11.05.2020 Views

Krumminn október 2014

Bæjarblað Hveragerðis

Bæjarblað Hveragerðis

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

5. TBL. 1. ÁRG. OKTÓBER <strong>2014</strong> --- DREIFT FRÍTT Á HEIMILI OG FYRIRTÆKI Í HVERAGERÐI OG ÖLFUSI<br />

HVAÐ VITUM<br />

VIÐ EKKI<br />

UM ALDÍSI?<br />

Á vordögum var Aldís Hafsteinsdóttir endurkjörin bæjarstjóri í<br />

Hveragerði þriðja kjörtímabilið í röð. Aldís er uppalin í Hveragerði,<br />

þekkir hér hvern stein og þúfu og flestir íbúar vita einhver deili á<br />

henni en skyldi vera til hlið á Aldísi sem okkur er ókunn og hvaða<br />

framtíðardrauma gengur hún með í maganum? Okkur lék forvitni á<br />

að kynnast þessari hlið á konunni sem setið hefur lengst allra sem<br />

bæjarstjóri í Hveragerði og er fyrst kvenna til að gegna þeirri stöðu.<br />

Í <strong>október</strong>byrjun mæltum við okkur mót við Aldísi á uppáhaldsstaðnum<br />

hennar í Hveragerði en sökum kröftugrar haustlægðar sem<br />

gekk yfir landið þann daginn þá var stefnumótið fært inn í hús<br />

Sjálfstæðisfélagsins í Hveragerði<br />

Framhald á bls. 6-7<br />

GAMAN Í SUMAR<br />

1


www.krumminn.is<br />

krumminn@krumminn.is<br />

Útgefandi: Klettagjá ehf.<br />

Ritstjórar og ábyrgðarmenn:<br />

Hrund Guðmundsdóttir<br />

Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir<br />

Umbrot: Hvergi Slf.<br />

Prentun: Prenttækni<br />

Upplag: 2000 stk.<br />

Próförk: Elísabet M. Nickel Stefánsdóttir<br />

Myndir: Guðmundur Erlingsson,<br />

Ösp Vilberg Baldursdóttir og fleira<br />

hæfileikafólk úr Hveragerði<br />

Innsent efni:<br />

Fréttir: frettir@krumminn.is<br />

Aðsendar greinar: krumminn@krumminn.is<br />

Auglýsingar: auglysingar@krumminn.is<br />

HAUSTVERKIN<br />

Þá er sumarfríi Krummans lokið. Ritstjórarnir báðir að byrja að vinna og ungarnir komnir til<br />

dagmömmu. Sumarið flaug frá okkur og vegna veikinda, auglýsingaskorts, rigningatíðar og<br />

allskonar annarra afsakana kom ekkert blað út í júlí eins og við ætluðum okkur.<br />

Vonandi getum við haldið þessu útgáfubrölti samt áfram og næst þegar við höfum ekkert að<br />

gera .... eins og núna ætlum við að gefa út ritröð af bókum úr eigin reynsluheimi: Hvernig á að<br />

gefa út bæjarblað með barn á brjósti. Hvernig á að vélrita með hægri meðan maður gefur brjóst<br />

og talar í símann. Húsráðsbókin Gamlar matarleifar og bananar á gólfi og veggjum. Sálfræðibókin<br />

Glataðar stundir með vanræktu eldra barni - fyrra bindi. Sjálfshálparbókin - Elskum RSK og VSK<br />

og alla sem vinna til 15.30. Svo verður gefinn út dvd-diskur um hvernig maður kemur sér í form -<br />

Blaðaútburður með barnakerrur.<br />

<strong>Krumminn</strong> er <strong>október</strong>bleikur í dag og hann kemur aftur út í kringum aðventuna og verður þá<br />

settur í jóladressið.<br />

Góðar stundir<br />

Hrund og Ellen Ýr<br />

LÍF OG FJÖR Á BLÓM Í BÆ<br />

2


3


STUTTAR FRÉTTIR FRÁ BÆJARSTJÓRA<br />

Skafa þurfti bílinn nokkra morgna í vikunni og sannar það enn og aftur að veturinn á Íslandi verður ekki umflúinn og<br />

það jafnvel ekki þó okkur finnist við eiga annað og betra skilið eftir einstakt rigningarsumar.<br />

Trjágreinar og runnar sem sem gægjast út fyrir lóðamörk eru oftast flestum til ama. Mælst er til þess að íbúar sjái til<br />

þess að slíkt sé ekki gangandi vegfarendum til trafala í vetur og ekki síður snjóruðningstækjunum þegar moka þarf snjó<br />

af gangstéttum.<br />

Hátíðir sumarsins voru haldnar í sól og blíðu og fyrir það erum við þakklát. Fjöldi gesta heimsótti bæinn þessa daga<br />

og tóku bæjarbúar einstaklega vel á móti gestum sínum. Gestrisni og gleði einkennir bæjarhátíðirnar okkar og er ekki að<br />

efa að sá andi skilar sér til þeirra sem hingað koma.<br />

Fasteignasala hefur gengið afar vel það sem af er ári og seljast eignir hratt hér í bæ. Ófremdarástand hefur því miður skapast á leigumarkaði<br />

eins og fjöldi auglýsinga í Bónus er best til vitnis um. Hafa bæjaryfirvöld átt í góðum samskiptum við starfsmenn Íbúðalánasjóðs sem í kjölfarið<br />

hafa auglýst hér íbúðir til leigu.<br />

Tvö raðhús rísa nú hratt í Dalsbrún en í þeim verða 10 nýjar íbúðir. Við Dalsbrún eru ennþá lóðir á lausu bæði fyrir raðhús og parhús svo<br />

áhugasamir eru hvattir til að skoða þær lóðir betur á heimasíðu bæjarins.<br />

Gatnagerð sumarsins er enn í fullum gangi. Malbik er nú komið á Bröttuhlíð en unnið er að frágangi gangstétta og umhverfis. Þverhlíðin verður<br />

einnig malbikuð sem og göngustígar milli Valsheiðar og Lyngheiðar. Bröttuhlíð verður lokað að austan við þessar framkvæmdir svo breytingar<br />

verða á gatnaskipan hverfisins.<br />

Drullusund fær líka andlitslyftingu í vetur og verður þeim merka göngustíg gert hátt undir höfði.<br />

Upplýsingaver hefur verið opnað í grunnskólanum þar sem tölvur og bækur sameinast til gleði fyrir nemendurna. Þar hefur Dúfukot einnig<br />

opnað en það er lítið bókasafn með bókum til yndislesturs fyrir yngstu kynslóðina í grunnskólanum. Þar er notalegt að vera.<br />

Leikskólinn Undraland fékk mikla andlitslyftingu bæði að utan og innan í sumar. Þar var til dæmis skipt um dúka á tveimur deildum en nýjum<br />

gólfdúkum er ætlað að minnka hljóðmengun í skólanum. Samkvæmt starfsmönnum virkar það afar vel.<br />

Drullumall aðstaða er komin upp í báðum leikskólunum og nýjar stórskemmtilegar rólur. Fótboltavöllur af smærri gerðinni hefur vakið mikla<br />

ánægju barna á Undralandi. Sífellt er unnið að því að bæta aðstöðu yngstu barnanna í bæjarfélaginu.<br />

Ljósleiðari er nú lagður í öll íbúðarhús í Hveragerði á vegum Gagnaveitu Reykjavíkur. Er framkvæmdin bæjarbúum að kostnaðarlausu en hún er<br />

hluti af samningi sem gerður var um sölu Hitaveitu Hveragerðis á sínum tíma. Eru íbúar hvattir til að þiggja boðið um lagningu ljósleiðarans í hús<br />

sín en með ljósleiðaranum er í boði hraðasta nettenging sem völ er á.<br />

Bæjarfulltrúar allra flokka vinna nú saman að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015. Ljóst er að gæta þarf ítrustu hagkvæmni en mörg<br />

verkefni kalla nú á fjármuni sem gaman væri að ráðast út í .<br />

Með ósk um notalegt haust,<br />

Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri<br />

Opnunartímar<br />

Gámastöðin<br />

Bláskógum 14 er opin alla daga vikunnar,<br />

nema sunnudaga.<br />

Virkir dagar frá kl.16:00 – 18:00<br />

Laugardagar frá kl. 14:00-18:00<br />

Bókasafnið<br />

Sunnumörk 2<br />

Mánudaga – föstudaga kl.13:00 – 18:30.<br />

Laugardaga kl. 11:00-14:00<br />

Upplýsingamiðstöð ferðamála á Suðurlandi<br />

Sunnumörk 2<br />

Opin virka daga kl. 8:30-16:00<br />

Bæjarskrifstofur<br />

Sunnumörk 2<br />

Afgreiðsla er opin: Mánud. – föstud. kl.10:00-15:00<br />

Sími er opinn: Mánud.-föstud. kl.9:00-16:00<br />

Hveragarðurinn<br />

Hveramörk 13<br />

Sumaropnun 1.apríl – 1.<strong>október</strong>: Mánudaga – laugardaga<br />

09:00-17:00. Sunnudaga lokað.<br />

Vetraropnun: Opið fyrir stóra hópa samkvæmt<br />

samkomulagi. Hafið samband við Upplýsingamiðstöð<br />

Suðurlands í síma 4834601 eða á netfangið<br />

tourinfo@hveragerdi.is<br />

Sundlaugin Laugaskarði<br />

Mánudaga – fimmtudaga kl. 07:00-20:15<br />

Föstudaga kl. 07:00-17:15<br />

Helgar kl. 10:00-17:15<br />

Hveragerðisbær Sunnumörk 2 810 Hveragerði Sími 4834000 Fax 4834801 hve@hveragerdi.is www.hveragerdi.is<br />

4


KRUNK KRUNK<br />

Pétur Pétursson<br />

Varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu<br />

Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Svona vinnulega þá<br />

finn ég mig vel í því sem ég er að gera í dag og vonast til þess að getað<br />

haldið áfram á þeirri braut eftir því sem ég eldist og stækka meira (á<br />

þverveginn). Fjölskyldulega er ég alsæll, ég er nú þegar eiginmaður<br />

og faðir, er hægt að hugsa sér það betra, ja nema kannski að verða<br />

einhvertímann afi.<br />

Hvað myndir þú gera ef þú mættir stjórna Íslandi í einn dag? Þar sem engar skyndilausnir eru<br />

til á vandamálum okkar blessaða lands og þjóðar þá hugsa ég að ég myndi setja á almennan frídag<br />

þennan dag (geri ráð fyrir að þetta væri sólríkur sumardagur), þar sem þjóðin gæti átt góðan „kósýdag“<br />

með sínum nánustu og rifjað upp fyrir sjálfum sér um hvað lífið virkilega snýst.<br />

Hver myndi leika þig ef gerð væri kvikmynd um þig? Ég veit ekki hver myndi leika mig ef svo<br />

ólíklega vildi til að um mig yrði gerð kvikmynd, ég hefði hinsvegar gaman af því að sjá hann Ólaf Darra<br />

gera það, hann er svo skrambi flottur leikari.<br />

CrossFit, skokk eða Zumba? Það sem hentar mér best á þessum tímapunkti í lífinu er CrossFit og<br />

stunda ég það af áfergju um þessar mundir.<br />

Hvar sérðu þig eftir fimm ár? Það ætla ég að vona að eftir fimm ár verði ég áfram<br />

hamingjusamlega giftur faðir búandi í Hveragerði við hestaheilsu.<br />

Hvað ertu hræddur við? Ég hugsa að það sem hræðir mig mest sé ástvinamissir.<br />

Fallegasti staðurinn? Hveragerði er náttúrulega gullfallegur staður, það vita allir! En landsvæðið í<br />

kringum Landmannalaugar er líklega í hópi fallegustu staða á jörðinni.<br />

Hvað gafstu síðast í gjöf? Ég gaf honum Ævar vini mínum Sudoku þrautir til þess að dunda við.<br />

Hverjum myndir þú vilja vera fastur í lyftu með? Ætli það væri ekki farsælast að ég myndi festast<br />

í lyftu með henni Baldvinu minni. Hún er búin að þola mig síðastliðin 22 ár og myndi líklega þola<br />

það að vera föst með mér í einhvern tíma í lyftu. Við höfum líka alltaf endalaus umræðuefni og myndi<br />

okkur líklega ekki leiðast eina mínútu.<br />

Hvað er það vandræðalegasta sem hefur komið fyrir þig? Úff, ég á líklega of mörg of slæm<br />

vandræðaleg augnablik til þess að birta hér, sumt verður bara að fá að deyja með manni. Ég get þó<br />

sagt frá þessu, einu sinni var ég að vinna sem öryggisfulltrúi við töku stórrar bandarískrar auglýsingar<br />

við Kleifarvatn. Ég átti að gæta að öryggi Bandarískrar kvikmyndastjörnu þar sem verið var að mynda<br />

á háhitasvæði og takan átti að fara fram við leirhver. Kvikmyndastjarnan var fönguleg ung kona og að<br />

sjálfsögðu vildi maður allt til vinna til þess að velferð hennar vær trygg.<br />

Ég áleit sem svo að aðstæður væru ekki tryggar þar sem brún hversins væri sleip og þar með hætta á<br />

að stjarnan rynni ofaní hverinn með hræðilegum afleiðingum. Ég bað því um að steinhella yrði flutt<br />

á svæðið til þess að setja undir fæturna á henni við brún hversins. Þetta tók allt heljarinnar tíma, tveir<br />

menn á sexhjóli fóru í að finna móbergshellu í verkið og á meðan biðu einhverjir tugir manna með<br />

tökur. Þetta þótti mér frekar erfitt því ég vill nú frekar að hlutirnir gangi eitthvað og á erfitt með að<br />

þola gauf og ráðaleysi. Loksins komum mennirnir með móbergshelluna á palli sexhjólsins keyrandi<br />

að hvernum. Ég gladdist og sá framá að þessu gaufi færi að ljúka og hægt væri að halda áfram. En<br />

nei, þegar þeir komu með helluna fóru þeir af hjólinu og gengu burt, ég hljóp til þeirra og spurði hvort<br />

þeir ætluðu ekki að setja hana við hverinn en þá sögðu þeir mér að það væri ekki í þeirra verkahring,<br />

aðrir menn kæmu í það. Þetta særði svo sannarlega í mér Íslenska reddaragenið svo ég rauk til og<br />

ákvað bara að redda þessu eins og sönnum Íslendingi sæmir. Ég greip móbergshelluna í fangið, sem<br />

reyndar var ansi þung, og staulaðist með hana að hvernum. Þar fyrir stóð stjarnan og bað ég hana<br />

eins karlmannlega og ég gat að færa sig því ég þyrfti að setja helluna niður við hverinn fyrir hana.<br />

Þetta sagði ég með hálsæðarnar illa þandar af rembingi þar sem hellan var svo þung. Blessuð stjarnan<br />

færði sig um eitt skref og ég gerði mig líklegan til þess að láta helluna niður á sinn stað. Auðvitað rann<br />

bannsett hellan úr höndunum á mér og skall með allnokkru afli niður í leir-drullu svaðið við hverinn.<br />

Það var eins og við manninn mælt að blessuð stjarnan málaðist frá toppi til táar af drullu og varð ekki<br />

sjón að sjá hana blessaða. Nokkrum sekúndum seinna, svona þegar hún hafði jafnað sig af mesta<br />

sjokkinu, lét hún nokkur vel valin orð falla í minn garð. Ég átti þau líklega skilið. Hún hafði jú ekki verið<br />

nema í fjóra tíma í förðun fyrir tökuna og fötin sem hún var í voru úr rússkinni og ekki hægt að þrífa<br />

þau nema í þurrhreinsun (þær upplýsingar fékk ég reyndar eftir að ég reyndi að strjúka af henni mestu<br />

drulluna með gömlu snýtibréfi sem ég hafði í vasa mínum). Það varð úr að tökur á þessu atriði töfðust<br />

um einn sólarhring.<br />

Þetta var allt frekar vandræðalegt og það er skemmst frá því að segja að ég var ekki beðinn um að<br />

vinna að öðru verkefni fyrir þetta ágæta kvikmyndafyrirtæki.<br />

Ég lærði þó þá lexíu af þessu að, allavega í þessum bransa á maður ekkert að vera að vasast í hlutum<br />

sem ekki eru í manns verkahring.<br />

Á hvern skorar þú í næstu yfirheyrslu? Ég myndi vilja skora á hann Sævar Helgason, gamlan<br />

bekkjarbróðir minn og félaga að tækla þessar spurningar.<br />

5


HVAÐ VITUM<br />

VIÐ EKKI<br />

UM ALDÍSI?<br />

Framhald af forsíðu<br />

Við mættum um það leyti sem opið hús<br />

var að klárast og þennan laugardag var<br />

alþingismaðurinn Unnur Brá Konráðsdóttir<br />

í heimsókn og af umræðunum að dæma<br />

mátti greina að þar lágu Hvergerðingar ekki á<br />

skoðunum sínum og hin helstu pólitísku mál<br />

voru skeggrædd af krafti.<br />

„Svo heldur fólk alltaf að hér séu allir heilaþvegnir<br />

sjálfstæðismenn en hér rífst fólk og rífur kjaft við<br />

þingmennina“ segir Aldís að loknum fundi<br />

og bætir við „Sjálfstæðismenn í Hveragerði<br />

hafa alltaf verið þekktir fyrir það að vera svolítið<br />

óþekkir.“<br />

„Það er í rauninni ekkert í mínu<br />

lífi sem getur toppað það sem<br />

mínar formæður á árum áður<br />

þurftu að ganga í gegnum“<br />

Talið berst aftur að uppáhaldsstað hennar sem<br />

er uppi í Reykjafjalli og er að hennar mati alveg<br />

einstakur og þangað leitar hún þegar hún<br />

stendur frammi fyrir erfiðleikum eða mótlæti.<br />

„Þá labba ég göngustíginn meðfram Reykjafjalli,<br />

rölti þetta hægt og rólega, mér finnst þetta alveg<br />

dýrlegt svæði og alveg ofboðslega flott. Og<br />

þegar maður er komin yfir Stórkonugil eru tóftir<br />

sitthvoru megin við veginn, við göngustíginn.<br />

Þetta eru tóftir gamla Reykjahjáleigu bæjarins.<br />

Þegar ég flutti hingað til Hveragerðis, þá var ég<br />

eins árs - þá bjuggum við í eldgömlu og hrörlegu<br />

húsi þar sem Arion banki er í dag og í þarnæsta<br />

húsi bjó gömul kona sem hét Svanborg<br />

Eyjólfsdóttir og hún var síðasti ábúandinn á<br />

Reykjahjáleigubæ. Og þessi kona passaði mig<br />

stundum og mér þótti óskaplega vænt um hana,<br />

þetta var voða góð kona. Seinna meir komst ég<br />

að því að hún hafði búið þarna uppfrá.<br />

Hún átti fullt af börnum en missti manninn sinn<br />

ung frá allri barnahrúgunni og í kjölfarið ákváðu<br />

bændahöfðingjarnir sem þá réðu öllu að hún<br />

gæti ekki búið þarna. Þeir ætluðu bara að leysa<br />

upp heimilið, það átti að koma öllum börnunum<br />

annað og hún átti bara að gerast vinnukona<br />

einhversstaðar. Nema Svanborg var soddans<br />

frenja, sögðu gömlu karlarnir í Hveragerði. Hún<br />

bara barðist eins og ljón gegn þessu og henni<br />

tókst að halda öllum barnahópnum saman og<br />

búa á Reykjahjáleigubænum og koma öllum til<br />

manns.<br />

Þegar maður sest svo þarna í tóftirnar á bænum<br />

hennar þá verða öll mín vandamál svo lítilsigld.<br />

Mér þykir svo gott að sitja þarna og hugsa já, ok.<br />

Ef þú heldur að þú eigir bágt Aldís mín, gleymdu<br />

því! Það er í rauninni ekkert í mínu lífi sem getur<br />

toppað það sem mínar formæður á árum áður<br />

þurftu að ganga í gegnum. Og vandamál mín<br />

hverfa eins og dögg fyrir sólu.“<br />

Aldís er gift Lárusi Inga Friðfinnssyni og eiga<br />

þau fjögur börn og tvö barnabörn. Foreldrar<br />

hennar eru Laufey S. Valdimarsdóttir ættuð frá<br />

Hreiðri í Holtum og Hafsteinn Kristinsson sem<br />

lést 1993 ættaður frá Selfossi en sjálf segist<br />

Aldís vera „sunnlendingur að langfeðgatali“.<br />

Aldís er elst í fjögurra systkina hópi sem<br />

telur ásamt henni þau Valdimar, Guðrúnu og<br />

Sigurbjörgu. „Við Valdi höfum eiginlega alltaf<br />

verið eins og tvíburar enda bara eitt ár á milli<br />

okkar. Við höfum alltaf verið mjög náin og lékum<br />

okkur mikið saman sem börn. Sem fólst aðallega<br />

í því að Valdimar lék sér í mínum leikjum“ segir<br />

Aldís og hlær létt.<br />

Aðspurð telur Aldís að systkinin myndu<br />

lýsa henni sem svolítilli frekju en þau eru<br />

bersýnilega samrýmdur hópur: „Þau myndu<br />

örugglega segja að ég væri frek, en þau myndu<br />

ekki þora að segja það ef ég heyrði það“ segir<br />

Aldís og hlær. „Við erum nokkurn veginn alltaf<br />

sammála um það systurnar að ég segi að<br />

Guðrún sé frekust og hún segir að ég sé frekust.<br />

Við eigum í góðu sambandi miðað við það að<br />

við búum hérna öll og erum í mjög miklum<br />

samskiptum þá hefur þetta verið ótrúlega<br />

hnökralaust því að það er ekkert einfalt fyrir<br />

stóran systkinahóp að búa á sama stað og eins<br />

erum við auðvitað í rekstri. Fjölskyldan á stórt<br />

fyrirtæki og það er ekki alltaf einfalt. En mamma<br />

á nú heiðurinn af þessu öllu saman, hún heldur<br />

heraga á öllu genginu“.<br />

Aldís rifjar upp æskuárin og segir að það hafi<br />

verið afar gaman að alast upp í Hveragerði. Í<br />

næstu húsum við hana var allt fullt af krökkum<br />

og þar eignaðist hún sínar bestu vinkonur<br />

Svakalega kát í fermingamyndatöku<br />

á fyrstu æviárum sínum sem enn halda<br />

sambandi. „Samkvæmt öllum viðmiðunum hjá<br />

vinum mínum þá voru foreldrar mínir ferlega<br />

ströng. Eftirá að hyggja þá finnst mér það bara<br />

miklu, miklu betra og ég var líka ströng við mín<br />

börn. Hjá foreldrum mínum giltu bara ákveðnar<br />

reglur og það átti að fara eftir þeim. Það var samt<br />

alltaf gert þannig að maður fann að það var<br />

með væntumþykju“.<br />

Þegar Aldís var 11 ára byrjaði hún að vinna<br />

hálfan daginn úti í ísgerð. „Ég hef alltaf unnið<br />

mjög mikið og mér finnst það bara gaman. Hef<br />

aldrei litið á það þannig að vinna sé kvöð. Mér<br />

finnst alltaf gaman í vinnunni alveg sama hvað<br />

ég er að gera“.<br />

Fastir rammar henta henni ágætlega og<br />

„ég læt miklu betur að stjórn heldur en<br />

fólk almennt gerir sér grein fyrir“ segir Aldís<br />

hlæjandi. Hún sótti framhaldsskólanám í<br />

Menntaskólanum á Akureyri þar sem regluvirki<br />

skólans hentaði henni vel og var hún gerð að<br />

„yfirnæturverði á heimavistinni“ þar sem hún var<br />

svo regluföst kona.<br />

Aldís stundaði einnig nám í Noregi og<br />

Danmörku en þegar hún vann á Hótel Sögu<br />

þá gripu örlögin inn í og þar féll hún kylliflöt<br />

fyrir kokkanemanum.<br />

En hvernig myndi Lárus eiginmaður Aldísar<br />

lýsa henni? „Ég vona að hann myndi segja að<br />

ég væri skemmtileg. Því við skemmtum okkur<br />

rosalega vel saman. Það er mikið hlegið heima<br />

og mikið fjör yfirleitt. Það eru allir ofboðslega<br />

málglaðir á mínu heimili. Jafnvel þannig að<br />

mér þykir stundum nóg um. Við tölum rosalega<br />

mikið og það gerir reyndar allur Þelamerkurættbálkurinn.<br />

Það er með ólíkindum hvað þetta<br />

er málglatt fólk“.<br />

„Ég er hrikalega góð í handavinnu<br />

og flink að sauma föt“<br />

Aldís situr greinilega sjaldan auðum höndum.<br />

Hún hefur stundað sundleikfimi í yfir tuttugu<br />

ár og segist vera mikill vatnaköttur. En einnig<br />

er Aldís í hinum ýmsu klúbbum sem hittast<br />

reglulega og hafa gert lengi. Hún hittir m.a.<br />

vinkonurnar úr menntaskóla einu sinni í<br />

mánuði. Svo er hún í saumaklúbbi í Hveragerði<br />

sem hafa hist aðra hvora viku í tuttugu ár. Að<br />

auki þá leggur Aldís áherslu á að vera í góðum<br />

tengslum við fjölskylduna.<br />

6


„Það er heilmikil vinna að halda utan um<br />

fjölskyldu og vini“ segir Aldís en til þess að það<br />

gangi allt upp á móti því að sinna krefjandi og<br />

tímafreku starfi þá býr hún til plan enda er hún<br />

afar skipulögð að eigin sögn.<br />

Það vita kannski ekki margir að Aldísi hefur<br />

mjög gaman af hannyrðum og er að eigin<br />

sögn „hrikalega góð í handavinnu og flink að<br />

sauma föt“. Hún gæti hrist fram úr erminni<br />

fóðraða dragt ef hún hefði tíma en það er<br />

líklega tímaskortur sem veldur því að afköstin<br />

eru minni en áhuginn segir til um.<br />

Þar á meðal hefur hún sérstaklega gaman af<br />

krosssaum og er í einum slíkum klúbbi: „Ég er<br />

í krosssaumsklúbbi sem hittist a.m.k. einu sinni<br />

á ári en þá förum í sumarbústað. Til að byrja<br />

með þá var þetta einungis krosssaumsklúbbur<br />

og þá átti maður að koma með almennilegar<br />

hannyrðir. Ekki ámálaðann stramma heldur<br />

úttalin krosssaums stykki en þar sem þetta er<br />

bara ein helgi á ári og ég hef engan tíma í þetta<br />

þá kom ég alltaf með sama stykkið ár eftir ár.<br />

Ég hafði keypt það 1983 - enda bauð ég þeim<br />

sérstaklega í heimsókn þegar myndin mín Eftir<br />

baðið var tilbúin. Þá var haldið afhjúpunargilli -<br />

þannig að þær gera alveg ógeðslega mikið grín<br />

að mér“ segir Aldís. Verkið á nú heiðursess í<br />

krosssaumshorninu heima hjá henni.<br />

Meistarastykkið sem tók 30 ár að klára<br />

Þegar Aldís var 9 ára og átti að teikna mynd af<br />

því sem hún vildi verða þegar hún yrði stór þá<br />

teiknaði hún mynd af sér að afgreiða í bakaríi.<br />

Henni fannst það „geggjað“ og svo vildi hún<br />

verða flugfreyja eins og allar aðrar stelpur.<br />

En að hún yrði síðar bæjarstjóri í Hveragerði<br />

kom ekki til greina þegar hún var ung því<br />

þá tíðkaðist ekki að konur tækju að sér slík<br />

hlutverk.<br />

Aldís er fyrsta konan og fyrsti heimamaðurinn<br />

sem gegnir starfi bæjarstjóra og hún er tilbúin<br />

að vera í starfinu eins lengi og Hvergerðingar<br />

vilja hafa hana. „Mér finnst þetta gaman og<br />

meðan maður heldur að maður hafi eitthvað<br />

að gefa þá getur maður auðvitað verið. En hvað<br />

það er lengi, það veit ég ekki. Það getur vel verið<br />

að þetta hætti að vera skemmtilegt. En akkúrat í<br />

augnablikinu finnst mér þetta gríðarlega gaman<br />

og mér finnst ganga vel .<br />

Það er miklu meiri eining og ró yfir Hveragerði<br />

heldur en í mjög mörg ár og ég held að íbúar<br />

kunni bara ágætlega að meta það.<br />

„…það er alltaf allt vitlaust<br />

í pólitíkinni hjá ykkur“<br />

Á ákveðnu tímabili fór maður ekki út fyrir<br />

bæjarfélagið án þess að maður fengi þessa<br />

frábæru setningu það er alltaf allt vitlaust í<br />

pólitíkinni hjá ykkur. Þetta var viðloðandi í<br />

Hveragerði. En það hefur ekki verið það núna.<br />

Ég held að það sé ofboðslega dýrmætt fyrir<br />

bæjarfélög að geta eytt púðrinu í að berjast fyrir<br />

bænum sínum í heild en vera ekki að slást inn á<br />

við við hvern annan“.<br />

„Það að vera bæjarstjóri er<br />

lífstíll. Ég er alltaf bæjarstjóri.<br />

Ef ég fer í sund hérna þá get ég<br />

ekkert legið í heitapottinum<br />

og sagt; nei nú er ég í fríi“.<br />

Aldís er ekki hrædd við að láta í sér heyra<br />

og ganga þvert á flokkslínur ef sannfæring<br />

hennar segir svo. „Ég hef alveg ofboðslega ríka<br />

réttlætiskennd og hún hefur þvælst fyrir mér á<br />

stundum. Og það er ekkert alltaf vinsælt að segja<br />

hvað manni finnst og það er ekkert alltaf pólitískt<br />

kórrétt að gera það. Það er miklu einfaldara að<br />

segja bara ekki neitt. Það eykur manni kannski<br />

vinsældir að bara sitja og þegja en ég bara get<br />

það ekki. Og við höfum hér í Hveragerði ekkert<br />

verið feimin við það að hafa aðrar skoðanir<br />

heldur en flokkurinn. Til dæmis ef það lítur að<br />

málefnum sem snerta okkar svæði þá hikum við<br />

ekki við það.“<br />

Aðspurð segir Aldís lítið jafnvægi milli vinnu<br />

og einkalífs enda sé starf bæjarstjóra eiginlega<br />

lífsstíll. „Ég lít ekki á þetta sem vinnu. Það er<br />

kúnstin held ég. Það er alveg sama hvar ég hef<br />

unnið – ég labba ekkert út og segi nú er ég búin<br />

í vinnunni og nú hefst einkalífið. Það að vera<br />

manneskja - partur af því er að vera í vinnu<br />

og hana tekur þú með þér heim. Stundum og<br />

stundum ekki og svo áttu fjölskyldu og þú hættir<br />

ekkert að eiga hana þó þú farir í vinnu.<br />

Það að vera bæjarstjóri er lífstíll. Ég er alltaf<br />

bæjarstjóri. Ef ég fer í sund hérna þá get ég ekkert<br />

legið í heitapottinum og sagt; nei nú er ég í fríi.<br />

Eða í Bónus; nei, hringdu í mig á mánudaginn<br />

klukkan átta því þá er viðtalstími. Það er ekkert<br />

þannig. Mér hefur aldrei fundist þetta vera áreiti.“<br />

Þau verkefni sem Aldís er hvað stoltust af það<br />

sem af er bæjarstjóra tíð sinni eru flutningur<br />

dagdvalarinnar inn á dvalarheimilið Ás,<br />

Hamarshöllin, Stætó og gott samstarf minniog<br />

meirihluta í bæjarstjórn.<br />

„Mér fannst svo dýrlegt þegar ég kom upp á Ás<br />

og hitti gamla konu úr Hveragerði sem var svo<br />

brosandi og glöð. Hún hafði verið úti að tína<br />

rifsber og var að koma inn að sulta. Þarna var<br />

köttur og hundur og fullt af fólki. Mér fannst<br />

þetta svo fallegt móment, hvað hún var kát og<br />

glöð. Fannst svo yndislegt að okkur skyldi takast<br />

að skapa öldruðum þessar aðstæður.<br />

„Hérna búa 2300 sendiherrar<br />

fyrir Hveragerðisbæ “<br />

Ég er mjög stolt af því hvernig er búið að<br />

öldruðu fólki í Hveragerði og það er ekki að<br />

ástæðulausu að eldra fólk sækist í að búa hérna.<br />

Félag eldriborgara í Hveragerði er einstakt á<br />

landinu – hvað það tekur vel á móti fólki og hvað<br />

það er mikið og flott starf þarna. Þau eru þvílík<br />

auglýsing fyrir Hveragerði og þannig er það bara.<br />

Hérna búa 2300 sendiherrar fyrir Hveragerðisbæ<br />

og ef þeir eru nógu duglegir að segja frá því hvað<br />

hér er um að vera og hvað það er gott að búa<br />

hérna þá erum við á grænni grein. Þá vantar<br />

okkur bara meira húsnæði.<br />

Auðvitað er ég líka stolt af Hamarshöllinni þó<br />

hún valdi mér nú vægu taugaáfalli í hverju<br />

einasta óveðurskasti. Svo er ég afar stolt af<br />

bæjarstjórninni og þeim bæjarfulltrúum sem ég<br />

hef unnið með því það hefur verið alveg feykilega<br />

gott samstarf milli minni- og meirihluta og<br />

það er ekki sjálfgefið. Það er alveg ofboðslega<br />

dýrmætt fyrir sveitarfélagið að það skuli hafa<br />

náðst.“<br />

Í framtíðinni leitar hugur Aldísar í frekara nám<br />

en ef kosningarnar hefðu farið öðruvísi s.l.<br />

vor segir Aldís að hún hefði byrjað á að fara í<br />

langt ferðalag með eiginmanninum til Asíu<br />

og þá hefði hún eflaust komið tilbaka uppfull<br />

af hugmyndum. „Reyndar geng ég alltaf með<br />

þann draum að reka kaffihús-ísbúð- bar. Ég held<br />

að það sé hrikalega gaman og sérstaklega hér<br />

í Hveragerði. Ég held að það séu svo myljandi<br />

möguleikar hérna“.<br />

Það verður að teljast skondið að lífsmottó<br />

þessarar sterku, lífsglöðu og jákvæðu konu<br />

sem sér möguleika í hverju skúmaskoti skuli<br />

vera á neikvæðu nótunum.<br />

„Ég á svo neikvætt lífsmottó - það er svo<br />

ömurlegt! En mér finnst það alltaf hrikalega gott.<br />

Það er þannig: alltaf að búast við því versta – þá<br />

er ég svo glöð þegar eitthvað gott gerist. Ég<br />

er búin að lifa eftir þessu alltaf og ég geri það<br />

virkilega. Ég býst alltaf við því versta en það gerist<br />

aldrei og þá er ég hreinlega alltaf ánægð. Ég er<br />

yfirleitt aldrei í vondu skapi af því lífið er eiginlega<br />

alltaf miklu betra en ég mögulega hefði getað<br />

ímyndað mér“.<br />

7


HEYRST<br />

HEFUR…<br />

að skólarnir eru byrjaðir og komið er haust<br />

að það verði froðufimi í nýja Fitnessbilinu<br />

að eldri borgarar leiti logandi ljósi að<br />

endurskinsmerkjum<br />

að Elínborg hafi misst af partý í Hverahlíð<br />

að það rigni stundum í Hveragerði<br />

að garðasúpurnar hafi aldrei verið betri<br />

að fræga fólkið flykkist hingað í íbúðaleit<br />

að gulrætur hafi drukknað í Laufskógum<br />

að brjóstamjólkurísinn hafi slegið í gegn<br />

að trjárunnar óski eftir hjálp við að fjarlægja<br />

gamalt blóm í bæ skraut úr sér<br />

að nuddtækið í heitari pottinum sé komið<br />

í lag<br />

að ljósleiðarinn sé mættur<br />

að fyrstubekkingar týni öllu og að stígvél<br />

og úlpur hrúgist nú upp í skólaselinu og<br />

grunnskólanum<br />

að nokkrar konur í bænum hafi orðið súrar<br />

að fá ekki að bera út fleiri Krumma í sumar<br />

að aðal stuðið sé á skemmtikvöldunum í<br />

Þorlákssetri<br />

að Dagur borgarstjóri elski Laugaskarð<br />

að Almar bakari hafi keypt Hverabakarí<br />

að Ístak breikki Hellisheiði og Kambana<br />

að orðaruglið í Útsvari hafi verið ruglerfitt<br />

og í tómu rugli<br />

HVER ERUÐ ÞIÐ?<br />

Jurailux Sveinsson<br />

Jintapat Pinsawat (Nangsee)<br />

Ásta Viktorsdóttir<br />

Gunnar Viktorsson<br />

Friðrik Viktorsson<br />

María Viktorsdóttir<br />

Helstu áhugamál?<br />

Akkúrat núna, að læra íslensku,<br />

en almennt að ferðast og kynnast nýjum heimshornum.<br />

Hvað er langt síðan þið fluttuð til Hveragerðis?<br />

Við komum til Hveragerðis 27. maí 2013.<br />

Hvar bjuggu þið áður og hvers saknið þið mest þaðan?<br />

Við bjuggum í strandbæ í Taílandi sem heitir Hua Hin og ég sakna mest vina minna sem enn<br />

búa þar, annars sakna ég eilíflega fjölskyldu minnar sem býr í Suður-Taílandi. Í Hua Hin áttum við<br />

dásamlegt hús út í sveit og ég verð að viðurkenna að ég sakna þess. Svo er ekki laust við að ég<br />

sakni veðursins í Taílandi.<br />

Af hverju Hveragerði?<br />

Gott fyrir börnin að vera hér. Skólarnir eru góðir. Og það er nauðsynlegt fyrir þau að læra<br />

almennilega íslensku.<br />

Mikilvægast í lífinu?<br />

Fjölskyldan.<br />

#krumminn<br />

Dönsku Smedegaard<br />

hringrásardælurnar<br />

fyrir gólfhita- og<br />

ofnakerfi eru til<br />

á lager hjá okkur<br />

Gæða dælur<br />

á góðu verði<br />

Sími: 482-7880 - GSM: 699-1985 - helgi@helgipipari.is - www.helgipipari.is<br />

8


VELKOMIN Í HEIMINN<br />

Íris Hildur Almarsdóttir<br />

Fæðingardagur: 10. september <strong>2014</strong><br />

Foreldrar: Almar Þór Þorgeirsson og<br />

Ólöf Ingibergsdóttir<br />

Fæðingarþyngd: 5056 gr<br />

Lengd: 52 cm<br />

Birkir Evan Sigurjónsson<br />

Fæðingardagur: 6.maí <strong>2014</strong><br />

Foreldrar: Ása Björk Ásgeirsdóttir<br />

og Sigurjón Axel Guðjónsson<br />

Fæðingarþyngd: 3620 gr<br />

Lengd: 50 cm<br />

Óskar Marel Örlaugsson<br />

Fæðingardagur: 24. júní <strong>2014</strong><br />

Foreldrar: Sonja Ósk Kristjánsdóttir<br />

og Örlaugur Magnússon<br />

Fæðingarþyngd: 4230 gr<br />

Lengd: 53 cm<br />

Júlíus Pétur Jóhannsson<br />

Fæðingardagur: 29.júlí <strong>2014</strong><br />

Foreldrar: Droplaug Guttormsdóttir<br />

og Jóhann Pétur Jensson<br />

Fæðingarþyngd: 3880 gr<br />

Lengd: 54 cm<br />

SPÖRFUGLINN...<br />

Hann sat úti á tröppum húss síns, gamli maðurinn. Slæmur í baki og<br />

hélt um mjóhrygginn. Hafði dottið illa í gær. Jafnvægið ekki alveg í lagi<br />

og fæturnir ákaflega svikulir eftir að hafa borið hann uppi í hartnær 90<br />

ár. Hann hafði göngugrind sér til afnota, en vildi sem minnst af henni<br />

vita. Sagði gjarnan að lappirnar hefðu reynst sér vel og þær skyldu skila<br />

honum út lífið, án aðstoðar málmgrindar á hjólum, með handbremsu<br />

og körfu framan á. Kaffikrús var á stéttinni fyrir framan hann, með<br />

rjómaslettu í. Súdúkú gáta í vinstri hönd hans og gulur Pludo blýantur í<br />

hans hægri hönd. Sólin var að gægjast fram úr skýjum í sumarkveldinu<br />

eftir votviðrasaman dag með breytilegu veðri dagsins.<br />

Hann leit til lofts. Enginn fugl var á flugferli. Hann beið eftir vini sínum.<br />

Hinum blakka vini sínum, sem heimsótt hafði hann á hverjum degi<br />

um langt bil. Skyndilega sá hann skugga á garðflötinni sinni, skugga<br />

í fuglsmynd. Blakkan skugga, sem sveif yfir grænu, nýslegnu grasinu.<br />

Með vængendana klofna í fjaðrir og vinsamlegu krunki.<br />

Fuglinn lenti í garðinum hans á nákvæmlega sama stað og venjulega.<br />

Í miðjum garðinum. Tók þrjú stökk jafnfætis og leit á gamla manninn.<br />

Gaf frá sér vingjarnlegt krunk. Gamli maðurinn sendi vinalegt krunk á<br />

móti.<br />

Gamli maðurinn hafði gjört það að vana sínum að kasta matarleifum í<br />

miðjan garðinn fyrir vin sinn, þann blakka. Spörfuglinn.<br />

Þegar sá blakki réðst á matarleifarnar, stóð sá gamli upp, stirðbusalega<br />

við garðstól, sem hann hafði sett við húströppur sínar.<br />

„Komdu sæll, vinur minn, spörfuglinn minn,“ sagði gamli maðurinn í<br />

afalegum tóni og gekk í átt að vini sínum.<br />

Sá blakki lét sér ekki bregða við hreyfingu gamla mannsins. Hélt áfram<br />

að kroppa í matarleifarnar á garðgrasinu. Kótelettur í raspi. Lúbarðar fyrir<br />

steikingu á þykku tréfjalarbretti.<br />

Gamli maðurinn horfði á vin sinn, blakka spörfuglinn og sagði:<br />

„Já vertu ekki feiminn við þetta....þetta fóður þitt er hvorki úldið né<br />

myglað, þótt ég hafi gleymt því í ísskápnum í nokkra daga!“<br />

Hann brosti til vinar síns á grasflötinni með gleði í augum. Þakklæti<br />

fyrir vinskapinn við þann blakka.<br />

Spörfuglinn gaf honum gleðistund á<br />

hverjum degi.<br />

Hann hafði alist upp með mjög<br />

hjátrúarfullri móður, sem elskaði ekki<br />

spörfuglinn neitt sérstaklega, fannst hann þjófóttur, gargandi hávær og<br />

glysgjarn.<br />

„Mundu það, sonur sæll að krummi er ekki allur þar sem hann<br />

er séður. Ég hef aldrei hrifist af gargandi háværum, þjófóttum og<br />

glysgjörnum mönnum. Þeir eru ekki fyrir minn smekk og krumminn er<br />

samnefnari þeirra!“<br />

Hann svaraði öngvu um þetta við móður sína. Hafði alltaf hrifist að<br />

flögri fuglins og áreynslulegu svifi yfir bæinn með útglenntar fjaðrir<br />

vængjana. Hann tók ástfóstri við þennan skemmtilega blakka fugl,<br />

krummann. Hafði skál á garðhúsgagnaborðinu í garðinum sínum með<br />

krónupeningum í. Sá blakki flaug alltaf á borðið, eftir át sitt og tók einn<br />

krónupening með sér í flug um bæinn, úr garði hans.<br />

„Ég skal segja þér það, sonur minn sæll, að þessi svarti flögrari loftsins<br />

er tengdur mörgum hjátrúar og hindurvitnum og meðal er annars sagt<br />

að fljúgi tveir hrafnar yfir hús þitt í kross, að þá er einhver feigur í því<br />

húsi,“ hafði móðir hans gjarnan tuggið yfir honum í æsku hans.<br />

Gamli maðurinn hafði alltaf talið sér trú um, að hann væri ekki<br />

hjátrúarfullur, þrátt fyrir fyrirlestra móður sinnar um hjátrú og<br />

hindurvitni lífsins. Hann strauk sér fast um mjóhrygginn og hagræddi<br />

líkamsstöðu sinni í jafnvægisleit. Hann horfði á vin sinn, þann blakka<br />

klára að kroppa í sig þriðju kótelettusneiðina með raspinum. Hann<br />

veifaði vini sínum með hæglátri vinstri hönd, beygði sig fram á við eins<br />

og hann væri að hneigja sig.<br />

„Ég ætla að þakka þér og vinum þínum, elsku spörfuglinn minn að<br />

fljúga ekki í kross yfir hús mitt, því mig langar til að lifa svolítið lengur,<br />

þótt illa farinn sé og langt genginn. Þá er lífið þess virði.“<br />

Höfundur: Sigurður Blöndal<br />

1. prentun uppurinn… 2. prentun væntanleg…<br />

Bókin fæst í Shell & Álnavörubúðinni og einnig er hægt að panta hana á netfanginu sblond@hveragerdi.is<br />

…umsögn um bókina…<br />

Bókin er hreint yndisleg, frábær blanda af gaman og alvöru. Sérstaklega hafði ég gaman að þeirri nýbreytni að hafa litlar<br />

hugvekjur inn á milli sagnanna, sem báru hógværa titilinn “orð á pappír.” Hver einasta hugvekja vakti mann til umhugsunar<br />

um lífið sjálft og fylltu mann af hlýju og von.<br />

Rósa Grímsdóttir á Rithringur.is<br />

9


SELFIE Í STRÆTÓ - BIRTA MARÍN DAVÍÐSDÓTTIR<br />

Af hverju ferðast þú með strætó?<br />

Ég æfi fimleika í Stjörnunni og ferðast<br />

því 4 sinnum í viku með strætó á milli<br />

Hveragerðis og Ásgarðs í Garðabæ.<br />

Hvernig styttir þú þér stundir í strætó?<br />

Ég hlusta á tónlist til að stytta mér stundir.<br />

Eftirminnilegasta strætóferðin? Var<br />

þegar ég fór með strætó í fyrsta skipti á<br />

æfingu, þá tók ég vitlausan strætó!! :)<br />

Tekur þú alltaf selfie í strætó?<br />

Nei, en ég hef alveg gert það ;)<br />

KRUMMINN KEMUR ÚT EFTIR DÚK<br />

OG DISK. MINNUM Á AÐ PANTA<br />

AUGLÝSINGAR OG SENDA OKKUR<br />

GREINAR<br />

KRUMMINN@KRUMMINN.IS<br />

KRÚNK KRÁ KRÁ<br />

SKÓLAÞING/NÁMSKEIÐSDAGUR SKÓLAÞJÓNUSTU ÁRNESÞINGS<br />

Mánudaginn 1. september var efnt til<br />

sameiginlegs starfsdags allra starfsmanna<br />

í grunn- og leikskólum í Árnesþingi.<br />

Að skólaþjónustu Árnesþings standa<br />

sjö sveitarfélög á Suðurlandi. Þau eru:<br />

Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnesog<br />

Grafningshreppur, Hveragerðisbær,<br />

Hrunamannahreppur, Skeiða- og<br />

Gnúpverjahreppur og Sveitarfélagið Ölfus.<br />

Námskeiðsdagurinn var haldinn í Þorlákshöfn<br />

þar sem rúmlega 300 starfsmenn skólanna<br />

komu saman. Dagurinn hófst á því að farið<br />

var yfir sameiginleg markmið skóla og<br />

skólaþjónustu fram til ársins 2017. Eftir það<br />

hlýddu þátttakendur á erindi Ásdísar Olsen<br />

um hamingju og velferð í skólastarfi með<br />

jákvæðri sálfræði. Óhætt er að segja að erindi<br />

hennar hafi vakið áhuga. Gott er að muna<br />

eftir að njóta augnabliksins, hafa jákvæða<br />

afstöðu til lífsins og skólastarfsins. Þannig<br />

gengur allt betur.<br />

Fram eftir degi voru í boði 20 málstofur<br />

en þátttakendur á þinginu gátu valið tvær<br />

þeirra yfir daginn. Þar voru flutt erindi um<br />

ýmislegt spennandi sem er að gerast í<br />

skólum á svæðinu auk annarra skólatengdra<br />

verkefna. Erindin fjölluðu meðal annars um<br />

Reggio leikskólastarf, lestrarþróun, hreyfingu<br />

barna, nemendur með hegðunarvanda,<br />

áhugasviðsvinnu með nemendum, fjölbreytta<br />

kennsluhætti, spjaldtölvur, barnavernd,<br />

sjálfsskaðandi hegðun, tölvufíkn og jákvætt<br />

hugarfar kennara.<br />

Þingið tókst í alla staði vel enda vel tekið<br />

á mótið hópnum í Þorlákshöfn. Það var<br />

sérstaklega ánægjulegt að sjá alla starfsmenn<br />

leik- og grunnskóla vinna saman á þessum<br />

degi og fá tækifæri til að auka samræðu milli<br />

skólastiganna.<br />

Hrafnhildur Karlsdóttir<br />

og Ólína Þorleifsdóttir<br />

kennsluráðgjafar í Skóla- og velferðarþjónustu<br />

Árnesþings<br />

TOUR DE ÓSKALAND<br />

Mikil gleði ríkti í leikskólanum Óskalandi<br />

á dögunum er leikskólanum barst<br />

höfðingleg gjöf.<br />

Formaður Lionsklúbbsins Eden kom<br />

færandi hendi með tvö ný hjól. Ekki þarf<br />

að orðlengja það að hjólin eru í stöðugri<br />

notkun og eru þau kærkomin viðbót við<br />

búnað leikskólans. Lionsklúbbnum Eden<br />

eru færðar hjartans þakkir fyrir óeigingjarnt<br />

starf og hugulsemi í garð leikskólans.<br />

Sigurður Hrafn Tryggvason<br />

fæddur 7.nóv 1949 látinn 1. sept <strong>2014</strong><br />

Við fjölskyldan viljum þakka öllum fyrir þann hlýhug<br />

og stuðning sem okkur var sýndur<br />

við andlát eiginmanns, föður okkar, tengdaföður,<br />

afa og langaafa.<br />

Guðbjörg Hofland Traustadóttir<br />

Berglind Hofland Sigurðardóttir<br />

Tryggvi Hofland Sigurðsson<br />

Hjördís Harpa Guðlaugsdóttir Wiium<br />

Eva Dögg Hofland<br />

Guðmundur Árni Kjartansson<br />

Ísabella Hofland, Tryggvi Hrafn, Emilía Guðbjörg, Berglind María<br />

10


ÁSKORUN-HREYSTI<br />

SAMFÉLAG-HEILBRIGÐI<br />

FJÖLBREYTNI-LÍFSSTÍLL<br />

ÁRANGUR-GLEÐI-TÆKNI<br />

SAMHELDNI-STYRKUR<br />

ÚTHALD-HEIÐARLEIKI<br />

VELLÍÐAN<br />

Vertu með!<br />

www.crossfithengill.is<br />

HÁRSNYRTISTOFAN<br />

ópus<br />

Breiðumörk 2<br />

Hveragerði<br />

Sími 483 4833<br />

Brauð og kökur í úrvali<br />

Verið velkomin<br />

Lífleg starfsemi er í<br />

Þorlákssetri hjá Félagi eldri<br />

borgara í Hveragerði<br />

Á mánudagsmorgnum<br />

byrjar Bókmenntahópurinn<br />

sem les sjálfvalið efni milli kl.<br />

10:00 og 12:00. Kl. 13:00 er svo<br />

handavinna og brids.<br />

Þriðjudagsmorgna gengur<br />

hópurinn Út um allt á milli<br />

kl. 10:00 og 11:00. Kl. 13:00 er<br />

spiluð félagsvist og kl. 17:30<br />

er kenndur línudans sem er<br />

nýbyrjaður hjá félaginu. Holl,<br />

góð og skemmtileg hreyfing.<br />

Á miðvikudögum mæta<br />

félagar og spila boccia kl.<br />

10:00 og spila í liðlega klst.<br />

Vatnsleikfimi er kl. 14:45 í 45<br />

mín. á Heilsustofnun.<br />

Kl. 19:00 er framsögn og<br />

leikræn tjáning.<br />

Á fimmtudögum eru<br />

fyrirlestrar og spjalldagar kl.<br />

10:00, þá koma gestir til okkar.<br />

Guðrún Eva Mínervudóttir<br />

kemur í fimmtudagsspjall<br />

13. nóv. og 20. nóv. kemur<br />

vinabekkur úr grunnskólanum.<br />

Kl. 13:00 er brids og<br />

Hverafuglar syngja á milli kl.<br />

16:00 og 18:00.<br />

Á föstudögum kl. 10:00<br />

byrjar Félagið á pútti uppi í<br />

Hamarshöll og boccia einnig<br />

kl. 10:00 í Þorlákssetri. Kl.<br />

13:30 til 16:30 er Útskurður í<br />

handavinnuhúsi Grunnskólans.<br />

Auk þess er nýtt í dagskránni,<br />

skemmtikvöld síðasta<br />

föstudag í mánuði kl. 19:30 og<br />

bíósýning fyrsta mánudag í<br />

mánuði kl. 20:00<br />

OPIÐ HÚS<br />

Á Blómstrandi dögum í ágúst var Félag eldri borgara með opið hús<br />

í Þorlákssetri. Dagskrá var í umsjá Bókmenntahópsins en þar lásu<br />

20 félagar sjálfvalið efni. Dagskráin var í um klukkustund hvern dag.<br />

Einnig stóð yfir sýning á Vatnslitamyndum Sæunnar Freydísar.<br />

Bjóðum upp á góðan fundarsal,<br />

gistingu og kvöldmat<br />

fyrir minni hópa<br />

www.frumskógar.is<br />

info@frumskogar.is Sími 896-2780<br />

ALLIR ÚT AÐ HLAUPA!<br />

Skokkhópur Hamars hvetur alla til<br />

að koma út að skokka eða ganga<br />

og nýir meðlimir alltaf velkomnir á<br />

æfingar hjá okkur.<br />

Allir geta verið með og hver<br />

og einn ræður sínum hraða og<br />

vegalengd hverju sinni. Því er<br />

kjörið að byrja með hópnum og<br />

dusta rykið af gömlu skónum,<br />

njóta þess frábæra umhverfis sem<br />

við höfum hér í og við Hveragerði<br />

til góðrar hreyfingar.<br />

Æfingar hjá okkur eru allar frá<br />

sundlauginni Laugaskarði og eru<br />

sem hér segir.<br />

Mánudaga Kl. 17:30<br />

Þriðjudaga Kl. 17:30<br />

(byrjendur sérstaklega velkomnir)<br />

Fimmtudaga Kl. 17:30<br />

(byrjendur sérstaklega velkomnir)<br />

Laugardaga Kl. 9:30<br />

Stefnum við á að endurvekja<br />

gönguhópinn og ætlunin að<br />

hittast upp í sundlauginni<br />

Laugaskarði kl. 16:30 alla þriðjudaga<br />

og fimmtudaga til að byrja<br />

með.<br />

Við munum svo að sjálfsögðu<br />

halda úti fjallgöngunum<br />

okkar vinsælu en undir styrkri<br />

handleiðslu Sverris Geirs<br />

Ingibjartssonar. Fjallaferðir hafa<br />

verið á laugardagsmorgnum<br />

ca. 4-6 vikna fresti þar sem<br />

valið er heppilegt fjall í okkar<br />

nærumhverfi. Fjallgönguferðirnar<br />

verða auglýstar á www.<br />

hamarsport.is og fésbókarsíðu<br />

Skokkhóps Hamars með góðum<br />

fyrirvara.<br />

Ef einhverjar spurningar brenna á<br />

ykkur eða óskir um ráðleggingar<br />

eða hlaupa-prógramm þá er Pétur<br />

Frantzson alltaf við símann og<br />

svarar glaður, sími 844-6617.<br />

Allir alltaf velkomnir, sjáumst.<br />

11


FÓTBOLTASTUÐ Í HAMARSHÖLLINNI<br />

Sunnudaginn 19. <strong>október</strong> var haldið fótboltamót fyrir efnilegu krakkana okkar í 7. flokki í Hamarshöll. Þau stóðu sig öll með mikilli prýði eins<br />

og sjá má þessum myndum.<br />

Við opnum stærra og mikið endurbætt<br />

Fitness bil að Austurmörk 18<br />

zumba • foam flex • yoga • nuddstofa • infrarauð sauna<br />

• danskóli Rebel • einkaþjálfun og margt fleira<br />

Bjóðum einnig uppá tvo stóra sali fyrir<br />

veislur, afmæli, fundi o.s.frv.<br />

Opnunarpartý 7. nóv kl 20:00<br />

Allir velkomnir<br />

12

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!