faglegur leiðtogi og móta framtíðarsýn<br />

í samræmi við skólastefnu<br />

sveitarfélagsins, aðalnámskrá leikskóla<br />

og lög um leikskóla.<br />

• Stýra og bera ábyrgð á rekstri og<br />

daglegri starfsemi leikskólans.<br />

• Bera ábyrgð á starfsmannamálum s.s.<br />

ráðningum, starfsþróun og vinnutilhögun.<br />

• Bera ábyrgð á samstarfi við aðila<br />

skólasamfélagsins.<br />

Menntunar- og hæfniskröfur<br />

• Leyfisbréf sem leikskólakennari og<br />

kennslur eynsla í leikskóla.<br />

• Viðbótarmenntun í stjórnun<br />

menntastofn ana og reynsla af stjórnun<br />

æskileg.<br />

• Góðir skipulagshæfileikar og færni í<br />

áætlana gerð og fjármálastjórnun.<br />

• Færni í starfsmannastjórnun.<br />

• Lipurð og hæfni í samskiptum.<br />

• Sveigjanleiki, víðsýni og áhugi á<br />

þróunarstarfi.<br />

Með umsókn skulu fylgja nöfn tveggja umsagnaraðila sem og greinargerð um störf, menntun og stjórnunarreynslu<br />

umsækjanda. Einnig komi fram hugmyndir hans um leikskólastarf og hvernig hann sér starfsemi leikskólans Bergheima<br />

undir sinni stjórn. Tilgreina skal þau verkefni sem viðkomandi hefur unnið að og varpað geta ljósi á færni hans<br />

til að sinna starfi leikskólastjóra.<br />

Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. mars <strong>2017</strong> eða eftir samkomulagi. Umsækjendur skili inn umsókn á netfangið<br />

gunnsteinn@olfus.is fyrir þriðjudaginn 24. <strong>janúar</strong> <strong>2017</strong>. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um.<br />

Laun eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og launanefndar sveitarfélaga<br />

Nánari upplýsingar um starfið veita Gunnsteinn R. Ómarsson bæjarstjóri, gunnsteinn@olfus.is, og Guðni Pétursson<br />

bæjarritari, gudni@olfus.is, s: 480-3800

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!