11.05.2020 Views

Krumminn maí 2014

Bæjarblað Hveragerðis

Bæjarblað Hveragerðis

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

3. TBL. 1. ÁRG. MAÍ 2014 --- DREIFT FRÍTT Á HEIMILI OG FYRIRTÆKI Í HVERAGERÐI OG ÖLFUSI

LAY

LOW

Í VIÐTALI Á UPPÁHALDS

STAÐNUM SÍNUM Í

HVERAGERÐI

„Búin að kynnast

allskonar fólki í

pottinum sem er

mjög skemmtilegt.“

Söngkonan og lagahöfundurinn Lovísa

Elísabet Sigrúnardóttir, betur þekkt sem Lay

Low, er fædd í London en fluttist til Íslands

með móður sinni á þriðja aldursári og ólst

upp í Laugarneshverfinu.

„…ætlaði að vera bassaeða

gítarleikari, alls ekki

söngkona“

Tónlistaráhugi hennar kom fljótt í ljós og hún

hóf ung píanónám en ætlaði sér þó aldrei að

verða söngkona. „Ég hafði brennandi áhuga

á að vera í tónlist og ætlaði að vera bassa- eða

gítarleikari, alls ekki söngkona. Ekki séns. Ég

hafði einhvern tímann sem unglingur slysast til

að taka upp á kassettu upptöku af mér syngja og

það var alveg hræðilegt – eins og maður þekkir

þegar maður heyrir röddina sína og mér fannst

þetta bara hryllingur og eftir það lét ég ekki

heyra múkk í mér. Þegar það var verið að syngja

afmælissöng eða eitthvað þá bara mæmaði ég –

söng ekkert með“. Það var svo fyrir algjöra slysni

að Lay Low hóf upp raust sína á ný.

Hún hafði stofnað hljómsveit með vinkonum

sínum og spilaði þar á gítar. Hljómsveitin

leitaði rauðum logum að söngkonu til að

syngja en það fannst engin svo Lay Low

söng inn á upptöku bara svo þær gætu heyrt

hvernig lagið hljómaði. „Þar sem það fannst

engin þá prufaði ég að syngja inn og lét lækka

eins mikið í röddinni og hægt var, þetta átti bara

að vera fyrir okkur til þess að heyra“. Glöggir

vinir hennar heyrðu hins vegar einstaka rödd

hennar og hvöttu hana að halda áfram.

Örlögin höguðu því svo þannig að

hljómsveitin flosnaði upp þegar vinkonur

hennar héldu utan í nám og eftir stóð Lay Low

ein með nýsamið lag sem hún smellti inn á

Myspace og í kjölfarið varð sprengja. „Sena

hafði samband, plötusamningur og svo rúllaði

þetta bara einhvern veginn“ segir Lay Low

hógvær.

Árið 2006 kom fyrsta platan hennar út og var

hún komin í gull, einungis tveimur mánuðum

eftir útgáfu. Ári síðar kom hún, sá og sigraði

á Íslensku tónlistarverðlaununum þar sem

hún vann þrenn verðlaun m.a. sem besta

söngkonan og besti flytjandinn. Allar götur

síðan hefur tónlist hennar notið gríðarlegra

vinsælda og sigrarnir orðnir fjölmargir.

Fyrir nokkrum misserum flutti Lay Low úr

höfuðborginni og býr nú í Ölfusinu. Krumminn

mælti sér mót við hana á uppáhaldsstaðnum

hennar.

Framhald á bls. 8 og 9.

ARGH! 0414

Garðyrkju- og

blómasýningin 2014

Hveragerði

27. – 29. júní

www.blomibae.is

1


www.krumminn.is

krumminn@krumminn.is

Útgefandi: Klettagjá ehf.

Ritstjórar og ábyrgðarmenn:

Hrund Guðmundsdóttir

Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir

Umbrot: Hvergi Slf.

Prentun: Prenttækni

Próförk: Elísabet M. Nickel Stefánsdóttir

Myndir: Guðmundur Erlingsson og fleira

hæfileikafólk úr Hveragerði

Innsent efni:

Fréttir: frettir@krumminn.is

Aðsendar greinar: krumminn@krumminn.is

Auglýsingar: auglysingar@krumminn.is

MAÍ STJÖRNUR

Ritstjórum fannst ekki leiðinlegt að fá að hitta fræga persónu og taka við hana viðtal. Við búumst fastlega

við heimsyfirráðum Lay Low og síðar Hveragerðis á næstu árum og væntanlega þarf þá að breyta

Laugaskarði í rennibrautaskemmtigarð. Á meðan sváfu afkvæmin í kerrunum sínum.

Í þessum Krumma er annars stiklað á stóru. Framboðin fá að koma sínu á framfæri og auglýsa hjá okkur

og nú þurfa allir að ákveða við hvaða bókstaf þeir setja Xið á kjördag, ef þeir hafa náð 18 ára aldri.

Leikskólabörnin hafa nú ekki miklar áhyggjur af þessu stjórnmálabrölti og er gaman að heyra hvað þau

hafa gaman af því að skoða blaðið okkar. Eftir enn eina ferðina í Sunnumörk um daginn að versla spurði

lítill strákur sem hékk í klifrugrindinni, hvort það væri ekki að koma bráðum nýr Krummi. Og auðvitað

verðum við við þeirri ósk… og laumuðum mynd af honum í blaðið fyrir að vera ofurkrútt.

Blóm í bæ er handan við hornið og verður næsti Krummi prýddur regnbogaskrautfjöðrum í tilefni

sýningarinnar. Auðvitað er búið að panta hitabylgju og sólargeisla þessa helgi. Hlökkum til!

LÍF OG FJÖR

2


Ninna Sif Svavarsdóttir

Prestur og forseti

bæjarstjórnar

38 ára

Eyþór H. Ólafsson

Verkfræðingur

54 ára

Unnur Þormóðsdóttir

Hjúkrunarstjóri og

formaður bæjarráðs

45 ára

1

2 3

Aldís Hafsteinsdóttir

Bæjarstjóri

49 ára

Þórhallur Einisson

Hugbúnaðararkitekt

40 ára

Friðrik Sigurbjörnsson

Landfræðingur

25 ára

4

5

6

Berglind Sigurðardóttir

Framkvæmdastjóri

42 ára

Birkir Sveinsson

Mótastjóri KSÍ

46 ára

Ingimar Guðmundsson

Nemi FSU

20 ára

7

8

9

Alda Pálsdóttir

Skólaritari

40 ára

Jakob Fannar Hansen

Nemi í flugumferðastjórn

23 ára

Þorkell Pétursson

Stýrimaður

42 ára

10

11

12

13

Sæunn Freydís

Grímsdóttir

Myndlistarkona

65 ára

14

Örn Guðmundsson

Dúklagningameistari

67 ára

Við bjóðum alla velkomna á kosningaskrifstofu okkar

í húsnæði Leikfélags Hveragerðis að Austurmörk 23.

Skrifstofan er opin alla virka daga 20 - 22 og 13 -18 um helgar

ÁFRAM HVERAGERÐI…

Fylgist með á www.blahver.is

3


KRUNK KRUNK

Íris Ásgeirsdóttir

fyrirliði kvennaliðs Hamars í

körfubolta

Hvað ætlarðu að verða þegar þú

verður stór? Heimsborgari, meistari,

námsráðgjafi …. og eitthvað fleira.

Hvað myndir þú gera ef þú mættir

stjórna Íslandi í einn dag? Ég myndi

taka rækilega til í heilbrigðiskerfinu.

Hver myndi leika þig ef gerð væri

kvikmynd um þig? Courteney Cox, eða

kannski Ágústa Eva.

CrossFit, skokk eða Zumba? CrossFit.

Hvar sérðu þig eftir fimm ár? Ég verð

vonandi búin að skoða allan heiminn,

búin að læra það sem ég vil læra og farin

að vinna við eitthvað sem mér finnst

skemmtilegt.

Hvað ertu hrædd við? Ég er frekar

hrædd við jarðskjálfta.

Fallegasti staðurinn? Sapa í Vietnam

og Koh Phi Phi á Tælandi eru með fallegri

stöðum sem ég hef séð.

Hvað gafstu síðast í gjöf? Blómvönd

handa mömmu gömlu á mæðradaginn.

Hverjum myndir þú vilja vera fastur

í lyftu með? Pétri Jóhanni, það gæti

varla orðið leiðinlegt.

Hvað er það vandræðalegasta

sem hefur komið fyrir þig? Ég er

vandræðalega oft stoppuð á flugvöllum

af einhverjum ástæðum. Var einu sinni

stoppuð í tollinum í Búlgaríu með nokkra

brauðhnífa og gaffla í handfarangri.

Þá var þetta skólataskan mín sem ég

hafði gleymt að skoða í gegnum áður

en ég lagði af stað. Þessu var tekið mjög

alvarlega í fyrstu en þeir hleyptu mér

sem betur fer í flug á endanum. Það var

vandræðalegt.

Á hvern skorar þú í næstu

yfirheyrslu? Heiðar Inga Heiðarsson,

einn af eigendum CrossFit Hengils.

STUTTAR FRÉTTIR FRÁ BÆJARSTJÓRA

Fljótlega verður haft samband við foreldra þeirra fjölmörgu barna

sem byrja munu á leikskólum bæjarins að loknum sumarfríum. Öll

börn sem nú eru á biðlistanum og ná munu 18 mánaða aldri í

haust munu fá tilboð um leikskólavist.

Skrifað var undir samning milli bæjarins og Myndlistarfélags

Hveragerðis nú nýverið um afnot félagsins af Egilsstöðum, gamla

barnaskólanum. Nú þegar hafa myndlistarmenn hreiðrað þar um

sig á efri hæðinni sem þar af leiðandi iðar af lífi.

Það iðar líka allt af lífi í viðbyggingu Egilsstaða en þar hafa

hljómsveitir fengið inni og samningur um framlag þeirra til bæjarins

hefur einnig verið samþykktur.

Starfsmenn áhaldahúss og umhverfisdeildar hafa aldeilis tekið til hendinni að undanförnu. Má

þess víða sjá merki að sumarið er á næsta leyti. Fljótlega geta ungmenni bæjarins sótt um störf í

Vinnuskólanum en flokksstjórar hafa þegar hafið störf enda má þegar sjá þess merki að fólki hefur

fjölgað í umhverfisdeild.

Nú er tíminn til að taka til og gera fínt en það er aldrei nógu oft minnt á mikilvægi þess. Við viljum

að hús og garðar endurspegli íbúana og munum að það gerir bærinn okkar líka.

Grenitré sem flutt voru frá fráveitumannvirkinu og í manirnar hér fyrir sunnan bæinn hafa vakið

mikla og verðskuldaða athygli. Síðar mun fjölbreyttari gróður verða gróðursettur þarna í kring svo

aðkoman að bænum mun breytast til mikilla muna þegar fram líða stundir.

Búið er að leggja nýja göngustíga í Lystigarðinum sem bætir aðkomuna inn í garðinn. Þar hafa

runnar einnig verið færðir til svo nú skapast þar allt önnur skilyrði fyrir plönturnar til að vaxa og dafna

sem aldrei fyrr.

Undirbúningur fyrir Blóm í bæ stendur nú sem hæst. Á næstunni verður dreifibréf sent til

bæjarbúa þar sem gerð verður grein fyrir því helsta sem að okkur snýr. Samkeppni um fallegasta

mini-garðinn verður endurtekin sem og kökusamkeppnin sívinsæla. Þar verður att kappi um bestu

regnbogakökuna svo nú er um að gera að leggja höfuð í bleyti og láta sér detta eitthvað sniðugt til

hugar.

Nú er Sundlaugin Laugaskarði komin á Facebook. Þar er ætlunin að setja inn upplýsingar

um hitastig laugar, möguleika til sólbaða, lokana ef þarf, hitastig potta og allt það annað sem

starfsmönnum dettur til hugar að geti þótt áhugavert. Ekki síst verður þar gefið upp hvenær

þrautabrautin er uppi eða þá hvaða hlutar hennar í hvert og eitt sinn. Hún hefur alveg slegið í gegn

hjá ungu kynslóðinni og er virkilega gaman að því.

Bæklingi um sumarnámskeið barna og unglinga verður dreift í öll hús fljótlega. Þar verða fjölbreytt

frístundaúrræði kynnt til dæmis dansnámskeið sem er nýjung og fjölmargt annað skemmtilegt sem

stendur ungu kynslóðinni boða.

Sumarið verður vonandi bæði sólríkt og ljúft. Bærinn mun iða af lífi sem aldrei fyrr en framundan

eru hátíðahöld þjóðhátíðardagsins, garðyrkju- og blómasýningin Blóm í bæ og bæjarhátíðin

Blómstrandi dagar. Íbúar eru hvattir til að taka þátt í hátíðahöldunum, skemmta sér saman en

þannig verður lífið allt ennþá skemmtilegra.

Með sumarkveðju frá Aldísi

Hvergerðingar og nærsveitungar

Vegna mikillar sölu á fasteignum síðustu mánuði er vantar eignir á söluskrá

okkar. Spurt er um einbýli og raðhús í verðflokknum undir 30 millj. Það eru

margir að leita eftir eignum til kaups eða leigu í Hveragerði. Við komum og

tökum myndir og kynnum þína eign á netinu og á persónulegan hátt með

góðum árangri.

Breiðumörk 13 Hveragerði Sími 483-5900

Fagleg og persónuleg þjónusta

4


5


HEYRST

HEFUR…

að Harry prins og Fjölnir séu nú á lausu

að það hafi verið röð á karlaklósettið á Kaffi

Rós eftir herrakvöld Hamars… þar voru

frambjóðendur á trúnó

að mjög margar bréfalúgur í bænum séu

gamlar, ryðgaðar og stífar

að frambjóðendur allra flokka brosi breitt

að rómantíkin í Laufskógum 36 hafi aldrei

verið meiri þökk sé pottinum

að bærinn hafi næstum tæmst þegar

CrossFit iðkendur skelltu sér til Köben að

hvetja Björgvin Karl til dáða

að Ingó Veðurguð hafi messað yfir öllum

karlmönnum á Herrakvöldinu og tekið af

þeim loforð að þeir mæti á ALLA heimaleiki

Hamars í sumar

að Ninna Sif hafi eignast hest eftir

karlakvöldið og að Tolli hafi farið heim með

belju

að Stefán í Litlu kaffistofunni hafi sagt

brandara ársins

að sjoppurnar í bænum hafi ekki haft við

að steikja þynnkuborgara og franskar á

sunnudeginum eftir herrakvöldið

að Anna gæs hafi tekið snúning í

Laugaskarði með íþróttaálfinum

HVER ERUÐ ÞIÐ?

Fanney Ásgeirsdóttir, 42 ára, skólastjóri Grunnskólans í Hveragerði.

Dóttir mín, María Ösp Árnadóttir, 18 ára, nemi á náttúrufræðibraut í FSU og kærasti hennar,

Pálmar Atli Jóhannesson, 19 ára, smíðanemi í FSU og starfsmaður hjá Eðalbyggingum á Selfossi.

Helstu áhugamál?

Við erum öll heilmikið útivistarfólk, enda sveitalubbar að uppruna. Ég reyni að nota frítímann í

gönguferðir og fleira þess háttar, þó góðar bækur freisti reyndar líka. Unglingarnir eru bæði virk

í björgunarsveitarstarfi og hafa eytt flestum lausum stundum í vetur austur í sveit og ég reyni að

komast þangað líka af og til.

Hvað er langt síðan þið fluttuð til Hveragerðis?

Við fluttum hingað í ágúst síðastliðnum.

Hvar bjuggu þið áður og hvers saknið þið mest þaðan?

Við mæðgur fluttum hingað frá Vestmannaeyjum þar sem ég var skólastjóri grunnskólans.

Þaðan söknum við auðvitað góðra vina okkar, en það er líka alltaf gaman að koma á nýja staði og

kynnast nýju fólki.

Af hverju Hveragerði?

Hér bauðst mér áhugavert starf og okkur leist vel á að setjast hér að.

Mikilvægast í lífinu?

Að kunna að njóta hvers dags og eyða aldrei tíma eða kröftum í að ergja sig yfir því sem maður

fær ekki breytt. Í skólanum mínum leggjum við líka áherslu á að tileinka okkur visku, virðingu og

vináttu, sem ég held að séu frábær einkunnarorð, ekki bara í skólanum heldur alls staðar.

LEYNDARDÓMAR STEINANNA

Myndlistarsýning Grétu Berg var á Bókasafninu í

Hveragerði í lok mars og byrjun apríl en sýningin

var í tengslum við Leyndardóma Suðurlands.

Þar mátti sjá 13 olíumálverk eftir Grétu sem öll

túlkuðu það sem Gréta sá í steinum sem hún

fann úti í náttúrunni.

Myndir hennar eru afar ljóðrænar og út úr

þeim mátti gjarnan lesa sögu. Gréta hefur búið

í Hveragerði í nokkur ár en er frá Akureyri. Hún

er hjúkrunarfræðingur að mennt og starfar

á Heilsustofnun NLFÍ. Gréta hefur teiknað

frá barnsaldri en einnig stundað nám á sviði

myndlistar og tekið fjölmörg námskeið m.a. hjá

Myndlistaskóla Reykjavíkur.

Nánar má fræðast um verk Grétu www.umm.is

og á Facebook.

UNDRALAND Í HÖRPU

Þrír elstu árgangar og listaspírurnar á leikskólanum

Undralandi skelltu sér í menningarferð í höfuðborgina

25. apríl sl. Börnin sáu tónverkið Maxímús Músíkús sem

flutt var af Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborgarsal

Hörpu.

Það var mikið klappað og vinkað þegar Maxímús birtist

á sviðinu og ferðalag hans sýnt á breiðtjaldi. Rútuferðin

var hin mesta ævintýraferð þar sem börnin gæddu sér á

bönunum og sungu Pollapönkið fullum hálsi.

Börnin voru öllum til sóma og allir fóru sælir og glaðir til

baka í síðbúinn hádegisverð.

6


VELKOMIN Í HEIMINN

Emilía Guðbjörg Hofland Tryggvadóttir

Fæðingardagur: 12. febrúar 2014

Foreldrar: Hjördís Harpa Wíum Guðlaugsdóttir

og Tryggvi Hofland Sigurðsson

Fæðingarþyngd: 3395 gr

Lengd: 51 cm

Lukas Vollmer

Fæðingardagur: 27. janúar 2014

Foreldrar: Markéta Kalvachová

og Tim Vollmer

Fæðingarþyngd: 3750gr

Lengd: 52 cm

NÁMSKEIÐ

Í LISTMÁLUN

Víðir Ingólfur Þrastarson eða

Mýrmann, er búinn að vera

með tvö námskeið í listmálun í

vor við mjög góðar undirtektir.

Það fyrra var í mars og hitt

núna í byrjun maí.

Námskeiðin voru á vegum myndlistarfélags Árnesinga og þau voru haldin í listasafni Árnesinga.

Þetta voru krefjandi helgarnámskeið sem voru samt sniðin að þörfum fólks með ólíkan og jafnvel engan bakgrunn í málun.

Víðir kennir flest sem skiptir máli varðandi listmálun, allt frá grunnvinnu og myndbyggingu yfir í flókna tækni þar sem hann blandar saman gamalli

málaratækni og nýrri áherslum. Fleiri námskeið verða vonandi næsta haust og verða þau auglýst síðar.

Hægt er að fá upplýsingar um listamanninn og skoða ljósmyndir af verkunum á www.myrmann.com.

Auglýsing um kjörskrá vegna

sveitarstjórnarkosninga

Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga 31. maí 2014

liggur frammi á skrifstofu Hveragerðisbæjar, Sunnumörk 2

frá og með 21. maí 2014 til kjördags.

Skrifstofan er opin milli kl. 10:00-15:00

alla virka daga.

F.h. bæjarstjórnar Hveragerðis,

Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri

Kjörfundur í Hveragerði

Kjörfundur vegna sveitarstjórnarkosninga laugardaginn

31. maí 2014 hefst kl. 9:00 og lýkur kl. 22:00 þann dag í

Grunnskólanum í Hveragerði. Gengið er inn um aðalinngang

við íþróttahúsið.

Sérstök athygli skal vakin á eftirfarandi:

Kjósandi, sem ekki hefur meðferðis persónuskilríki, getur átt

von á því að fá ekki að greiða atkvæði.

Þá er ekki heimilt að vera með áróður á eða við kjörstað

meðan á kjörfundi stendur svo sem barmmerki og/eða

merkingar á bifreiðum.

Hveragerði maí 2014.

Kjörstjórnin í Hveragerði.

7


VIÐTALIÐ

LOVÍSA EÐA

LAY LOW

Lay Low er nýkomin heim úr tónleikaferð til Bretlands er við hittum

hana í sundlauginni Laugaskarði þar sem hún er fastagestur. Lay Low

er viðræðugóð og róleg í fasi en rólegheitin má ef til vill rekja til þess

að hún er hálf dösuð eftir góða stund í heitapottinum. Í London hélt

hún tvenna tónleika og spilaði einnig á tónlistarhátíð í Brighton en

þar á meðal voru íslensku böndin Mammút og Samaris.

„Fyrir framan fjögur þúsund manns spilaði

ég í risastórri skyrtu af strákunum og með

risagleraugu, alveg fáránleg!“

Ferðin gekk vel og var skemmtileg. „Bæði giggin voru full, alveg troðið“

segir Lay Low og bætir við að það sé frábært að spila í landi þar

sem engin veit hver maður er. Hún hefur hitað upp fyrir fjölmargar

erlendar og íslenskar hljómsveitir og má þar nefna m.a. Emilíönu

Torrini, Of Monsters and Men og Dave Matthews band.

Hún hefur spilað fyrir þúsundir tónleikagesta og er nú aðallega að

spila á erlendri grundu. Þar hefur hún lent í ýmsum skakkaföllum

og rifjar upp skemmtilega sögu af því þegar farangur hennar

týndist rétt áður en hún átti að stíga á svið til að hita upp fyrir Dave

Matthews band. „Taskan mín týndist á leiðinni með öllum fötunum,

snyrtidótinu og öllu sem þarf til að gera sig fína fyrir spilamennskuna.

Það var engin tími til að finna neitt! Þannig að ég endað á að fá lánuð

föt hjá strákunum og var svo með risastór gleraugu sem ég hafði keypt

í Kolaportinu! Fyrir framan fjögur þúsund manns spilaði ég í risastórri

skyrtu af strákunum og með risagleraugu, alveg fáránleg!“ segir hún

hlæjandi og segir að það skipti í raun ekki máli í hvernig fötum

maður er í upp á sviði, maður er bara að syngja.

Ljósmynd: Golli

8


Prúðbúin á 17. júní, 4 ára Fyrstu skrefin í tónlistinni, 8 ára Unglingurinn að æfa sig, 14 ára

Það er frábært að vera tónlistarmaður í

sveitinni. Yndislegt að hafa svona náttúru og

ró og næði í kringum sig“.

Fyrir nokkrum árum bjó Lay Low um tíma rétt fyrir utan Selfoss og

þegar kom að því hjá henni og Agnesi, sambýliskonu hennar, að finna

framtíðarhúsnæði þá kallaði sveitasælan á hana. Þær höfðu búið í lítilli

íbúð á Hverfisgötunni þegar þær duttu niður á húsnæði í Ölfusinu.

Lay Low tókst að sannfæra Agnesi um að prófa að búa í sveitinni

og þær sjá ekki eftir þeirri ákvörðun. Þær vinna báðar heima fyrir en

sinna þó ólíkum verkefnum þar sem Lay Low semur tónlist á meðan

Agnes sér um bókhald fyrir nethýsingarfyrirtæki. „Það er frábært að vera

tónlistarmaður í sveitinni. Yndislegt að hafa svona náttúru og ró og næði

í kringum sig. Líka mjög gott að keyra í bæinn – þá fær maður tíma til að

hlusta á það sem maður er að gera eða bara hafa þögn. Þetta er bara

yndislegt“ segir Lay Low sem vinnur statt og stöðugt að því að fá vini og

vandamenn til að flytja hingað.

Innt eftir helstu kostum sem hún nefnir við þá segir hún tvímælalaust

þá að það er hægt að fá stærra hús eða íbúð fyrir mikið minna verð en

í bænum og svo er stutt að fara til Reykjavíkur. „Margir eru hræddir við

Hellisheiðina en þá er svo þægilegt að hafa strætó. Ég notaði hann mikið

í vetur ef færðin var erfið“ segir Lay Low og bætir við að hún skipuleggi

sig bara öðruvísi fyrir vikið. Þær eiga tvo ketti og einn hund sem er

að hennar sögn alsæll í sveitinni því honum þótti „hundfúlt að vera í

bænum“ enda sveitahundur í grunninn.

„lo – la – lay – lo ...eitthvað“

Í daglegu tali er Lay Low kölluð Lovísa af vinum og vandamönnum en

þó er sífellt að færast í aukana að fólk kalli hana Lay Low og finnst henni

það bara kósý. Upphaflega átti Lay Low að vera heiti á hljómsveit og

líkt og upphaf tónlistarferils hennar þá kom nafnið upp á óvæntan hátt.

„Það er ekkert frábær saga en fyndið af því leyti að ég var að byrja og var

ekki búin að ákveða að ætla að syngja ein. Það var hringt í mig fyrir fyrstu

tónleikana og spurt um hvað ætti að setja á plakatið. Vinkona mín hjálpaði

mér að finna nafn með því að segja hratt „lo – la – lay – lo ...eitthvað“ og

þá kom Lay Low og það átti að vera nafn á hljómsveit en svo festist þetta

svona“ segir Lay Low brosandi.

Framundan eru spennandi tímar hjá Lay Low en ásamt því að koma

sér vel fyrir í sveitinni þá er hún að undirbúa útgáfu plötu erlendis og

einnig mun hún fara reglulega út til að spila.

Það má með sanni segja að í lífi hennar togist á miklar andstæður milli

þess að njóta kyrrðarinnar í sveitasælunni og semja tónlist og þess að

heimsækja helstu stórborgir heimsins og troða upp á tónleikum fyrir

framan mörg hundruð manns. Líklega á það vel við hana því sjálf lýsir

hún sér sem rólegri persónu sem er heimakær en notar hvert tækifæri

til að stríða eða eins og hún kemst sjálf að orði „ég er svolítið stríðin. Það

er gott að vera lúmsk róleg en samt svolítið stríðin“ segir Lay Low og brosir

stríðnislega.

Lay Low hefur ekki sótt marga viðburði hér í Hveragerði en fer þó

oft í sund og þekkir orðið heilmikið af fólki þar. „Búin að kynnast

allskonar fólki í pottinum sem er mjög skemmtilegt. Svo fór ég á nokkrar

brenniboltaæfingar í vetur og það var æði“ segir Lay Low og svarar að fólk

hafi verið alveg ófeimið við að skjóta á hana „held að það hafi verið af því

ég var ekkert svo góð sko“ bætir hún við hlæjandi.

Á sumardaginn fyrsta kom hún fram og spilaði á sundlaugarbakkanum

í Laugaskarði en það var ekki í fyrsta skipti sem hún stígur á stokk

hér í Hveragerði. „Það var þegar enginn vissi hver ég var. Þá spilaði ég á

einhverri kosningaskrifstofunni. Það var árið 2006. Held að það hafi verið

hjá Vinstri grænum“ segir Lay Low. Þar sem talið var komið út á pólitískar

brautir þá könnum við afstöðu hennar til sameiningar sveitarfélaganna

Hveragerðis og Ölfuss. „Ég veit rosalega lítið um þetta en hef aðeins reynt

að googla þetta. Sem ný í Ölfusinu þá finnst mér þetta góð hugmynd,

sérstaklega að leyfa fólki að kjósa um það hvort það hafi áhuga eða ekki.

En það vantar smá kynningarbækling um þetta allt saman“ segir Lay Low.

Í Toe Rag studios í London að taka upp aðra plötuna mína,

Farewell Good Night’s Sleep (2008)

9


HVERNIG BÆR VILJUM VIÐ VERA?

Öflugt atvinnulíf

Hveragerði er fallegasti bær landsins að mínu mati. Í fallegasta bæjarstæði landsins. En við þurfum hins vegar að marka

stefnu að því hvernig bær við ætlum að vera. Ætlum við að vera úthverfi Reykjavíkur eða viljum við byggja upp öflugt

bæjarfélag með þessum miklu tækifærum sem hér liggja. Hvort heldur sem er þarf að setja markmið og vinna ötullega

að þeim markmiðum. Ef þetta verður svefnbær þarf að aðlaga þjónustu íbúanna með það að markmiði. Ég tel þó að

hér ætti að setja krefjandi markmið um það að draga að ný fyrirtæki þar sem nálægð okkar við höfurborgarsvæðið

er mikill kostur. Hér getur verið mikil gróska í alls kyns nýsköpun og skapandi greinum. Það þarf að vinna að því að

auglýsa bæjarfélagið betur til að laða að ferðaþjónustufyrirtæki og laða að fólk sem hefur áhuga á að styrkja innviði

ferðaþjónustunnar í Hveragerði.

Fjölskyldubærinn Hveragerði

Í Hveragerði vil ég stofna fjölskyldu. Hér þarf að huga betur að allri umgjörð varðandi börnin okkar. Nú hafa ekki allir nýbakaðir foreldrar tök á því að

vera heima með barnið fram að 18 mánaða aldri þegar pláss á leikskóla á vera tryggt. Dagvistunarúrræði fyrir börn frá lokum fæðingarorlofs þurfa að

vera trygg, annað hvort með því að hér verði stofnaður ungbarnaleikskóli eða að ávallt sé tryggt að nóg sé af dagforeldrum.

Þátttaka barna í íþróttum og tómstundastarfi í Hveragerði eru að mínu mati dýr. Með því að innleiða frístundastyrki fyrir börn má koma til móts við

þennan kostnað fjölskyldna. Eins þarf að hlúa betur að krökkum á miðstigi og elsta stigi grunnskólans, t.d. með því að efla félagsmiðstöðina með því

að ráða inn starfsmenn með menntun í tómstundafræðum. Auðvitað ætti líka að fá krakkana til að koma með hugmyndir að því hvað þau vilja að sé

gert varðandi afþreyingu fyrir þau.

Íbúarnir ráði meiru

Ég vil að öll stjórnsýsla bæjarnins verði gerð aðgengilegri og að íbúarnir hafi meira um það að segja hvað sé gert í þeirra hverfum. Ég sé fyrir mér

íbúaþing eða íbúakosningar, kannski vefsíðuna betrihveragerdi.is, svipað og gert hefur verið í Reykjavík þar sem íbúalýðræði ræður för. Einnig vil ég

auka allt gegnsæi stjórnsýslunnar. Mig langar að sjá aukið samráð milli flokka og hvet öll framboð til að styðja góðar hugmyndir hvaðan sem þær

koma.

Það er undir ykkur komið kæru kjósendur, á fólk að halda áfram að sækja atvinnu út fyrir bæinn í stórum stíl eða eigum við að gera eitthvað í málinu!

Hvernig bær viljum við vera?

Walter Fannar Kristjánsson,

5. sæti Samfylkingarinnar og óháðra í Hveragerði

XS

Nokkur áherslumál á komandi

kjörtímabili:

Eflum atvinnu

Frístundastyrkir fyrir börn

Íbúalýðræði

Stöndum vörð um hverasvæðið

Aðgengi fyrir alla í stofnunum og

umhverfi bæjarins

Umferðaröryggi í samvinnu við íbúa

Heilsueflandi samfélag

Samstaða gegn frekari virkjunum

Árleg bókmenntahátíð

Skipulag miðbæjar í samvinnu við

íbúa

Nærþjónusta við eldri borgara

Samfylkingin og óháðir í Hveragerði

Opnun kosningamiðstöðvar að Reykjamörk 1, 18. maí kl. 14 - Allir velkomnir

Kosningamiðstöðin er opin virka daga kl. 20-22 og helgar 12-18

Finndu okkur á www.xshveragerdi.is og facebook.com/xshveragerdi

10


Golfleikjanámskeið í júní

Golfklúbbur Hveragerðis býður upp á golfleikjanámskeið í

sumar. Námskeiðin fara fram á golfvellinum við Hótel Örk.

Námskeiðin eru þrjú talsins:

• 10.-13. júní

• 16.-20. júní

• 23.-27. júní

Golfæfingar GHG fyrir börn og unglinga

hefjast þriðjudaginn 27. maí.

Golfklúbbur Hveragerðis stendur fyrir golfæfingum

fyrir börn og unglinga í allt sumar á Golfvellinum á

Hótel Örk. Æfingarnar eru tvisvar í viku, þriðjudaga og

fimmtudaga kl. 16:00 – 17:30.

Leiðbeinendur verða Birgir Busk og Ólafur Dór

Steindórsson. Margt verður brallað í sumar, t.d. verður

leikið næturgolf og farið í golfferð í haust.

Nánari upplýsingar á heimasíðu GHG

www.ghg.is.

Á lokadegi hvers námskeiðs verður haldið golfmót sem lýkur

með verðlaunaafhendingu og grillveislu.

Á námskeiðunum verður farið í undirstöðuatriði

golfíþróttarinnar og allskyns golfleiki þar sem skemmtun og

fróðleikur fara saman.

Námskeiðin eru hugsuð fyrir nemendur af yngsta- og

miðstigi grunnskóla (6-12 ára). Umsjón er í höndum Páls

Sveinssonar, leiðbeinendur verða Jón Bjarni Sigurðsson og

Melkorka Elín Sigurðardóttir.

Námskeiðsgjald er kr. 5.000, verð fyrir systkini kr. 3000

hvert.

Æskilegt er að nemendur hafi meðferðis nesti, öll hreinlætisog

nestisaðstaða er til staðar á Hótel Örk. Þátttakendur þurfa

að hafa hlífðarfatnað tiltækan, golfklúbburinn getur útvegað

golfkylfur og golfbolta.

Skráning fer fram hjá Páli í síma 822-9987

og á pallsv@hveragerdi.is

HEILSUBÆRINN HVERAGERÐI

Hveragerði hefur alla burði til þess að verða til fyrirmyndar varðandi heilsueflingu. Hér er

dásamlegt umhverfi til útivistar, frábær sundlaug og miklu púðri hefur að undanförnu verið eytt í

eflingu íþróttamannvirkja sem ekki var vanþörf á. Hér blómstrar íþróttaiðkun bæjarbúa sem aldrei

fyrr, fólk er ýmist í Zumba, Crossfit eða skokkhópnum.

Frístundastyrkir

Til þess að Hveragerði verði til fyrirmyndar sem heilsueflandi samfélag má ekki gleyma

börnunum okkar. Bæjarfélagið hefur eytt miklum fjármunum í bætta íþróttaaðstöðu en við

teljum að aðalatriðið hafi setið á hakanum, það er að tryggja aðgengi barna að fjölbreyttu íþróttaog

tómstundastarfi óháð efnahag foreldra. Kostnaður vegna tómstunda barna er stór útgjaldaliður fjölskyldufólks, ekki síst í barnmörgum fjölskyldum.

Ýmsar leiðir er hægt að fara til að létta undir með fólki og stuðla þannig að jafnari tækifærum barna til fjölbreytts tómstundastarfs en rannsóknir hafa

sýnt að forvarnargildi þess er margvíslegt og ótvírætt. Víða hér á landi hafa verið innleiddir frístundastyrkir en með þeim er hægt að lækka þennan

kostnað umtalsvert og teljum við nauðsynlegt að bæjarfélagið taki upp slíka styrki. Æskilegt væri að bæjarfélagið gæti einnig stuðlað að auknu

samstarfi deilda Hamars þannig að yngstu iðkendurnir fengju aukin tækifæri til þess að prófa hinar ýmsu greinar með því að greiða eitt gjald fyrir sem

haldið væri í lágmarki.

Öll börn fái hollan mat í skólum

Í heilsueflandi samfélagi er annað atriði sem skiptir ekki minna máli en hreyfing og það er mataræði. Hvergerðingar eru upp til hópa mjög meðvitaðir

um hollt mataræði - hver hefur ekki heyrt minnst á paleo, lágkolvetna mataræði eða hvað þetta heitir nú allt. Í þessu samhengi má ekki gleyma

börnunum okkar en næring gegnir mikilvægu hlutverki í öllu skólastarfi þar sem gott mataræði getur til dæmis haft áhrif á einbeitingu, hegðun og

námsárangur. Mikilvægt er að venja börn á gott mataræði frá unga aldri en auðveldara er að móta hegðun en að breyta henni.

Börnin okkar verja stórum hluta dagsins í skólum bæjarins og skólaseli og mikilvægt er að tryggja að þar hafi börnin okkar aðgengi að hollum og

fjölbreyttum mat samhliða hreyfingu og útiveru. Við fögnum því að grunnskólinn sé nú þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi grunnskóli sem á

vonandi eftir að eflast enn frekar um leið og við teljum mikilvægt að leikskólar og frístundaheimili fylgi sambærilegum stefnum. Innan heilsueflandi

skólaverkefna eru skólar hvattir til þess að mynda heildræna stefnu á sviði næringar og framfylgja opinberum ráðleggingum um mataræði og

næringu.

Við viljum að Hveragerði marki sér sess sem alvöru heilsueflandi bæjarfélag, þar sem skólar bæjarins fylgja heilsueflandi stefnu, tryggja aðgengi barna

að næringarríkum og fjölbreyttum mat og stuðla að auknum jöfnuði barna að tómstundaiðkun.

Bjarney Sif Ægisdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir skipa 4. og 6. sæti Samfylkingarinnar og óháðra í Hveragerði.

11


TÆKIFÆRI Á SVIÐI ATVINNUMÁLA

Sú athygli sem Ísland fékk við efnahagshrunið og skömmu síðar við eldgosið í Eyjafjallajökli hefur óneitanlega þrátt fyrir

allt skilað sér með jákvæðum hætti í verulegri fjölgun erlendra ferðamanna. Við Hvergerðingar höfum ekki farið varhluta

af þessari fjölgun frekar en aðrir landsmenn. Í slíkri fjölgun felast fjölmörg tækifæri og þá ekki síst fyrir Hveragerði. Þessi

tækifæri eigum við að nýta okkur með markvissum hætti.

Í Hveragerði er nú þegar góður grunnur að ýmiskonar þjónustustarfsemi fyrir ferðamenn en sóknarfæri felast í því að

þeir sjái sér hag í að koma til okkar til lengri dvalar. Heilsustofnun NLFÍ hefur um áratuga skeið staðið í fylkingarbrjósti á

Íslandi við að taka á móti landsmönnum til lengri dvalar til að styrkja heilsuna. Á HNLFÍ er rekin starfsemi í heimsklassa

á því sviði. Hveragerði hefur alla burði til að útvíkka þetta hlutverk, þ.e. að vera staður þar sem landsmenn sjálfir og ekki

síður erlendir gestir geta sótt sér endurnæringu á sál og líkama. Þetta má m.a. gera með góðri samvinnu við HNLFÍ og aðra þjónustuaðila í bænum

og jafnframt við aðra áhugaaðila um uppbyggingu á þessu sviði.

Bæjarstjórn getur gert ýmislegt til að styðja við uppbyggingu á sviði heilsutengdrar ferðaþjónustu. Þetta má m.a. gera með því að leggja mikla

áherslu á umhverfismálin og fegrun bæjarins. Einnig þarf skipulag Hveragerðis að taka mið af því hvert við viljum stefna í þessum efnum. Þá getur

viss sveigjanleiki í lóða- og byggingargjöldum liðkað til fyrir fjárfestingum á þessu sviði.

Ekki má gleyma því að sterkir innviðir og góð líðan íbúa er grunnur að því að aðrir vilji koma til okkar að sækja sér endurnæringu og bætta heilsu.

Þannig skiptir mjög miklu máli að við rekum góða skóla og sköpum góðar aðstæður fyrir íþróttalíf og útivist. Ekki má gleyma því heldur að sterkt

atvinnulíf er ein forsenda þess að fólk geti lifað góðu lífi. Þótt hluti bæjarbúa geti sótt vinnu annarsstaðar og að skapaðar hafi verið góðar aðstæður

til þess með bættum samgöngum þá þurfum við að huga betur að öflugri uppbyggingu atvinnulífs og skapa aðstæður sem laða fyrirtæki að

bænum í meira mæli en verið hefur. Heilsutengd ferðaþjónusta og tengd starfsemi er einn mikilvægasti möguleikinn í þeim efnum.

Eyþór H. Ólafsson, skipar 2. sæti á D-Listanum í Hveragerði

REYNSLA, FORYSTA, FRAMTÍÐARSÝN

D-listinn leggur nú verk sín í dóm kjósenda að afloknu þessu kjörtímabili. Kjörtímabili sem einkennst hefur af stöðugleika,

sátt og einingu í bæjarfélaginu okkar. Við sem skipum bæjarstjórn finnum að íbúar kunna vel að meta það að hér vinna

bæjarfulltrúar sameiginlega með hag íbúa að leiðarljósi. Við höfum líka fundið vel fyrir því hversu sáttir íbúar eru við

öfluga baráttu bæjarstjórnar fyrir sameiginlegum hagsmunum okkar allra. Þar hafa bæjarfulltrúar einhuga barist fyrir

til dæmis fjölgun hjúkrunarrýma, tvöföldun Suðurlandsvegar, barist gegn Bitru og verið í harðri baráttu þegar kom að

áhrifum framkvæmdanna á heiðinni hér fyrir ofan okkur svo fátt eitt sé talið. Þessi barátta hefur vakið athygli langt út fyrir

bæjarmörkin og er þessi samstaða ekki sjálfsögð og einingin í bæjarfélaginu ekki heldur. Þess vegna teljum við mikilvægt

að haldið verði áfram því góða starfi sem hafið er.

Við frambjóðendur D-listans leggjum áherslu á framúrskarandi þjónustu. Að samfélagið taki ávallt mið af hagsmunum og þörfum íbúanna.

Samstarf við Strætó bs. um tíðari ferðir til höfuðborgarinnar er verkefni sem við erum afar stolt af. Þar með voru íbúum tryggðar tíðar ferðir á góðum

kjörum inn í miðju stærsta atvinnusvæði landsins. Hefur þetta reynst mikilvæg samgöngubót fyrir þá fjölmörgu sem sækja vinnu eða nám til

höfuðborgarsvæðisins.

D-listinn leggur áherslu á að hér séu skóla- og leikskólamál eins og best gerist. Til þess að gera þar enn betur munum við til dæmis bæta aðstöðu

mötuneytis í grunnskólanum, netvæða skólana alla og hefja rekstur á leikskóladeild fyrir börn frá 12 mánaða aldri. Til að stuðla að markvissri þátttöku

barna og ungmenna í frístunda og tómstundastarfi verða frístundastyrkir teknir upp.

Við munum leggja áherslu á að skapa bænum sérstöðu á sviði umhverfismála, ferðaþjónustu og íþrótta. Við munum áfram leggja áherslu á öfluga

atvinnuuppbyggingu.

Undanfarin ár hefur meirihluti D-listans í bæjarstjórn orðið að takast á við erfiðar aðstæður í kringum efnahagshrunið en á sama tíma hefur verið

ráðist í ýmsar þarfar framkvæmdir. Bygging Hamarshallarinnar var þrekvirki enda um einstaka framkvæmd að ræða. Til þess að taka slíkar ákvarðanir

þarf kjark og þor en jafnframt reynslu og þekkingu.

Meirihluti D-listans hefur þá þekkingu sem þarf og reynsluna til að taka réttar ákvarðanir. Við treystum á ykkar stuðning þann 31. maí næstkomandi.

Aldís Hafsteinsdóttir, 4. sæti D-listans.

12


STRÁKARNIR OG STELPURNAR OKKAR

BIKARINN KOM TIL BAKA

ÍSLANDSMEISTARAR Í FITNESS

RAGNAR Í ÚTRÁS

Körfuknattleiksmaðurinn og næst stærsti

Íslendingurinn, Ragnar Nathanaelsson hefur

samið við sænska úrvalsdeildarliðið Sundsvall

Dragons. Hann mun mæta galvaskur til leiks

þann 1. september næstkomandi.

Krumminn óskar honum góðs gengis og

vonum að hann verði nú duglegur að kjósa

Ísland í næstu Eurovision fyrir okkur.

Héraðsmsót HSK var haldið sunnudaginn

4. maí í Þorlákshöfn. Bikarinn verður áfram

í Hveragerði þar sem Hamar sigraði í

stigakeppninni og eignaðist tvo HSK meistara

Bjarndísi Blöndal og Þórhall Einisson.

Nánar um mótið og myndir inn á

Badmintonsíðu Hamars á Facebook.

Tvær stúlkur úr Hveragerði sigruðu í sitthvorum

módel-fitness flokknum fyrir sig á Íslandsmóti

IFBB í fitness og vaxtarrækt í Háskólabíói sem

haldið var 17.-18. apríl.

Rakel Rós Friðriksdóttir (til vinstri) varð í 1. sæti

í módelfitness - unglingaflokki og Gyða Hrönn

Þorsteinsdóttir varð í 1. sæti í módelfitness

- 171cm+ flokki.

BORGUNARBIKARINN

HAMAR 1 - KFR 0

Hamar sló KFR út í Borgunarbikarnum 13. maí

sl. Hamarsmenn byrjuðu leikinn mun betur og

á 22. mínútu skoraði Samúel Arnar Kjartansson

fyrir Hamarsmenn.

Seinni hálfleikur var mun jafnari en

Hamarsmenn héldu þetta út og unnu

sanngjarnan sigur á liði KFR.

Við hvetjum alla til að mæta og hvetja okkar

menn í sumar. Hægt er að sjá dagsetningarnar

inn á www.hamarsport.is

AFREKSKYLFINGAR

Síðustu ár hafa nokkur ungmenni úr GHG keppt fyrir

hönd GHG á mótum hérlendis sem erlendis. Þessi hópur

æfir tvisvar í viku undir leiðsögn PGA þjálfarans Ingvars

Jónssonar. Þeir sem hafa náð árangri og hyggjast keppa í

golfíþróttinni geta stundað þessar æfingar.

Ástundunar- og háttvísiverðlaun GHG

Á hverju ári hljóta tveir kylfingar úr barna- og unglingahópi

GHG ástundunar- og háttvísisverðlaun, sem eru golfferð til

Bandaríkjanna. Þeir sem skarað hafa fram úr í dugnaði og

ástundun við æfingar ásamt því að vera fyrirmynd í hegðun

og framkomu koma til greina í valinu.

Katrín Eik leikur golf á Long Island í Bandaríkjunum Keppnissveit GHG 15 ára og yngri 2013

Sumarið 2014 verður farið í þriðja sinn í slíka ferð til Long Island í New York-fylki og gist hjá Magnúsi Magnússyni, velunnara GHG. Þá er golf leikið á

fegurstu golfvöllum Bandaríkjanna, PGA golfmótaröðin heimsótt, farið í skoðunarferð til New York og að sjálfsögðu kíkt í verslunarmiðstöðvar.

Við hvetjum alla krakka í Hveragerði og nágrenni til að koma og prófa golf í sumar og vonumst til að sjá sem flesta á vellinum!

Nánar um afrekshópinn og fréttir á www.ghg.is.

Páll Sveinsson

Formaður barna- og unglinganefndar GHG

Kæru lesendur

Gleðilegt sumar

Velkomin

Úrvals

gróðurmold

til sölu

GARPAR ehf.

Sími 894 0444

garparehf@@simnet.is

13


HVAR EIGA BÖRNIN OKKAR AÐ VERA?

Eftir 7 ára dvöl í Danmörku er ég og litla fjölskyldan mín komin heim í bæinn okkar fagra, Hveragerði. Hér er gott að vera.

Hér er fallegt og notalegt umhverfi og fólkið skemmtilegt. Hér viljum við búa. Hérna er þó eitt stórt vandamál. Dagvistun

barna 5 ára og yngri.

Í nútímasamfélagi er orðið sjaldgæft að aðeins annað foreldrið geti farið út á vinnumarkaðinn. Í dag þurfum við að vinna

tvöfalt meira en áður til að fæða og klæða fjölskylduna. Þess vegna eru margir í þeirri aðstöðu að þurfa setja börnin sín í

dagvistun allan daginn.

Fyrir okkur vinnandi foreldra, sem ekki höfum möguleika á að vera heima með krílunum, er þetta ört vaxandi vandamál. Í

Hveragerði er vinsælt að búa. Þess vegna er nauðsynlegt að koma með framtíðarlausn á þessu vandamáli.

Sonur minn varð tveggja ára í janúar. Hann er orkubolti eins og börn á þessum aldri. Hann er því miður á biðlista og kemst ekki inn á leikskólann fyrr

en í ágúst eða september. Hvað á fjölskyldan að gera? Það hafa því miður ekki allir þau forréttindi að hafa marga í kringum sig sem geta aðstoðað

með krílin í fleiri mánuði á meðan beðið er eftir leikskólaplássi og eða dagforeldraplássi. Það VERÐUR einfaldlega að búa til fleiri leikskólapláss.

Í Hveragerði starfa aðeins þrír dagforeldrar og mörg börn eru nú þegar komin á biðlista. Í haust lítur út fyrir að aðeins eitt dagforeldri starfi í

bæjarfélaginu. Dagforeldrar hafa komið og farið því er mikilvægt að finna góða dagforeldra sem eru tilbúnir til að starfa til langtíma litið. Það

eru ekki allir tilbúnir að leggja heimilið sitt undir fyrir starfsemi af þessum toga. Þessu fylgir kámugir puttar, slef og matarslettur upp um alla

veggi. Ég skil mætavel að sumir bakki út úr þessu starfi og snúi sér að öðru. Ég tel að með því að finna húsnæði undir starfsemina sem fyrst verði

eftirsóknarverðara að starfa sem dagforeldri í Hveragerði þar sem eigið húsnæði er ekki lagt undir.

Við líkjum okkur við hin Norðurlöndin á mörgum sviðum og dagvistun barna er eitt af þeim málum sem við mættum læra af Dönum. Sonur minn

var á svokallaðri „vöggustofu‘‘ í Danmörku. Vöggustofa er ungbarnaleikskóli fyrir börn þriggja ára og yngri sem ekki hafa aldur til að komast inn á

danskan leikskóla og er reksturinn á vegum bæjarfélagsins. Á slíkri deild eru ca 13 börn og 3 leiðbeinendur í fullu starfi til að sinna þeim. Þarna er

opið frá klukkan 06:30-17:00 alla virka daga. Það eru aldrei vandamál með forföll eða veikindi leiðbeinanda, þú getur alltaf komið með börnin. Mér

fannst þetta æðislegt og strákurinn elskaði að vera þarna.

Með því að byggja vöggustofu fyrir 2 ára og yngri og hafa pláss fyrir a.m.k. 20 börn komum við til móts við þessa gríðarmiklu eftirspurn á

dagforeldraplássi. Ég segi; því fyrr, því betra!

Ásdís Alda Runólfsdóttir, skipar 4. sæti á lista Frjálsir með Framsókn X-B

Umhverfið

Frístundakort

Spjaldtölvuvæðing

Fjármál

Dagforeldrar

Atvinnumál

Íþróttarúta

Góður kostur

fyrir HveraGerði

tryggjum Garðari öruggt sæti í bæjarstjórn

XB

facebook.com/frjalsirmedframsokn

Kosningaskrifstofa:

Breiðumörk 27

(hliðina á heilsugæslunni)

sími: 862-7501

14


FRÍSTUNDAKORT - FYRIR BÖRNIN OKKAR

Frjálsir með Framsókn í Hveragerði líta svo á að það sé hlutverk sveitarfélags að jafna aðstöðu barna og unglinga á

grunnskólaaldri til tómstunda-, lista- og íþróttaiðkunar. Leið að þessu takmarki eru frístundakort, sem standa börnum

til boða víða um land. Markmiðið er að leggja áherslu á, styðja og hvetja börn og ungmenni, til þess að taka þátt í

uppbyggilegu frístundastarfi, óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Frístundakortið eykur jöfnuð í sveitarfélaginu

og einnig fjölbreytileika í íþrótta- og tómstundastarfi. Kortið veitir hverju barni rétt á allt að 30.000 kr endurgreiðslu af

þátttöku- eða æfingagjöldum á ári.

Eins og málum er nú háttað hjá okkur í Hveragerði eru gerðir þjónustusamningar við íþrótta-, æskulýðs- og

tómstundafélög en frístundakortið mun ekki hafa áhrif þar á. Til að nýta sér fyrirgreiðslu bæjarfélagsins eru börnin okkar

því bundin af því að iðka einhverja þá íþrótt, eða tómstund, sem hér er í boði. En veröldin er stærri en bærinn okkar! Væntanlega hafa einhverjir

áhuga á öðrum íþróttum eða tómstundum en hér eru í boði. Fari viðkomandi út fyrir bæinn til að sinna hugðarefnum sínum, fylgir honum engin

fyrirgreiðsla, á sama hátt og þeim sem iðka sín áhugamál innan bæjarmarkana. Þessu vilja Frjálsir með Framsókn breyta. Við teljum að greiðslurnar

eigi að fylgja börnunum, en með því gefst þeim færi á að stunda þær íþróttir eða tómstundir sem þau kjósa. Óháð því hvort það er í boði í bænum

eða ekki.

Garðar Rúnar Árnason, skipar 1. sæti á lista Frjálsir með Framsókn

Viðgerðar- og

saumaþjónusta

Ósk Gísladóttir

Arnarheiði 28

Sími: 483 5299

Gsm: 842 5299

HÁRSNYRTISTOFAN

ópus

Breiðumörk 2

Hveragerði

Sími 483 4833

Garðplöntusalan

BORG

Þelamörk 54

810 Hveragerði

Sími: 483 4438

borg@borghveragerdi.is • www.borghveragerdi.is

Opið alla daga kl.10-20

FYRIRTÆKJAKYNNING

Krumminn kíkti í kaffi á skrifstofu

sem er búin að vera í nærri tólf

ár við Breiðumörkina. Þar er oft

mikið um að vera enda er um margvíslegan rekstur að ræða. Þar kemur fólk

til að ræða um tryggingar, endurnýja happdrættin sín eða jafnvel kaupir sér

húseignir til að búa í. Þar vinna þau Kristinn G. Kristjánsson og Ingibjörg Sverrisdóttir.

Við tókum þau tali og spurðum um hagi þess og tilurð þessa reksturs. „Ég keypti jörðina Kvisti í Ölfusi árið

1977 en fluttist svo til Hveragerðis árið 1983. Sótti í fyrstu vinnu hjá Landsbankanum á Selfossi en árið 1989 tók

ég við starfi bæjargjaldkera hjá Hveragerðisbæ og vann þar til ársins 2003 en þá tók ég við starfi þjónustustjóra

fyrir Vís í Hveragerði og sameinaði þar með aukavinnuna við aðalvinnuna“ segir Kristinn og bætir við að hann

hafi í aukavinnu annast milligöngu um sölu fasteigna í sínu nærumhverfi síðan 1986. Árið 2006 öðlaðist

hann svo full réttindi sem löggiltur fasteignasali og það má því segja að hann hafi annast milligöngu um

fasteignir fyrir Hvergerðinga í um 30 ár.

Garðplöntur í úrvali

Tré, runnar, fjölær blóm,

ávaxtatré, matjurtaplöntur,

sumarblóm, mold, áburður og fl.

Austurmörk 16,

Verið

Hveragerði

velkomin

þökkum viðskiptin

GSM: 868 9390

Lars, Ragnheiður

Lóreley Sigurjónsdóttir

og starfsfólk.

Einkaþjálfari

og alþjóðlegur

Zumbakennari (zin)

Aðspurður segir hann skipta miklu máli að ríkja þagmælsku og trúnað milli fólks því þegar hugað er að

fasteignakaupum þarf oft að skoða málin ofan í kjölin og þá koma stundum upp fjölskylduaðstæður

og persónuleg málefni. Ingibjörg hefur starfað á skrifstofu Fagvís í hlutastarfi frá árinu 2005 en hún fékk

réttindi sem löggiltur leigumiðlari árið 2010. Bakgrunnur hennar er úr garðyrkjunni en hún er alin upp í

Biskupstungunum og flutti í Ölfusið árið 1989. „Þetta er fjölbreytt og skemmtilegt starf. Hingað kemur fólk með

margskonar málefni, jafnt í tryggingargeiranum sem og í fasteignahugleiðingum. Síðan eru fastir viðskiptavinir

að endurnýja happdrættismiðana sína“ segir Ingibjörg glaðbeitt og segir starfið gefandi og skemmtilegt. „Ég

hef kynnst fjölmörgum í gegnum starfið hér og tíminn líður svo hratt að dagarnir eru alltaf of stuttir“.

NÆSTI KRUMMI KEMUR ÚT FYRIR

BLÓM Í BÆ. MINNUM Á AÐ PANTA

AUGLÝSINGAR OG SENDA GREINAR

TÍMANLEGA

KRÚNK KRÁ KRÁ

Krumminn óskar þeim velfarnaðar á komandi sumri og þakkar fyrir góðar móttökur.

15


ÞVOTTAKONUR Á HVERASVÆÐINU 1934

Í Þjóðskjalasafni Hollands er varðveitt ljósmyndasafn hollenska

blaðaljósmyndarans Willem van de Poll (1895-1970). Sumarið 1934

ferðaðist hann um Ísland ásamt samstarfskonu sinni í þeim tilgangi

að ljósmynda og skrifa greinar um land og þjóð. Í ljósmyndasafni hans

er að finna margar myndir frá Íslandsheimsókninni og þar á meðal

einstakar myndir af þvottakonum á hverasvæðinu í Hveragerði sem hér

eru birtar.

Á annarri myndinni sjást tvær konur bogra yfir þvotti við Bakkahver og

drengur fylgist með ljósmyndaranum. Ölfusingar höfðu lengi nýtt sér

heita vatnið í Hveragerði til þvotta og það gerðu einnig íbúar í hinu

nýja þorpi sem árið 1934 var einungis um fimm ára gamalt. Þvottur

var þveginn í þró við Bakkahver á bakka Hveralækjarins, litlu neðar en

þar sem fótaböðin á hverasvæðinu eru nú. Bakkahver var virkjaður

árið 1930 fyrir Mjólkurbú Ölfusinga. Steypt var yfir hverinn nokkurs

konar hjálmur og hann þannig virkjaður. Tvö fjögurra tommu rör lágu

frá hvernum og í mjólkurbúið, annað fyrir heitt vatn sem lá neðst á

hjálminum og hitt fyrir gufu sem var efst. Voru rörin vel einangruð með

samtals um 30 cm. lagi af hveraleir, mómylsnu, tjörupappa og koltjöru

til að sem minnstur hiti tapaðist á leið í búið. Hveravatnið var notað

ásamt upphituðu köldu vatni til að gerilsneyða mjólk.

Gufan var notuð til þess að sjóða mysuost. Vatnið í Bakkahver var

nálægt 100° C heitt á yfirborðinu og um 102° C á 1,5 m dýpi. Rennsli

Bakkahvers var um 2 lítrar á sekúndu. Steypuhjálmurinn á Bakkahver

var lengi sýnilegur á hverasvæðinu en er nú horfinn og Bakkahver ekki

lengur virkur.

Á hinni myndinni eru þvottakonurnar tvær við þvotta og í bakgrunni

sést frá vinstri í Varmahlíð sem er elsta hús Hveragerðis byggt 1929,

Þinghúsið (gamla hótelið) og Mjólkurbú Ölfusinga. Ef vel er rýnt í

myndina sést í hvilftina þar sem Sundlaugin Laugaskarð var byggð árið

1938.

Þó erfitt sé að greina andlit kvennanna væri fróðlegt ef einhver hefði

hugmynd um hverjar konurnar væru og drengurinn.

Njörður Sigurðsson

Viltu heimsækja Akureyri?

Orlofshúsin okkar eru staðsett í Hálöndum Hlíðarfjalli og því frábær gisting á Akureyri, ekki nema 5 km frá miðbænum. Við

erum með þrjú orlofshús til leigu. Húsin eru á besta stað fyrir fjölskyldufólk, nálægt skíðaaðstöðunni í Hlíðarfjalli og er stutt

í aðra tómstundaiðju. Orlofshúsin henta einnig vel yfir sumartímann fyrir þá sem eru að leita sér að gistingu á og í kringum

Akureyri.

www.hrimland.is HRIMLAND@HRIMLAND.IS

Sími 860 8160

16

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!