08.01.2017 Views

Bæjarlíf janúar 2017

1. tbl. 17. árgangur 2017

1. tbl. 17. árgangur 2017

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

<strong>Bæjarlíf</strong><br />

1. tbl. . 17. árg. . <strong>janúar</strong> <strong>2017</strong><br />

Við smíðum<br />

þínar innréttingar<br />

Unubakka 20 | 815 Þorlákshöfn<br />

Sími: 483 3900 | www.fagus.is<br />

Járnkarlinn ehf.<br />

Vélsmiðja<br />

Unubakka 25<br />

Sími 483 3270<br />

Gjöf til Líknarsjóðs Þorlákskirkju<br />

Café Sól afhenti þann 30. desember síðastliðinn alla innkomu<br />

Ódýra hornsins í desembermánuði til Líknarsjóðs<br />

Þorlákskirkju. Með því vill Café Sól leggja lið því góða og<br />

óeigingjarna starfi og hjálp sem sjóðurinn veitir í samfélaginu.<br />

Líknarsjóðurinn hefur verið í samstarfi við Sjóðinn góða<br />

en það er samstarfsverkefni sóknarkirkja í Árnessýslu,<br />

Rauða krossins, félagsþjónustu Árborgar, félagsþjónustu<br />

Árnesþings og ýmissa félagasamtaka í Árnessýslu. Þetta<br />

samstarf hefur þann tilgang að veita aðstoð fyrir jólahátíðina<br />

til handa þeim sem ekki eiga fyrir nauðþurftum.<br />

Séra Baldur Kristjánsson, sóknarprestur Þorlákskirkju, tók<br />

á móti styrknum og þakkaði kærlega fyrir hönd Líknarsjóðs<br />

Þorlákskirkju.<br />

Café Sól lét þó ekki nægja að láta einungis alla innkomu<br />

desember mánaðar í Ódýra horninu duga heldur tvöfölduðu<br />

þau upphæðina.<br />

VRH<br />

Kr. 9.399<br />

SAGA ÞORLÁKSHAFNAR<br />

er til sölu á Bæjarbókasafni Ölfuss<br />

og Sunnlenska bókakaffinu.<br />

Við óskum ykkur gleðilegs nýs árs og<br />

þökkum það liðna.<br />

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest á<br />

bæjarbókasafninu á nýju ári.<br />

Kveðja frá starfsfólki bæjarbókasafnsins<br />

SKÁLINN<br />

Verið velkomin<br />

Glæsileg kaffivél<br />

með allar helstu<br />

kaffitegundir<br />

Breytt skipulag<br />

meira vöruúrval<br />

Glæsilegur nammibar<br />

Sími<br />

483 3801<br />

Opnunartími:<br />

Mánudaga til föstudaga 8-22<br />

Laugardaga 9-22<br />

Sunnudaga 10-22


2<br />

<strong>Bæjarlíf</strong>, brosandi blað – 1. tölublað <strong>2017</strong><br />

Gámasvæðið<br />

við Hafnarskeið<br />

Sími 483 3817<br />

olfus.is<br />

Á gámasvæði er tekið á móti flokkuðum úrgangi.<br />

Vinsamlega gangið vel um og losið ekki úrgang<br />

af neinu tagi utan gámasvæðis.<br />

Sorp- og endurvinnsluflokkar á gámasvæðinu eru:<br />

Blöð, tímarit, sléttur pappi, skrifstofupappír, bylgjupappír, raftæki smá, raftæki stór, tölvur,<br />

tölvuskjáir, flatskjáir, ljósaperur, kælitæki, föt og klæði, garðaúrgangur, hjólbarðar,<br />

rafhlöður, spilliefni, steinefni (gler, postulín, flísar, múrbrot og fl.), málmar, ómálað timbur,<br />

málað timbur og grófurúrgangur s.s. dýnur, sóf ar, gólfteppi og fl. sem erfitt er að pressa.<br />

Opnunartími gámasvæðisins:<br />

Mánudag – fimmtudag er opið frá 15.00 – 18.00.<br />

Breyttur opnunartími: Föstudagar frá 13.00-18.00.<br />

Laugardagar frá 13.00 – 16.00.<br />

Valverk ehf.<br />

Vöruflutningar<br />

Þorlákshöfn - Reykjavík- Þorlákshöfn - Og allt þar í kring<br />

Ódýr og góð þjónusta alla daga<br />

Marteinn Óli Lýsubergi 10, Þorlákshöfn. Sími: 893-0870<br />

Ljósmynd: Marta María Bozovic í 10. bekk.<br />

Skólalíf<br />

Gleðilegt ár og takk fyrir það liðna!<br />

Þessi kveðja sem hefur verið á allra<br />

vörum síðustu daga felur í sér afar<br />

jákvæða og kærleiksríka hugsun. Það<br />

er ekki hægt að hugsa sér neitt betra en<br />

að eiga samverustundir sem einkennast<br />

af gleði.<br />

Það er alltaf markmið okkar sem störfum<br />

í grunnskólanum að nemendur<br />

okk ar eigi hér sem ánægjulegastan<br />

tíma. Við vitum að auðvitað er það<br />

ekki raunhæft að allar kennslustundir<br />

alla daga séu fullir af fjöri og kátínu.<br />

Það á samt oftast að vera gaman, samskipti<br />

eiga að vera góð og öllum á að<br />

líða vel.<br />

Í þessari viku hefst námsmat í skólanum.<br />

Það er með nokkuð öðru sniði en<br />

oft áður, einkum á unglingastigi, þar<br />

sem ný námskrá og reglur um námsmat<br />

eru nú smám saman að taka gildi.<br />

Verkefnavinna, tjáning, samstarf<br />

nemenda og hæfni á ólíkum sviðum<br />

verður nú í meira mæli metið samhliða<br />

þekkingu í hverri námsgrein.<br />

Að loknum námsmatsdögum verða<br />

hefðbundin skil í foreldraviðtölum sem<br />

að þessu sinni fara fram fimmtudaginn<br />

19. <strong>janúar</strong>. Þá gefst foreldrum og<br />

nemendum kostur á að ræða við kennara<br />

um námsmatið en einnig líðan í<br />

skólanum og samskipti. Þá skiptir máli<br />

að í sameiningu finni þessir aðilar leið<br />

til að allir megi eiga í skólanum gleðilegt<br />

ár. Á haustönn var forritið Mentor<br />

notað í fyrsta sinn til skráningar foreldraviðtala<br />

og verður það gert aftur<br />

núna. Foreldrar panta þá tíma hjá umsjónarkennurum<br />

og skrá sig þannig<br />

sjálfir á þann tíma sem best hentar<br />

þennan dag.<br />

Bæjarbúar fá hér með bestu nýárskveðjur<br />

úr grunnskólanum með von<br />

um að bærinn okkar haldi áfram að<br />

vaxa og dafna á árinu <strong>2017</strong>. Atvinnulíf,<br />

skólalíf og mannlíf fléttast saman á<br />

fjölbreyttan hátt og býr til samfélag þar<br />

sem lykilatriði er að sem flestum líði<br />

vel og eigi alla jafna góðar stundir.<br />

Gleðilegt ár!<br />

Sigþrúður Harðardóttir<br />

Bæjarskrifstofur Ölfuss<br />

Hafnarbergi 1, sími 480 3800, olfus@olfus.is Opið: 9-12 og 13-16<br />

Gunnsteinn Ómarsson bæjarstjóri, gunnsteinn@olfus.is<br />

Guðni Pétursson bæjarritari, gudni@olfus.is<br />

Sigurður Ósmann Jónsson skipulags- og byggingarfulltrúi, sigurdur@olfus.is<br />

Katrín Ósk Sigurgeirsdóttir markaðs- og menningarfulltrúi, katrin@olfus.is<br />

Bókasafn<br />

Sími 480 3830, bokasafn@bokasafn.is<br />

Opið alla virka daga frá kl. 12:30 til 17:30<br />

Íbúðir aldraðra<br />

Sími 483 3614, Sigrún Theódórsdóttir forstöðukona, sigrunth@olfus.is<br />

Þjónustumiðstöð Ölfuss<br />

Sími 483 3803<br />

Davíð Halldórsson umhverfisstjóri david@olfus.is<br />

Grunnskólinn<br />

Sími 480 3850, skolinn@olfus.is<br />

Guðrún Jóhannsdóttir skólastjóri, gudrun@olfus.is<br />

Leikskólinn Bergheimar<br />

Sími 480 3660, leikskóli@olfus.is<br />

G. Ásgerður Eiríksdóttir leikskólastjóri, asgerdur@olfus.is<br />

Íþróttamiðstöð Ölfuss<br />

Sími 480 3890<br />

Ragnar Sigurðsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, ragnar@olfus.is<br />

Hafnarvogin<br />

Sími 480 3601, hafnarvog@olfus.is<br />

Hjörtur Jónsson hafnarstjóri. hjortur@olfus.is<br />

olfus.is


<strong>Bæjarlíf</strong>, brosandi blað – 1. tölublað <strong>2017</strong><br />

3<br />

9u-fréttir<br />

Gleðilegt nýtt ár! kæru íbúar Ölfus,<br />

hér á níunni standa yfir lagfæringar á<br />

sal og í eldhúsi, því hefst skipulagt<br />

félags starf ekki fyrr en með þorrablóti<br />

á bóndadag þann 20. <strong>janúar</strong>. Síðasti<br />

skráningardagur á Þorrablót er 13.<br />

<strong>janúar</strong>, frekari upplýsingar er hægt að<br />

nálgast á níunni. Stundatafla fyrir<br />

jan–maí <strong>2017</strong> liggur frammi á 9-unni<br />

ef fólk vill nálgast hana. Félagsvist<br />

byrjar mánudagskvöldið 23. <strong>janúar</strong> kl<br />

20:00 og verður spilað í fjögurra<br />

kvölda lotum fram í apríl.<br />

GHK og ST<br />

Þorlákshafnar<br />

prestakall<br />

Sóknarprestur: Baldur Kristjánsson<br />

Símar: 483 3771 og 898 0971<br />

Netfang: bk@baldur.is (www.baldur.is)<br />

Viðtalstími: Eftir samkomulagi<br />

Djákni: Guðmundur Brynjólfsson<br />

sími 899 6568 (gummimux@simnet.is)<br />

Organisti: Miklós Dalmay<br />

Þorlákskirkja, sími: 483 3616<br />

Kirkjuvörður: Rán Gísladóttir, símar<br />

483-3829 & 865-1044 (ran@olfus.is).<br />

Hjallakirkja, sími: 483 4509<br />

Kirkjuvörður: Sigurður Hermannsson<br />

Formaður sóknarnefndar Þorláksog<br />

Hjallasóknar: Hjörleifur Brynjólfsson<br />

Strandarkirkja<br />

Sóknarprestur svarar fyrir Strandarkirkju<br />

ásamt neðangreindum.<br />

Kirkjuvörður: Silvía Ágústsdóttir,<br />

sími: 483 3910<br />

Formaður sóknarnefndar Strandarsóknar:<br />

Guðrún Tómasdóttir<br />

Gleðilegt ár kæru samborgarar og<br />

takk fyrir allt gamalt og gott.<br />

Árið <strong>2017</strong> leggst alveg ágætlega í mig<br />

og þegar ég horfi til baka þá finnst<br />

mér árið 2016 hafa verið ansi gott.<br />

Veðurfar var með eindæmum gott,<br />

sumarið sólríkt og haustið fram að<br />

jólum alveg ágætt. Vonandi verðum<br />

við einnig heppin með veður á nýju<br />

ári.<br />

Áramótaball var haldið hér í bæ eftir<br />

langt hlé og þykir það hafa tekist<br />

mjög vel. Allir glaðir og kátir og fór<br />

það mjög vel fram. Haukur Andri<br />

Grímsson á hrós skilið fyrir að hafa<br />

staðið fyrir þessu upp á sitt einsdæmi,<br />

hann þorði að taka áhættuna.<br />

Margir mættu taka sér þennan unga<br />

athafnamann sér til fyrirmyndar.<br />

Hús seljast ennþá eins og heitar<br />

lumm ur hérna í Þorlákshöfn og er<br />

slegist um sum húsin. Hingað hefur<br />

flutt margt gott fólk á síðustu<br />

mánuðum og er íbúafjöldinn<br />

kominn yfir 2.000. Vonandi verður<br />

farið í að byggja fleiri hús og íbúðir<br />

því nú er lag.<br />

Ný fyrirtæki eru líka að líta dagsins<br />

ljós og hef ég heyrt því fleygt<br />

að hér sé verið að fara af stað með<br />

nýja ferðamannaþjónustu og er það<br />

ánægjulegt að bæta við það góða<br />

sem fyrir er.<br />

Einnig er verið að setja upp nýtt<br />

fiskeldi og vonandi verða þau fleiri.<br />

Blóma- og gjafabúð að opna núna<br />

eftir nokkra daga og margt fleira í<br />

farvatninu.<br />

Þorrablót 4. febrúar <strong>2017</strong><br />

Ég hef heyrt að þorrablótsundirbúningur<br />

sé farinn á fullt,<br />

nefnd in farin að hittast og búið<br />

að taka frá Versali laugardaginn 4.<br />

febrúar. Búið að tala við hljómsveit<br />

og veislustjóra og allt það.<br />

MUNIÐ AÐ TAKA DAGINN FRÁ<br />

OG MÆTA!!<br />

Stóra spurningin?<br />

Já endilega fjölmennið því ég hef<br />

einnig heyrt því fleygt að einhverjir<br />

vilji leggja þann góða sið niður að<br />

blóta þorra hér í bæ því fólki hefur<br />

farið fækkandi ár frá ári og það svari<br />

því ekki kostnaði að halda blót. Því<br />

bið ég ykkur kæru íbúar að íhuga<br />

þetta, viljum við halda áfram?<br />

Félagasamtökin sem standa fyrir<br />

þessu í ár eru að venju Kvenfélag<br />

Þorlákshafnar, Kiwanisklúbburinn<br />

Ölver, Hestamannafélagið Háfeti og<br />

Leikfélag Ölfuss. Önnur félög sem<br />

voru með hér áður fyrr hafa gefist<br />

upp þar sem það er yfirleitt sama<br />

fólkið sem býður sig fram í þessi<br />

störf og hafa ber í huga að það er<br />

vinna að koma svona blóti á laggirnar.<br />

Þetta er ekki hrist fram úr erminni<br />

bara sí svona.<br />

Okkur ber að virða það góða starf<br />

sem þetta fólk leggur á sig fyrir okkur<br />

hin.<br />

Maður er manns gaman og alltaf<br />

gaman að gleðjast með þeim sem<br />

maður þekkir, ekki satt?<br />

Áfram Ölfus.<br />

Kveðja Pollýanna<br />

Messur eru auglýstar í <strong>Bæjarlíf</strong>i, Dagskránni, Sunnlenska og Morgunblaðinu.<br />

Einnig á vef Þorlákskirkju og á vef Sveitarfélagsins Ölfuss.<br />

Gospel<br />

og læti í<br />

tónum og tali<br />

Kór Lindakirkju í Kópavogi býður til<br />

söng- og samverustundar í Þorlákskirkju<br />

fimmtudaginn 12. <strong>janúar</strong> <strong>2017</strong> kl. 20:00.<br />

Aðgangur ókeypis<br />

BERGVERK<br />

Vélsmiðja I Nýsmíði I Viðgerðir<br />

Unubakki 10-12 . Sími 893 0187<br />

Sími 483 3993<br />

Raflagnateikningar og tölvuviðgerðir


4<br />

<strong>Bæjarlíf</strong>, brosandi blað – 1. tölublað <strong>2017</strong><br />

Stiklað á stóru í rek<br />

Fjárhagsáætlun<br />

Sveitarfélagsins Ölfuss<br />

<strong>2017</strong>-2020<br />

Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss<br />

fyrir árin <strong>2017</strong>-2020 var staðfest samhljóða<br />

af bæjarstjórn 15. desember sl.<br />

Mikil vinna var lögð í áætlunina og<br />

hún unnin í góðu samstarfi kjörinna<br />

fulltrúa og forstöðumanna hjá sveitarfélaginu.<br />

Eins og áður var farið yfir alla<br />

tekju- og útgjaldaliði og allir stærstu<br />

framkvæmdaþættir voru kostnaðargreindir<br />

í ljósi fyrir liggjandi forsendna.<br />

Árið 2016 hefur að mestu gengið<br />

í samræmi við áætlanir og fyrirséð að<br />

rekstrarniðurstaðan verði góð. Laun<br />

hafa hækkað mikið á árinu en reynt<br />

var af fremsta megni að hagræða í<br />

rekstr inum heilt yfir og hefur það<br />

tekist nokkuð vel. Hækkun launa almennt<br />

styrkir útsvarsstofninn auk þess<br />

sem búafjöldaþróun hefur verið okkur<br />

hagfelld en slík þróun styrkir einnig<br />

útsvarsstofninn og eflir samfélagið.<br />

Þrátt fyrir nokkrar fjárfestingar á liðnu<br />

ári voru engin ný langtímalán tekin.<br />

Áform eru uppi um að fjárfesta enn<br />

frekar á næstu árum með það að markmiði<br />

að tryggja íbúum sveitarfélagsins<br />

öfluga grunnþjónustu og að gera öflugt<br />

sveitarfélag eftirsóttara til búsetu.<br />

Verklegar framkvæmdir<br />

árið 2016<br />

Annar áfangi endurbóta Þorláks hafnar<br />

var boðinn út sl. vor. Lægsta tilboð<br />

barst frá Björgun og var áætlað að upphaf<br />

framkvæmda yrði síðla sumars.<br />

Verktakinn kom með búnað sinn á<br />

svæðið í lok ágúst en þegar hefja átti<br />

framkvæmdir kom í ljós alvarleg bil un<br />

í gröfuprammanum. Framkvæmdir<br />

hafa því dregist nokkuð en hefjast<br />

um nú strax eftir áramótin. Í þessum<br />

áfanga verður höfnin fulldýpkuð, það<br />

sem eftir stendur af Norðurvararbryggjunni<br />

verður rifið og endinn af<br />

gamla sjóvarnargarðinum í innsiglingunni<br />

verður fjarlægður.<br />

Í byrjun árs keypti sveitarfélagið<br />

Selvogsbraut 4 í Þorlákshöfn. Unnið<br />

hefur verið að nauðsynlegu viðhaldi<br />

á húsinu og hefur ásýnd þess í<br />

götumynd inni tekið stakkaskiptum.<br />

Nokkur áhugi hefur verið sýndur á<br />

húsinu og vonir standa til að blómleg<br />

starfsemi verði komin í húsið áður en<br />

langt um líður.<br />

Byggt var við eldhúsið á leikskólanum<br />

Bergheimum í Þorlákshöfn. Nýja<br />

viðbyggingin hýsir m.a. vörumóttöku<br />

og lager eldhússins. Vel tókst til með<br />

bygginguna en aðstaðan gerbreytir<br />

allri vinnuaðstöðu í eldhúsinu til hins<br />

betra.<br />

Í Hveragerði hófust framkvæmdir<br />

við nýjan leikskóla. Leikskólinn mun<br />

standa við Þelamörk 62 og verður<br />

hann 6 deilda en byggingin verður um<br />

1.100 m2 fullbúin. Gert er ráð fyrir<br />

því að börn frá 12 mánaða aldri muni<br />

fá aðgang að leikskólanum. Leikskólinn<br />

Undraland, sem er þriggja deilda,<br />

mun verða lagður niður en húsið<br />

mun í framtíðinni hýsa frístundaskóla<br />

fyrir börn í Grunnskóla Hveragerðis.<br />

Sveitar félagið Ölfus á 9% hlut í leikskólum<br />

í Hveragerði og hafa börn úr<br />

dreifbýli Ölfuss jafnan aðgang að leikskólunum<br />

og Hvergerðingar.<br />

Sveitarfélagið Ölfus eignaðist landið<br />

undir íbúðabyggðinni í Gljúfurárholti<br />

á árinu og alla innviði, s.s. götur,<br />

stíga , lýsingu og veitur. Með eflingu<br />

þjónustu við íbúa í Hveragerði tengt<br />

skólamálum skapast mikil tækifæri til<br />

frekari uppbyggingar í Gljúfurárholti.<br />

Ný traktor var keyptur fyrir Þjónustumiðstöð<br />

Ölfuss. Þetta er lítill traktor<br />

sem nýtist vel í snjómokstri á gangstígum<br />

og í sumarsláttinn. Almennt<br />

var góður rómur gerður að umhirðu<br />

bæjarins sl. sumar en mikið var<br />

gróðursett af trjám og opin svæði voru<br />

grædd upp, m.a. fyrirhugað tjaldsvæði<br />

fyrir gesti á Unglingalandsmóti um<br />

verslunarmannahelgina árið 2018.<br />

Góður tækjabúnaður má segja að sé<br />

forsenda til að halda bænum snyrtilegum.<br />

Aðsókn að tjaldsvæði Þorlákshafnar<br />

hefur aukist mikið síðustu sumur en<br />

sl. sumar má segja að alger sprenging<br />

hafa orðið. Aðstaðan á svæðinu hefur<br />

verið byggð upp ár frá ári en á árinu<br />

var byggð snyrtileg aðstaða til móttöku<br />

rusli og til að losa ferðasalerni. Ekki<br />

er við öðru að búast en að áfram fjölgi<br />

gestum á svæðinu og verður áfram<br />

unn ið að uppbyggingu þess á komandi<br />

ári. Íþróttasalurinn í íþróttamiðstöð<br />

Þorlákshafnar fékk andlitslyftingu í<br />

sumar þegar gólfið var slípað og lakk að<br />

og merkt upp á nýtt. Knattspyrnuvellirnir<br />

voru stækkaðir og nú er æfingasvæðið<br />

orðið ein heild. Stórt og gott<br />

knattspyrnusvæði er ein mikilvægasta<br />

aðstaða unglingalandsmóta. Svæðið<br />

er orðið hið glæsilegasta og tilbúið<br />

til að taka á móti Unglingalandsmóti<br />

2018.<br />

Áfram var unnið við endurbætur á<br />

golfvellinum í Þorlákshöfn í sumar<br />

og verður þeim haldið áfram á næstu<br />

árum. Vegna mikils ágangs sands<br />

voru tvær brautir<br />

lagðar af og nýjar<br />

braut ir teknar<br />

í notkun í þeirra<br />

stað. Áform aðar<br />

eru breytingar á<br />

vell inum til að<br />

gera hann enn<br />

eftir sóknarverðari<br />

og skemmtilegri.<br />

Unn ið er eftir<br />

hönn un og skýrslu<br />

Edwins Roald<br />

golfvallahönnuðar.<br />

Skrúðgarðurinn<br />

í Þorlákshöfn var<br />

vígður með formlegum<br />

hætti 17.<br />

júní. Garðurinn<br />

er allur hinn glæsilegasti<br />

og góður<br />

rómur hefur verið<br />

gerður að þeim<br />

endurbótum sem<br />

á honum hafa<br />

verið gerðar bæði<br />

af heimamönnum<br />

og fólki sem<br />

sækir Þorlákshöfn<br />

heim. Við vígsluna<br />

var afhjúpaður<br />

minnisvarði um hið merkilega grasrótarstarf<br />

Kvenfélags Þorlákshafnar<br />

við gerð skrúðgarðs í Þorlákshöfn.<br />

Það er óhætt að segja að garðurinn sé<br />

sannkölluð bæjarprýði.<br />

Listinn sem hér er talinn upp er ekki<br />

tæmandi en varpar ágætu ljósi á þær<br />

fjárfestingar sem ráðist var í á árinu<br />

2016.<br />

Vikulegar ferjusiglingar<br />

milli Þorlákshafnar og<br />

Rotterdam<br />

Markmiðið með endurbótum Þorlákshafnar<br />

hefur m.a. verið það að koma<br />

á reglubundnum millilandasiglingum<br />

með vörur.<br />

Það er mikið fagnaðarefni fyrir okkur<br />

að þetta sé að verða að veruleika. Má<br />

með sanni segja að tilkynning Smyrilline<br />

cargo um að félagið hafi keypt skip<br />

og muni hefja vikulegar siglingar milli<br />

Þorlákshafnar og Rotterdam í apríl<br />

<strong>2017</strong> sé stærsta frétt ársins í okkar<br />

samfélagi.<br />

Verkefnið eitt og sér mun stór efla<br />

rekst ur hafnarinnar og stuðla að fjölgun<br />

starfa hjá okkur. Afleidd tækifæri<br />

vegna verkefnisins eru hins vegar<br />

gríðarleg og ekki er nokkur vafi á<br />

því að fjölmargir eiga eftir að nýta<br />

sér þau til uppbyggingar á svæðinu.<br />

Það verður spennandi að fylgjast<br />

með og taka þátt í þróuninni á næstu<br />

misserum og árum.<br />

Uppbygging í fiskeldi og<br />

ferðaþjónustu<br />

Töluverð uppbygging hefur verið í<br />

sveitarfélaginu á árinu og segja má<br />

að uppgangur hafi verið í fiskeldi og<br />

ferða þjónustu.<br />

Laxar fiskeldi ehf. hófu starfsemi í<br />

sveitarfélaginu á árinu, keyptu og<br />

endurbættu seiðaeldisstöðvar að<br />

Fiskalóni og Bakka í Ölfusi og hófu<br />

framkvæmdir við byggingu stórrar<br />

seiðaeldisstöðvar við Laxabraut í Þorlákshöfn.<br />

Félagið mun starfrækja eldi<br />

á laxi í sjókvíum á Austfjörðum en öll<br />

seiði félagsins munu verða alin í Ölfusi.<br />

Þegar hafa ný störf skapast vegna<br />

þessa og mun ef áform ganga eftir<br />

fjölga í næstu framtíð. Fleiri hafa sýnt<br />

svæðinu áhuga með fiskeldi í huga og<br />

unnið er að skipulagi við Laxabraut<br />

fyrir uppbyggingu fiskeldisstöðvar<br />

og hugmyndir eru uppi um stækkun<br />

þeirra stöðva sem þegar eru í rekstri.<br />

Áformaðar eru hótelbyggingar í<br />

Hveradölum, á Óseyrartanga og í<br />

Þorláks höfn. Hugmyndir eru reyndar<br />

víðar uppi um uppbyggingu gistirýmis<br />

og ánægjulegt til að vita að Ölfus sé að


<strong>Bæjarlíf</strong>, brosandi blað – 1. tölublað <strong>2017</strong><br />

5<br />

stri sveitarfélagsins<br />

stimpla sig rækilega inn á ferðaþjónustukortið.<br />

Fyrirtækið Raufarhóll<br />

hefur tekið Raufarhólshelli á leigu og<br />

mun hefja skipulagðar ferðir í hellinn<br />

á næstunni. Fyrirhugað er að setja upp<br />

aðstöðu fyrir móttöku ferðamanna og<br />

leggja meðal annars stíg inn í hellinn<br />

og koma fyrir ljósabúnaði. Þau áform<br />

sem kynnt hafa verið eru áhugaverð<br />

og væntingar standa til að þetta muni<br />

enn frekar efla ferðaþjónustu í sveitarfélaginu.<br />

Íbúum fjölgar<br />

Fjölgun íbúa hefur verið umtalsverð á<br />

árinu og raunar hefur hún verið nokkuð<br />

mikil frá árinu 2015. Árið 2015<br />

fjölgaði íbúum 3,8%, fóru úr 1.885 í<br />

1.956 og er það langt umfram landsmeðaltal<br />

sem var 1% á sama tíma.<br />

Íbúum hefur haldið áfram að fjölga á<br />

árinu 2016 og er íbúatalan komin yfir<br />

2.000 en það er í fyrsta skipti í sögunni<br />

sem íbúafjöldinn nær yfir tvö þúsund<br />

um áramót.<br />

Sala fasteigna í Þorlákshöfn tók<br />

mikinn kipp á árinu og er nú búið í<br />

flestum þeim húsum sem áður stóðu<br />

auð, sum hver í mörg ár og öðrum er<br />

verið að koma í lag. Hús sem verið<br />

hafa í langan tíma á byggingarstigi<br />

hafa verið kláruð og því hefur töluverður<br />

fjöldi nýrra íbúða komið inn á<br />

húsnæðismarkaðinn. Þrátt fyrir það<br />

er húsnæðisskortur<br />

í Þorlákshöfn og þá<br />

sérstaklega hvað<br />

varðar leiguhúsnæði.<br />

Vonandi<br />

sjá aðilar sem eiga<br />

og reka leiguhúsnæði<br />

tækifæri í því<br />

byggja í Þorlákshöfn<br />

á komandi ári.<br />

Síðari hluta ársins<br />

hefur nokkru<br />

magni af lóðum<br />

verið úthlutað og<br />

töluvert er spurst<br />

fyrir um lóðir.<br />

Fjárfest fyrir<br />

nærri 600<br />

milljónir<br />

króna<br />

Ráðist verður<br />

í miklar framkvæmd<br />

ir af hálfu<br />

sveitarfélagsins<br />

árið <strong>2017</strong> en alls er<br />

gert ráð fyrir fjárfestingum<br />

innan<br />

samstæðunnar að<br />

fjárhæð 582,8 m.kr.<br />

Elsta bygging eikskólans Bergheima<br />

verður endurnýjuð og stækkuð. Gert<br />

er ráð fyrir tveimur deildum í byggingunni,<br />

samkomusal og góðri kennsluaðstöðu.<br />

Þegar aðstaðan verður tekin<br />

í notkun verður aldursinntökuviðmið<br />

fært til 18 mánaða aldurs úr 24.<br />

Áfram verður unnið að byggingu nýs<br />

leikskóla fyrir dreifbýli Ölfuss í Hveragerði<br />

í samvinnu við Hveragerðisbæ.<br />

Undirbúningur að stækkun og endurbótum<br />

íþróttahúss, sem hýsa mun m.a.<br />

fyrirhugaða fimleikaaðstöðu, mun<br />

hefj ast á árinu og nýir heitir pott ar<br />

verða gerðir við sundlaugina í Þorlákshöfn.<br />

Aðstaða á tjaldsvæði verður<br />

bætt enn frekar, s.s. með stækk un á<br />

hreinlætisaðstöðu. Afgirtu hundasleppisvæði<br />

verður komið upp sem<br />

hundaeigendur flestir eiga vonandi<br />

eftir að nýta sér. Markmiðið er að ný<br />

móttöku- og flokkunarstöð verði risin<br />

í Þorlákshöfn fyrir árslok en flestir<br />

geta fallist á það að núverandi aðstaða<br />

er orðin fremur lúin svo ekki sé dýpra<br />

í árinni tekið.<br />

Vegna uppbyggingar í Þorlákshöfn<br />

verður töluverðu fjármagni varið til<br />

uppbyggingar umferðarmannvirkja<br />

auk þess sem bæta á aðgengi gangandi<br />

fólks að Hafnarnesvita og Skötubót.<br />

Ákveðið hefur verið að auka<br />

forða dreifbýlisvatnsveitunnar Berglindar<br />

og verða nýjar holur boraðar<br />

á vestur hluta veitusvæðisins. Þess er<br />

vænst að framkvæmdin muni bæta<br />

afhendingar öryggi veitunnar verulega<br />

frá því sem nú er.<br />

Á árinu var undirritaður samningur<br />

við Lýsi um lokun fiskþurrkunarverksmiðju<br />

félagsins við Unubakka<br />

í Þorlákshöfn. Skipulagt hefur verið<br />

iðnaðarsvæði vestan Þorlákshafnar<br />

og vonir standa til að Starfsemi Lýsis<br />

í Þorlákshöfn verði flutt þangað í<br />

myndarlega aðstöðu. Tekin verður<br />

ákvörðun fyrir lok mars <strong>2017</strong> hvort<br />

af flutningi verður og ef sú verður<br />

niðurstaðan mun sveitarfélagið fjárfesta<br />

í innviðum hins nýja iðnaðarsvæðis,<br />

s.s. götum og veitum.<br />

Verulegar framkvæmdir verða við<br />

höfnina í samstarfi við Vegagerðina.<br />

Vegna ferjusiglinga verður að<br />

byggja upp ferjuramp til viðbótar<br />

við endur bótaframkvæmdina sem<br />

þegar er í gangi. Hafnarsvæði mun<br />

taka einhverj um ásýndarbreytingum<br />

því útbúa þarf afgirt svæði með eftirlitsmyndavélum<br />

til að þjónusta skipið.<br />

Höfnin verður öll dýpkuð í 8 m.,<br />

Norðurvararbryggja rifin og endinn af<br />

gamla sjóvarnagarðinum í innsiglingunni<br />

verður fjarlægður. Með þessu<br />

verður til athafna- og snúningssvæði<br />

fyrir stærri skip og bætt aðstaða fyrir<br />

alla þá umferð sem um höfnina fer.<br />

Miklar vonir eru bundnar við fjölgun<br />

atvinnutækifæra og aukna þjónustu<br />

með eflingu hafnarinnar á næstu árum<br />

en nýtt skipulag er í vinnslu fyrir hafnarsvæðið<br />

og uppland hafnarinnar.<br />

Skuldahlutfallið verður<br />

99%<br />

Allar framkvæmdir síðustu ára hafa<br />

verið fjármagnaðar af eigin fé sveitarfélagsins<br />

og því hafa engin lán verið<br />

tekin sem auka skuldbindingar. Vegna<br />

stórra fjárfestingaráforma á árinu <strong>2017</strong><br />

er gert ráð fyrir því að tekin verði ný<br />

langtímalán að fjárhæð 300 m.kr. Þrátt<br />

fyrir slíka lántöku er gert ráð fyrir því<br />

að skuldahlutfall sveitarfélagsins fari úr<br />

95,9% í 99% og reiknað skuldaviðmið<br />

samkvæmt sveitarstjórnarlögum verði<br />

í lok árs <strong>2017</strong> 89,6%. Slík niðurstaða er<br />

vel innan þeirra opinberu marka sem<br />

sett eru en lögboðið hámark er 150%.<br />

Á næstu árum er svo áætlað að skuldaviðmiðið<br />

lækki ár frá ári.<br />

Áframhaldandi öflugur<br />

rekstur og björt framtíð<br />

Almennt er ekki gert ráð fyrir verulegum<br />

breytingum á rekstri sveitarfélagsins<br />

á árinu <strong>2017</strong> samanborið við<br />

fyrra ár. Helstu sjáanlegar breytingar<br />

eru aukin umsvif í rekstri hafnarinnar<br />

með tilkomu Mykines, ferju Smyrilline<br />

cargo. Áfram verður áhersla lögð<br />

á kynningarmál, viðhald fasteigna og<br />

umhverfismál í Þorlákshöfn sem vel<br />

tókst til með árið 2016. Undirbúningur<br />

Unglingalandsmóts 2018 verður<br />

áfram í öndvegi og er þess að vænta<br />

að mótssvæðið verði allt hið glæsilegasta<br />

en undirbúningur í tíma er ákaflega<br />

mikilvægur svo vel til takist. Ný<br />

heima síða sveitarfélagsins verður tekin<br />

í gagnið í byrjun árs en með henni<br />

mun t.a.m. rafræn stjórnsýsla eflast.<br />

Skv. þriggja ára áætlun 2018-2020 er<br />

áhersla lögð á uppbyggingu innviða,<br />

s.s. gatna og veitna. Kemur það til<br />

vegna uppbyggingar á iðnaðarsvæðum<br />

í Þorlákshöfn og eins vegna eflingar<br />

dreifbýlisvatnsveitunnar Berglindar.<br />

Leiksvæði í Búðahverfi verður klárað<br />

2018, unnið verður að bættri ásýnd<br />

við innkomu í bæinn, settir verða<br />

upp strandblakvellir og unnið verður<br />

að aðstöðusköpun fyrir Unglingalandsmót<br />

2018. Áfram verður fjárfest<br />

í leikskólum í Hveragerði. Áætlað er<br />

að fullklára viðbyggingu við íþróttahúsið<br />

en samhliða stækkuninni verður<br />

loftræsting og lýsing í íþróttahúsi<br />

bætt. Ný aðstaða verður með áherslu<br />

á fimleika en farið verður vandlega<br />

yfir þarfagreiningu í samstarfi við<br />

íþrótta félögin í hönnunarferlinu. Bætt<br />

aðstaða mun fjölga tímum í íþróttahúsinu<br />

fyrir iðkendur allra deilda. Framkvæmdin<br />

mun eiga sér stað á árunum<br />

<strong>2017</strong> og 2018 ef áætlunin gengur eftir.<br />

Haldið verður áfram með endurbætur<br />

hafnarinnar en gert er ráð fyrir því að<br />

ný stálþil verði sett við Svartaskers- og<br />

Suðurvararbryggjur á árunum 2018 og<br />

2019.<br />

Grunnstoðir samfélagsins eru sterkar<br />

nú þegar og munu eflast enn frekar á<br />

næstu árum. Okkar sterku innviðir,<br />

s.s. skólar og íþróttaaðstaða og allt það<br />

blómlega starf sem þar fer fram, eiga<br />

eftir að hjálpa mikið til þegar kemur<br />

að ákvarðanatöku einkaaðila um fjárfestingu<br />

í sveitarfélaginu. Á það hvort<br />

tveggja við um uppbyggingu og fjárfestingu<br />

í atvinnutengdri starfsemi og<br />

íbúðarhúsnæði því það er staðreynd að<br />

öflugt samfélag dregur að sér fólk og<br />

fyrirtæki.<br />

Þorlákshöfn í desember 2016.<br />

Gunnsteinn R. Ómarsson, bæjarstjóri.


6<br />

<strong>Bæjarlíf</strong>, brosandi blað – 1. tölublað <strong>2017</strong><br />

olfus.is<br />

Laus er til umsóknar staða leikskólastjóra<br />

í Bergheimum í Þorlákshöfn<br />

Í Bergheimum eru í dag tæplega 90 börn á fimm deildum. Þar er hátt hlutfall leikskólakennara og stöðugleiki hefur verið<br />

í starfsmannahaldi. Leikskólinn er Grænfánaskóli þar sem starfsfólk og börn vinna í sameiningu að umhverfismálum.<br />

Húsnæði leikskólans og aðbúnaður er góður og einstaklega gott útileiksvæði er fyrir börnin. Á síðasta ári vann leikskólinn<br />

fjölmenningarverkefnið „Gaman saman“ þar sem unnið var að því að styrkja samskipti við foreldra barna af<br />

erlendum uppruna. Gott samstarf er við grunnskólann sem er í næsta húsi og einnig nýtur leikskólinn nálægðar við<br />

fjölbreytta og góða íþróttaaðstöðu. Sveitarfélagið Ölfus hefur sinnt skólamálum af miklum metnaði og hlaut á dögunum<br />

viðurkenningu fyrir að styðja vel við starfsfólk í leikskólakennaranámi. Mikilvægt er að leikskólastjóri sé tilbúinn að<br />

viðhalda þeim jákvæða og góða skólabrag sem hefur einkennt starf leikskólans. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi<br />

sem býr yfir þekkingu og skýrri sýn á leikskólastarf og veitir faglega forystu til framtíðar þar sem tekið er tillit til<br />

mismunandi þarfa, áhuga og getu barna. Gott samstarf er við aðra leikskóla í Árnesþingi m.a. með samráðsfundum<br />

leikskólastjóra.<br />

Meginhlutverk leikskólastjóra er að:<br />

• Vera faglegur leiðtogi og móta framtíðarsýn<br />

í samræmi við skólastefnu<br />

sveitarfélagsins, aðalnámskrá leikskóla<br />

og lög um leikskóla.<br />

• Stýra og bera ábyrgð á rekstri og<br />

daglegri starfsemi leikskólans.<br />

• Bera ábyrgð á starfsmannamálum s.s.<br />

ráðningum, starfsþróun og vinnutilhögun.<br />

• Bera ábyrgð á samstarfi við aðila<br />

skólasamfélagsins.<br />

Menntunar- og hæfniskröfur<br />

• Leyfisbréf sem leikskólakennari og<br />

kennslur eynsla í leikskóla.<br />

• Viðbótarmenntun í stjórnun<br />

menntastofn ana og reynsla af stjórnun<br />

æskileg.<br />

• Góðir skipulagshæfileikar og færni í<br />

áætlana gerð og fjármálastjórnun.<br />

• Færni í starfsmannastjórnun.<br />

• Lipurð og hæfni í samskiptum.<br />

• Sveigjanleiki, víðsýni og áhugi á<br />

þróunarstarfi.<br />

Með umsókn skulu fylgja nöfn tveggja umsagnaraðila sem og greinargerð um störf, menntun og stjórnunarreynslu<br />

umsækjanda. Einnig komi fram hugmyndir hans um leikskólastarf og hvernig hann sér starfsemi leikskólans Bergheima<br />

undir sinni stjórn. Tilgreina skal þau verkefni sem viðkomandi hefur unnið að og varpað geta ljósi á færni hans<br />

til að sinna starfi leikskólastjóra.<br />

Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. mars <strong>2017</strong> eða eftir samkomulagi. Umsækjendur skili inn umsókn á netfangið<br />

gunnsteinn@olfus.is fyrir þriðjudaginn 24. <strong>janúar</strong> <strong>2017</strong>. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um.<br />

Laun eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og launanefndar sveitarfélaga<br />

Nánari upplýsingar um starfið veita Gunnsteinn R. Ómarsson bæjarstjóri, gunnsteinn@olfus.is, og Guðni Pétursson<br />

bæjarritari, gudni@olfus.is, s: 480-3800


<strong>Bæjarlíf</strong>, brosandi blað – 1. tölublað <strong>2017</strong><br />

7<br />

Eins og venja er verður feðrum og<br />

öfum boðið í þorramat á bóndadaginn<br />

20. <strong>janúar</strong>. Maturinn hefst kl. 11.30<br />

væri gaman að sjá sem flesta. Í boði er<br />

allur almennur þorramatur m.a hákarl,<br />

slátur, harðfiskur og fleira. Börnin búa<br />

sér til þorrahatta til að vera með á þessum<br />

degi. Föstudaginn fyrir konudaginn<br />

verður svo mæðrum og ömmum<br />

boðið í heimsókn.<br />

að taka þátt í þessu verkefni og er upplagt<br />

fyrir fólk að fara með umslögin af<br />

jólakortunum í Pósthúsið. Tónlistarskólinn<br />

og Félag eldriborgara halda<br />

áfram að koma í sínar mánaðarlegu<br />

heimsóknir.<br />

Með nýárskveðju<br />

Dagný aðstoðarleikskólastjóri<br />

Bergheimalíf<br />

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það<br />

gamla.<br />

Árið 2016 er liðið og nýtt ár <strong>2017</strong> er<br />

gengið í garð, sem verður vonandi jafn<br />

fjölbreytt og skemmtilegt ár og það<br />

síðasta í Bergheimum. Í <strong>janúar</strong> eru<br />

fast ar venjur eins og foreldraviðtalsdagur<br />

er þriðjudaginn 17. <strong>janúar</strong> og þá<br />

mæta foreldrar í foreldraviðtal á fyrirfram<br />

gefnum tíma sem deildarstjóri<br />

er búin að úthluta hverjum og einum.<br />

Miðviku daginn 18. <strong>janúar</strong> er starfsdagur<br />

án nemenda, á þessum starfsdegi<br />

fara allir kennarar og leiðbeinendur á<br />

hin ýmsu námskeið.<br />

Margrét Thorarensen lét að stöfum<br />

núna í desember, Magga eins og hún<br />

er alltaf kölluð var búin að vinna í<br />

Bergheimum í næstum 19 ár og síðast<br />

á Álfaheimum. Við þökkum Möggu<br />

fyrir gott samstarf á þessum árum og<br />

óskum henni velfarnaðar í framtíðinni.<br />

Þau verkefni sem voru í gangi fyrir jól<br />

halda áfram núna eftir jól, meðal annars<br />

að safna frímerkjum og fara með<br />

þau á pósthúsið. En Pósturinn sendur<br />

þau áfram í flokkun og gerir úr þeim<br />

verðmæti sem eru notuð til þess að<br />

hjálpa fátækum börnum og fullorðnum<br />

í Afríku. Hvet ég alla íbúa Ölfuss til<br />

FAGFORM<br />

SKILTAGERÐ<br />

Söfnun jólatrjáa í Þorlákshöfn<br />

olfus.is<br />

Dagana 10. og 11. <strong>janúar</strong> munu starfsmenn<br />

Þjónustu miðstöðvar annast hirðingu jólatrjáa í<br />

bænum. Þeir bæjarbúar sem vilja nýta sér<br />

þessa þjónustu eru vinsamlega beðnir um að<br />

setja jólatrén út fyrir lóðar mörk fyrir þann tíma<br />

og ganga þannig frá þeim að þau geti ekki<br />

fokið og valdið tjóni.<br />

Einnig geta íbúar losað sig við jólatrén á<br />

gámasvæði Sveitarfélagsins Ölfuss á opnunartíma.<br />

Flugeldar – Hreinsun og förgun<br />

Mikið rusl fellur til um áramót þegar tonnum af<br />

flugeldum er skotið á loft. Við hvetjum íbúa til<br />

að sýna gott fordæmi og hreinsa upp eftir sig<br />

og koma í förgun á gámasvæði Sveitarfélagsins.<br />

Ef sem flestir gefa sér tíma í það á nýja<br />

árinu að fegra nærumhverfi sitt og aðstoða þá<br />

komum við bænum í gott horf fljótt og örugglega<br />

að áramótunum liðnum.<br />

Frá þrettándagleði <strong>2017</strong>. KÓS.<br />

Davíð Halldórsson umhverfisstjóri


8 <strong>Bæjarlíf</strong>, brosandi blað – 1. tölublað <strong>2017</strong> SÍMI<br />

PIZZERIA<br />

GRILL | BAR<br />

HEIMILISMATUR<br />

Í HÁDEGINU<br />

Selvogsbraut 41 | 815 Þorlákshöfn<br />

483 5950 / 892 2207<br />

OPIÐ<br />

ALLA DAGA<br />

frá kl. 11:30 - 21:00<br />

YFIRHEYRSLAN<br />

Tölvuviðgerðir<br />

7. Hvað fær þig til að hlægja?<br />

Ég hef einfaldan smekk og er<br />

ekki vaxin upp úr prumpu og<br />

kúkabröndurum missi mig enn<br />

yfir þeim. (sbr. Brúnegg beint frá<br />

bónda í áramótaskaipinu )<br />

Sími 483 3993<br />

Hrönn Guðmundsdóttir<br />

1. Hvernig ertu núna?<br />

Bara góð, ef ég væri betri þá væri ég<br />

verri!<br />

2. Hvað er það fyndnasta sem þú<br />

hefur lent í?<br />

Það er þegar ég sagði no thank you<br />

við heyrnalausa sölumanninn.<br />

3. Hvað myndir þú aldrei gera?<br />

Kjósa sjálfstæðisflokkinn.<br />

4. Uppáhalds staður?<br />

Unaðsreiturinn okkar upp á fjalli.<br />

Þorlákshöfn blasir við og ég get fylgst<br />

með lífinu þar í gegnum kíki.<br />

5. Í hvern hringir þú oftast<br />

og af hverju?<br />

Í systir mína oft til að blása og fjasa<br />

yfir fólkinu okkar.<br />

6. Skór eða skartgripir og af hverju?<br />

Eiginlega hvorugt kaupi skóg ef ég<br />

nauðsinlega þarf og nota oft skó sem<br />

aðrir eru búnir að ganga til. Ég hef<br />

einu sinni keypt mér hálsmen og<br />

týndi því fljótlega.<br />

8. Uppáhaldshlutur?<br />

Flóra Íslands eftir Eggert Pétursson<br />

algjört listaverk.<br />

9. Neyðarlegasta augnablikið?<br />

Þegar ég fékk þýskan unglingspilt<br />

ofan í sundbolinn minn um<br />

leið og ég lenti í lauginni eftir<br />

góða salibunu í sundrennibraut<br />

um árið og var alveg í tætlum<br />

þegar ég skjögraði upp úr lauginni<br />

;) veit ekki hvort strákgreyið<br />

er búin að jafna sig..<br />

10. Hefurðu hent einhverju sem<br />

þú sérð rosalega eftir?<br />

Nei það er aðal löstur minn ég<br />

hendi aldrei neinu. Þú getur<br />

spurt Höbbu dóttur mína ;)<br />

Ég skora á Hákon Hjartarson að<br />

svara næst<br />

<strong>Bæjarlíf</strong> þakkar<br />

Hrönn Guðmundsdóttur<br />

fyrir þátttökuna.<br />

Raflagnateikningar og tölvuviðgerðir<br />

VELKOMIN<br />

Í ÍÞRÓTTA-<br />

MIÐSTÖÐINA<br />

Í ÞORLÁKSHÖFN<br />

SÍMI 480 3890<br />

Eru meindýrin að angra þig?<br />

Sími:<br />

892-0502<br />

Gunnar Þór Hjaltason<br />

meindýraeyðir, Bjarnastöðum Ölfusi<br />

<strong>Bæjarlíf</strong><br />

brosandi blað!<br />

<strong>Bæjarlíf</strong> – óháð blað frá 2001<br />

Ritstjórn og ábyrgð:<br />

Róbert Karl Ingimundarson; robert@baejarlif.net<br />

Stefán Þorleifsson; stebbi@baejarlif.net<br />

Útgefandi: RS-útgáfan<br />

Heimasíða: www.baejarlif.net<br />

Netfang: baejarlif@gmail.com<br />

Blaðinu er dreift ókeypis á öll heimili<br />

Sveitar félagsins Ölfuss. Upplag: 1000 eintök.<br />

Skilafrestur í næsta blað:<br />

Fös. 27. <strong>janúar</strong> <strong>2017</strong><br />

Útgáfudagur:<br />

Mið. 1. febrúar<br />

baejarlif@gmail.com

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!