11.05.2020 Views

Krumminn Apríl 2014

Bæjarblað Hveragerðis

Bæjarblað Hveragerðis

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

VIÐTALIÐ

VILLI Í SHELL

Það var í byrjun apríl sem við lögðum leið okkar heim til Villa í Shell sem hafði samþykkt að veita

okkur viðtal. „Ég skal reyna að ljúga einhverju ef ég mögulega get – en viljið þið ekki tertusneið?“ sagði Villi

glaðbeittur þegar við settumst niður við eldhúsborðið og tertunni fylgdi nýmalað og rjúkandi gott kaffi.

Á veggjum eldhússins mátti sjá skemmtilegar myndir af börnum hans en hann á níu börn, 12

barnabörnin og svo á hann þrjú ská barnabarnabörn. „Búinn að ferma 9 stykki! Maður er ríkur…mjög“ segir

Villi og úr andliti hans má lesa hlýju og stolt yfir þessum myndarlega hóp.

Faðir Villa, William E. Roe , er frá Bandaríkjunum en Villi kynntist honum ekki og hefur aldrei komið til

Bandaríkjanna. Þegar Villi hafði loks upp á föður sínum árið 1991 eftir þrotlausa leit síðan hann var ungur

drengur var faðir hans nýlátinn. Föðurfjölskylduna þekkir hann því ekki neitt en hann veit að hann á

systur þar úti sem hann nær ekki sambandi við þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Honum áskotnaðist myndaalbúm úr dánarbúi föður síns og albúminu fylgdi box með ýmsum munum

s.s. medalíum frá föður hans, en hann var liðsforingi á freygátu, og er þetta litla fjársjóðsbox eina

áþreifanlega minningin sem hann á um pabba sinn.

Þrátt fyrir að hafa ekki þekkt föður sinn þá hafði hann mikil áhrif á Villa á uppvaxtarárum hans og

hann geymdi ávallt stóra mynd af honum á náttborðinu sínu. Villi dregur fram boxið umrædda og

myndaalbúmið og sýnir okkur mynd af föður sínum en Villi er sláandi líkur honum og hefur erft dökkt

yfirbragð hans.

Villi varð fyrir einelti út af uppruna sínum og var kallaður ýmsum nöfnum s.s. kanaskítur og „eitt sinn var

ég laminn alveg í köku í skólanum út af því að pabbi minn var Ameríkani“ rifjar Villi upp og hristir höfuðið. En

hann átti góðan stjúpföður sem aðstoðaði hann við að takast á þetta og hjálpaði honum að sættast við

bakgrunn sinn.

Eftir viðtalið var spjallað við eitt barnabarnið á Skype

Gersemarnar frá Ameríku

Sonur minn er í norska hernum og var sendur til

Afganistan

8

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!