11.05.2020 Views

Krumminn júní 2014

Bæjarblað Hveragerðis - Blóm í bæ

Bæjarblað Hveragerðis - Blóm í bæ

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

4. TBL. 1. ÁRG. JÚNÍ <strong>2014</strong> --- DREIFT FRÍTT Á HEIMILI OG FYRIRTÆKI Í HVERAGERÐI OG ÖLFUSI<br />

BLÓM Í BÆ<br />

DAGSKRÁ,<br />

KORT O.FL.<br />

BLS. 11 - 14<br />

ARGH! 0414<br />

Garðyrkju- og<br />

blómasýningin <strong>2014</strong><br />

Hveragerði<br />

27. – 29. <strong>júní</strong><br />

www.blomibae.is<br />

1


www.krumminn.is<br />

krumminn@krumminn.is<br />

BLÓM OG FRIÐUR<br />

Útgefandi: Klettagjá ehf.<br />

Ritstjórar og ábyrgðarmenn:<br />

Hrund Guðmundsdóttir<br />

Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir<br />

Umbrot: Hvergi Slf.<br />

Prentun: Prenttækni<br />

Upplag: 8000 stk.<br />

Próförk: Elísabet M. Nickel Stefánsdóttir<br />

Myndir: Guðmundur Erlingsson og fleira<br />

hæfileikafólk úr Hveragerði<br />

Innsent efni:<br />

Fréttir: frettir@krumminn.is<br />

Aðsendar greinar: krumminn@krumminn.is<br />

Auglýsingar: auglysingar@krumminn.is<br />

<strong>Krumminn</strong> hefur aldrei verið jafn bústinn og fínn enda í hátíðarbúning í tilefni af garðyrkju- og<br />

blómasýningunni Blóm í bæ. Að venju mun bærinn skarta sínu fínasta og það gerir <strong>Krumminn</strong><br />

líka og fá nú enn fleiri að njóta hans þar sem hann er prentaður í 8000 eintökum og dreift á<br />

sýningasvæðinu á hátíðinni.<br />

Blaðið er stútfullt af gagnlegum og skemmtilegum upplýsingum um Blóm í bæ en einnig eru fastir<br />

liðir áfram á sínum stað. Ný viðbót í blaðið er strætósjálfsmyndin þar sem við skyggnumst inn í<br />

heim strætóferðalanga sem bruna fram og til baka með leið 51.<br />

<strong>Krumminn</strong> vill sértaklega þakka ofurkonunum sem hafa hjálpað honum við að bera út blöðin eða<br />

passað ungana. Fullur af ást og þakklæti sendir <strong>Krumminn</strong> þeim konunglega veifu.<br />

Blómstrandi sumarkveðjur<br />

LÍF OG FJÖR<br />

2


Heilsustofnun í Hveragerði<br />

Njóttu nálægðar við náttúruna<br />

í heilsusamlegu umhverfi<br />

Endurhæfing og meðferðir<br />

– Verkjameðferð<br />

– Gigtarendurhæfing<br />

– Krabbameinsendurhæfing<br />

– Öldrunarendurhæfing<br />

– Hjarta, æða- og<br />

lungnaendurhæfing<br />

– Liðskiptaendurhæfing<br />

– Geðendurhæfing<br />

– Streitumeðferð<br />

www.heilsustofnun.is<br />

Á Heilsustofnun NLFÍ býðst þér tækifæri<br />

að efla heilsu þína með fjölbreyttum hætti<br />

í rólegu umhverfi í nálægð við náttúruna.<br />

Við aðstoðum þig við að finna jafnvægi milli álags og hvíldar.<br />

Með einstaklingsmiðaðri endurhæfingu, faglegri þjónustu,<br />

hreyfingu við hæfi, reglulegu og hollu mataræði, góðum<br />

svefnvenjum og andlegu jafnvægi nærð þú árangri að<br />

bættri heilsu. Kannaðu hvað við getum gert fyrir þig.<br />

Heilsustofnun<br />

Náttúrulækningafélags Íslands<br />

Nánari upplýsingar í síma 483 0300<br />

eða á netfangið heilsu@hnlfi.is<br />

3


KRUNK KRUNK<br />

STUTTAR FRÉTTIR FRÁ BÆJARSTJÓRA<br />

Suðið í sláttuorfum berst nú inn um glugga bæjarskrifstofunnar<br />

en nú er unnið hörðum höndum að því að fegra bæinn enda<br />

hefur hann sjaldan litið betur út en nú. Einmuna veðurblíða og<br />

raki hefur síðan gert að verkum að gróður dafnar afar vel.<br />

Garðyrkju- og blómasýningin Blóm í bæ er nú haldin í fimmta<br />

sinn og verður sýningin með glæsilegra móti. Aldrei hafa fleiri<br />

blómaskreytar tekið þátt en um tuttugu innlendir blómaskreytar<br />

munu leggja fram vinnu sína og hugmyndaauðgi en vinna þeirra<br />

er forsenda þess að sýningin er jafn glæsileg og raun ber vitni.<br />

Heiðar Ingi Heiðarsson<br />

lögreglumaður og einn af<br />

eigendum CrossFit Hengill<br />

Hvað ætlarðu að verða þegar þú<br />

verður stór? Held ég verði ekkert stærri<br />

svo ég verð líklega bara í sömu stöðu,<br />

faðir, maki, lögreglumaður og eigandi af<br />

CrossFit Hengli.<br />

Hvað myndir þú gera ef þú mættir<br />

stjórna Íslandi í einn dag? Ég myndi<br />

slá 10 millur af öllum húsnæðislánum<br />

og hafa frían verslunardag í öllum<br />

verslunum, svo þyrfti væntanlega einhver<br />

annar að taka afleiðingunum :)<br />

Hver myndi leika þig ef gerð væri<br />

kvikmynd um þig? Ætli ég verði ekki<br />

bara að vera hógvær og segja Jason<br />

Statham.<br />

CrossFit, skokk eða Zumba? CrossFit<br />

allan daginn.<br />

Hvar sérðu þig eftir fimm ár? Ég<br />

myndi skjóta á að ég verði kominn með 3<br />

barnið og vona bara að lífið leiki jafn vel<br />

mig og mína :)<br />

Hvað ertu hræddur við? No fear.<br />

Fallegasti staðurinn? Hveragerði,<br />

Þórsmörk, Ásbyrgi. Mikið til af fallegum<br />

stöðum.<br />

Hvað gafstu síðast í gjöf? Gaf honum<br />

Þorsteini mínum fjallahjól.<br />

Hverjum myndir þú vilja vera fastur<br />

í lyftu með? Héðni Schindler, myndum<br />

bara redda þessu.<br />

Hvað er það vandræðalegasta sem<br />

hefur komið fyrir þig? Ég man nú bara<br />

ekkert í augnablikinu ;)<br />

Á hvern skorar þú í næstu<br />

yfirheyrslu? Pétur Pétursson stórvin að<br />

tækla þetta.<br />

LandArt er viðbót við sýninguna í ár en um tuttugu erlendir<br />

blómaskreytar frá sex þjóðlöndum munu dvelja hér í nokkra daga<br />

við listsköpun úti í náttúrunni. Verkin vinna þau öll utandyra og<br />

úr náttúrulegu hráefni, steinar, tré, greinar, vatn og hvaðeina sem þeim dettur til hugar verður að<br />

stórkostlegum listaverkum í höndum þessara snillinga sem stundað hafa listsköpun sína víða um<br />

heim. Það verður gaman að sjá hvað þeim dettur til hugar í gljúfri Varmár sem verður vettvangur<br />

þeirra þessa daga.<br />

Á Blómum í bæ gefst stórkostlegt tækifæri til að sjá það besta í heimi garðyrkjunnar, fjöldi aðila<br />

mun kynna hér vörur sína og víða verður hægt að gera góð kaup. Það er líka einstakt að sjá hvernig<br />

bærinn okkar lifnar allur við og mannlífið iðar í görðum og á götum úti.<br />

Bæjarbúar hafa verið hvattir til að taka þátt í sýningunni með ýmsum hætti. Rétt er að minna á<br />

regnbogakökukeppnina og mini-garðana, fjársjóðsleitina og margt annað auk þess sem allir eru<br />

hvattir til að taka fram blómlegu fötin sín og skarta þeim á sýningunni en með því móti getum við<br />

hvert um sig sett okkar mark á svæðið.<br />

Á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar skiptu bæjarfulltrúar með sér verkum og verður Eyþór H. Ólafsson,<br />

forseti bæjarstjórnar og Unnur Þormóðsdóttir formaður bæjarráðs. D-listinn hefur haft þann háttinn<br />

á að árlega er skipt um mannskap í helstu embættum og mun það verða gert áfram. Teljum við<br />

þetta góðan sið sem gefist hefur vel.<br />

Starfshópur sem undirbúa á stofnun öldungaráðs í bæjarfélaginu var einnig skipaður valinkunnum<br />

einstaklingum á þessum fundi. Vonir standa til að öldungaráð geti tekið til starfa á haustmánuðum.<br />

Bryddað hefur verið upp á nýjung varðandi elstu börn leikskólanna sem nú geta valið um að<br />

dvelja í sumarfrístund frá lokum sumarfrís leikskólanna til skólabyrjunar í haust í stað þess að fara<br />

aftur í leikskólann. Við höfum trú á því að margir muni velja þennan valkost sem bæði gefur elstu<br />

börnunum aukna tilbreytingu en gefur jafnframt möguleika á því að allra yngstu börnin geti hafið<br />

leikskóladvöl örlítið fyrr en ella hefði orðið.<br />

Í lokin vil ég þakka innilega góðan stuðning í sveitarstjórnarkosningunum og það tækifæri sem mér<br />

hefur verið gefið til að starfa áfram sem bæjarstjóri hér í Hveragerði. Hér eru möguleikar á hverju strái<br />

og verkefnin næg. Það verður spennandi að takast á við starfið framundan í góðu samstarfi við alla<br />

bæjarbúa.<br />

Með sumarkveðju<br />

Aldís Hafsteinsdóttir<br />

HRINGIÐA<br />

Margmiðlunar innsetning um mörk<br />

Listamenn frá Íslandi, Finnlandi og Eistlandi<br />

Vítamín N fyrir náttúru<br />

Verðlaunað útskriftarverkefni í hönnun<br />

Ég er Ísland - Suðurland í mannsmynd<br />

Fimm örmyndir um skapandi fólk í Árnessýslu<br />

Opnunartími:<br />

alla daga kl. 12-18<br />

4


Harðgerð tré og runnar fyrir garða og skógrækt<br />

Úrval dekurplantna:<br />

| Alparósir<br />

| Klifurplöntur<br />

| Rósir<br />

| Sígrænir runnar<br />

| Ávaxtatré<br />

| Berjarunnar<br />

© Páll Jökull 2012<br />

Opið kl. 10:00 - 19:00 frá sumardeginum fyrsta og fram á haust.<br />

Sími 483 4840 | GSM 698 4840<br />

Heimasíða: www.natthagi.is<br />

Netfang: natthagi@centrum.is<br />

Ólafur Njálsson garðyrkjusérfræðingur<br />

5


HEYRST<br />

HEFUR…<br />

að frambjóðendur séu nú í detox og í<br />

allskonar kúrum<br />

að dyravörðurinn á Hótel Örk sé bara hress<br />

að foreldrar hafi troðist við sviðið á<br />

Pollapönkinu á Óskalandi<br />

að Hvergerðingar keppist nú um að reita<br />

arfa og snyrta garða fyrir garðaverðlaunin<br />

að nokkrar hraðahindranir hafi nú farið til<br />

himna<br />

að starfsfólk á Ási hafi skellt sér í óvissuferð<br />

í Hveragerði<br />

að ákveðnar kökur í Hverabakarí hafi sært<br />

blygðunarkennd fólks á visir.is<br />

að blómakjólar í anda Elísabetar<br />

drottningar verði í hátískunni á Blóm í bæ<br />

að svakalega frægur danskur kokkur hafi<br />

komið til Almars en engin man hvað hún<br />

heitir<br />

að Gísli glóðarauga hafi fengið allt dótið sitt<br />

til baka<br />

að HM í fótbolta standi nú sem hæst og<br />

menn standi ekki uppúr sófanum svo<br />

dögum skipti og sumir fari ekki í bað eða<br />

skipti um sokka fyrr en keppninni lýkur<br />

að á botninum á sundlauginni í Laugaskarði<br />

standi nú NÝMÁLAÐ<br />

að krumpugallar úr Álnavörubúðinni hafi<br />

aldrei verið vinsælli<br />

að frambjóðendur af öllum flokkum hafi<br />

mætt á kvennakvöld D-listans og allir fóru<br />

langt út fyrir þægindarammann með Sirrý<br />

að ökumenn verði alveg áttavilltir þegar<br />

þeir koma inn í Skiltagerði þegar beygt er<br />

úr hringtorginu<br />

að höfuðborgarbúar fjölmenni í ratleiki í<br />

Hveragerði í hverri viku og þurfa oftar en<br />

ekki hjálp bæjarbúa til að rata til baka<br />

að hurðirnar á volvoinum hennar Aldísar<br />

séu stórhættulegar ókunnugum<br />

að Samfylkingin eigi ekki fánastangirnar<br />

fyrir utan Café Rós<br />

að flottasta pútnahús landsins rísi nú í<br />

Hveramörk<br />

að eldri borgarar fengu nóg af Landnámu í<br />

rútuferðinni og fóru að segja dónabrandara<br />

að bæjarbúar hafa beðið veðurguðina um<br />

sól og sumar á Blóm í bæ<br />

HVER ERUÐ ÞIÐ?<br />

Guðbrandur, tveggja ára músaveiðari.<br />

Mínerva Marteinsdóttir, tveggja og hálfs árs nemi við Leikskólann Óskaland<br />

Guðrún Eva Mínervudóttir, 38 ára rithöfundur<br />

Marteinn Þórsson 46 ára, kvikmyndagerðarmaður og ráðgjafi.<br />

Helstu áhugamál?<br />

Fjölskyldan, starfið og framkvæmdir í risastóra garðinum okkar<br />

Hvað er langt síðan þið fluttuð til Hveragerðis?<br />

Við fluttum hingað í desember 2012.<br />

Hvar bjuggu þið áður og hvers saknið þið mest þaðan?<br />

Við Lindargötu í Reykjavík og síðan beint fyrir ofan Hjálpræðisherinn í Garðastræti í níu mánuði,<br />

vegna þess að Gísli Einarsson vinur okkar var svo yndislegur að lána okkur íbúðina sína á meðan<br />

við vorum að gera upp húsið við Laufskóga. Við söknum einskis nema vina og fjölskyldu, en samt<br />

ekki einu sinni þeirra því fólk er svo duglegt að heimsækja okkur og sumir hafa jafnvel gengið<br />

svo langt að kaupa sér líka hús í Hveragerði. Þeir sem ekki hafa elt okkur hingað eru flestir að<br />

velta því fyrir sér. Við erum greinilega fínir sendiherrar fyrir okkar nýju heimabyggð.<br />

Af hverju Hveragerði?<br />

Vegna þess að hér er friður, logn, mátulega sérvitur stemning og reglulegar strætóferðir til<br />

Reykjavíkur<br />

Mikilvægast í lífinu?<br />

Ástin og gleðin, en ekki hvað?<br />

Opnar föstudaginn 27. <strong>júní</strong> klukkan 12.00<br />

6


7


VELKOMIN Í HEIMINN<br />

Erika Berglind Jónsdóttir<br />

Fæðingardagur: 10. desember 2013<br />

Foreldrar: Dagmar Björk Heimisdóttir<br />

og Jón Ingi Jónsson<br />

Fæðingarþyngd: 3630 gr<br />

Lengd: 52 cm<br />

Magnús Helgi Auðarson<br />

Fæðingardagur: 1. desember 2013<br />

Móðir: Auður Guðbrandsdóttir<br />

Fæðingarþyngd: 3830 gr<br />

Lengd: 51 cm<br />

GUÐNI MÁR HENNINGSSON OG MARIA LEBEDEVA SÝNA Í HVERAGERÐI<br />

Hjónin Maria Lebedeva og útvarpsmaðurinn góðkunni Guðni Már<br />

Henningsson voru með myndlistarsýningu á Bókasafninu í Hveragerði<br />

í maí sl. Maria er fædd í Rússlandi og hefur málað um árabil og haldið<br />

sýningar í heimalandi sínu en þetta var fyrsta sýning hennar hér á<br />

Íslandi og fyrsta sýningin hans Guðna Más. „Ég málaði aðeins fyrir<br />

tuttugu árum síðan en hætti svo alveg. Maria var búin að tuða í mér að<br />

fara að mála og ég ákvað að gera eina mynd“ sagði Guðni sem hefur<br />

skrifað ljóð og texta bæði fyrir sig og aðra frá því hann var unglingur.<br />

Þessi eina mynd sem Guðni málaði á vormánuðum reyndist örlagarík<br />

og nú hefur Guðni Már ekki undan að mála.<br />

<strong>Krumminn</strong> hitti hjónin á bókasafninu en þau voru þar stödd ásamt<br />

Páli Þór Engilbjartssyni sem býr í Hveragerði og er sjálfskipaður<br />

umboðsmaður þeirra. „Ég málaði þessa einu mynd og setti hana inn á<br />

netið (Facebook) og sagði: Hún er til sölu í 5 mínútur og ef hún selst ekki<br />

þá fer hún inn í skáp. Eftir 5 mínútur sagði ég: Jæja, nú er hún farin. Þá fékk<br />

ég skilaboð frá þessum heiðursmanni (bendir á Pál). Þú setur hana ekkert<br />

inn í skáp. Ég skal kaupa hana af þér. Viltu ekki skipta? Jú, jú segi ég, alveg<br />

sjálfsagt maður. Þá sagði hann: Ég er með tvö kíló af skötusel. Og ég var<br />

fljótur að reikna – skötuselur kostar eitthvað 2400 krónur út í búð. Já, þetta<br />

er ekkert mál!“.<br />

Á þessum tímapunkti þekktust Guðni Már og Páll ekki neitt en Páll<br />

fékk myndina sína og Guðni Már fékk skötusel og poka fullan af<br />

allskyns fiskmeti. Stuttu síðar fór boltinn að rúlla af alvöru þegar Páll<br />

sendir Guðna skilaboð þess efnis að hann sé búinn að koma á sýningu<br />

í Bókasafninu í Hveragerði. Páll er atorkusamur maður og lét ekki<br />

staðar numið við þessa einu sýningu því Guðni Már og Maria eru nú<br />

einnig með sýningu á Heilsustofnun í Hveragerði og á Gallerí Hvítá í<br />

Borgarfirði – allt fyrir tilstuðlan Páls.<br />

Myndirnar þeirra eru skemmtilega ólíkar en á myndum Guðna Más,<br />

sem m.a. túlka Miklahvell og Guðspjöllin, má finna ljóð og texta eftir<br />

hann á köntum hvers málverks. Ævintýraljómi hylur myndirnar hennar<br />

Mariu sem sækir innblástur í æskuna og minningarbrot úr gömlum<br />

ævintýrum sem hún las þegar hún var lítil.<br />

Það var skemmtileg tilviljun að Guðni Már skyldi hefja sinn<br />

myndlistarferil hér í Hveragerði því bærinn hefur verið honum<br />

hugleikinn um árabil. „Mig hefur dreymt um að búa í Hveragerði síðan ég<br />

var unglingur. Ég hef alltaf lesið voða mikið. Og ég var alltaf að lesa um<br />

þessi stórskáld og alla þessa fínu karla sem bjuggu í Hveragerði. Í mínum<br />

huga voru þetta bara listamenn sem bjuggu hérna og eru ennþá. Amma<br />

mín fór oft með mig á Laugarvatn á sumrin og mér fannst flottast að<br />

stoppa hér. Og síðan hefur mig hreinlega langað til að búa hérna“ segir<br />

listamaðurinn Guðni Már Henningsson.<br />

ALDÍS HAFSTEINSDÓTTIR ÁFRAM BÆJARSTJÓRI<br />

Í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum hlaut D-listi<br />

Sjálfstæðismanna 58,5% atkvæða og fékk fjóra fulltrúa kjörna og hefja<br />

þar með sitt þriðja kjörtímabil með hreinan meirihluta.<br />

Aldís Hafsteinsdóttir mun áfram gegna starfi bæjarstjóra Hveragerðis.<br />

Samfylkingin fékk 27,8% atkvæða og tvo menn kjörna og Framsókn<br />

fékk 13,7% atkvæða og einn mann kjörin.<br />

Bæjarfulltrúar Hveragerðis eru þau Ninna Sif Svavarsdóttir D-lista,<br />

Eyþór H. Ólafsson D-lista, Unnur Þormóðsdóttir D-lista, Aldís<br />

Hafsteinsdóttir D-lista, Njörður Sigurðsson S-lista, Viktoría Sif<br />

Kristinsdóttir S-lista og Garðar Rúnar Árnason B-lista.<br />

Þegar prestur, verkfræðingur, hjúkrunarfræðingur, bæjarstjóri,<br />

sagnfræðingur og tveir kennarar eru samankomnir þá hlýtur eitthvað<br />

stórkostlegt að gerast! <strong>Krumminn</strong> óskar nýrri bæjarstjórn velfarnaðar.<br />

Áfram Hveragerði.<br />

ÖRYGGISDAGUR Á ÓSKALANDI<br />

Fimmtudaginn 22. maí sl. var árlegur öryggisdagur á leikskólanum<br />

Óskalandi. Lögregla, sjúkralið og slökkvilið komu í heimsókn og<br />

fræddu börnin um öryggi í umferðinni. Börnin fengu að spreyta sig á<br />

að sprauta úr brunaslöngunni og skemmtu sér konunglega.<br />

Leikskólinn sendir þessum aðilum bestu þakkir fyrir heimsóknina.<br />

8


siminn.is<br />

ENNEMM / NM63188<br />

Taktu HM með í sumarfríið<br />

Með snjalltæki og Sjónvarp Símans appinu geturðu horft á útsendingar<br />

frá HM í fótbolta hvar sem er á 3G/4G neti Símans.<br />

Vertu í sterkara sambandi - Síminn<br />

9


SELFIE Í STRÆTÓ - HALLDÓRA G. STEINDÓRSDÓTTIR<br />

Af hverju ferðast þú með strætó?<br />

Ég nota strætó til að ferðast til og frá vinnu en ég vinn í höfuðstöðvum Landsbankans sem eru<br />

í miðborg Reykjavíkur. Ég nota strætó eins mikið og ég get eða um 4-5 sinnum í viku.<br />

Hvernig styttir þú þér stundir í strætó? Strætó tíminn er sá tími dagsins sem ég slaka oftast<br />

mest á; ég er ein, það er ekki hægt að drífa sig og ég er með stóran snjallsíma sem er mikið<br />

notaður ì strætó hvort sem það er við að hlusta á tónlist, svara tölvupósti, lesa, fara á Facebook<br />

eða jafnvel horfa á sjónvarpið. En þegar mikið er að gera tek ég fartölvu með og vinn á<br />

ferðalaginu.<br />

Eftirminnilegasta strætóferðin? Það eru eftirminnilegustu spjöllin. Það kemur fyrir að strætó<br />

er pakkfullur og maður fær sessunaut, sem stundum hefur orðið til skemmtilegra viðkynninga<br />

og ég hef kynnst fólki sem sækir hin ýmsu störf í Reykjavík, svo sem hjá Sinfóníunni, Íslenskri<br />

erfðagreiningu og flugfélaginu Atlanta. Það er versta er að ég man ekki alltaf eftir að spyrja til<br />

nafns.<br />

Tekur þú alltaf selfie í strætó? Nei, er þetta áskorun?<br />

UNICEF-HREYFING<br />

Grunnskólinn í Hveragerði tók þátt í UNICEF-hreyfingunni nú á vordögum. Krakkarnir voru<br />

óskaplega dugleg að safna áheitum fyrir hlaupið. Þegar hlaupadagurinn rann upp lögðu allir<br />

sem einn allt í hlaupin en nemendur hlupu eins marga 400 m hringi og þau gátu á 20 mínútum.<br />

Það er gaman að segja frá því að nemendur skólans hlupu samtals um 580 kílómetra. Það væri<br />

eins og þau hefðu hlaupið frá Hveragerði og að Ásbyrgi. Upphæðin sem þau söfnuðu varð<br />

samtals 397.206 kr. sem rennur óskipt til UNICEF samtakanna á Íslandi. Fyrir þennan pening gætu<br />

t.d. um 600 börn haldið áfram skólagöngu sinni við neyðaraðstæður. Við vitum að þessi peningur<br />

kemur sér virkilega vel fyrir UNICEF og mörg þurfandi börn víða um heim munu njóta góðs af<br />

þessu framlagi frá nemendum skólans.<br />

Sigurbjörg Hafsteinsdóttir<br />

10


BLÓMABÖRNIN Í BLÓM Í BÆ<br />

Við mæltum okkur mót við framkvæmdastjóra og verkefnastjóra<br />

garðyrkju- og blómasýningarinnar Blóm í bæ. Elínborg María Ólafsdóttir<br />

stýrir framkvæmdinni í þriðja sinn en Ari Eggertsson kemur að<br />

verkefnastjórn í fyrsta skipti. Eins og gefur að skilja þá er í nógu að<br />

snúast þessa síðustu daga. Við komum okkur vel fyrir í skálanum við<br />

Hverasvæðið en viðtalið var varla farið af stað þegar farsími byrjar að<br />

hringja. „Svona verður þetta allt viðtalið“ sagði Ari um leið og hann<br />

svarar kátur í símann. Þó annríkið sé mikið þá er andrúmsloftið létt og<br />

greinilegt að samstarfið gengur vel þrátt fyrir einstaka árekstra í orðsins<br />

fyllstu merkingu, en Ari náði að stuða aðeins bílinn hennar Elínborgar<br />

rétt fyrir viðtalið.<br />

Okkur lék forvitni á að vita eitthvað um þau sjálf og Elínborg reið á<br />

vaðið. „Ég er fædd og uppalin í Hveragerði, foreldrarnir líka svo ræturnar<br />

ná alveg niður í botn. Er gift Gísla Runólfssyni og við eigum þrjú börn.<br />

Gengum í skóla hér bæði og fluttum bæði úr foreldrahúsum og beint í okkar<br />

hús“ segir Elínborg og hlær. Hún stundaði nám í Viðburðastjórnun frá<br />

Háskólanum á Hólum sem kemur sér vel í þessu umfangsmikla verkefni,<br />

hefur brennandi áhuga á pólitík og þeir sem þekkja til Elínborgar vita að<br />

hún er alltaf með eitthvað á prjónunum. „Ef ég er ekki að plana partý eða<br />

í partý þá reyni ég að nota aukatímann með fjölskyldunni. Fjölskyldan, vinir<br />

og að ferðast. Sumrin eru bara ferðalög. Fellhýsið og úti í náttúrunni“ segir<br />

Elínborg kát.<br />

Þá er komið að Ara. „Ég er fæddur í Svíþjóð, alinn upp í Reykjavík og<br />

er Þróttari“ en einhverra hluta vegna fannst honum nauðsynlegt<br />

að það kæmi fram. Ari hefur fjölbreytta menntun en hann er<br />

garðyrkjufræðingur, kennari og búfræðingur en það er menntunin sem<br />

honum þykir vænst um. „Ég á þrjú uppkomin börn og bý á Þurá í Ölfusinu“<br />

segir Ari sem ræktar garðinn í frítíma sínum og hefur gaman af lestri og<br />

matseld. „Mér finnst rosa gaman að koma aftur í þetta græna“ segir Ari<br />

sem er nýtekinn við starfi umhverfisfulltrúa hjá Hveragerðisbæ en hann<br />

sinnti áður kennslu í Grunnskóla Hveragerðis.<br />

Við beinum umræðunni að sýningunni sem þau segja að hafi<br />

gengið vel að skipuleggja enda öflugir samstarfsaðilar sem koma<br />

að verkefninu ásamt Hveragerðisbæ; Samband garðyrkjubænda,<br />

Landbúnaðarháskólinn, Félag blómaskreyta, Garðyrkjufélag Íslands og<br />

Grænn markaður. „Þessir aðilar koma með hráefni, mannskap og peninga.<br />

Þetta er stórt verkefni og að sjálfsögðu ekki ókeypis. En þetta er ofboðslega<br />

jákvæð kynning fyrir Hveragerðisbæ og fyrirtækin hér í bænum sjá það<br />

mörg hver. Þetta er fyrst og fremst gert fyrir íbúa Hveragerðis og ímynd<br />

Hveragerðis og þetta er rosalega jákvæður viðburður. Á landsvísu er þetta<br />

mjög jákvæð og flott hátíð. Það er allt frítt, allt gleðilegt. Blóm gleðja og það<br />

er allt í sínum fallegasta skrúða“ segir Elínborg og stoltið leynir sér ekki.<br />

„Það hefur allt gengið upp sem við höfum ætlað okkur“ segir Ari og<br />

Elínborg tekur undir það og bætir við að aðal óvissuþátturinn séu þeir<br />

fjölmörgu erlendu aðilar sem von er á í tengslum við LandArt verkefnið.<br />

„Við eigum von á tuttugu manns að utan á vegum LandArt. Þeir koma<br />

sér sjálfir til landsins og fá svo fæði og uppihald hér á meðan á verkefninu<br />

stendur. Þetta er fólk á öllum aldri og þetta er þeirra ástríða“ segir Elínborg<br />

en þarna er um að ræða hóp fólks sem ferðast á milli svæða og vinnur<br />

verk úti í náttúrunni sem standa og eyðast (sjá nánar á næstu síðu).<br />

„Þetta er svolítið óljóst en okkur finnst þetta mjög spennandi. Þau sáu<br />

bara myndir héðan af svæðum sem við sáum fyrir okkur og þau völdu<br />

gilið sem er frá Lystigarðinum og upp að Frost og Funa“ bætir Elínborg<br />

við. Að beiðni LandArt hefur allskyns hráefni verið safnað um nokkurt<br />

skeið sem verður nýtt við listsköpunina og t.a.m. hefur engum trjám<br />

verið hent. Svo mæta þau á staðinn og skapa listaverk úr þessu en auk<br />

erlendu aðilana taka um tuttugu Íslendingar þátt í verkefninu með<br />

þeim.<br />

„LandArt verkefnið er mjög spennandi. Við eigum LandArt verkefni í<br />

Ölfusinu. Það er minnisvarðinn um Karl Sighvatsson heitinn sem var<br />

organisti í Hveragerði en minnisvarðinn er stuttu áður en komið er að<br />

vegamótum að Eyrarbakka. Annað LandArt listaverk er einnig neðst í<br />

Hveradalabrekkunni en það er stóra steinorgelið. Hvort tveggja eru þetta<br />

LandArt listaverk um Karl Sighvatsson“ segir Ari.<br />

Aðspurð segja þau að Blóm í bæ sé einstakur viðburður hér á landi og<br />

að fyrirmyndin sé erlend en Blóm í bæ er nú haldið í fimmta sinn. Þó<br />

það sé mikill spenningur í kringum LandArt verkefnið segja þau að<br />

blómaskreytarnir séu einnig að undirbúa eitthvað verulega spennandi.<br />

„Mér heyrist líka á blómaskreytunum að það muni eitthvað óvænt koma<br />

þar – eitthvað stórt og mikið“ segir Ari og eftirvæntingin skín úr andliti<br />

hans.<br />

Eftir grófa talningu áætla þau að um 15.000 blóm verði notuð á<br />

sýningunni en þrátt fyrir að Elínborg og Ari fari fyrir sýningunni er<br />

það ekki svo að þau stýri útliti eða skreytingum. „Blómaskreytar fá<br />

bara að vita þemað sem er regnbogi í ár og þau vinna út frá því“ segir<br />

Elínborg og bætir við að dagskráin í ár sé afar spennandi. Sýningin<br />

hentar vel fyrir fjölskyldur og alla þá sem hafa brennandi ástríðu fyrir<br />

blómum en einnig verða fastir liðir sem hafa slegið í gegn á síðustu<br />

sýningum og má þar nefna garðasúpuna vinsælu og heyrst hefur að<br />

smágarðasamkeppnin verði sérstaklega hörð í ár sem og keppni um<br />

fallegustu regnbogakökuna.<br />

Einnig verður fjársjóðsleit, strandblakmót, eggjasuða í hver og<br />

grænmetismarkaður. Leikhópurinn Lotta skemmtir börnum og<br />

fullorðnum, Sirkus Íslands mun setja lit á bæinn og svo mætti lengi telja.<br />

Fyrir þá sem hafa áhuga á álfabyggðum kemur sérfræðingur að sunnan<br />

og kannar hvar blómálfarnir búa í Hveragerði.<br />

Aðspurð um fjölda sýningargesta segja þau ómögulegt að segja til um<br />

en þau reikni þó með „tugþúsundum gesta“ en auðvitað spilar veðrið<br />

stóran þátt í því. „Ókosturinn við þessa sýningu er að það er ekkert hægt<br />

að hafa plan B. Það er bara „take it or leave it. Það er allt úti og ef það rignir<br />

þá verðum við bara að setja upp regnhlífar“ segir Elínborg og brosir. Það<br />

er ljóst að sýningin er í góðum höndum og búið að hugsa fyrir öllum<br />

atriðum sem hægt er að hafa áhrif á og stjórna. Veðurguðina segjast<br />

þau ekki ætla að reyna að beisla og brosa kampakát en augngotur<br />

þeirra á milli gefa til kynna að því verkefni sé einnig reddað.<br />

Að lokum vilja þau koma á framfæri að konur eru hvattar til að mæta<br />

í blómakjólum og það er aldrei að vita nema Ari dressi sig upp í<br />

blómlegum jakkafötum.<br />

11


REYKJAFOSS<br />

LAUGASKARÐ<br />

SUNDLAUG<br />

LYSTIGARÐUR<br />

HVERAMÖRK<br />

REYKJAMÖRK<br />

Garðyrkju- og blómasýningin<br />

Sýningarsvæði og uppákomur<br />

ÁLFAHVAMMUR AMMUR<br />

VARMÁ<br />

LANDBÚNAÐAR-<br />

HÁSKÓLI ÍSLANDS<br />

S<br />

S<br />

S<br />

REYKJAMÖRK<br />

LAUFSKÓGAR<br />

BREIÐAMÖRK<br />

VARMAHLÍÐ<br />

BRATTAHLÍÐ<br />

S<br />

KIRKJA<br />

S<br />

HVERAGARÐUR<br />

ÞÓRSMÖRK<br />

HEIÐMÖRK<br />

HEIÐMÖRK<br />

ÞELAMÖRK<br />

IÐJUMÖRK<br />

S<br />

S<br />

S<br />

BJARKARH<br />

BJARKARHEIÐI<br />

GRÆNUMÖRK<br />

S<br />

RK<br />

AUSTURMÖRK<br />

G<br />

D<br />

C<br />

A<br />

B<br />

E<br />

H<br />

F<br />

HÓTEL<br />

ÖRK<br />

SUNNUMÖRK<br />

BREIÐAMÖRK<br />

REYKJAVÍK<br />

SELFOSS<br />

I<br />

A<br />

B<br />

C<br />

D<br />

E<br />

F<br />

G<br />

H<br />

I<br />

Lystigarðurinn á Fossflöt<br />

Á útisvæði eru sýnendur með stærri garðvörur og skraut.<br />

Garðplöntusýning, blómaskreytingar, miðsumarsblómastöng<br />

og blómasviðið. Reykjafoss - falin perla. LandArt<br />

verkin verða í Lystigarðinum og í gilinu upp með ánni.<br />

Markaðurinn<br />

Hér verður markaðsstemningin ráðandi<br />

og íslensk framleiðsla áberandi.<br />

Garðyrkjufélag Íslands<br />

- með græna fingur út um allt.<br />

Blómaskreytingar<br />

Félagsmenn í Félagi blómaskreyta sýna listir sínar.<br />

Garðplöntuframleiðendur<br />

Félagsmenn í Félagi garðplöntuframleiðenda sýna<br />

stoltir framleiðslu sína.<br />

Garðshorn<br />

Sýning á smágörðum úr samkeppni<br />

frá 2009.<br />

Tjaldsvæði<br />

Góð aðstaða til gistingar og afþreyingar.<br />

Listasafn Árnesinga<br />

Skemmtilegar sýningar.<br />

Bókasafnið Sunnumörk<br />

LEIÐ 51<br />

Listsýningar og sögustund.<br />

DAGSKRÁ BLÓM Í BÆ 27. TIL 29. JÚNÍ <strong>2014</strong><br />

Sýning garðplöntuframleiðenda í Lystigarðinum á Fossflöt.<br />

Hvergerðingar bjóða<br />

gestum og gangandi<br />

upp á súpu.<br />

Garðasúpan<br />

um allan bæ!<br />

S<br />

12


Sundlaugin Laugaskarði,<br />

- þrautabraut<br />

Listasafn Árnesinga er<br />

opið alla sýningardagana<br />

Myndlistafélag Árnessýslu<br />

með sýningur í Egilshúsi.<br />

Fjölbreyttir fræðslufyrirlestrar<br />

um garðyrkju í gamla<br />

mjólkurbúinu<br />

DAGSKRÁ BLÓM Í BÆ 27. TIL 29. JÚNÍ <strong>2014</strong><br />

DAGSKRÁRATRIÐI ALLA<br />

SÝNINGARDAGANA<br />

Sýning garðplöntuframleiðenda í Lystigarðinum á Fossflöt.<br />

Sýning félags blómaskreyta um allt sýningarsvæði.<br />

Plöntugreiningarkeppni, taktu þátt, falleg plöntuverðlaun í boði. Staðsetning: Gamla Mjólkurbúið.<br />

Myndlistarmaðurinn Örvar Árdal hefur myndskreytt gaflana á gamla Eden. Sjón er sögu ríkari!<br />

FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ.<br />

LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ - framh.<br />

10:00-18:00<br />

12:00-18:00<br />

14:00-17:00<br />

Eggjasuða og rúgbrauð í Hveragarðinum við Hveramörk. Einnig flottar vínberjaplöntur,<br />

bananaplöntur, tómataplöntur o.fl.<br />

Grænmetismarkaður á planinu við Leikhúsið Austurmörk 23.Fullt af fersku og flottu<br />

grænmeti á góðu verði.<br />

Myndlistarfélag Árnessýslu er með opið hús á efri hæðinni í Egilsstöðum (gamla-skólanum)<br />

og verða með heitt á könnunni.<br />

16:00 Setning Garðyrkju- og blómasýningarinnar í Lystigarðinum, Fossflöt.<br />

16:30 Lifandi tónlist á Blómasviðinu í Lystigarðinum, teppi á staðnum og picnic stemmning.<br />

17:00-18:00 Keppniseintökum í „Míní“ garða keppninni skal skilaðí matar-og markaðstjaldið.<br />

LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ.<br />

09:00<br />

Strandblakmót Hamars-stigamót II. Fer fram á strandblakvellinum sem staðsettur er<br />

við hlið sundlaugarinnar.<br />

10:00-17:00 Þrautabraut í sundlauginni Laugaskarði fyrir alla hressa!<br />

11:00-13:00 Skil á kökum í keppnina „REGNBOGAKAKA ÁRSINS“ til Almars Bakara í Matartjaldinu.<br />

12:00-18:00<br />

12:00 Sýningardagur hefst<br />

Garðyrkjufélag Íslands verður á svæðinu. Komið og kíkið í gróðurhúsið til þeirra,<br />

garðabækur í öllum regnbogans litum.<br />

12:00-18:00 Bókasafnið í Hveragerði. Ljósmyndasýning, garðabækur, safnarsýning og margt fleira.<br />

12:00-18:00<br />

12:00-18:00<br />

12:00-18:00<br />

12:00-16:00<br />

12:00-18:00<br />

13:00-16:00<br />

Matar-og markaðstjald við íþróttarhúsið - fjöldi fyrirtækja að kynna og selja afurðir<br />

sínar - grænmeti,blóm,ís o.fl.<br />

Sýning á árstíðarbundnum skreytingum í fræðslusetrinu í „gamla mjólkurbúinu“.<br />

Einnig verða garðyrkjuþættirnir „Í garðinum með Gurrý“ sýndir á breiðtjaldi.<br />

Ikea verður með góð verð á garðvörum á stóru sölusvæði í Lystigarðinum. Komið og<br />

gerið góð kaup!<br />

12:00 Opnun ljósmyndasýningar Arnþórs Ævarssonar í Bókasafninu í Hveragerði.<br />

Eggjasuða og rúgbrauð í Hveragarðinum við Hveramörk. Einnig flottar vínberjaplöntur,<br />

bananaplöntur, tómataplöntur o.fl.<br />

Grænmetismarkaður á planinu við Leikhúsið Austurmörk 23. Fullt af fersku og flottu<br />

grænmeti á góðu verði.<br />

Markaðsstemmning og „skottsala“ á bílaplaninu við Eden. Opið fyrir alla sem vilja<br />

selja notað og nýtt. Skottið opið og geymslan tóm :)<br />

13:00-17:00 Sirkus Ísland verður á sýningarsvæðinu með blöðrur og fjör fyrir yngstu kynslóðina.<br />

13:00-17:00<br />

Graffiti listamaður verður á svæðinu við „gamla mjólkurbúið“ að gera stórbrotið<br />

listaverk á húsgaflinn. Lifandi tónlist á svæðinu.<br />

14:30<br />

15:00-16:00<br />

Viðurkenningar á sviði í Lystigarðinum á Fossflöt: Fegurstu garðar Hveragerðisbæjar.<br />

Viðurkenningar á sviði í Lystigarðinum á Fossflöt: Regnbogakaka ársins <strong>2014</strong>.<br />

Viðurkenningar á sviði í Lystigarðinum á Fossflöt: Flottasti „Míni garðurinn“ <strong>2014</strong>.<br />

Fræðsluganga um Hamarinn á vegum Skógræktarfélags Hveragerðis.<br />

Lagt af stað frá íþróttarhúsinu við Skólamörk.<br />

15:00 Lifandi tónlist á Blómasviðinu í Lystigarðinum, teppi á staðnum og picnic stemming.<br />

15:30 Fræðslufyrirlestur í gamla mjólkurbúinu / Ávaxtatré. Opið öllum.<br />

16:00 Fjársjóðsleit fyrir alla fjölskylduna hefst við sviðið í Lystigarðinum.<br />

16:30 Fræðslufyrirlestur í gamla mjólkurbúinu / Matjurtagarðar. Opið öllum.<br />

17:30-19:00 Garðasúpan - sjá staðsetningu á korti.<br />

SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ<br />

09:00<br />

Strandblakmót Hamars-stigamót II. Fer fram á strandblakvellinum sem<br />

staðsettur er við hlið sundlaugarinnar.<br />

10:00-17:00 Þrautabraut í sundlauginni Laugaskarði fyrir alla hressa!<br />

12:00 Sýningardagur hefst<br />

12:00-18:00 Matar-og markaðstjald við íþróttahúsið - fjöldi fyrirtækja kynnir og selur afurðir sínar.<br />

12:00-18:00<br />

12:00-18:00<br />

Garðyrkjufélag Íslands verður á svæðinu. Komið og kíkið í gróðurhúsið til þeirra,<br />

garðbækur í öllum regnbogans litum.<br />

Sýning á árstíðabundnum skreytingum í fræðslusetrinu „gamla mjólkurbúinu“<br />

Einnig verða garðyrkjuþættirnir „Í garðinum með Gurrý“ sýndir á breiðtjaldi.<br />

12:00-18:00 IKEA verður með stórútsölu á garðvörum í Lystigarðinum. Komið og gerið frábær kaup!<br />

13:00-16:00 Bókasafnið í Hveragerði. Ljósmyndasýning, garðabækur, safnarsýning og margt fleira.<br />

13:00-16:00<br />

12:00-18:00<br />

14:00-17:00<br />

Eggjasuða og rúgbrauð í Hveragarðinum við Hveramörk. Einnig flottar vínberjaplöntur,<br />

bananaplöntur, tómataplöntur o.fl.<br />

Grænmetismarkaður á planinu við Leikhúsið Austurmörk 23.<br />

Fullt af fersku og flottu grænmeti.<br />

13:00 Söguganga um Hveragerði með leiðsögn. Mæting við inngang íþróttahússins.<br />

13:30 Lifandi tónlist á Blómasviðinu í Lystigarðinum, teppi á staðnum og picnic stemming<br />

Myndlistarfélag Árnessýslu er með opið hús á efri hæð í Egilsstöðum<br />

(gamla-skólanum) og heitt á könnunni.<br />

14:00 Fræðslufyrirlestur í gamla mjólkurbúinu / plöntur sem vaxa í skugga.<br />

14:00 Leikhópurinn Lotta á sviði í Lystigarðinum og svo á ferð um svæðið á eftir.<br />

13:30 Söguganga um Hveragerði með leiðsögn. Mæting við inngang íþróttarhúsins.<br />

15:30 Fræðslufyrirlestur í gamla mjólkurbúinu / plöntur sem vaxa við sjávarsíðuna.<br />

13:30<br />

14:00-17:00<br />

14:00-17:00<br />

Fræðslufyrirlestur í gamla mjólkurbúinu / Umhirða og ræktun jarðaberjaplantna. Opið<br />

öllum.<br />

Myndlistarfélag Árnessýslu er með opið hús á efri hæð í Egilsstöðum<br />

(gamla-skólanum) og heitt á könnunni.<br />

14:00 Sögustund á vegum Bókasafnsins í Lystigarðinum fyrir yngstu kynslóðina.<br />

14:00 Knattspyrnuleikur á Grýluvelli - Hamar tekur á móti Grundarfirði.<br />

Meðlimir úr Víkingafélagi Suðurlands sýna handverk, perlugerð og fleira<br />

í Lystigarðinum, Fossflöt.<br />

15:00<br />

16:00<br />

Hvar búa blómaálfarnir í Hveragerði? Álfaganga um Lystigarðinn og gilið, merktir þeir<br />

staðir sem blómálfarnir búa á . Göngustjóri: Ragnhildur Jónsdóttir frá Álfagarðinum.<br />

Allir velkomnir!<br />

Fræðsluganga um Hamarinn á vegum Skógræktarfélags Hveragerðis, lagt af stað frá<br />

íþróttarhúsinu við Skólamörk.<br />

15:30 Fjársjóðsleit fyrir alla fjölskylduna hefst við sviðið í Lystigarðinum.<br />

16:30 Fegurstu garðar Hveragerðis <strong>2014</strong>, opnir gestum og gangandi til kl. 18:00.<br />

18:00 Sýningarlok.<br />

LandArt verk í gilinu<br />

upp með Varmá<br />

Handverksmarkaður<br />

í verkmenntahúsi<br />

Grunnskólans<br />

við Breiðumörk<br />

Lifandi tónlist á<br />

sýningarsvæðinu<br />

13


Myndir: www.oddstuffmagazine.com/amazingness-in-the-genre-of-land-art<br />

LANDART Á BLÓMUM Í BÆ<br />

Um tuttugu listamenn frá 6 þjóðlöndum hafa skráð sig til leiks í LandArt verkefni sem mun verða hluti af dagskrá Garðyrkju- og<br />

blómasýningarinnar Blóm í bæ. Mikill áhugi er fyrir verkefninu en þátttakendur koma frá Danmörku, Hollandi, Noregi, Póllandi, Finnlandi og Belgíu<br />

en einnig ætlar fjöldi íslenskra blómaskreyta að taka þátt í þessari spennandi nýjung. Í LandArt er unnið með landslag og listaverk af ýmsum<br />

stærðum og gerðum sem unnin eru úti í náttúrunni. Notuð eru náttúruleg efni eingöngu en unnið er til dæmis með grjót, möl, jarðveg, tré, plöntur<br />

og vatn. Listaverkin eru sköpuð í og með náttúrunni þar sem þau geta síðan þróast og lifað eða horfið í takt við umhverfi sitt. Sjón er söguríkari.<br />

SÝNING Í EDEN<br />

Bjartar sumarnætur koma sér sérstaklega vel þegar ráðist er í verkefni líkt og<br />

myndlistarmaðurinn Örvar Árdal Árnason gerði er hann hóf að myndskreyta rústirnar af Eden<br />

að beiðni Hveragerðisbæjar.<br />

Þar hefur Örvar dvalið heilu kvöldin og næturnar síðustu vikur við að klára verkið í tæka tíð<br />

fyrir Blóm í bæ. Þótt rústirnar sem eftir eru séu litlar í samanburði við gamla Eden þá spanna<br />

veggirnir stórt svæði sem hefur nú tekið á sig ævintýralegan blæ.<br />

Listaverkin eru fjölbreytt og þar fær sköpunargáfa Örvars að njóta sín til fulls en skemmtilegast<br />

þykir honum að mála fantasíumyndir þó hann geri einnig töluvert af því að mála<br />

landslagsmyndir og íslenska hestinn. „Ég vil helst bara mála myndir út frá mínu ímyndunarafli<br />

en hef einnig verið að mála eftir sérpöntun og þá aðallega portrett myndir og t.d. hesta eftir<br />

ljósmyndum“ segir Örvar sem hóf ungur að munda pensilinn en hann hefur haldið alls 14<br />

myndlistasýningar bæði í Hveragerði og Reykjavík.<br />

Aðspurður segir Örvar það mikinn mun að mála myndir á striga eða á vegg en bæði formin<br />

séu mjög skemmtileg. Um næstu skref segir Örvar: „Framtíðin er algerlega óráðin. Er að gera<br />

stórt verk í vinnustofunni minni á Granda sem tekur nokkra mánuði og annars ætla ég bara að<br />

slaka á með fallegu konunni minni eftir Eden verkefnið“.<br />

Það er mögnuð upplifun að ganga um rústir Eden og skyggnast inn í ævintýraheiminn sem<br />

Örvar hefur skapað svo listilega vel. Hægt er að skoða fleiri myndir frá Örvari á Facebook undir<br />

nafninu „örri“.<br />

TI<br />

TI<br />

14


TILBOÐ<br />

TILBOÐ<br />

TILBOÐ<br />

TILBOÐ<br />

-art<br />

TILBOÐ<br />

TILBOÐ<br />

TILBOÐ<br />

TILBOÐ<br />

TILBOÐ<br />

TILBOÐ<br />

TILBOÐ<br />

TILBOÐ<br />

TILBOÐ<br />

TILBOÐ<br />

TILBOÐ<br />

TILBOÐ<br />

TILBOÐ<br />

15


RUSLAHVER SPRAKK<br />

Það er líklega einstakt á heimsvísu að hverasvæði sé í miðju bæjar<br />

líkt og hér í Hveragerði en hverasvæðið er elsti hluti ævagamals<br />

háhitasvæðis í Henglinum, líklega nokkur hundruð þúsund ára.<br />

Hverasvæðið er staðsett í miðjum kaupstaðnum og er eitt af merkilegri<br />

náttúruperlum Suðurlands.<br />

Á svæðinu eru margir áhugaverðir hverir. Á staðnum er móttaka fyrir<br />

ferðamenn í skála sem er við Hveramörk. Þar er hægt að fræðast um<br />

tilvist jarðhitans, tengsl við örverufræði, jarðfræði, sprungur og eldvirkni.<br />

Auk þess er þar útskýrt hvernig nýting jarðhitans fer fram, greint frá<br />

dýpi borhola, afli sem úr þeim fæst og hvernig það er nýtt. Frægastur<br />

hveranna er Manndrápshver en í hann féll maður árið 1906 og lést.<br />

Föt bæjarbúa voru þvegin á hverasvæðinu í árdaga byggðar<br />

Varð það til þess að fyrsta götulýsingin á landinu var sett upp í<br />

Hveragerði.<br />

Þarna eru ennig Gróuhver, Bláhver og Önnuhver sem gengur undir<br />

nafninu Ruslahver en sagan segir að Hvergerðingar hafi hent rusli í<br />

hverinn og lengi vel var talið að hann tæki endalaust við. Því var hætt<br />

snarlega þegar hann sprakk í jarðskjálfta árið 1947 og þeytti rusli yfir<br />

bæinn!<br />

Góðir göngustígar eru á svæðinu með skiltum þar sem koma fram<br />

ýmsar upplýsingar svo sem vatnaköngulær sem eru með elstu lífverum<br />

jarðar. Það verður enginn svikinn af heimsókn á hverasvæðið og hver<br />

veit nema hægt sé að næla sér í nýsprottinn banana í leiðinni!<br />

„Auðvitað er<br />

stórt skref<br />

að kaupa íbúð“<br />

Ein mikilvægasta ákvörðunin sem við<br />

tökum er að fjárfesta í íbúð. Þess vegna<br />

skiptir máli að hafa fjölbreytta valkosti<br />

og góða ráðgjöf í takt við ólíkar þarfir.<br />

Kynntu þér allt sem skiptir máli um<br />

íbúðalán á landsbankinn.is/istuttumali.<br />

Ýr Káradóttir<br />

Viðskiptavinur Landsbankans<br />

Landsbankinn<br />

landsbankinn.is 410 4000<br />

16


Í tilefni af Blóm í bæ býður Veitingahúsið Varmá upp á Blómlegar veitingar<br />

alla helgina frá morgni til kvölds.<br />

Þessa helgi opnum bjóðum við upp á splunkunýjan matseðil<br />

í nýjum og glæsilegum veitingasal.<br />

Blómaís-þrenna Garðasúpa Blómaglögg<br />

Fíflaskyrkaka<br />

Sími 483 4959<br />

info@frostogfuni.is<br />

www.frostogfuni.is<br />

17


HVERAFUGLAR FLUGU NORÐUR<br />

Kór eldri borgara í Hveragerði Hverafuglar<br />

lagði land undir fót 14. maí sl.<br />

Lagt var af stað kl. 8:30 frá Hveragerði og<br />

fyrst var áð í Borgarnesi, síðan var ekið sem<br />

leið lá að Gauksmýri. Þar var boðið uppá<br />

súpu og salatbar. Mjög góð þjónusta og<br />

viðurgerningur.<br />

Þaðan var ekið sem leið lá að Narfastöðum<br />

í Þingeyjasýslu. Þar hvíldum við okkur í<br />

klukkutíma áður en haldið var til Húsavíkur.<br />

Sungum á dvalarheimilinu Hvammi nokkur<br />

lög með Sólseturskórnum. Að því loknu var<br />

sest að snæðingi, Íslenskt lamb að sjálfsögðu.<br />

Að því loknu var farið að Narfastöðum þar sem<br />

við gistum. Fólk var orðið hálf framlágt er það<br />

gekk til náða eftir langt og strangt ferðalag.<br />

Ingi Tryggvason 93ja ára öðlingur og<br />

leiðsögumaður, fór með okkur til Húsavíkur og<br />

sagði hann okkur frá ýmsu skemmtilegu og<br />

fróðlegu. Frábær maður og fróður.<br />

Hann var eitt kjörtímabil á alþingi 1974-78 fyrir<br />

Framsókn.<br />

Daginn eftir var lagt af stað eftir góðan<br />

nætursvefn og frábæran morgunmat til<br />

Grenivíkur þar sem Gréta Urban er fædd og<br />

uppalin. Þar var heimsótt harðfiskverkunin<br />

Darri sem frændur hennar eiga og þar<br />

beið okkar harðfiskveisla ásamt hákarli og<br />

brennivíni. Alveg frábært og allt í boði Grétu<br />

og hennar fjölskyldu.<br />

Þaðan var svo farið að dvalarheimli aldraðra<br />

á Grenivík, Grenilund og sungin nokkur lög.<br />

Eftir það var farið á sjóminjasafnið og skoðaðir<br />

munir frá fyrri tíð, mjög athyglisvert.<br />

Svo var haldið í grunnskólann, þar sem boðið<br />

var uppá fiskisúpu. Þar tók á móti okkur<br />

fyrrverandi ráðherra Valgerður Sverrisdóttir.<br />

Eftir góðan viðurgjörning á Grenivík var<br />

haldið til Akureyrar. Þar heimsóttum við<br />

dvalarheimilið Hlíð og sungum þar nokkur<br />

lög. Síðan var farið í „mollið“ og verslað áður<br />

en haldið var aftur að Narfastöðum. Þar var<br />

borðaður dýrindis kvöldverður, lamb að<br />

sjálfsögðu. Að loknu borðhaldi var haldin<br />

kvöldvaka með ýmsum skemmtiatriðum.<br />

Að því loknu var dansað við undirleik Ölla,<br />

Þórhalls, Önnu, Jórunnar og Jóhanns og<br />

skemmtu allir sér konunglega. Um miðnætti<br />

gekk fólk til náða, ánægt en sjálfsagt margir<br />

þreyttir.<br />

Að morgni föstudags kl. 10 var haldið heim<br />

á leið. Stutt stopp var gert á Blönduósi og<br />

sungum við nokkur lög í kirkjunni og því næst<br />

brunað heim.<br />

Það voru að sjálfsögðu sagðir brandarar á<br />

leiðinni allan túrinn. Mjög skemmtileg og<br />

ánægjuleg ferð.<br />

Helgi Kristmundsson<br />

BLÓM Í BÆ<br />

TILBOÐ<br />

iittala 20%<br />

afsláttur<br />

Tilboð á pottablómum<br />

Kjöt beint frá býli<br />

Síðastliðið haust opnaði kjötvinnslan Hellisbúinn<br />

í Hrólfsstaðahelli.<br />

Þar sem grilltímabilið er nú að fara af stað langar<br />

okkur hjá Hellisbúanum að benda þér/ykkur á<br />

kjötvinnsluna okkar.<br />

Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af lambaog<br />

hrossakjöti sem hægt er að koma og kaupa<br />

á staðnum.<br />

Kær kveðja Hellisbúinn<br />

30% afsláttur af trjám<br />

Búðin þín í yfir 50 ár<br />

Hellisbúinn, Hrólfsstaðahelli, 851 Hellu<br />

S: Anna: 861-2290 Eiður: 894-0590<br />

www.hellir.is hellir@hellir.is<br />

18


Grillið hjá Möggu á Blóm í bæ<br />

Gleðilega hátíð - verið velkomin<br />

Markaðstorg í Hverasundi<br />

á Blóm í bæ<br />

Markaðstorg verður í Hverasundi (sundið á<br />

milli Ólanna) frá kl.12-17 á laugardaginn.<br />

Þeir sem vilja koma og selja varning geta<br />

komið með borð eða leigt á staðnum.<br />

Nánari upplýsingar hjá Margréti í síma<br />

483 4727<br />

Opnunartími: Opið alla daga frá klukkan 11-22<br />

Einnig er í boði að vera með varning til sölu<br />

á tjaldstæðinu.<br />

Nánari upplýsingar hjá Óla<br />

Tjaldstæðið 660 9280<br />

Franskar lítill 550 kr<br />

Franskar stór 750 kr<br />

Kjúklinganaggar 1090 kr<br />

Franskar og cokteilsósa<br />

Ostastangir, salat súrsætsósa<br />

m/kóki 1290 kr<br />

Vorrúllur, salat og súrsætsósa<br />

m/kóki 1290 kr<br />

Djúpsteiktar rækjur, salat og<br />

súrsætsósa m/kóki 1490 kr<br />

Djúpsteiktur fiskur, franskar<br />

og kokteilsósa 1690 kr<br />

Með kóki 1890 kr<br />

Heill kjúklingur ca 1800 gr.<br />

franskar 2l kók 3990 kr<br />

Ekki selt í sal<br />

Matseðill<br />

Ostborgari, 990 kr<br />

+franskar og kók 1490 kr<br />

Kjúklingaborgari 1190 kr<br />

+ franskar og kók 1690 kr<br />

Lúxusborgari<br />

Egg,beikon 1290 kr<br />

+franskar og kók 1790 kr<br />

Bernaiseborgari<br />

m/sveppir og beikon 1390 kr<br />

+franskar og kók 1890 kr<br />

Klinkborgari 490 kr<br />

Kjúklinganaggar<br />

Franskar og svali 890 kr<br />

Fjölskyldutilboð<br />

4x80 gr. hamborgarar, franskar<br />

og 2l kók 3890 kr<br />

Ekki selt í sal<br />

Pylsa 380 kr<br />

Pylsa og kók 590 kr<br />

Franskur hot dog 490 kr<br />

Samloka<br />

m/skinku og osti 490 kr<br />

Grænmetisloka<br />

m/skinku og osti 690 kr<br />

Salatdiskur<br />

Með kjúkling og beikoni 1390 kr<br />

Austurlenskur matur 1690<br />

Fimmtudaga kl.12.00-14.00<br />

Laugar- og sunnudagur milli kl.<br />

17.00-20.00<br />

19


Í tilefni hátíðarinnar „Blóm í bæ“<br />

verður allt fullt af<br />

blómstrandi<br />

tilboðum:<br />

Tré<br />

Runnar<br />

Rósir<br />

Fjölæringar<br />

Sumarblóm<br />

Ekki missa af þrautabrautinni<br />

í Laugaskarði í sumar<br />

Frábært fjör fyrir alla<br />

Opnunartími Sundlaugarinnar Laugaskarði:<br />

Mánud.-fimmtud. 7:00 - 20:30<br />

Föstud. 7:00 - 17:30<br />

Laugard.- sunnud. 10:00 - 17:30<br />

Fylgist með á facebook síðu sundlaugarinnar<br />

www.facebook.com/laugaskard<br />

Golfæfingar GHG<br />

fyrir börn og unglinga<br />

Golfklúbbur Hveragerðis stendur fyrir golfæfingum fyrir<br />

börn og unglinga í allt sumar á Golfvellinum á Hótel Örk.<br />

Æfingarnar eru tvisvar í viku, þriðjudaga og fimmtudaga<br />

kl. 16:00 – 17:30.<br />

Leiðbeinendur verða Birgir Busk og Ólafur Dór<br />

Steindórsson. Margt verður brallað í sumar, t.d. verður<br />

leikið næturgolf og farið í golfferð í haust.<br />

Nánari upplýsingar á heimasíðu GHG<br />

www.ghg.is.<br />

20


STRÁKARNIR OG STELPURNAR OKKAR<br />

ALADDIN OG FÉLAGAR<br />

Vorsýning fimleikadeildarinnar var haldin í íþróttahúsinu 20. maí sl. Þemað að þessu sinni var Aladdin og voru þátttakendur málaðir og græjaðir til<br />

að passa inn í ævintýrið. Sýningin var hin glæsilegasta og var mikið klappað.<br />

BLÓMABÆRINN HVERAGERÐI<br />

Garðyrkja hefur frá upphafi byggðar í Hveragerði sett sterkan svip á<br />

bæinn og allt bæjarlífið. Þorpsmyndun hófst í Hveragerði árið 1929<br />

en Hveragerði byggðist í landi Vorsabæjar í Ölfusi og var nafnið<br />

upphaflega á hverasvæði því sem er í bænum miðjum, sunnan og<br />

vestan kirkjunnar. Fjölbreytilegar tilraunir til nýtingar jarðvarma í<br />

atvinnurekstri einkenna sögu Hveragerðis. Jarðhitasvæði í miðjum<br />

bænum og næsta nágrenni skapa Hveragerði sérstöðu meðal<br />

þéttbýla á Íslandi og þó víðar væri leitað. Nýting hverahitans til<br />

suðu, baksturs, þvotta og húshitunar mun hafa laðað marga til<br />

búsetu í Hveragerði í upphafi. Matur var soðinn og brauð bökuð í<br />

gufukössum við hveri eða húshlið. Þvottur var þveginn við hverina<br />

eða í hitaþróm við húsvegg.<br />

Garðyrkjustöðin í Fagrahvammi markar upphaf ylræktar í Hveragerði<br />

og þar hlutu margir sína fyrstu skólun. Garðyrkjuskóli ríkisins á<br />

Reykjum útskrifaði fyrstu garðyrkjufræðingana vorið 1941. Margir<br />

þeirra og verkamenn úr Fagrahvammi reistu garðyrkjustöðvar í<br />

Hveragerði. Í kjölfarið efldist blómarækt á fimmta áratugnum og<br />

blómabærinn Hveragerði varð til.<br />

NÝTT GLÆSILEGT VALLARMET<br />

Einn af atvinnumönnum Íslendinga í golfi Ólafur Björn Loftsson<br />

tók þátt í Icelandair Golfers Open sem nýlega var haldið á<br />

Gufudalsvelli. Skemmst er frá því að segja Ólafur setti glæsilegt<br />

vallamet 64 högg. Á heimasíðu sinni sagði Ólafur að völlurinn<br />

hefði komið sér skemmtilega á óvart og heimsótti hann völlinn<br />

aftur viku seinna og tók þátt í Opna Hole In One mótinu.<br />

Gufudalsvöllur kom vel undan vetri eins og undanfarin ár og<br />

var orðinn mjög góður strax í byrjun maí. Vallarstarfsmönnum<br />

undanfarinna ára hefur tekist að gera Gufudalsvöll að einum<br />

besta golfvelli landsins og eru heimsóknir toppkylfinga orðnar<br />

mun tíðari en áður enda hefur orðspor vallarins farið víða.<br />

Völlurinn þykir mjög góður, fjölbreyttur og skemmtilegur og ekki<br />

skemmir stórbrotin náttúruumgjörð fyrir. Það vill oft gleymast hjá<br />

okkur heimamönnum sem höfum þessa stórkostlegu umgjörð<br />

fyrir augunum alla daga að hún er einstök.<br />

Golfklúbbur Hveragerðis<br />

Hveragerði var á 20. öldinni sannarlega miðstöð garðyrkjunnar á<br />

Íslandi og byrjuðu íbúar Reykjavíkursvæðis snemma að heimsækja<br />

Hveragerði til að kaupa garðyrkjuafurðir. Þetta er ennþá eitt sérkenna<br />

bæjarins einkum snemma sumars þegar kaupendur sumarblóma<br />

fylla þar götur. Ekki einungis hefur ásýnd bæjarins markast af<br />

gróðursæld og gróðurhúsum heldur hefur menning bæjarins einnig<br />

tekið mið af því.<br />

Árið 1955 var fyrsta blómaballið haldið í Hveragerði og hafa<br />

blómaböllin verið fastur liður í menningar- og skemmtanalífi<br />

Hveragerðis allar götur síðan. Á hverju sumri halda Hveragerðingar<br />

svo sínar bæjarhátíðir sem eru að sjálfsögðu kenndar við blóm;<br />

Blómstrandi dagar í ágúst og garðyrkju- og blómasýningin Blóm í<br />

bæ í <strong>júní</strong>.<br />

Ólafur Björn heldur hér á skorkorti sínu með vallarmeti sínu ásamt verðlaunum<br />

fyrir besta skor. Með Ólafi á myndinni eru Erlingur Arthúrsson og Auðunn<br />

Guðjónsson Formaður GHG<br />

21


Hveragarðurinn Hveragerði<br />

Hveramörk<br />

Blómstrandi<br />

tilboð alla<br />

helgina<br />

Leirfótaböð,<br />

nýbökuð rúgbrauð<br />

og eggjasuða í heitum læk.<br />

Bananaplöntur og tómatar í gróðurskálanum.<br />

Velkomin<br />

Blóm í öllum regnbogans litum<br />

Leikföng og helíum blöðrur<br />

Falleg gjafavara<br />

Snyrtivörur<br />

Ilmkerti frá Kringle Candle Company<br />

Velkomin í Hverablóm<br />

Opið:<br />

mánud. – laugard. 09-18.<br />

sunnud. 09-16.<br />

Kíkið á okkur á Facebook<br />

Tilbúin í sólina?<br />

Þeir sem kaupa tvær eða fleiri Label.M vörur<br />

hjá okkur, fá þessi geggjuðu sólgleraugu<br />

að verðmæti 7.900 kr.<br />

Austurmörk 4, Hveragerði<br />

s: 571-5013<br />

Golfklúbbur Hveragerðis<br />

býður alla nýliða í golfi<br />

velkomna til leiks<br />

Við gerum áhugasömum nýliðum í golfi kleift<br />

að byrja í íþróttinni með tilboði á félagsgjöldum.<br />

Allir kylfingar sem eru með 34 eða meira í forgjöf<br />

geta nýtt sér þetta tilboð.<br />

Veittur verður 50% afsláttur af félagsgjöldum.<br />

Meðal fjölda kosta sem aðild að GHG hefur er að<br />

öllum félagsmönnum GHG sem eru með 34 í forgjöf<br />

eða meira er boðið uppá fría kennslu einu sinni í viku<br />

í 8 vikur í tvö ár.<br />

Hafið samband í síma 483 5090<br />

eða sendið póst á ghg@ghg.is<br />

Útbreiðslu og skemmtinefnd GHG<br />

Veffang: www.ghg.is<br />

22


ÁSKORUN-HREYSTI<br />

SAMFÉLAG-HEILBRIGÐI<br />

FJÖLBREYTNI-LÍFSSTÍLL<br />

ÁRANGUR-GLEÐI-TÆKNI<br />

SAMHELDNI-STYRKUR<br />

ÚTHALD-HEIÐARLEIKI<br />

VELLÍÐAN<br />

Vertu með!<br />

www.crossfithengill.is<br />

HÁRSNYRTISTOFAN<br />

ópus<br />

Breiðumörk 2<br />

Hveragerði<br />

Sími 483 4833<br />

Kvenfatnaður í stærðum 8-26<br />

töskur, skart og fl.<br />

Zeal<br />

Opið frá 12-18 virka daga<br />

og 12-16 á laugardögum<br />

Þjónusta í 30 ár<br />

Zeal Tískuvöruverslun<br />

Breiðumörk 2<br />

Hveragerði Sími 483 5900<br />

Einstök hönnun, framleidd á staðnum,<br />

fyrir konur og karla,<br />

allar stærðir í boði<br />

Verið velkomin í nýja verslun í Sunnumörk 2<br />

Opið alla daga frá 9 - 17<br />

D-listinn þakkar drengilega kosningabaráttu<br />

og góðan stuðning bæjarbúa í<br />

sveitarstjórnarkosningunum.<br />

Gott samstarf allra bæjarbúa næstu árin er lykill<br />

að góðum árangri. Við munum starfa í þeim anda.<br />

Facebook: Volcap Iceland<br />

S. 863 6112<br />

KRUMMINN KEMUR ÚT Í LOK JÚLÍ. MINNUM Á AÐ PANTA<br />

AUGLÝSINGAR OG SENDA GREINAR TÍMANLEGA<br />

KRUMMINN@KRUMMINN.IS<br />

KRÚNK KRÁ KRÁ<br />

Almar bakari er í Sunnumörk<br />

og í veitingatjaldinu<br />

á Blóm í bæ<br />

Verið velkomin<br />

Garðplöntusalan<br />

BORG<br />

Þelamörk 54<br />

810 Hveragerði<br />

Sími: 483 4438<br />

borg@borghveragerdi.is • www.borghveragerdi.is<br />

Opið alla daga kl.10-20<br />

23


OFURHETJAN OKKAR<br />

Björgvin Karl Guðmundsson, crossfit þjálfari hjá CrossFit Hengli, hefur<br />

verið að gera það gott í crossfit undanfarin misseri. Hann kom sá og<br />

sigraði á Íslandsmótinu í crossfit á síðasta ári en þar kepptu bestu<br />

crossfittarar landsins. Um páskana setti hann þrjú ný Íslandsmet í<br />

ólympískum lyftingum og á síðustu vikum hefur hann keppt töluvert<br />

á erlendri grundu. Hæst ber það að nefna er Björgvin gerði sér lítið<br />

fyrir og lenti í 3. sæti á Evrópuleikunum í crossfit sem fram fóru í<br />

Kaupmannahöfn dagana 16.-18. maí sl. Keppnin var gífurlega hörð og<br />

árangur Björgvins skilaði honum farseðli á heimsleikana í crossfit sem<br />

fara fram í Los Angeles í júlí n.k. en þar mun hann etja kappi við bestu<br />

crossfittara heims.<br />

Fyrsta, annað og þriðja sæti á Evrópumótinu í ár. En við munum keppa á heimsleikunum<br />

í júlí í Los Angeles. Í miðjunni er Jonne Koski 19 ára frá Finlandi en til vinstri er Lukas<br />

Högberg 23 ára frá Svíþjóð<br />

Björgvin Karl, sem verður 22 ára í haust, hóf einungis að æfa crossfit af<br />

krafti fyrir tveimur árum og hefur hann því náð ótrúlegum árangri á<br />

stuttum tíma. Aðspurður hverju eða hverjum megi þakka árangurinn<br />

segir Björgvin: „Í rauninni er þetta engum öðrum að þakka heldur en<br />

sjálfum mér, ef ég hef ekki trú á sjálfum mér hver hefur það þá? En jú<br />

auðvitað hafa ákveðnir aðilar hjálpað mér frá upphafi en þar má nefna<br />

bróður minn, Heiðar Inga, lyftingarþjálfarinn minn Erik Lau, Maríu Rún<br />

Lokadagur Evrópumótsins, þessi æfing<br />

þurfti að enda virkilega vel svo ég gæti átt<br />

möguleika á því að komast á heimsleikana og<br />

það gekk upp en ég kom mér upp í 3. Sæti eftir<br />

þessa æfingu. Lengst til vinstri á myndinni<br />

er vinurinn minn og Stokkseyringurinn Númi<br />

Snær Katrínarson en til hægri er virkilega<br />

góður vinur minn og æfingafélagi Frederik<br />

Ægidius sem er kærasti Anníe Mist tvöfalls<br />

heimsmeistara í CrossFit.<br />

mágkonu sem sér um allt practical stuff og við getum orðað það þannig<br />

að hún sé einhverskonar umboðsmaður. En svo auðvitað sá sem sér um<br />

prógrammeringu fyrir mig hann Jami Tikkanen“.<br />

Þessa dagana æfir Björgvin Karl af kappi<br />

fyrir heimsleikana sem eru handan við<br />

hornið og þar skiptir skipulag og agi<br />

greinilega miklu máli. „Undirbúningur<br />

fyrir heimsleikana gengur vel, munurinn á<br />

milli undirbúningssins fyrir heimsleikana<br />

og til dæmis Evrópumótsins er ekkert<br />

svakalega mikill en þó eru æfingarnar<br />

töluvert harðari og stífari. Ég hugsa meira<br />

um hvað ég set ofan í mig og reyni að<br />

sofa meira svo ég nái betri endurbata. Þar<br />

sem ég æfi 2-3x á dag þá reyni ég að hafa<br />

góðan tíma á milli æfinga á daginn svo ég<br />

nái að hlaða vel fyrir komandi æfingu“.<br />

Crossfit Hengils fólkið sem fylgdi mér á<br />

Evrópumótið í Danmörku. Stemningin<br />

var ólýsanleg.<br />

Björgvin Karl á framtíðina fyrir sér og er þegar á meðal þeirra bestu í<br />

heimi en um framtíðarplönin segir hann: „Ég get ekki sagt til um hvernig<br />

framtíðarplönin eru nákvæmlega en það að komast á heimsleikana var<br />

markmið sem átti eiginlega að vera ómögulegt að ná en þó vissi ég það<br />

innst inni að það kæmi að þessu. Ég get sagt að ég ætla mér aftur á<br />

heimsleikana og vinna!“.<br />

Björgvin sýnir og sannar að það er hægt að komast langt og láta<br />

draumana rætast ef viljinn er fyrir hendi.<br />

<strong>Krumminn</strong> óskar Björgvini Karli góðs gengis á heimsleikunum og mun<br />

fylgjast spenntur með framvindunni.<br />

Velkomin<br />

á Blóm í bæ<br />

Sonur Hveragerðis, Ragnar Nathanelsson<br />

körfuknattleiksmaður, verður á svæðinu<br />

milli kl. 14 - 16 á laugardeginum<br />

og gefur eiginhandaáritanir.<br />

Kjötsúpan vinsæla frá kl. 12 - 17<br />

Laugardag og Sunnudag<br />

Munið tilboðin góðu,<br />

heimsendingatilboð og sótt tilboð.<br />

Sendum heim eftir kl. 18:00 laugardag og sunnudag.<br />

Tónlist alla dagana fyrir utan Setrið<br />

24<br />

Gæði-Þjónusta-Lipurð-Stöðugleiki<br />

Hofland-Setrið, heitasti staður Suðurlands

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!