11.11.2018 Views

Baejarlif nóvember 2018

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Bæjarlíf, brosandi blað – 9. tölublað <strong>2018</strong><br />

5<br />

9ufréttir<br />

Konukvöld var á 9-unni 19. október 30<br />

konur tóku þátt í gleðinni<br />

Við tókum slátur 23. október það lukkaðist<br />

mjög vel enda konur með mikla<br />

reynslu í þeim efnum<br />

Karlakótilettukvöld var haldið 9. nóv<br />

um 40 karlmenn sóttu þá átveislu<br />

Litlu jólin verða á 9-unni 30. nóv kl.<br />

12.<br />

Félagsvist er spiluð öll mánudagskvöld<br />

til og með 26. nóv jólabingó verður 3.<br />

des<br />

Kortagerð er á mánudögum, handavinnukaffi<br />

og spil á þriðjudögum,<br />

stólaleikfimi, Boccia og karlarabb<br />

á miðviku dögum, djákni les<br />

framhalds sögu á fimmtudögum ásamt<br />

fleiru skemmtilegu sem fram fer í<br />

félagsstarfinu stundartöflu með öllum<br />

dagkrárliðum má finna á olfus.is<br />

Hinn árlegi jólabasar verður á dagdvölinni<br />

fimmtudaginn 6. des kl.09:00-<br />

11:30 heitt súkkulaði og smákökur.<br />

Sigrún forstöðukona<br />

Október leið alveg jafn hratt og aðrir<br />

mánuðir hér í leikskólanum því nóg<br />

er að gera alla daga. Allt starfsfólk<br />

Bergheima fór á Haustþing leikskólastarfsfólks<br />

á Suðurlandi og sat þar<br />

á flottum fyrirlestrum. Má þar nefna<br />

t.d. „Einfaldara líf “, „Hvar er leikurinn<br />

í forgangsröðinni“ og „Sól, tungl og<br />

stjörnur fyrir unga sem aldna“<br />

Í október fengum við góða gesti í<br />

heimsókn, fulltrúar frá Brunavörnum<br />

Árnessýslu þeir Guðmundur og Halldór<br />

komu og kynntu fyrir elstu börnum<br />

leikskólans verkefnið Eldvarnir<br />

í leikskólanum. Markmiðið með þessu<br />

samstarfsverkefni EBÍ og slökkviliðanna<br />

er að veita börnunum fyrstu fræðslu<br />

um eldvarnir og stuðla að bættum<br />

eldvörnum bæði í leikskólunum og á<br />

heimilum barnanna. Börnin munu í<br />

vetur fylgjast með hvort allt sé í lagi<br />

í leikskólanum varðandi eldvarnir.<br />

Hjónin Halla og Erlendur frá Félagi<br />

eldriborga komu og lásu fyrir börnin<br />

á Hulduheimum. Sigga tónlistarkennari<br />

kom líka með þær Töru Dís,<br />

Magneu Marlin og Huldu Vöku sem<br />

allar spiluðu á þverflautur fyrir okkur.<br />

Þökkum við þessu góða fólki fyrir komuna.<br />

„Þollóween“ tókst vel hjá okkur og<br />

voru margir sem mættu í búningum.<br />

Uppákoma var í söngstund og voru<br />

það Tröllaheimar sem sýndu leikrit<br />

um Greppikló og síðan var slegið upp<br />

balli með tónlist og diskóljósum.<br />

Elstu börn leikskólans fara í sund einu<br />

sinni í mánuði og er ekki annað að sjá<br />

en að mikil ánægja sé með það. Hefur<br />

þetta verið gert af og til en er núna<br />

komið inn á fast skipulag.<br />

Í <strong>nóvember</strong> lok förum við svo að<br />

huga að jólunum byrja á jólaföndri og<br />

syngja jólalögin, alltaf gaman þegar<br />

kemur að þessum tíma ársins.<br />

Kveðja Elsa aðstoðarleikskólastjóri

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!