Views
1 month ago

Baejarlif nóvember 2018

4 Bæjarlíf, brosandi

4 Bæjarlíf, brosandi blað ÖLVERS-KRONIKA Nýtt starfsár hófst hjá Kiwanisklúbbnum Ölver með stjórnaskiptum 13. október sl. Ingólfur Arnarson, sem hefur stýrt klúbbnum seinasta ár, lét af formensku og við tók Þráinn Jónsson. Klúbbmeðlimir þakka Ingólfi fyrir frábæra vinnu og hlakka komandi starfsárs. vegar í útivistar-dagsferð. Undirritaður var samningur þess efnis með fulltrúum Ölvers, nemendafélagsins og skólastjórnendum. Fyrsta ferðin var svo farin um daginn á myndina „Lof mér að falla“ sem hluti af forvarnarstarfi skólans. Nánari upplýsingar um útlit og innihald kassanas má sjá á: www.jolaskokassi.com eða á Facebook/Kiwanisklúbburinn Ölver. Jóla-skó-kassi HIð árlega styrktarverkefni „Jóla ­skókassi Ölvers“ er að fara af stað. Kassinn er hugsaður sem þægileg einföldun fyrir aðstoðarmenn jólasveinanna þ.e. foreldra, ættingja eða aðstandendur hvað varðar skógjafirnar fyrir börnin. Kassinn inniheldur smápakka/poka með sælgæti og ýmsa smáhluti. Fólk sem hefur áhuga á að leggja þessu góða málefni lið og auðvelda skógjafirnar í leiðinni senda póst á olver.kiwanis@ gmail.com fyrir 4. desember nk. og tilgreina hversu mörg börn eru á heimilinu, (eða hversu marga kassa óskað er eftir) kyn ef vill og aldur. Kassinn verður afhentur fyrir 10. desember. Í haust kom upp sú hugmynd að allur ágóðinn af sölu kassans rynni eitt fast verkefni. Í kjölfarið var ákveðið að veita 8. og 9. bekk Grunnskólans í Þorlákshöfn styrkinn í formi árlegrar nemendaferðar. Tilgangur ferðanna er að stuðla að jákvæðri samveru, upplifun og heilsusamlegu líferni fyrir nemendurna. Til skiptis verður farið í menningarferð annars vegar og hins Jóla-trjáa-sala Jólatrjáasala Kiwanisklúbbsins hefst fyrr í ár en þau undanförnu og verður að auki með óvenjulegum hætti. Kiwanismenn ætla, ásamt Hrönn og Hirti á Læk, að bjóða fjölskyldum að koma og velja sér tré úr skóræktinni þeirra en hún staðsett við gatnamótin hjá Þrengslum til Hveragerðis og verður vel merkt. Mæting er kl. 13:30 laugardaginn 8. desember ef veður leyfir - annars á sama tíma sunnudaginn 9. desember. Áætlaður tími er 2-3 klukkustundir. Þegar allir hafa valið sér fallegt tré verður boðið uppá kaffi, heitt kakó og bakkelsi. Hver veit nema að við hittum jólasveinana úr Geitafelli á leið sinni til byggða. Þeir verða eflaust tilbúnir til að hjálpa fólki að velja falleg tré. ATH! að eingöngu er um furu að velja! Grenitré verða svo seld í Kiwanishúsinu á opnunartíma jólatráasölunnar. Allir sem áhuga hafa á að koma og kynna sér starfsemi klúbbsins er velkomið að mæta á næsta fund sem verður 21. nóvember kl. 20:00 í Kiwanishúsinu eða kynna sér almennt starfsemi Kiwanis á heimasíðu umdæmisins www.kiwanis.is f.h Ölvers, Þórarinn F. Gylfason form. fjáröflunarnefndar Efstu bekkir Grunnskólans í Þorlákshöfn á leið í bíó Til sölu Mjög góður Mercedes Benz Atego 1224 Ekinn 280 þús - árg. 2001 Staðsettur í Þorlákshöfn Pallur: L: 6,0m B: 2,48m Verðhugmynd: Kr. 1.100.000.- Sjón er sögu ríkari Uppl. síma 690-1354 / 695-3200 Bæjarskrifstofur Ölfuss Hafnarbergi 1, sími 480 3800, olfus@olfus.is Opið: 9-12 og 13-16 Elliði Vignisson bæjarstjóri, ellidi@olfus.is Guðni Pétursson bæjarritari, gudni@olfus.is Sigurður Ósmann Jónsson skipulags- og byggingarfulltrúi, sigurdur@olfus.is Katrín Ósk Sigurgeirsdóttir markaðs- og menningarfulltrúi, katrin@olfus.is Bókasafn Sími 480 3830, bokasafn@bokasafn.is Opið alla virka daga frá kl. 12:30 til 17:30 Íbúðir aldraðra Sími 483 3614, Sigrún Theódórsdóttir forstöðukona, sigrunth@olfus.is Þjónustumiðstöð Ölfuss Sími 483 3803 Davíð Halldórsson umhverfisstjóri david@olfus.is Grunnskólinn Sími 480 3850, skolinn@olfus.is Ólína Þorleifsdóttir skólastjóri, olina@olfus.is Leikskólinn Bergheimar Sími 480 3660, leikskóli@olfus.is Dagný Erlendsdóttir leikskólastjóri, dagny@olfus.is Íþróttamiðstöð Ölfuss Sími 480 3890 Ragnar Sigurðsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, ragnar@olfus.is Hafnarvogin Sími 480 3601, hafnarvog@olfus.is Hjörtur Jónsson hafnarstjóri. hjortur@olfus.is olfus.is BERGVERK VÉLSMIÐJA I NÝSMÍÐI I VIÐGERÐIR Unubakki 10-12 . Sími 893 0187 Tónlistarnám og námskeið - fyrir fólk á öllum aldri Örfá laus pláss í: Gítar, bassa, hljómborði og söng. NÝTT (fyrir yngstu kynslóðina) Tónagull - rannsóknargrundað Sími 483 3993 Raflagnateikningar og tölvuviðgerðir tónlistaruppeldi Tónsmiðja Suðurlands er í samvinnu við: Árborg, Ásahrepp, Bláskógabyggð, Flóahrepp, Hrunamannahrepp, Hveragerðisbæ, Rangárþing Eystra, Skeiða- og Gnúpverjahrepp & Sveitarfélagið Ölfus. Nánari upplýsingar og skráning á: www.tonsmidjan.net

Bæjarlíf, brosandi blað – 9. tölublað 2018 5 9ufréttir Konukvöld var á 9-unni 19. október 30 konur tóku þátt í gleðinni Við tókum slátur 23. október það lukkaðist mjög vel enda konur með mikla reynslu í þeim efnum Karlakótilettukvöld var haldið 9. nóv um 40 karlmenn sóttu þá átveislu Litlu jólin verða á 9-unni 30. nóv kl. 12. Félagsvist er spiluð öll mánudagskvöld til og með 26. nóv jólabingó verður 3. des Kortagerð er á mánudögum, handavinnukaffi og spil á þriðjudögum, stólaleikfimi, Boccia og karlarabb á miðviku dögum, djákni les framhalds sögu á fimmtudögum ásamt fleiru skemmtilegu sem fram fer í félagsstarfinu stundartöflu með öllum dagkrárliðum má finna á olfus.is Hinn árlegi jólabasar verður á dagdvölinni fimmtudaginn 6. des kl.09:00- 11:30 heitt súkkulaði og smákökur. Sigrún forstöðukona Október leið alveg jafn hratt og aðrir mánuðir hér í leikskólanum því nóg er að gera alla daga. Allt starfsfólk Bergheima fór á Haustþing leikskólastarfsfólks á Suðurlandi og sat þar á flottum fyrirlestrum. Má þar nefna t.d. „Einfaldara líf “, „Hvar er leikurinn í forgangsröðinni“ og „Sól, tungl og stjörnur fyrir unga sem aldna“ Í október fengum við góða gesti í heimsókn, fulltrúar frá Brunavörnum Árnessýslu þeir Guðmundur og Halldór komu og kynntu fyrir elstu börnum leikskólans verkefnið Eldvarnir í leikskólanum. Markmiðið með þessu samstarfsverkefni EBÍ og slökkviliðanna er að veita börnunum fyrstu fræðslu um eldvarnir og stuðla að bættum eldvörnum bæði í leikskólunum og á heimilum barnanna. Börnin munu í vetur fylgjast með hvort allt sé í lagi í leikskólanum varðandi eldvarnir. Hjónin Halla og Erlendur frá Félagi eldriborga komu og lásu fyrir börnin á Hulduheimum. Sigga tónlistarkennari kom líka með þær Töru Dís, Magneu Marlin og Huldu Vöku sem allar spiluðu á þverflautur fyrir okkur. Þökkum við þessu góða fólki fyrir komuna. „Þollóween“ tókst vel hjá okkur og voru margir sem mættu í búningum. Uppákoma var í söngstund og voru það Tröllaheimar sem sýndu leikrit um Greppikló og síðan var slegið upp balli með tónlist og diskóljósum. Elstu börn leikskólans fara í sund einu sinni í mánuði og er ekki annað að sjá en að mikil ánægja sé með það. Hefur þetta verið gert af og til en er núna komið inn á fast skipulag. Í nóvember lok förum við svo að huga að jólunum byrja á jólaföndri og syngja jólalögin, alltaf gaman þegar kemur að þessum tíma ársins. Kveðja Elsa aðstoðarleikskólastjóri

Bæjarlíf janúar 2017
Aukablað Morgunblaðsins 9. febrúar 2007 - Samtök iðnaðarins
Langtímaviðbrögð við náttúruhamförum - Rannsóknarstofa í barna ...
01_tbl_39_arg_2004 - Hjartavernd
GleðileG jól - Mosfellingur
Smelltu hér til að sækja - Sveitarfélagið Skagafjörður
Sumarlandið - Land og saga
Upplýsingamiðstöðvar - Ferðamálastofa
Á rbók H áskóla Íslan ds 2007 - Háskóli Íslands
Tungutækni skýrsla starfshóps
2. tölublað 2013 - Norðurál
3. tölublað 2013 - Norðurál
13. tölublað, 1. árgangur – 3. nóvember 2011 - Akureyri Vikublað
Árbók Háskóla Íslands 2002 - Háskóli Íslands
6. árgangur - Félag um menntarannsóknir
Sækja efnisskrá (pdf) - Sinfóníuhljómsveit Íslands
Ársskýrsla - Orkustofnun
Sækja efnisskrá - Sinfóníuhljómsveit Íslands
Rit Mógilsár: Fagráðstefna skógræktar - Skógrækt ríkisins
pdf-formi - Orkustofnun
Skipulag, byggingar og hönnun - Land og saga
Tungutækni skýrsla starfshóps